Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyðarflug HVERT SEAA ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 HREYFILHITARAR I VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR 288. tbl. —Þriðjudagur 16. desember 1975—59. árgangur HF HÖRÐUR 00NNARSS0N SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Heróin eða morfín? Þetta er silsinn á bifreiöinni, þar sem hassiö var faliö, sem hundurinn þefaöi uppi, og kom löggæzlumönnum á sporið. BH-Reykjavik. — 2.7 kllóaf hassi og 1200 gramma plata úr ein- hverju torkennilegu efni, höfðu i gærkvöldi fundizt við leit í bifreið, sem kom með flutningaskipi hingað til lands frá Hollandi sl. föstudag. í gærkvöldi þegar Tim- inn hafði samband við Þorstein J. Jónsson hjá ffkniefnalögreglunni, var hin torkennilega plata, sem liktist einna mest mikið pressuð- um telaufum, i rannsókn hjá Rannsóknadeild Háskólans, en naumast er talinn nokkur vafi á þvi, að um fikniefni sé að ræða. Hitt var ekki ljóst I gærkvöldi, hvaða tegund er um að ræða en uppi voru tilgátur um heróin eða morfín. 1 gærkvöld sátu tveir menn I gæzluvarðhaldi vegna þessa máls, en rannsókn þess var þá algerlega á frumstigi. Þó er Ijóst, að hér er um að ræða mesta magn af hassi, sem fundizt hefur Citroen-bifreiðin á verkstæði lögreglunnar i gær. Fram- brettin eru komin á aftur, en það er eftir að losa margt og taka i sundur enn. Timamyndir: Róbert. á einum stað hérlendis fram til þessa. A föstudaginn gerðist það, þeg- ar verið var að skipa bifreið af Citroen-gerð frá borði i flutninga- skipi, sem var að koma til lands- ins og lá i Reykjavikurhöfn, að tollyerðir kvöddu hasshundinn til leitar. Skipti það engum togum, að hundurinn tók að krafsa i sils bifreiðarinnar, og var strax farið að athuga málið. Fannst fljótlega nokkurt magn af hassi I sílsinum. Var bifreiðin flutt á verkstæði lögreglunnar við Síðumúla og tekin þar I sundur að nokkru leyti, og fannst við það meira magn af hassi Ihurðhennar. Einnig fannst torkenníleg plata, sem gaf fíkni- efnasvörun, en virtist samansett úr mjög pressuðum telaufum. Voru þau send Rannsóknadeild Háskólans til frekari rannsóknar, Þorsteinn J. Jónsson hjá fíkni- efnalögreglunni veitti Timanum þær upplýsingar I gærkvöldi, að tveir menn hefðu verið settir i gæzluvarðhald vegna þessa máls. Rannsókn þess væri á algjóru frumstigi, og væri ekki hægt að fullyrða, að öll kurl væru komin til grafar, og ekki að vita, nema fleira leyndist i bifreiðinni. Hún hefði enn ekki verið tekin f sundur nema að hluta. Hitt væri ljóst, að bifreiðin færiekki úr höndum íög- reglunnar fyrr en hun hefði verið grandskoðuö af kunnáttumönn- um. Bifreiðin er af Citroen-gerð, á Reykjavikurnúmeri, 6-7 ára gömul. Hún var flutt utan með Smyrli I sumar og virðist m.a. hafa verið i Þýzkalandi. OECD: Það á að vera unnt að ná verðbólgunni á íslandi niður um helming á næsta ári ¦JJ' (p) (q) tfá d w •11«2T1i*HallSyiwl.h«. T.M.R«g, dagar til jóla FJ-Reykjavik. Verði aðstoð við útveginn i lág- marki, haldið fast við þá stefnu að hafa hemil á eftirspurn, og tekjuaukningu haldið innan ramma verðhækkana, mætti draga verulega úr verðhækkunum, sem að undanförnu hafa verið fast að 50%, i reynd mætti ná verðbólgunni niður um helming á næsta ári. En þetta verður ekki auðvelt verk og tekst ekki nema með óskoruðum stuðningi atvinnurekenda og launþega. Svo segir meðal annars i ársskýrslu Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) um fsland, en nánar segir frá skýrslunni á bls. 20. ÞRETTAN KLIPPINGAR Gsal-Reykjavik — Frá þvi bráðabirgðasamningur ríkis- stjórna tslánds og Bretlands féll úr gildi 13. nóvember s.l. hafa islenzku varðskipin klippt á tog- vira þrettán brezkra togara hér viö land, og á kortinu hér fyrir ofan má sjá, hvar þessar klippingar hafa verið gerðar. Á kortinu eru togararnir númeraðir I timaröð. Nr. 1 er togarinn Primella. Varðskipið Þór klippti á báða togvira hans 15. nóvember. Nr. 2 er Boston Marauder, Tjít klippti á forvir hans þann sama dag. Nr. 3 er St. Giles. Týr klippti á báða togvira hans 18. nóvember. Nr. 4 er Benella. Týr klippti á báða togvira hans 19. nóvember. Nr. 5 er Real Mad- rid. Týr klippti á forvir hans 21. nóvember. Nr. 6 er Ross Sirius. Ægir klippti á afturvir hans 22. nóvember. Nr. 7 er W. Wilber- force. Ægir klippti á báöa tog- víra hans 25. nóvember. Nr. 8 er Port Vale. Arvakur skar á vörpu hans 2. desember. Nr. 9 er Boston Commance. Ægir skar á báða togvira hans 3. desember. Nr. 10 er Ross Romillies. Þór skar á forvir hans 5. desember. Nr. 11 er Kingston Jacinth. Ægir skar á forvir hans 6. desember. Nr. 12 er North Reward. Þór klippti á báða togvira hans 6. desember. Nr. 13 er St. Giles. Þdr klippti á báða togvira hans 9. desember, en sá togari hefur misst tvær vörpur sinar frá 13. fyrra mánaðar. Aðsögn Landhelgisgæzlunnar i gær, hefur veður hamlað veið- um siðustu daga. Brezku togurunum fer nú óðum fækk- andi á miðunum og samkvæmt tölum Landhelgisgæzlunnar eru aðeins um 17 brezkir togarar á Austfjarðamiðum nú, en þeir voru rúmlega fimmtiu fyrir nokkrum dögum. Hins vegar sagði Jón Magnússon, talsmað- ur Gæzlunnar, að ekki væri neitt fararsnið sjáanlegt á freigátun- um eða öðrum i „varnarliðinu", en freigáturnar munu nú vera fjórar til verndar brezku togurunum, auk dráttarbáta og eftirlitsskipa. Lætur nú nærri að verndarskipin séu orðin jafn- mörg togurunum. Islenzku togararnir, sem haldiðhafa sig á Vestfjarðamið- um siðustu vikur, eru nú komnir á Austfjarðamið, og er talið að isinn fyrir Vestfjörðum eigi þátt i þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.