Tíminn - 14.12.1975, Síða 1

Tíminn - 14.12.1975, Síða 1
PRIMUS HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐDR OUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Ummerki um búsetu írskra munka í hellum á Suðurlandi? HHJ-Rvik — Bjuggu irskir munkar — Papar — i hellum á Suðurlandi? Nokkrir ungir sagnfræðinemar i. Hásjcóla Islands, sem rannsökuðu hella i Villingaholtshreppi i sumar og unnu siðan að upp- greftri við einn þeirra nú fyr- ir skömmu, telja sig hafa fundið ummerki, sem bent gætu til þess. Hellarnir eru margir til- höggnir og viða má sjá bók- stafi og ártöl, einsogá með- fylgjandi mynd, sem tekin var innan i strompinum i lofti Kolsholtshellis. (Ljós- mynd: Erlingur Brynjólfs- son) Nánar er skýrt frá þessu á baksiðunni. BORGIR—MIÐBÆR KÓPAVOGINUM gébé Rvik. — Eins og kunnugt er, er nú unnið að uppbyggingu nýja miðbæjarins i Kópavogi sem af- markast af Borgarholti í. vestri, Vallartröð i austri, Álfhólsvegi i norðri og Digranesvegi í suðri. Nú hefur bæjarstjórnin i Kópa- vogi afgreitt tillögur byggingar- nefndar Kópavogskaupstaðar um nöfn i nýja miðbænum sem hlotið hefur nafnið BORGIR. Nöfnin eru unnin eftir ákveðnu kerfi, eins og sjámá á eftirfarandi skýringum, sem Jóhann H. Jónsson, forseti ‘ æjarstjórnar í Kópavogi, lét Timanum\i té. — Byggingarnefnd Kópavogs- kaupstaðar gerði tillögur um nöfn i nýja miðbæinn, sagði Jóhann, og nu hefur bæjarstjórnin afgreitt það mál. Kerfið sem unnið er eftir, er i sex liðum. í fyrsta lagi, að miðbærinn sem heild skaí heita Borgir. Höfðar það til I gamais örnefnis i ]aöri miðbæjarins, við kirkjuna, þar sem heitir Borgarholt, og þá einn- ig til þeirra háu bygginga, sem þarna eru óðum að risa. Þá sagði Jóhann, að nöfn á göt- um með almennri umferð yrðu öll með endingunni -borg. Forliðirnir i götunöfnum, eiga að höfða til is- lenzkrar náttúru, sem er sem upprunalegust i mynd landsins, t.d. Árborg, Hamraborg, Fann- borg, Stuðlaborg, o.s.frv. — I þriðja lagi sagði Jóhann eru það svo nöfn á torgum, görðum og opnum svæðum við byggingar. Þar var ákveðið að nota endinguna -hlað, en forliðirnir höfða til birtu og ljóss, t.d Geisla- hlað, Bjarmahlað, Sólarhlað, o.s.frv. Þá er það i fjórða lagi tillaga um nöfn á göngugöt- um og stigum, en ekki hlaut sú tillaga byggingarnefndar náð fyrir augum bæjarstjórnar, og hefur endanleg ákvörðun ekki verið tdíin. Ifimmta lagieru nöfn á neðanjarðargöngum og göng- um gegnum hús og önnur mannvirki. Þar var endingin -hellir ákveðin og forliðirnir samkvæmt islenzkri þjóðtrú, t.d. Alfahellir, Skessuhellir, Þursa- helliro.s.frv. — I siðasta og sjötta lagi eru það nöfn á bilastæðum, sem hlutu endinguna -básar, og munu forliðirnir höfða til stranda lándsins, svo sem Eyrarbásar, Fjörubásar og Skerjabásar, sagði Jóhann H. Jónsson að lok- um. Mörg háhýsi eru að risa i Borgum, nýja miðbænum i Kópavogi, eins og sjá má á þessari Timamynd Gunnars. Mánaðar- tekjur á þriðju milljón MÓ-Reykjavik. — Það kostaði sveitarsjóð Raufarhafnar 739 þúsund krónur að fá tannlækni i mánaðarheim sókn fyrir nokkru og er þá aðeins talið það sem tannlækninum var greitt fyrir efni og vinnu i þennan eina mánuð. Auk þess lét hreppurinn tannlækninum i té fritt húsnæði bæði fyrir starfsemina, svo og til að búa i, á meðan hann dvaldi á Raufarhöfn. Auk þess á hreppurinn tækin, sem læknirinn vann með. Þessar greiðslur hreppsins voru vegna viðgerða á tönnum skólábarna. Þar á sveitar- félagið samkvæmt lögum að greiða helming af kostnaði. Auk þess gerði tannlæknirinn við tennur i fjölda annarra ibúa Raufarhafnar og ná- grennis. Er þvi ekki óliklegt, að tannlæknirinn hafi farið með á þriðju milljón króna úr byggðalaginu, þegar hann hafði dvalið þar i einn mánuð. Ekki má þó álita, að þetta hafi verið hreinar tekjur fyrir tannlækninn. En samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér er talið, að helmingur af greiðslum til tannlækna séu greiðslur fyrir ýmsan kostnað sem þeir verða fyrir. Bæði er þar um að ræða greiðslur fyrir efni og einnig fyrir aðstöðuna. Er þv Iiklegt að launatekjur umrædds tannlæknis hafi verið á aðra milljón króna fyrir þennan eina mánuð. Þætti sjálfsagt mörgum þjóð- félagsþegnum það allgóð laun, jafnvel þótt þeir ynnu eitthvað meir en 40 klst. á viku. Þótt þetta dæmi sé hér rakið, er þó viðs fjarri, að í.vV.h dagar til jóia

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.