Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. Ingólfur Davíðsson: 102 Byggt og búið í gamla daga Lltum á húsakynni fjögurra „aldamótakynslóðar-skálda” við Eyjafjörð. Fyrst skal fræg- an telja, og jafnframt hinn elzta, þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson. Hann er fæddur i torfbæ í Skógum i Þorskafirði árið 1835, en andaðist á Akur- eyri 1920. Matthias flutti til Akureyrar isavorið 1887 og sett- ist að i timburhúsi inni i „Fjöru”, nú Aðalstræti 50. Sjá mynd. Húsið mun vera reist um 1840 og var elzta prentsmiðja Akureyrar i þvi um skeið. Matthias lét strax gera útskot við ibúðina og bjó þarna með stórri fjölskyldu sinni i 17 ár. Kannast einhver við hrörlegu bygginguna bak við fbúðarhús- ið? Siðar bjó Matthias i timbur- húsinu Sigurhæðum úti á brekku, sem alkunnugt er. Þau eru þvi tvö „Matthiasarhúsin” á Akureyri. Rithöfundurinn heimsfrægi JónSveinsson (Nonni) fæddist á Möðruvöllum i Hörgárdal 1857, en fluttist ungur til Akureyrar i litiö tjargað timburhús inni i „Fjöru” og undi þar æskuár sin, unz hann var sendur utan til náms. A seinni árum hefur verið byggður skúr við húsið og gert að minjasafni — Nonnahús. Nonni andaöist erlendis á striðsárunum. Ekki mun trjá- garður hafa prýtt umhverfið á uppvaxtarárum hans og húsin til hægri eru varla mjög gömul nema þá Svalbarðskirkja, sem sér i gaflinn á. Hún var flutt ut- an frá Svalbarði og sett þarna niður fyrir fáum árum. Hin tvö af gömlu skáldakyn- slóðinni: Kristin Sigfúsdóttir og Páll Ardal eru bæði fædd I Eyja- firði, hann sama árið og Nonni, en hún 1876 og er þvi yngst þeirra fjögurra skáldsystkina. Helgastaðir hafa verið reisuleg- ur bær, hlaðinn úr grjóti og torfi, með timburframþiljum og burstum. Allt er snyrtilegt að sjá. Gamli bærinn stóð undir fjallinu, en nýi bærinn — steinhús — stendur talsvert neð- ar. Krstin var lengi bóndakona i Kálfagerði skammt frá, en flutti siðar til Akureyrar og andaðist þar 1953. Hún lýsir lifinu eins og það er i frásögnum sinum og smásögum. Tengdamamma o.fl. leikrit hennar vinsæl. Pál! Árdal settist að á Akur- eyri og bjó þar til æviloka 1930. Var kennari, verkstjóri og skáld. Ýmis ljóð hans hafa mikið verið sungin og mörgum hafa leikrit hans skemmt. Þegar rætt var um þegn- skylduvinnu kastaði Páll fram þessari stöku: „Ó, hve margur yrði sæll og elska myndi landið heitt, — mætti hann vera i mán- uð þræll og moka skit fyrir ekki neitt”. Geri atómskáldin betur! Þeir Páll og Guðbjörn Björns- son (timburmeistari og siðar kaupmaður) reistu timburhús i „Fjörunni”, Aðalstr. 24 árið 1903. Húsið er tvilyft og bjuggu þeir á sinni hæðinni hvor, Páll • allt til dauðadags. Myndin af húsinu er tekin 1965. Skyldi Páll hafa gróðurszt reyniviðinn fagra? Myndirnaraf Helgastööum og fyrsta íbúðarhúsi Matthiasar á Akureyri eru fengnar að láni i Minjasafni Akureyrar, en hinar teknar á vegum undirritaðs. Ekki hefur verið andlaust i „Fjörunni” á Akureyri, þegar Matthias, Nonni og Páll Ardal áttu þar heima. Aðalstræti 24, Akureyri, hús Páls Árdals skálds lielgastaðir i Eyjafirði. Aðalstræti 50 á Akureyri Sigurhæðir á Akureyri 1966, A Akureyri 29/7. 1972. Nonnahús t.v„ gafl gömlu Svalbarðakirkju lengst t.h. Húsvaröarhús i miöju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.