Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.12.1975, Blaðsíða 20
METttiUUHÆXUR Á ENSKU í VASABROTI SÍS-FÓIHJK SUNDAHÖFN fyrir yóÓan mai $ KJÖTIDNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - r Einar Agústsson á ráðherrafundi Nato í Brussel 65 þúsund tonnin eru ekki lengur til umræðu Reuter/Brussel — James Call- aghan, uta n rlkis rá öher ra Breta, lýsti þvl yfir i gær á utan- rikisráhherrafundi Nato, aö Bretar væru reiöubúnir tii samningaviöræöna viö tslend- inga hvenær sem væri og hvar sem væri um landhelgisdeiluna. Hann sagöi, aö Bretar væru reiöubúnir aö lækka kröfur sin- ar um árlegt aflamagn niöur fyrir 100 þúsund tonn. Callaghan sagöi hins vegar, aö Einar Ágústsson utanrlkis- ráöherra heföi tekiö skýrt fram, aö hann heföi ekki umboö til þess á Nato-fundinum aö semja um lndhelgisdeiluna. Callaghan sagöi og, aö Einar heföi neitaö aö vikja frá tilboöi isl. rfkis- stjórnarinnar um 65 þúsund tonna ársafla. ( Hiö rétta er, aö Einar afturkailaöi tilboö Isl. rlk- isstjórnarinnar um 65 þúsund tonna ársafla eins og fram kem- ur i viötali viö hann annars staö- ar I blaöinu. Innskot Timans). Þeir Einar og Caliaghan ræddust viö i gær, og segir Reutersfréttastofan, að fyrir þann fund hafi Einar Ágústsson átt tal viö fréttamenn og sagt, aö tilboð islenzku rikisstjórnar- innar stæöi ekki lengur. „Þetta er diki pókerspil,” á Einar aö hafa sagt viö fréttamennina, aö þvl er Reutersfréttastofan hermir. Fréttamaöur Reuters um borö I hms. Brighton sagði I gær að yfirmennirnir á brezku verndarskipunum tækju lifinu meö ró þessa dagana, þar sem ekki væri aö vænta hefndaraö- gerðaíþeirra garð af hálfu isl. varöskipanna vegna átakanna á Seyöisfiröi. Spdnn: Róttækar breytingar á stjórninni — kommúnistaleiðtoganum Marcelino sleppt úr haldi aðeins klukkustund eftir að tilkynnt var um stjórnarskiptin Reuter/Madrid. Spánverjar biöa i óþreyju eftir aö heyra umbóta- tiliögur þær, sem hin nýja rlkis- stjórn, sem Carlos Arias Nav- arro, forsætisráöherra, myndaöi I gær. Vonast Spánverjar eftir þvi, aö verulegum umbótum I frjáls- lyndisátt verði hrundiö I fram- kvæmd og aö viröing landsins á erlendum vettvangi eflist. I hinni nýju rikisstjórn sitja aö- eins þrir af ráðherrum fyrri stjórnar en i þeirri stjórn voru 19 ráðherrar. t nýju rikisstjórninni eru að minnsta kosti 8 hægfara og frjálslyndir stjórnmálamenn. Mikilvægustu breytingarnar eru taldar vera skipun Manuel Fraga sem innanrikis- og aðstoð- arforsætisráðherra og skipun Jose Maria de Areilza i embætti utanrikisráöherra. Aðeins klukkustund eftir að til- kynnt var, um að ný rikisstjórn væri sezt aö völdum i landinu, var tilkynnt að Marcelino Camacho, verjalýðs- og kommúnistaleiðtog- anum, hefði verið sleppt úr gæzluvarðhaldi, en hann var handtekinn sl. sunnudag vegna þátttöku i undirbúningi ólöglegs útifundar. Er Ma'rcelino var handtekinn sl. sunnudag, hafði hann nýlega verið náðaður eftir átta ára fangelsisvist vegna stjórnmálaskoðana. Fyrsta bréfið, sem Marelino opnaði, er hann kom úr gæzlu- varðhaldinum var hótunarbréf frá öfgasinnuðum hægri mönn- um, sem hótuðu aö taka hann af llfi, en hægri sinnar þessir óttast það nú mjög, að Jóhann Karl kon- ungur gangi i enn rikara mæli að kröfum vinstri aflanna i landinu. Fraga innanrikisráðherra var áður sendiherra lands sins i London. Nýlega birti hann rót- tækar tillögur um endurbætur á spænsku stjórnarfari. Hinn nýi utanrikisráðherra var áður sendiherra i Washington og Paris og hefur þvi mikla reynslu á sviði utanrikismála. Mun það ætlun konungs, að reyna að hagnýta sér þekkingu hans i þvi skyni að efla sambúð Spánar við erlend riki, en á ýmsu gekk i þeim málum á valdaferli Francos fyrrum þjóð- arleiðtoga. London: Umsátrinu lokið — hjónin heil ó húfi Reuter/London. Mennirnir fjórir úr IRA, Irska lýöveldishernum, semhaldið hafa miðaldra hjónum i glslingu I sex daga I Ibúð hjón- anna I miöborg London, gáfust upp fyrir lögreglunni siödegis i gær. Mennirnir fjórir, sem álitið er, að standi að baki sprengjutilræð- um þeim, sem að undanförnu hafa riðið eins og holskefla yfir Bretland, sáust ganga út á svalir ibúðarinnar þar sem þeir lögðust á hnén og skriðu siðan yfir á næstu svalir og inn i nærliggjandi ibúð en gengu svo niður til lög- reglunnar, sem handtók þá og ók þeim á brott. Tveimur klukkustundum áður en þeir gáfust upp, höfðu þeir sleppt konunni úr haldi, og var hún strax flutt á sjúkrahús til rannsóknar. Hún er 54 ára að aldri. Var hún mjög lasleg að sjá og utan við sig, en læknar sögðu að rannsókn lokinni, að heilsa hennar væri undarlega góð miðað við þær aðstæður, sem hún hefði búið við undanfarna daga. Lækn- arnir tóku það skýrt fram, að hún hefði ekki verið beitt likamlegu ofbeldi meðan á umsátrinu stóð. Mennirnir fjórir tóku hjónin i gislingu eftir að lögreglan hafði elt þá um götur London. Ruddust þeir inn i húsið á flótta undan lög- reglunni og tóku hjónin höndum. Lögreglan neitaði ávallt að ganga að kröfum tranna um að þeir fengju að fara frjálsir ferða sinna, ef þeir slepptu hjónunum. Einar Ágústsson Callaghan Lygar Reeuters um ásiglingu Lloydsmans Fréttamaöur Rcuters, sem staddur er um borð i hms. Brighton, einu af verndarher- skipum brezka fiskveiöiflotans við íslandsstrendur, fór i gær höröum oröum um varðskipið Þór og hallaði þar vlsvitandi réttu máli. I fréttinni segir hann, að Þór hafi jafnan i núverandi land- helgisdeilu verið athafnasam- astur isl. varðskipanna við að áreita brezku togarana og trufla löglegar veiðar þeirra. Þór hafi og jafnan látið illt af sér leiða og allar athafnir og aðgerðir varð- skipsins hafi mjög spillt fyrir i landhelgisdeilunni og hleypt óþarfa hörku i átökin. T.d. hefði varðskipið Þór hótað að skjóta á Brighton I siðustu viku, er skip- in hefðu mætzt. Þá segir fréttamaðurinn, að út yfir allan þjófabálk hafi þó tekið I fyrradag, þegar Þór hafi gerzt svo ósvifinn að skjóta á dráttarbátinn Lloydsman þremur skotum, þegar Lloyds- man hafi i mesta sakleysi vjerið að aðstoða dráttarbátinn Star Aquarius, sem Þór hafi hótað að færa til hafnar. Loks segir fréttamaðurinn, að áður en skipherrann á Þór hafi snúið með varðskipið stórlaskað til hafnar eftir árekstur skip- anna hafi hann hrópað i gegnum talstöðina til skipstjórans á Lloydsman: „Við erum ekki skildir að skiptum”. Beirut: Enginn árangur af vopnahléinu Reuter/Beirut — Fimmtánda vopnahléö miili deiluaöilanna i Beirut, höfuðborg Libanon, sem undirritað var I fyrradag, viröist engin áhrif hafa haft á gang mála i borginni, og berjast deiluaðilar enn sem fyrr og af sömu hörk- unnL_________________ Einum sleppt í Beilen Reuter/Beilen — Hryöjuverka- mennirnir frá Mólúkkúeyjum, sem halda 27 gislum I lestinni viö Beilen I Norður-Hollandi, slepptu einum gfslanna I gær, 16 ára gam- alli stúlku. Var henni sleppt fyrir tilstuðlan Mólúkkúmannanna, sem reyna aö koma á samningum niilli hryöjuverkamannanna og stjórnarinnar. verður í Sigtúni við Suðurlandsbraut á morgun sunnudag og hefst stunvíslega kl. 20,30 VERÐMÆTI VINNINGA CA. 800,000,- Forsala aðgöngumiða á skrifstofu flokksins að Rauðardrstíg 18 frd kl. 10-12 í dag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.