Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 92 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal stundina. Hann heyrði raddirnar nálgast og svo sá hann hurðarhúninn snúast. — Hreyfðu þig ekki, hrópaði Genero. Piltarnir tveir snarsneru sér við. — Löggan, hrópaði sá hávaxni og bensínbrúsinn féll úr hönd hans. Hann tók nærri samstundis til fótanna. Genero skaut aðvörunarskoti yf ir höf uð honum og* hróp- aði svo titrandi röddu: — Þetta er lögreglan, stanz — eða ég skýt.... Síðan skaut hann enn öðru aðvörunarskoti. Ofar í götunni var Phillips nýbúinn að leggja eftirlitsbílnum. Hann var í þann veginn aðstíga út úr bílnum’og gripa til byssunnar. Genero skaut enn einu sinni og varð furðulostinn þegar hann sá piltinn, sem var á harðahlaupum hníga niður í snjóinn. Ég HITTI hann, hugsaði hann með sér — og / snarsneri sér við. Þá sá hann hinn piltinn hlaupa i gagnstæða átt. Jesús almáttugur, hugsaði hann, ég er að koma i veg f yrir RÁN eða annað enn verra. Stanz, hrópaði hann aftur, stopp.... Enn einu sinni skaut hann aðvörunarskoti upp í loftið og sá piltinn hlaupa fyrir hornið. Genero hljóp þegar á eftir honum. Hann elti Jimmy einar þrjár húsalengdir í snjónum, brauzt áf ram gegn um hnéþykkan snjóinn. Hann rann til á hálum blettum og vindurinn var í fang honum. Genero náði honum rétt í þann mund sem hann var að reyna að klifra yfir girðingu í einu af mörgum húsasundum göt- unnar. — Hreyfðu þig ekki, piltur minn eða ég hleypi af upp í endaþarminn á þér, sagði Gerero valdsmannslega. Jimmy var kominn hálfa leið yfir girðinguna. Hann hikaði og velti þvi f yrir sér hvort hann ætti að sveif la sér yf ir eða koma niður áður en þessi gikkglaði djöf ull gerði alvöru úr hótun sinni. Hann stundi mæðulega og lét sig falla til jarðar við hlið Generos. — Eru einhver vandræði, lögregluþjónn, spurði hann. — VANDRÆÐI eru rétta orðið. Upp með hendurnar, svaraði Genero. I sama mund kom Phillips másandi og blásandi inn í húsasundið. Hann æddi að Genero með sínum eiginlega bægslagangi og hratt honum til hliðar. Þá ýtti hann Jimmy upp að veggnum á meðan hann leitaði á honum. Genero var ekki vitlausari en svo, að hann gætti þess vandlega að SÍN handjárn væru sett á Jimmy. En það var hörð keppni um snör handtök þeirra í milli. Þeir settu Jimmy í aftursæti lögreglubílsins og fóru svo að gæta að hinum piltinum og kanna hvort hann væri enn á lífi. Hann tórði. Þegar þeir f undu dyrnar sem pilt- arnir höfðu verið að reyna að opna — og þegar þeir opn- uðu svo sjálfir þessar dyr og lýsiu með vasaljósum sinum inn í anddyrið sáu þeir ekki annað en allstóran blóðpoll á gólfinu. Blóðtaumurinn lá upp stigaþrepin. Þeir f ylgdu slóðinni eftir upp á efstu hæðina og þaðan að dyrunum sem opnuðust út á sjálft þakið. Genero fór fyrstur út og lýsti með vasaljósinu sínu yfir snjó- breiðuna. Blóðblettir og fótaspark lágu í reikulli slóð að þakbrúninni og þaðan yf ir á næsta þak og þaðan eitthvað út í borgina, eða jaf nvel til annars lands. Sem sagt. Hver sem maðurinn var, þá var hann með öllu horf inn. Tveimur húsalengjum frá þeim stað sem átök þessi höfðu orðið fundu þeir Steve Carella reikandi frakka- lausan í snjóbreiðunni eins og Dr. Zhivago eða annan mann honum líkan. XXX FJÓRTÁNDI KAFLI Það var andstyggðarverk að hreinsa skraddarabúð- ina, Þeir La Bresca og Calucci voru báðir dauðir. Stór- vaxni maðurinn rauðhærði, sá sem hét Buck, var líka dauður. Ahmad andaði og var með lífsmarki þegar hann var settur í sjúkrabílinn. En hann hafði orðið svo óláns- samur að fá tvær byssukúlur í brjóstið, báðar úr 45 kalibera byssu Caluccis. Ennfremur hafði hann fengið eina kúlu í magann úr Waltherbyssu La Bresca. Ahmad hóstaði og hrækti blóði. Auk þess tuldraði hann eitthvað og tafsaði. Menn efuðust almennt um að hann kæmist lifandi á spítalann. Carella hríðskalf. Hann stóð við kolaofninn í skradd- arabúðinni. Frakkann var hann búinn að njörfa að sér. Tennurnar nötruðu i honum þegar hann spurði Jóa gamla skraddara hversu miklir peningar væru í málm- boxinu sem hann ætlaði með heim. — Due centotredollari, svaraði Jói gamli skraddari — himinlifandi. — Tvö hundruð og þrír dollarar. Ahmad vissi nafn heyrnardaufa mannsins. — Orecchio, sagði hann..... — Mort Orecchio lilIllÍiffiií !,Bi Sunnudagur 14. desember 8.00 Morgunandakt Séra Pét- ur Sigurgeirsson, vigslu- biskup, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar a. Sálmaforleikir eftir Johann Sebastian Bach. Michael Chapuis leikur á orgel. b. Sónata nr. 3 i F-dúr fyrir fíðlu og pianó eftir Handel. Milan Bauer og Michal Karin leika. c. Konsert i D- dúr (K314) fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart. Hu- bert Barwahser leikur með Sinfóniuhljómsveit Lundúna. Colin Davis stjórnar. d. Pianósónata op. 143 i a-moll eftir Schubert. Radu Lupu leikur. 11.00 Messa i Egilsstaðakirkju Prestur: Séra Þorvaldur Helgason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.25 Um islenzk ævintýri Hallfreður örn Eiriksson cand. mag. flytur fyrra hádegiserindi sitt. 14.20 Staldrað við á Raufar- höfn — þriðji og siðasti þátt- ur þaðan Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk 15.15 Miðdegistónleikar a. Klarinettukvartett nr. 2 i C- moll op. 4 eftir Bernhald H. Crusell. Allan Hacker leikur á klarinettu, Duncan Druce á fiðlu, Simon Rowland- Jones á viólu og Jennifer Ward Clarke á selló. b. „Kreisleriana” op. 16 eftir Robert Schumann. Vladi- mir Ashkenazy leikur á pianó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 A bókamarkaðinum Umsjón: Andrés Björnsson. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. — Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn á gullbuxun- um” eftir Max Lundgren Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina. (13). 18.00 Stundarkorn með brezku sópransöngkonunni Sheilu Armstrong Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina Umsjónar- menn: Kári Jónasson og Vilhelm G. Kristinsson. 20.30 Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu Hljómsveit undir stjórn Gijsbert Nieuwland leikur tónlist eftir Eugen d’Albert, André Grétry og Franz Lehár. 21.00 „Hvað er I pokanum?” smásaga eftir Ingimar Er- lend Sigurðsson Höfundur les. 21.15 Kórsöngur Háskólakór- inn syngur islenzk og erlend lög. Rut Magnússon stjórn- 21.40 Grænlenzk nútímaljóð Einar Bragi les þýðingar sinar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Panslög Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Mánudagur 15. desember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15, og 9.05: Valdimar Örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari (alla virka daga vikunnar). Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Kristján Búason dósent flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir les söguna „Lifandi jóla- gjöf” eftir Ármann Kr. Einarsson. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.