Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. desember 1975. TtMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: !>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisia- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Nám og þjóðlífsþekking íslendingar hafa átt þvi láni að fagna, að þorri embættismanna þeirra og sérfræðinga hafa að meira eða minna leyti tekið þátt i almennum störf- um i landinu á æskuárum sinum. Þeir hafa stund- að erfiðisvinnu á sjó og landi i skólaleyfum sinum, verið á togurum og fiskibátum, staðið við hlið fólksins i þorpum landsins i frystihúsum og á sild- arplönum, gengið að heyskap i sveitum, unnið i verksmiðjum og tekið þátt i byggingavinnu og upp- skipun i hópi verkamanna. Þetta hefur veitt þeim dýrmætan skilning á lifs- háttum i landinu, glætt samkennd þeirra og fólks- ins, sem ber uppi þjóðarbúið, og gert þá viðsýnari og starfshæfari en orðið heföi án slikrar reynslu. Nú á siðari árum hefur mjög gætt hneigðar til þess, að fjölga skólaárunum og lengja þau. Vita- skuld er skólamenntun góð, sé ekki stefnt út i námsleiða eða ofgert með öðrum hætti, þannig að meira fari forgörðum en á vinnst. Þess er að gæta, að fólk er ólikt að gerð og gáfum, og sumum getur einhliða bóknám mikinn tima árs um langt árabil verið nálega óbærileg þrúgun, þótt fullgild manns- efni séu, af þvi að hæfileikar þeirra eru á öðru sviði. Hér er þvi margs að gæta. En það getur einnig verið viðsjárvert að lengja skólaárið á efri stigum skólakerfis, þótt þar eigi hlut að máli fólk, sem er ágætlega fallið til bók- náms. Með of löngu skólaári væri höggvið á taug, sem tengt hefur lærdómsmennina og alþýðu lands- ins ósýnilegum böndum, og girt fyrir, að náms- fólkið kynnist hinu raunverulega þjóðlifi, umfram það er þeir kunna að hafa i veganesti frá bernsku- heimilum sinum. Með naumu skólaleyfi, sem gerði skólafólki ókleift að komast i sumarvinnu, kynni þvi að vera fórnað er sizt skyldi. Kerfið, sem sumir skrifa með stórum staf i háð- ungarskyni, þykir stundum viðbragðaseint og skilningsdauft, þegar i hlut eiga landshlutar, fjar- lægir stjórnstöðvunum, með aðra staðhætti, veðurlag og lifsvonir en geristi Reykjavik. En reynist það misviturt nú, hvað myndi þá, þegar svo væri komið, að obbinn af embættismönnunum og sérfræðingunum hefði aldrei að kalla séð þjóð sina frá öðru sjónarhorni en þvi, sem gefst úr gluggum skólanna undir stjörnu einhverrar fræði- greinar? Það mættu vera vel gerðir menn, sem ræktuðu með sér i slikum lærdómskvium viðhlit- andi skilning og þekkingu á landshögum og lifs- háttum, og þar á ofan verulega samúð með hinu starfandi fólki til sjávar og sveita. Með sumum þjóðum, og er þar fyrst að nefna Kinverja, er slik áherzla lögð á það, að ekki rofni tengsli menntafólks og erfiðisfólks, að embætt- ismönnum og skrifstofufólki hefur jafnvel verið gert skylt að vinna annað veifið meðal bænda og verksmiðjufólks. Að visu ráða þar liklega að mestu pólitisk sjónarmið, en trúlega er einnig litið til þess, hváða gildi slik kynning hefur fyrir stjórn- sýsluna. Nú er það i Kina, sem þetta gerist, en við erum Islendingar og búum við allt annað stjórnarform en þar er. Samt sem áður fer það tæpast milli mála, að það er okkur nauðsyn, sem og öllum þjóð- um, að ekki myndist gjá á milli þjóðfélagshópa, sem verða að skilja hverjir aðra, ef ekki á illa að fara. Með það i huga ber að gjalda varhuga við firringu þeirrar tegundar, sem hér hefur verið gerð að umræðuef ni. —- JH. ERLENT YFIRLIT Kuwait er fyrir- myndarríki Araba Dæmi um hyggilega ráðstöfun olíugróða Sabah fursti i Kuwait. ÞEGAR Arabar eru inntir eftir því, hvernig þeir hyggjast nota oliugrööann, benda þeir oft á Kuwait sem sönnun þess, að þeir muni jöfnum höndum nota hann til að bæta hag almennings I við- komandi landi og til að hjálpa öðrum. Óneitanlega er Kuwait gott dæmi um þetta. Fram yfir siðari heims- styrjöld var Kuwait eitt fá- tækasta land i heimi. Landið, sem er um 16 þús. ferkm. að flatarmáli, mátti heita ein samfelld eyðimörk. Slik var fátækt þess, að Tyrkir hirtu aldrei um að leggja það full- komlega undir yfirráð sfn, enda þótt þeir réðu löndunum allt i kring. Þeir létu það óá- talið, að um 1756 hófst þar til valda furstaætt, sem síðan hefur ráðið þar óslitið rikjum. Ariö 1897 sneri furstinn i Kuwait sér til Breta og óskaði eftir sérstakri vernd þeirra. SU vernd var veitt tveimur árum siðar og hélzt til 1961 þegar Kuwait hlaut fullt sjálf- stæði. Siðan 1963hefur Kuwait veriö meðlimur Sameinuðu þjóðanna. Sem dæmi um fá- tækt og framfaraleysi i Kuwait fram til siðari heims- styrjaldarinnar má nefna það, að þar var settur á fót barna- skóli 1912, en hann lognaðist útaf 1936. Um fátækt landsins mátti nefna, að þar fundust ekki nein vatnsból, og varð þvi að treysta á rigningar- vatn, sem oft var af skornum skammti. Algengt var að vatn væri sótt til annarra landa i geitarskinnsbelgjum. Eiginlega var það ekki fyrr en 1938, að farið var að veita þvi athygli, að Kuwait væri til. Þá bárust þær fréttir þaðan, að þar hefði fundizt olia. Brezkir áhugamenn höfðu hafið leit þar en ekkert fundið, unz einum þeirra vitraðist i draumi, hvar hann ætti að leita. Siðari heimsstyrjöldin kom I veg fyrir, að oliuvinnsla hæfist i Kuwait að ráði næstu árin. Það er fyrst 1946, sem Kuwait kemur til sögu sem oliuútflutningsland. Siðan hef- ur oliuútflutningurinn þaðan vaxiö jafnt og þétt. Kuwait er nú i röð mestu oliufram- leiöslulanda heimsins. Horfur eru á, að það haldist næstu áratugina, en valdhafar landsins hafa áhuga á að draga heldur úr fram- leiðslunni, svo hún endist betur. Þeir óttast, að Kuwait verði aftur fátækt land, þegar olian þrýtur, og vilja þvi spara hana sem lengst. Það er þetta eðlilega sjónarmið oliufram- leiöslulandanna, sem er ein orsök oliuskortsins svonefnda. Þegar Kuwait kom til sögu sem olíuframleiöandi, réð þar rikjum fursti að nafni Abdullah A1 Salem A1 Sabah Hann lézt 1965, og kom þá til valda bró'ðir hans Sabah A1 Salem A1 Sabah, sem siðan hefur fariö þar með völd. Þeir bræður hafa ráðið mestu um stjörnarhætti i Kuwait, ásamt ættmennum sinum. Auk furstans er frændi hans, A1 Jaber,sem er nú bæði krónprins og forsætis- ráðherra, talinn ráða mestu i Kuwait. öll helztu ráðhera- embættin eru skipuð ættmenn- um þeirra, og svipað gildir um aðrar helztu áhrifastöður. Þó hefur verið sett á laggirnar þing, skipað 50 fulltrúum. sem kosið er á 4urra ára fresti. Stjórnmálaflokkar eru ekki leyfðir i Kuwait, en hins vegar mega stéttir og ættflokkar bjóða fram. Þingið hefur ekki veruleg völd, en þó er talið, að það veiti stjórninni nokkurt aðhald. Ibúar Kuwaits eru nú taldir um 900 þús. og er meira en helmingur þeirra aðfluttir. Heimamenn hafa tryggt sér ýmis forréttindi; þeir einir hafakosningarétt og þeir einir mega eiga atvinnufyrirtæki eða hluta i þeim.Næst þeim koma Palestinu-Arabar, sem eru taldir frá 150-200 þús. Þeir ganga næst heimamönnum að forréttindum, enda hafa þeir verið dugmiklir á margan hátt. Næst koma um 400 þús. aðkomumenn frá Irak, álika margir frá Iran, um 30 þús. frá Egyptalandi og svo færri frá öðrum Arabalönd- um. Þá eru taldir um 20 þús. Indverjari Kuwait. Þessir að- komumenn stunda flestir likamleg störf og eru á ýmsan hátt settir skör iægra en heimamenn og Palestinu- Arabar. ÞAÐ var frá upphafi mark- miö furstaættarinnar, að oliu- gróðinn yrði notaður til að gera Kuwait að velferðarriki eftir vestrænni fyrirmynd, en halda þó jafnframt fast við gamlar venjur og siðareglur Múhameðstrúarmanna. Nokkurt dæmi um hið siðar- nefnda er það, að áfengi má heita bannvara i Kuwait. En þegar þessu sleppir, hefur Kuwait gerbreytzt á siðasta aldarfjórðungi. Höfuðborgin er hin nýtizkulegasta, steyptir vegir hafa verið lagðir um allt landið, og byggð hefur verið stærsta vatnshreinsunarstöð i heimi, svo að vatnsskortur er ekki tilfinnanlegur lengur. Komið hefur verið á full- komnu skólakerfi, og er öll mennjun ókeypis. Þá hefur verið komið á fullkomnu tryggingakerfi, m.a. sjúkra- tryggingum, og eru tryggingarnar ókeypis. Sem dæmi um sjúkraþjónustuna má nefna, að þar er læknir á hverja 500 ibúa og sjúkrarúm á hverja 130. Innan þeirra marka. sem trúarbrögðin setja,búa menn við frjálsræði. T.d. eru blöðin i Kuwait talin með frjálsustu blöðum i' heimi. Stefnt er að þvi að draga úr efnahagslegum áhrifum út- lendinga. Innan 10 ára munu öll helztu oli'uvinnslufélögin vera orðin hrein eign Kuwait- manna eða þeir hafa eignazt meirihluta i þeim. Útlending- ar mega ekki eiga meirihluta i neinu atvinnufvrirtæki, sem sett er á stofn. óneitanlega getur margt i stjórnarháttum Íieirra Kuwaitmanna verið til yrirmyndar og á enda vafa- laust eftir að verða það i þróunarlöndunum. en þeir hafa lika þá sérstöðu. að oliu- gróðinn stendur undir 95^ af rikisútgjöldunum, og þvi eru ekki greiddir þar neinir tekju- skattar. STJÓRNENDUR Kuwaits gerðu sér fljótt ljóst, að þeir myndu eignast öfundarmenn, ef þeir létu ekki aðrar frænd- þjóðir njóta góðs af oliu- gróðanum. Þess vegna hafa þeir stofnað mikinn sjóð. sem er notaður til stvrktar öðrum Arabarfkjum. og hafa einkum Egyptaland og Jórdan notið góðs af honum. Þá hefur Kuwait styrkt mjög vopna- kaup þeirra rikja, sem átt hafa i höggi við tsrael. Þrátt fyrir þetta hefur Kuwait ekki sloppið við öfundarmenn. Einkum eru það stjórnendur Iraks, sem lita Kuwait hýru auga, og telja það raunar gamlan hluta traks. Þeir hafa gert árásir á Kuwait hvað eftir annað. siðast fyrir tæpu ári. Her Kuwaits hefur tekizt að stöðva þær. enda myndu voldugri aðilar vart leyfa trak að innlima Kuwait. En fleiri lita Kuwait öfundarauga. og þvi vilja valdhafar þar vera við öllu búnir. Stundum fylgir meirihætta rikidæminuen fá- tæktinni. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.