Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. Á sunnudaginn var kveikt á jólatrénu frá Hamborg viö hátlölega athöfn viö Hafnarbúöir. Tréö er gjöf frá Wikingerrunde, sem er sjómanna-, verzlunar- og blaöamannaféiagsskapur I Hamborg. Ræöis- maöur tslands i Hamborg var viöstaddur athöfnina, en hafnarstjóri Hamborgar afhenti tréö. Gunnar B. Guömundsson hafnarstjóri veitti trénu viötöku. Stærri myndin sýnir tréö ljósum prýtt, en á minni myndinni er hafnarstjórinn I Hamborg og kona hans, sem tendraöi Ijósin. — Tlmamynd: Róbert. Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874 — eftir Hjört Pálsson komin út hjá Menningarsjóði Hjá Bókaútgáfu menningar- sjóös er komin út bókin Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874, eftir Hjört Pálsson. Þetta er fjórða bindi i ritröðinni Sagnfræöirannsóknir en ritstjóri hennar er Þórhallur Vilmundarson prófessor. Fjallar Hjörtur Pálsson cand. mag. og dagskrárstjóri útvarpsins i riti þessu um Ameríkudvöl Jóns Ólafssonar skálds, ritstjóra og alþingismanns 1873—1875 og sér i lagi um Alaskaför hans 1974. Fór Jón þessa för ásamt tveim löndum sinum, ólafi Ólafssyni og Páli Björnssyni, en tilgangur hennar var að undirbúa nýlendu- stofnun Islendinga I Alaska. Er saga Alaskamálsins merkilegur þáttur I sögu vesturferöanna af íslandi, og fer vel á þvl að henni séugerðskil einmitt nú, þegar öld er liöin frá landnámi Islendinga i Vesturheimi. Bindindisfélag ökumanna: Vátryggingar- upphæðir ófullnægjandi „Sambandsþing Bindindisfé- lags ökumanna, haldið 29. nóv. 1975 telur, að vátryggingar- upphæöir, sem eigenda vélknú- ins ökutækis er skylt að kaupa, samkvæmtumferðarlögum, séu alltof lágar og ófullnægjandi. Skorar þingið á háttvirt Alþingi að hlutast til um, aö vátrygg- ingarupphæöir verði hækkaðar mun meira en lagt er til i 19. gr. frumvarps til laga um breyt- ingu á umferðarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Leggur þingið til, að upphæö sú, sem skylt veröi að vátryggja fyrir, verði hækkuö I 15.000.000 króna á hvern einstakling, sem fyrir likamstjóni verður, og að heúdarupphæð vegna eins og sama tjóns verði 50.000.000 króna. Upphæðir þessar gildi óháðar tegund ökutækis. Þá tel- ur þingið nauðsynlegt, að upp- hæðir þessar verði bundnar framfærsluvisitölu.” Þannig hljóðar ályktun, sem samþykkt var á 9. sambands- þingi Bindindisfélags öku- manna, sem haldið var i Reykjavik 29. nóvember sl. Mörg mál voru rædd á þinginu varðandi áfengis- og umferðar- mál, og var stjórn sambandsins kjörin til næstu 2ja ára, forseti er Sveinn H. Skúlason, Meöal annarra ályktana var eftirfar- andi: „9. þing BFÖ vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda aö stefna að auknum slysavörnum i umferðinni og leggur m.a. til eftirfarandi: Að reglugerð um gerð og bún- að bifreiöa veröi nú þegar endurskoðuö og aukin, I likingu við kröfur Svia og Bandarikja- manna. Jafnframt veröi allar bifreiðar, sem skráðar verða eftir 1. júli n.k. að fullnægja sllkum reglum. Séu reglur upprunalands bifreiðar strang- ari en kröfur okkar, þá verði bifreiöin ekki með minni búnað en þar er krafizt.” Wfoffl. sapphiie'76 1/2" heimilisborvélin er góð jólagiöf v______________________________ Framsóknarfélags Reykjavíkur verður í Sigtúni við Suðurlandsbraut í kvöld og hefst stundvíslega kl. 20,30 Húsið opnað kl. 19,30 Fjöldi glæsilegra vinninga að verðmæti ca. 800,000,- kr. ma: Bækur í einum vinningi ca. kr. 70,000,- Flugferð ................ " " 60,000,- Stóll ................... " " 60,000,- Grillofn ................ ” ” 35,000,- auk fjölda annara verðmæta verðmætra vinninga og aukavinninga Forðist biðröð - mætið stundvíslega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.