Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 14. desember 1975. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNÐA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson MOTVÆGI VIÐ RUSLIÐ „Kvikmynduklúbburinn er ekki stofnaður I þeim til- gangi að læðast bak við kvikmyndaeftirlitið og sýna hér myndir, sem að öðrum kosti yrðu bannaðar. Honum er heldur ekki ætlað að breiða út eða reka erindi neins linu- höps I pólitik. Tilgangur hans er einfaldlega sá, að flytja til landsins og koma á framfæri menningarlega athygiis- verðum kvikmyndum, sem kvikmyndahúsin ekki llta við. Klúbburinn er menningarstarfsemi, en ekki undir- heimafyrirbrigði.” ( Friðrik Friðriksson, 11.12.1975) Ef til vill athyglisverðast Fram til þessa hafa skrif kvikmyndasiðunnar miðazt nær eingöngu við þær kvikmyndir, sem kvikmyndahúsun- um i Reykjavik þykir hæfa að bjóða almenningi, Megin- hluti efnisins hefur verið einskonar kvikmyndagagnrýni, eða öllu heldur persónulegt mat umájónarmanns siðunnar á kvikmyndum þeim, sem sýndar hafa verið, eða kynn- ingar á komandi myndum. Vikið hefur verið frá þvi I nokkrum tilvikum, en aldrei þó svo að ekki væri tengt kvikmyndahúsunum sjálfum og starfsemi þeirra. Þvi fer þó fjarri að innan veggja kvikmyndahúsa þeirra, sem rekin eru á reglubundinn hátt, fari fram öll sýninga- starfsemi i landinu. Bæði er, að starfandi eru nokkuð margir hópar, i heimahúsum og viðar, sem ástunda kvik- myndasýningar af einhverju tagi, svo og, að starfandi er að minnsta kosti einn opinber kvikmyndaklúbbur, Fjala- kötturinn, sem þegar hefur sannað gildi sitt i islenzku menningarblokkinni. Fjalakötturinn tók til starfa siðastliðið haust, en hefur hingað til orðið að sætta sig við öskustóna á þessari kvik- myndasiðu. Nú verður þó bætt úr að nokkru, þvi hér fer á eftir viðtal við Friðrik Friðriksson, nema i Menntaskólan- um viðTjörnina,um Fjalaköttinn og ýmislegt sem honum viðkemur. Erþaðheldurekkiseinna vænna, þar sem innan þess klúbbs fer fram athyglisverð starfsemi — ef til vill sú athyglisverðasta á sinu sviði hér i dag. Byggt á gömlum grunni Fyrsta spurningin var að sjálfsögðu hvernig klúbburinn hefði orðið til, þar sem auðveldari spurningu er ekki að finna. „Fjalakötturinn reis eiginlega á rústum kvikmynda- klúbbs, sem Listafélag Menntaskólans i Reykjavik starf- rækti fyrir nokkrum árum,” svaraði Friðrik. „Sá klúbbur var stofnaður árið 1965, en varð gjaldþrota fyrir um fjór- um árum og skildi eftir sig töluverðan skuldabagga. Eftir að þannig fór, þótti útlitið nokkuð dökkt I þessum efnum, en engu að siður tóku nemendur menntaskólanna i Reykjavik sig saman og héldu rekstrinum áfram. Sam- starf þeirra stóð yfir um þriggja ára skeið og varð æ öfl- ugra, þar til i fyrra, að þvi var hreyft aö Háskólinn kæmi inn i myndina. A þeim grundvelli var svo Fjalakötturinn stofnaður formlega, 18. september i haust, og ber hann nú undirheitið Kvikmyndaklúbbur framhaldsskólanna. Hver framtið hans veröur er ekki hægt að segja I dag, en þetta er sumsé forsagan.” Afþreying, gróði og kvikmyndalegur þroski Hvers vegna þykir ykkur þörf á að starfrækja klúbb af þessu tagi? Hvert er tilefni hans? „Tilefni klúbbsins er megn óánægja með kvikmyndaval kvikmyndahúsaeigenda. Við teljum að þeir taki alls ekki til sýninga það besta, sem hægt er að fá i dag og viljum gefa fólki kost á að sjá það. Þetta má þó ekki skoða sem einhliða gagnrýni á þá, sem ráða kvikmyndavali húsanna, þvi þeir eru háðir gróða- markmiði sinu og velja þvi eðlilega þær myndir sem mestan ágóða gefa. Kvikmyndalegur þroski almennings er takmarkaður og þvi borgar sig ekki fyrir kvikmynda- húseigendur að flytja inn nema þær myndir, sem hafa fyrst og fremst afþreyingargildi. RÆTT VIÐ FRIÐRIK FRIÐRIKSSON, NEMA OG KVIKMYNDA- GERÐARMANN Að nokkru leyti er þetta þó sök kvikmyndahúsanna, þar sem þau eiga töluverðan hlut að kvikmyndalegu uppeldi fólksins, til dæmis með vali á barnamyndum til sunnu- dagssýnínga og eínníg þeírrí tíihneigingu sínní að reyna að halda innkaupsverði myndanna niðri. Þrjúsýningarnar eru þó skýrasta dæmið. Þvl þótt mikið sé til af góðum og þroskandi barnamyndum I heiminum, þá er spýtt I börnin hreinu drasli, sem nær eingöngu hefur niðurrifandi áhrif. Sjónvarpið á einnig sinn þátt I þessu, þar sem reglulega gott efni er tiltölulega vandfundið á dagskrá þess. Hjá þeim slæðist þó alltaf ein og ein athyglisverð mynd með, stundum jafnvel hrein listaverk.” Pólitik, eins og allt annað Við hvað miðar Fjalakötturinn þá myndaval sitt. „1 lögum klúbbsins segir að til þess að myndir verði teknar til sýninga, verði þær að vera menningarlega athyglisverðar. Sú skilgreining setur þó raunverulega engin takmörk og þvi myndi ég einfaldlega segja að myndaval miðist við að fá hingað góðar og uppbyggjandi myndir, sem kvikmyndahúsin ekki taka til sýninga. Reynslan sýnir ákveðna tilhneigingu til að velja kvik- myndir sem gera fólki ljósa stöðu sina i þjóðfélaginu, en fleira getur einnig komið til. Kvikmyndaval klúbbsins er að sjálfsögðu pólitiskt, eins og allt annað i mannlegu samfélagi, en alls ekki flokks- pólitiskt. Að klúbbnum stendur ákveðinn hópur manna og kvikmyndaval endurspeglar þvi þær skoðanir, sem rikj- andi eru meðal þeirra og meðal nemenda i framhaldsskól- um. Við höfum mest sýnt af verkum róttækra leikstjóra og höfunda og höfum til dæmis mjög góð sambönd við fyrir- tæki sem heitir The other Cinema og er rekið á sósialisk- um grundvelli. Hjá þeim fáum við myndir á góðum kjör- um og þær eru allar pólitiskar. Þess verður þó að geta, að það er vandfundinn góður leikstjóri, sem ekki er róttækur og má i þvi sambandi vitna til orða Bunuels, þegar hann sagði: „Kvikmynda- höfundur rækir skyldur sinar sómasamlega, þegar hann dregur upp mynd af trúverðugum og ósviknum þjóðfé- lagsháttum og eyðileggur með þvi viðteknar hugsjónir sömu þjóðfélagshátta. Kastar skugga yfir bjartsýni borg- aralega heimsins og knýr áhorfandann til að efast um haldgildi rikjandi skipulags, jafnvel þótt hann dragi engar ályktanir af niðurrifsstarfseminni, jafnvel þótt hann taki enga opinbera afstöðu. í þessum orðum felst töluvert mikið.” Skift um hendur Hefur þá Fjalakötturinn byltingarlegt hlutverk? „Sem slikur hefur hann ekki neitt slikt á stefnuskrá sinni. Hann hefur það hlutverk að sýna kvikmyndir. Þó hefur hann að sjálfsögðu til að bera sömu eiginleika og þær kyikmyndir sem sýndar eru I þeim efnum. Kvikmyndin hefur verið tæki i höndum borgarastétt- arinnar til að halda niðri andlegu plani fólksins. Hún hefur verið notuð til að gera það ómeðvitað um hlutverk sitt i þjóðfélaginu. Þessi þróun hefur þó snúizt við þannig að nú er kvik- myndin orðin að vopni I höndum andstæðinga borgara- stéttarinnar. Fjalakötturinn miðar þó alls ekki kvikmyndaval sitt einvörðungu við að sýna byltingarsinnaðar kvikmyndir. ekki fremur en það er bundið landfræðilega. Keyptar eru kvikmyndir frá mörgum löndum: Bandarikjunum, Bret- landi, Frakklandi, Chile, Persiu, Brasiliu og ttaliu, og pólitiskt er valið jafn óbundið.” Hvað með fullyrðingar um að klúbburinn sýni mikið af myndum, sem vegna kláms eða annars yrðu bannaðar i kvikmyndahúsunum ? „Það er alrangt að slikt eigi sér stað innan hans. Fyrir tveim árum kom hingað mynd, sem ef til vjll gæti flokkast undir klám, en þá fengum við lögfræðing til að skoða hana og úrskurða hvort i henni væri eitthvað sem yfirvöld myndu fetta fingur út I. I vor kom svo hingað kvikmynd, sem bönnuð var viða I Evrópu, en þess ber að gæta, að þar er kaþólska kirkjan bannaflið og sú kvikmynd kom á engan hátt óþægilega við siögæðisvitund heiðinna islendinga. Þessu verður þvi algerlega visað á bug.” Samstarf við kvikmyndahúsin Hvernig er samstarf klúbbsins við kvikmyndahúsin I Reykjavik? „Samstarf klúbbsins og kvikmyndahúsanna hefur verið ákaflega takmarkað og að mestu afraksturslaust. Viðhorf sumra kvikmyndahúseigenda virðist jafnvel mjög nei- kvætt og má ætla að' þeir telji klúbbinn óæskilega sam- keppni aö einhverju leyti. Þetta á þó alls ekki viö um öll húsin og til dæmis er nú að hefjast samstarf viðforráðamenn Tónabiós, sem við bind- um nokkrar vonir við. Það samstarf felst i þvi, að kvikmyndahúsið, sem hefur einkaleyfi á kvikmyndum frá United Artists, hefur okk- ur heimild til að kaupa þær kvikmyndir fyrirtækisins, sem húsiðsjálft ekki vill taka. I mörgum tiivikum eru það — Framhald á bls. 39. tJr kvikmyndum þeim, sem Fjalakötturinn hefur á boðstólun- um i ár: Hælið (efst til vinstri), Glæpasaga Arcibaldo De La Cruz (efst til hægri), Frelsa oss ei frá illu (lengst til vinstri, niðri), og svo Engiil Dauðans (Jólamynd kiúbbsins), Sjakalinn frá Nahuel- toro, og úr kvikmyndinni Bof. Sýningar klúbbsins fara fram á laugardögum og sunnudögum kiukkan 16.00,19.30 og 22.00. Þær fara fram í Tjarnarbiói, þar sem klúbburinn hefur fengiö leigða aðstöðu til sýninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.