Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 16
16’ TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. Hesta- menn Loksins er hún komin bókin — sem þið hafið beöið eftir. Önnur útgáfa af bók Theodórs Arnbjörnssonar HESTAR fæst hjá bók- sölum og Bún- aðarfélagi ísl. Félag járniðnaðármanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 17. des. 1975 kl. 8.30 i Lindarbæ, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Samningamál 3. Önnur mál Mætið vel og stundvislega Stjórn Félags járniðnaðarmanna. er fuliur Nefnd sem kannar staðarval ríkisstofnanna: 25 RÍKISSTOFNANIR VERDI FLUTTAR FRÁ REYKJAVÍK OÓ—Reykjavik — Lagt hefur ver- ið fram álit nefndar þeirrar, er undanfarin ár hefur unnið að þvi að kanna staðaval rikisstofnana og athuga, hverjar breytingar komi helzt til greina i þvi efni. Hefur nefndin kynnt sér alls 243 stofnanir, athugað 157 þeirra sér- staklega og enn betur 98 stofnan- ir, sem aflað var viðbótarupplýs- inga um. Tillögur nefndarinnar eru þær, að 25 stofnanir og deildir 12 stofnana verði fluttar út á land, stofnuð verðiútibú 36stofnana, og útibú 11 stofnana veröi efld. Nefndina skipa Ólafur Ragnar Grimsson, formaður, Bjarni Einarsson, Helgi Seljan, Jón Baldvin Hannibalsson, Magnús Gislason, Magnús E. Guðjónsson og Sigfinnur Sigurðsson. Nefndin hóf störf árið 1972. Nefndarálitið er 156 vélritaðar siður,og er itarleg grein gerð fyr- ir tillögum nefndarinnar. Tekið er fram, að nefndin hafi einungis tekið til meðferðar flutning rikis- stofnana frá Reykjavik og fylgi þeirri forsendu, að stofnanir, sem nú eru utan höfuðborgarinnar, skuli vera það áfram. Athugaðir hafa verið þrenns konar mögu- leikar á flutningi rikisstofnana: að stofnunin sé flutt öll á einn stað, deildarflutningar, það er aðeinstakir hlutar eða deildir stofnunar verði fluttir, og útibúa- stofnun. Er þar átt við stofnanir, sem ætlað er að veita landsmönn- um staðbundna þjónustu, og verður þvf að reka sams konar útibú i öllum landshlutum. Tillög- ur eru ekki gerðar um að tiltekin stofnun verði flutt á ákveðinn stað, heldur aðeins lagt til að hún verði flutt til tiltekins landsvæðis. Tillögur nefndarinnar fela I sér flutning á samtals 3700 ibúum frá höfuðborgarsvæðinu, og tekur sú tala til starfsmanna viðkomandi stofnana, fjölskyldna þeirra og nemenda þeirra menntastofnana, sem nefndin leggur til að verði fluttar. Tekið er fram, að þessi ibúafjöldi samsvari samanlögð- um ibúafjölda Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Seyðisfjarðar, eða tæplega samanlögum ibúafjölda Siglufjarðar og Sauðarkróks. Hér á eftir verða taldar þær stofnanir, sem lagt er til að flutt- ar verði og hvert: A Borgarfjarð- arsvæði er lagt til að eftirtaldar stofnanir verði fluttar i heild Búnaðarfélag íslands, Búreikn- ingastofa landbúnaðarins, Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, Land- nám rikisins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Sauðfjárveiki- varnir, Veiðimálastofnunin, Veiðistjóraembættið, Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveg- anna. Úitbúastofnanir: Fram- kvæmdastofnun rikisins, Hús- næðismálastofnun rikisins, Skipulagsstjóraembættið, Al- mannavarnir rlkisins, Bifreiða- eftirlit rikisins, Brunamálastofn- un rikisins, Heilbrigðiseftirlit rik- isins, Löggildingarskrifstofan, Rafmagnseftirlit rikisins, Verð- lagsskrifstofan, öryggiseftirlit rikisins, Fasteignamat rikisins, Innkaupastofnun rikisins, Rikis- útvarpið, Fræðslumyndasafn rik- isins, Listasafn Islands, Rikisút- gáfa námsbóka,. Útibúaefling: Póstur og simi, Vegagerð rikisins, Trygginga- stofnun rikisins, bankastofnanir, Brunabótafélag Islands. Þess skal getið, að útibúastofn- ar ir og útibúaefling er svipuð á flestum svæðunum.og er þvi gert ráð fyrir að neftidar stofnanir flytji útibú sin eða efli i öllum eft- irtöldum umdæmum, sé annars ekki getið. Selfosssvæði: Heildarflutning- ur Orkustofnun, ásama Jarðbor- unum rikisins, jarðvarmaveitum rflásins, Gufuborunum rikisins og R eykjavikurborgar. Landsvirkjun verði flutt á þetta svæði, svo og biskupsembættið, ásamt Hjálparstofnun rikisins. Guðfræöideild Háskóla tslands flytji deildarflutningi. Suðurnesjasvæði: Landhelgis- gæzlan flytji þangað heildarflutn- ingi. Snæfellsnessvæði: Þar er gert ráð fyrir útibúastofnunum Fiski- félags tslands og Húsnæðismála- stofnunar rikisins. Auk eftirlits- stofnana, sem eiga að fá útibú á öllum svæðunum, er gert ráð fyrir að á Snæfellsnessvæði verði útbú frá Framleiðslueftirliti sjávarafurða, Fiskvinnsluskólan- um, Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins og Vélskóla íslands. Patreksfjarðarsvæði: Útibú Fiskifélags, Framleiðslueftirlits fiskafurða og Fiskvinnsluskólans. tsafjarðarsvæði: Heildarflutn- ingur Fiskvinnsluskóians. Deildarflutningur Sv.if- og botn- dýradeildar Hafrannsóknastofn- unarinnar, Skipaútgerðar rikis- ins, Fiskifélags, Landhelgisgæzl- unnar, Siglingamálastofnunar- innar, Vita- og hafnamálaskrif- stofunnar, auk fjölmargra ann- arra stofnana, sem einnig er gert ráð fyrir að hafi útibú annars staðar. Til Húnaflóa- og Skagafjarðar- svæðis, er. ekki gert ráð fyrir neinum heildarflutningum stofn- ana, en flutning margra útibúa og útibúaeflingu. \ Eyjafjarðarsvæði: Þangað er gert ráð fyrir heildarflutningi Kennaraháskóla tslands, ásamt Æfinga- og tilraunaskólanum, Húsmæðrakennaraskóla íslands og Tækniskóla íslands. Deildarflutningar verði á Verkfræöi- og raunvisindadeild Háskóla tslands, Raunvisinda- stofnun Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar, Grasafræðideild Náttúrufræðistofnunarinnar og skipasmiðadeild vefjariðnaðar- deild og hluta málmiðnaðardeild- ar Rannsóknastofnunar iðnaðar- ins. Þar er einnig gert ráð fyrir fjölda útibúa stofnana. Á Þingeyjarsvæði er gert ráð fyrir nokkrum útibúastofnunum. Á Austfjarðasvæði er lagt til að Rafmagnsveitur rikisins flytji, Landmælingar tslands og Skóg- rækt rikisins. Þá er gert ráð fyrir að Skipaútgerð rikisins flytji deildarflutningi og mörg útibú stofnana verði opnuð. A Hafnarsvæði verða útibúa- stofnanir og útibúaefling. A Rangárvallasvæði er gert ráð fyrir útibúastofnunum, svo og I Vestmannaeyjum. Ráð er fyrir þvi gert i skýrsl- unni, að verði úr flutningum stofnana eða útibúastofnunum, verði það á timabilinu 1977-1982. Jólatréssala Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði HJÁLPARSVEIT skáta i Hafnar- firði hefur nú opnað jólatréssölu sina fjórða árið i röð. Salan er að þessu sinni i nýju húsnæði blóma- búðarinnar Daggar að Reykja- vikurvegi 60, en eigandi hennar bauð húsnæðið endurgjaldslaust er hann frétti af vandræðum sveitarinnar eftir að fyrri sölu- staður hennar hafði verið rifinn. Seldar eru allar stærðir af rauðgreni, islenzku og dönsku auk nokkurra blágrenitrjáa. Einnig eru til sölu jólatrésfætur, pokar fyrir jólapóst og fleira jóla- skraut. Allur ágóði rennur til kaupa á tækjum og búnaði fyrir Hjálpar- sveitina, og einnig til að fullgera hinar nýju sjúkra- og björgunar- bifreiðir. Jólatréssalan er opin frá kl. 15.00—22.00 mánudaga til föstu- daga og kl. 10.00 til 22.00 laugar- daga og sunnudaga. Athygli skal vakin á þvi, að tré eru tekin til geymslu og send heim, eftir óskum kaupenda. Næstu sunnudaga munu jóla- sveinar skemmta við jólatréssöl- una kl. 17.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.