Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 35

Tíminn - 14.12.1975, Blaðsíða 35
Sunnudagur 14. desember 1975. TÍMINN 35 Myndin er úr verzluninni. Verzlunin Eplið, Akranesi, flytur í nýtt húsnæði HIN VINSÆLA tizkuverzlun Karnabær i Reykjavik opnaði úti- bú á Akranesi i leiguhúsnæði árið 1970, er hlaut nafnið Eplið. Verzlunarstjóri var þar Sigrún Karlsdóttir, en eiginmaður henn- ar, Kristján Sveinsson, annaðist fjárreiður og daglegt eftirlit og gerir enn. Núverandi verzlunar- stjóri er Finnbogi Gunnlaugsson. Eplið þroskaðist með ágætum og varð einnig mjög vinsælt, ekki hvað sizt meðal unga fólksins, er m.a. sést á þvi, að sl. ár var um- setningin liðlega 19 milljónir króna, en i ár um 30 milljónir. Um siöustu áramót keypti Karnabær verzlunarhæð i húsinu nr. 10 við Stekkjarholt á Akra- nesi. Þá var hafizt handa um að koma þar upp viðeigandi innrétt- ingum, og annaðist fyrirtækið Húsverk þetta verk, undir stjórn Hallgrims Arnasonar, en Matthias Hallgrimsson sá um raflagnir. Gunnar Bjarnason, fyrrverandi leiktjaldamálari Þjóðleikhússins teiknaði innra út- lit búðarinnar og innréttingar, en hjónin Jón Björnsson málara- meistari og Gréta Björnsson list- málari máluðu og skreyttu búð- ina. Hefur það tekizt með miklum ágætum, svo að þessi verzlun mun nú vera ein hin glæsilegasta á Skaga. 1 tilefni flutnings verzlunarinn- ar i þessi nýju húsakynni buðu eigendur Karnabæjar, þeir Bjöm Pétursson og Guðlaugur Berg- mann, iðnaðarmönnum þeim, er þarna höfðu unnið, starfsliði verzlunarinnar og fleiri gestum, ásamt fréttamönnum i kvöldsam- kvæmi i nýju búðinni, þar sem á- reiðanlega verður mikið annriki núna fyrir jólin. Athyglisvert er, að um 80% söluvarnings Karnabæjarverzl- ananna er Islenzk framleiðsla úr innlendu efni. A saumastofu fyrirtækisins vinna jafnan 40 manns, en þar voru m.a. saumuð á þessu ári tiu þúsund karl- mannafötog þrjátiu þúsund stak- ar buxur, og er þar um stöðuga aukningu að ræða frá ári til árs. Auðsýnt er, hve stórkostlegur gjaldeyrissparnaður er að þessu miðað við það, að allar þessar á- gætu vörur væru keyptar erlendis frá. G.B. Vilja að öll áfengis- sala frá ÁTVR verði skráð á nafn gébé Rvik — Landssambandið gegn áfengisbölinu leggur rika áherzlu á, að öll áfengissala frá útsölum Afengis- og tóbaks- verzlunar rikisins verði skráð á nafn, og væntir sambandið þess að jákvæður árangur verði af þeim athugunum, sem fjár- málafáðherra er að láta gera I þvi efni. Þá beinir Landssam- bandið þvi enn á ný til stjórn- valda, að algcrlega verði hætt að hafa um hönd áfengi i mót- tökum á vegum rikisins, og fara i þvi efni að dæmi mennta- málaráðherra. Á fulltrúafundi hjá Lands- sambandinu gegn áfengisbölinu voru áðurnefndar ályktanir samþykktar.svoogsú, að skora á Alþingi og rikisstjórn að stöðva öll tollfriðindi á áfengi og tóbaki, og áskorun til mennta- málaráðherra, að hann hlutist til um að vinveitingar verði bannaðar i skólahúsnæði á hvaða árstima sem er. Þá taldi fundurinn æskilegt, að áfengis- veitingar væru gerðar óheimil- ar á samkomum, sem haldnar eru á vegum skóia, enda þótt þær séu haldnar utan skólahús- næðis. Einnig hét fundurinn á alla á- byrga aðila, heimili, skóla og kirkju, að vinna markvisst að ýmsum fyrirbyggjandi aðgerð- um gegn sívaxandi reykingar- og áfengisnauts ungs fólks. Fundurinn lýsti ennfremur yfir þvi, að nauðsynlegt væri að hækka verulegt gjald fyrir vin- veitingaleyfi og taldi,' að taka þyrfti til athugunar að koma i veg fyrir persónulega hagsmuni i sambandi við áfengissölu, svo og að stöðva innflutning brugg- efnis, sem fólki væri óbeint kennt hvernig ætti að nota til framleiðslu áfengis. / M FAST I OLLUM BOKABUÐUM FARINN VEGUR JBwlbfOI IHI ttunnHIMM- Nirol »9 NH»iKa«4MKir Farinn vegur Ævibrot úr lífi Gunnhildar Ryel og Vigdísar Kristjánsdóttur. Gunnhildur Ryel ekkja Baldvins Ryel, kaup- manns og ræðismanns á Akureyri veitti um ára- tuga bil forstöðu einu mesta myndar- og menningarheimili á Akureyri. Hún segir frá uppvaxtarárum sinum og gömlu Akureyri, við- burðum, mönnum og málefnum, sem hún hafði kynni af á langri ævi og miklu og fórn- fúsu félagsstarfi, eink- um i þágu liknar- og mannúðarmála. Vigdis Kristjánsdóttir listakonan þjóðkunna rekur hér þræði langrar sögu sinnar við listnám og listiðkun, segir frá ferðum til lista- og menningarstöðva stór- borganna, samvistum við ýmsa samferða- menn og frá ævikjörum sinum og farsælu hjóna- bandi. Hugrún skráði bókina. nnoi* i mniiitiAr Hróp i myrkrinu Þetta er saga um Sigga Flod og félaga. í þessari sögu vinna þeir félagar hvert afrekið af öðru sem leynilögreglu- menn, þó oft sé teflt á tæpasta vað. Þessi saga er bráðskemmtileg og gott lestrarefni fyrir unglinga. Fjallaf lugmaöurinn Það var aðeins eitt sem Iiarry Nickel elskaði meira en hið frjálsa og glaða lif I fjöllunum — að fljúga. Hann átti enga peninga, en samt tókst honum að útvega sér þá upphæð til að geta keypt gamla Nor- ■ seman-flugvél og skapa sér þar með þá atvinnu- möguleika, sem hann hafði dreymt um. Svo flaug hann af miklum dugnaði milli byggða i hálendi Lapplands, og hafði ekki aðeins góðar tekjur, heldur lenti lika i mörgum ævintýrum. Hve mikill sannleikur var i frásögninni um silfursjóðinn, sem Lapparnir földu fyrir skattheimtumönnum konungsins á 17. öld? Og hvernig fer fyrir úlfin- um Óskari, óvini Lapp- anna sem Harry bjarg- aði og hélt á laun? Stað- an er flókin. Hver er nú rétta stefnan. Draumurinn um ástina er saga ungrar stúlku, sem dreymir um lifið og ástina, — er gáfuð, skapmikil og stjórnsöm, sem veldur erfiðleikum i lifshlaupi hennar. Höf- undurinn, Hugrún skáldkona, er afkasta- mikill rithöfundur, sem hefur skrifað fjölda bóka, nokkrar áþekkar og Orauinurinn um ást- ina, og má þar nefna Úlfhildi, Agúst i Asi og Fanney á Furuvöllum, em þá siðast töldu las skáldkonan i útvarp fyrir skömmu og vakti sagan feikna athygli. ; MöítiiK mKtwiw Guiiskipið týnda Gullskipið týnda Skemmtileg og góð bók lyrir stráka og stelpur á öllum aldri. Þessi bók, Gullskipið týnda, er um þá félaga Namma mús, Gogga páfagauk. Lalla þvotta- björn, Fúsa frosk og Hrabba hreysikött. Þeir lenda i mörgum ævin- týrum i leit að týnda gullskipinu hans Kol- finns hólmakonungs i Skógalandi og Drunu drottningar hans. Þröstur Karlsson hefur skrifað tvær aðrar bæk- ur um þessa skemmti- legu félaga. Þær heita Flöskuskey tið og Náttúlfurinn. Dögg næturinnar Þetta er sjöunda bók Ólafar Jónsdóttur og flytur þrettán Ijóð, ballet.ttextann Álfasög- ur og trölla og sex ljóð- ævintýri. Skáldskapur ÐÖGG NÆTURINNAR Olafar einkennist af mikilli vandvirkni. Ljóðævintýri hennar eru f jölbreytilegar myndir, sem virðast ýmist á sviði.imyndun- ar eða raunveruleika, en þar kemur i ljós djúpur næmleiki og rik samúð. Ljóð Ólafar eru og stilhrein og minnis- stæð. Boðskapur þeirra vitnar um fágaða lifs- skoðun og leit að göfgi og fegurð. Ólöf Jónsdóttir hefur ritað mikið i blöð og timarit auk bóka sinna. Hún er einnig vinsæll upplesari i útvarpi. Fegursta bókin. Orrustan um Varsjá Hitler réði forlögum Þýzkalands og það voru forlög sem ekki urðu umflúin. Þetta sagði W a 1 t e r v o n Brauchitsch, yfirhers- höfðingi Þjóðverja 1938—1941. Það var draumur Hitlers um þúsund ára riki, sem hratt siðari heims- styrjöldinni af stað. Hún var öllum öðrum styrjöldum ægilegri, manntjónið meira. eyðileggingin stórkost- legri, grimmdin ofboðs- legri. Þar réð ekki sizt tæknilegar framfarir hergagnaiðnaðarins og hámarki náði hin nýja tækni, þegar tveim kjarnorkusprengjum var varpað á Japan. Frásagnir af heims- styrjöldinni spegla hörmungar og grimmd hildarleiksins og þær eru iesefni, sem er til á- minningar. Santa>ana sgði á sinum tima..,Sá sem minnist ekki liðins tima. neyðist til aö bfa hann sjálfur." Borist á banaspjótum Þetta er spennandi saga um fjölskyldudeilur og vigaferli, er binda endi á vináttu og fóstbræðra- lag Halia og frænda hans, Hrafns og rjúfa festar Halla og heitkonu hans og æskuvinstúlku Disu. Og að lokum býst hann til siglingar að leita ókunnra landa. Bókamiðstöðin - Útgáfan - Laugavegi 29 - Simi 2-60-50 - Rvik Bókakynning Norræna hússins: Sænska skáldið Evander les úr verkum sínum gébé Rvik — Sænski rithöfundur- inn Per Gunnar Evander les úr verkuni slnum i Norræna húsinu á sunnudaginn 14. desember. Þá verður siðari bókakynning Nor- ræna hússins á athyglisverðum bókuni af bókamarkaði Norður- landa á árinu 1975, en bæði sænsk- ar og finnskar bókmenntir verða þar á dagskrá. Kynningin er i uinsjá finnska og sænska sendikennarans Etelku Tammin- cn og Sigrúnar Hallbeck, og bóka- safns hússins. PerGunnarEvander, sem er 42 ára að aldri, er fil.mag. frá Upp- sölum. Kenndi hann m.a. eðlis- fræði, ensku, stærðfræði og sænsku, siðar vann hann sem leiklistarráðunautur við sænska útvarpið, en er nú starfsmaður sænska sjónvarpsins. Evander hefur skrifað fjölda bóka, bæði skáldsögur og leikrit. Still hans er sérstæður og áhrifamikill, og á persónulegan, hlutlausan hátt greinir hann frá gerðum sögu- hetja sinna og örlögum þeirra. likt og hann væri að gefa skýrslu. Þessi frásagnarmáti hans er sannfærandi og kemur iesandan- um til að lita á söguhetjurnar sem raunverulegar og lifandi. en auk þess fær Evander lesandann til að brosa. þegar hann lýsir skopleg- um og jafnvel smávægilegum at- vikum á þennan nákvæma skýrslugerðarlega máta. Etelka Tamminen mun einkum fjalla um bækur eftir Christer Kihlman og Alpo Ruuth. en bækur þessara höfunda hafa af Finn- lands hállu verið lagðar fram i keppni um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. sem afhent verða i febrúar á næsta ári. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.