Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. desember 1975 TÍMINN 3 Fulltrúar stjórnmálafélaganna ræða við Geir Haligrimsson forsætisráðherra. Vilja slíta stjórnmála- sambandi við Breta og endurskoðun á NATO-aðild KALLAÐI ATFERLI BRETA Á ÍSLANDS- MIÐUM „SJÓRÁN" JH—Reykjavik. — í gær gengu fulltrúar sex stjórnmálafélaga ungra manna i Reykjavlk á fund Geirs Hallgrimssonar forsætis- ráðherra og afhentu kröfur sinar varðandi útfærslu islenzkrar landhelgi i tvö hundruð milur og þorskastrið það, sem Bretar heyja nú gegn íslendingum. Að þessari kröfugerð standa Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavik, Félag ungra jafnaðarmanna i Reykjavik, Reykjavikurdeild einingarsam- taka kommúnista, Reykjavikur- deild kommúnistasamtakanna, marxistanna leninistanna, æsku- lýðsnefnd Samtaka frjálslyndra gébé—Rvik. — Þetta er i fyrsta skipti, sem mál er höfðað gegn Alþingi, sagði Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis i gær, en i borgardómi i gær, var tekið fyrir mál, sem höfðað var gegn Aiþingi vegna launam isréttis, af nokkrum fyrrverandi starfsstúlk- um, sem unnu við vélritun á ræð- um þingmanna, en þær voru i mun lægri launaflokk en karl- maður einn, sem vann nákvæm- lega sömu vinnu. Stúlkurnar hafa allar sagt upp störfum vegna óánægju og krefjast nú leið- réttingar. Setudómari var skipaður Már Pétursson, héraðs- dómari I Hafnarfirði, en málið fluttu dr. Gunnlaugur Þórðarson hrl. fyrir hönd stefnanda og Þor- steinn Geirsson fyrir hönd Alþingis. t gær kom frávisunar- krafa frá Alþingi, byggð á þeirri forsendu að þetta væri kjara- samningamál og heyrði þvi undir félagsdóm. Var þvi málinu frest- að, og að sögn Más Péturssonar mun hann dæma um það á næstu dögum hvort frávisunarkrafan verði tekin til greina eða visað frá. Að sögn Ragnhildar Smith, sem er stefnandi i þessu máli, vann hún I vetur við vélritun á ræðum þingmanna, og sagði hún að skrifstofustjóri Alþingis hafi ráð- Gsal-Reykjavik. —Banaslys varð i umferðinni i Reykjavik siðdegis á laugardaginn, er 48 ára gamall maður, Birgir Gunnarsson, að nafni, tii heimiiis áð Suðurlands- braut 106, Reykjavik, varð fyrir bil á Reykjanesbraut og lézt skömmu siðar. Slysið varð skammt norðan við gatnamót Reykjanesbrautar og og vinstri manna og æskulýðs- nefnd Alþýðubandalagsins. í fyrsta lagi fara þessi samtök fram á, að islenzk stjórnvöld fylgi útfærslu landhelginnar eftir með friðun ókynþroska fisks, heildar- ^tjórnun á veiðum einstakra stofna og hertu eftirliti með sett- um reglum um veiðar. I öðru lagi, að stjórnmálasambandi við Breta verði slitið og sendiherrann I Lundúnum kallaður heim. í þriðja lagi að islenzk stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausri endur- skoðun á aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu i ljósi þess, hvernig önnur bandalags- þjóð beitir okkur nú ofbeldi. iðhana og hinar starfsstúlkurnar, en að hann hefði ekki viljað upp- lýsa þær um i hvaða launaflokki væri miðað við ráðninguna, en þeim hefði skilizt að laun þeirra væru þau sem hæst væru greidd fyrir þetta starf. — En af ein- hverjum ástæðum var áá eini karlmaður, sem vann samskonar störf og við, mörgum launaflokk- um hærri i launum, sagði Ragn- hildur. — Samkvæmt þvi sem skrif- stofustjóri Alþingis upplýsir telur hannn, að Starfsmannafélag rikisstofnana hafi metiö störf þessa karlmanns og miðað við 21. launaflokk. Fulltrúar Starfs- mannafélags rikisstofnana segja hins vegar að slikt mat hafi aldrei farið fram að þeirra tilhlutan. Eftir að Ragnhildur hætti störf- um, voru kvenþingskrifarar sett- ir i 17. launaflokk, en áður hafði hún verið i 15. launaflokki. Málið var sent Jafnlaunaráði til umsagnar, en það segir m.a. að ekki sé hægt að bera saman störf karlmannsins og störf stefnenda, en þetta telja stefnendur út i hött, og telja að einfalt mál hefði verið að dómkveða matsmenn til þess. Treysti Jafnlaunaráö sér þvi ekki að skila áliti og visaði málinu til dómstóla. Þá leggja stefnendur á það Bústaðavegar. Bifreið var ekið norður Reykjanesbrautina, en maðurinn var á leið yfir götuna til austurs. Að sögn lögreglunnar sá bilstjórinn ekki manninn fyrr en hann birtist i ljósgeisla bif- reiðarinnar, og tókst honum þvi ekki að hemla i tæka tið. Maður- inn var fluttur á slysadeild Borgarspitalans, þar sem hann lézt skömmu siðar. í fréttatilkynningu um för fulltrúa nefndra félaga til for- sætisráðherra segir, að þau muni leita eftir stuðningi annarra sam- taka, verkalýðsfélaga og nemendafélaga fram til næsta laugardags, og megi senda stuðningsyfirlýsingar i pósthólf 1026 i Reykjavik. Tvenn samtök ungra manna i Reykjavik eiga ekki aðild að þessum aðgerðum: Fylkingin, baráttusamtök sósialista, sem ekki vill tafarlaus stjórnmálaslit íslands við Bretland og Heimdall- ur samtök ungra Sjálfstæðis- manna sem ekki vill endurskoðun á aðild Islands að A-bandalaginu. áherzlu, að þegar endanlegur samningur var gerður 25. okt. 1974, milli Starfsmannafélags rikisstofnana og Alþingis, þá höfðu þær allar þegar hætt störf- um vegna óánægju, og þvi er það ekki með þeirra samþykki að samið var um 17. launaflokk, sem þær hefðu aldrei sætt sig við, heldur krafizt sömu launa og karlmaðurinn, sem hafði sömu störf með höndum og þær sjálfar. Þá sagði Ragnhildur Smith, að engin stefnenda hefði verið félagi i Starfsmannafélagi rikisstofnana hvorki þá né sfðar. Hins vegar átti Starfsmannafélagið frumkvæði að þvi að koma á sátt- um milli stefnanda og Alþingis til bráðabirgða, þegar stefnendur kröfðust hærri launa, lifeyris- Mó-Reykjavík. — Fyrir nokkrum árum var tengdur sjálfvirkur simi á nokkra bæi fremst i Hrúta- firði. A föstudaginn voru aðrir bæir i austanverðum firðinum siðan tengdir við sjálfvirkan sima. Vissulega urðu ibúarnir ánægðir að fá loksins þennan langþráða sjálfvirka sima, en þá kom nokkuð nýtt i ljós. Þessi litla sveit, Hrútafjörðurinn, verður tvö gjaldsvæði. Brautarholt og bæirnir þar fyrir framan verða tengdir við stöðina i Brú, en Þöroddsstaðir og bæirnir þar fyrir utan verða tengdir við stöð, sem sett var upp i Reykjaskóla. Þetta þýðir það, að þeir, sem búa framan til i Hrútafirði geta hringt i átta númer án þess að hvert simtal verði fleiri en eitt Gsal-Reykjavik — Ég hygg að 25 niilljónir Breta hafi lesið um sjónarmið Islendinga i land- helgismálinu um helgina. News of the World birti itarlegt viðtal við mig um landhelgismálið og brezkur fyrrverandi þingmaður skrifaði harðorða grein i Sunday Mirror um brezku „sjóræningj- ana” á tslandsmiðum, sagði Niels P. Sigurðsson, sendiherra tslands i London, er Timinn hafði tal af honum i gær. Um helgina birtust i allmörgum brezkum blöðum myndir, sem teknar voru af atburðunum I mynni Seyðisfjarðar i siðustu viku. Myndirnar sýna allt annað en það, sem brezkir fréttamenn hafa haldið fram um atburðina, og þvi innti Timinn Niels eftir þvi hvort brezkir fjölmiðlar hefðu, i ljósi þessara mynda, leiðrétt fyrri skrif sin um þennan atburð. — 1 mynd, sem Times birti á laugardaginn, sést alveg greini- lega, hvar Lloydsman siglir á Þór, og eins sést það mjög glöggt á mynd, sem Daily Telegraph birti á laugardag. Hins vegár segja blöðin litið um atburðinn, og láta þannig lesendur sina um það að dæma. t Daily Telegraph segir að visu i texta undir mynd- inni, að myndin sýni Lloydsman sigla á varðskipið. Þá birtir Sun- day Times viðtal við Helga Hall- varðsson skipherra á Þór, þar sem hann lýsir ásiglingunum. Fyrirsögnin á þeirri frétt er: „Bretar steyttu hnefana”. Niels sagði, að það sem Is- sjóðsréttinda og að vera ekki al- gerlega utangarðs, heldur innan starfsmannafélags eins og lög gera ráð fyrir um starfsmenn hins opinbera. Röksemd lögfræðings Alþingis, i þessu máli, Þorsteins Geirsson- ar, er að þarna hafi kjara- samningar verið i gildi og þvi sé það félagsdóms að f jalla um mál- ið, en Gunnlaugur Þórðarson, lögfræðingur stefnenda, telur, að hér sé ekki um slikt mál að ræða. Og eins og áður segir, er næsta skrefið i máli þessu dómur setu- dómarans, Más Péturssonar um hvort frávisunarkrafan verður tekin til greina eða ekki, en sú ákvörðun verður tekin á næstu dögum. teljaraskerf. En ef ibúar i ytri hluta Hrútafjarðar þurfa að hringja i sina þjónustusimstöð, sem er Brú, verða þeir að greiða nær þvf 22 kr. fyrir hverja minútu, sem þeir tala. Veruleg óánægja er i Hrútafirði með þetta fyrirkomulag og telja menn alveg fráleitt, að á sama tima og ibúar i Reykjavik, Hafnarfirði og Kópavogi geta alltir talað siná milli án þess að hvert simtal sé nema eitt skref, sé jafn fáránlegum reglum beitt, og þeim, að láta ibúa i Hrútafiröi aðeins geta talað við átta númer án þess að greiða hærra gjald. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa ibúa dreifbýlisins, að innan hvers vcrzlunarsvæðis sé hvert simtal aðeins reiknað eitt skref. Þó vissulega væri lang-eðlilegast lendingum hefði verið mest til stuðnings siðustu daga væru greinar um landhelgismálið i all- mörgum sunnudagsblöðum. News of the World hefði birt við- tal við hann, en það blað væri gef- ið út i 4,5 millj. eintaka. Sunday Mirror hefði birt grein eftir fyrr- verandi þingmann, þar sem hann hafði nundskammað brezku stjórnina fyrir að ráðast á ts- lendinga „og kallar Bretana sjó- ræningja”, sagði Niels. Fyrirsögn greinarinnar er: „Hvernig þorum við að senda sjóræningja til að ræna tslendinga”. — Við getum þvi ekki kvartað undan þvi, að málstað okkar hafi verið litill gaumur gefinn nú um helgina. Hins vegar eigum við alltaf við það erfiða vandamál að etja, sem er fréttamiðlun frá ts- landi. Við fáum ekki fréttir um atburðina frá tslandi fyrr en löngu eftir að þeir gerast, á sama tima og brezkar freltir um at- burðina koma i útvarpi þrjátiu minútum eftir að þeir hafa gerzt. Það dregst alltof lengi hjá Land- helgisgæzlunni að gefa út fréttir um atburðina og það gerir okkur erfitt fyrir. Fyrsta fréttin vekur alltaf mesta athygli, og erfitt er að leiðrétta þær fréttir, þó þær hafi verið rangar. Niels sagði, að það hefði komiö fram i mörgum fjölmiðlum, að brezku dráttarbátarnir hefðu leikið á Þór i mynni Seyðisfjarð- ar, og það væri samdóma álit allra, að varðskipið hefði gengið þarna i gildru. Niels gat þess, að einn Hull- þingmannanna John Prescott, hefði lýst yfir 100% stuðningi við sjónarmið Islendinga. — Það er merkilegt að þingmaður frá Hull skuli þora að taka slika afstöðu, sagði Niels. — Prescott segir, að vilji Bretar taka tillit til fram- tiðarhagsmuna brezkrar fiskiút- gerðar, ættu þeir að semja við Is- lendinga á grundvelli þess sem Islendingar hafa boðið. Að lokum nefndi Niels, að svo virtist sem brezkir fjölmiðlar hefðu frekar snúizt á sveif með Islendingum siðustu daga. Slys á Ólafsfirði BH-Reykjavík,— Það slys varð á Ólafsfirði um tiuleytið i gær- morgun, að maður féll niður um lúgu á annarri hæð saltfisk- verkunarhússogniðurá steingólf á neðrihæðinni. Voru meiðsl hans talin það alvarleg, að afráðið var að flytja hann til Reykjavikur, og lagði hann af stað um hálf-- fjögur-leytið áleiðis suður i flug- vél. Þegar Timinn hafði samband við Landspitalann i gærkvöldi, var hinn slasaði maður til aðgerðar i spitalanum, enda nýlega kominn suður. að sama gjaldskrá gilti fyrir allt land og að þvi hlýtur að vera stefnt... Vel má vera að einhver segi að úr þvi tvær simstöðvar séu i Hrútafirði, þ.e. bæði i Reykja- skóla og i Brú, sé eðlilegt að reikna gjald fyrir simtalið eftir lengd þess. En það má benda á, að i Reykjavik eru orðnar viðlika stöðvar og stöðin i Reykjaskóla eins og t.d. stöðin i Landsima- húsinu, Grensásstöðin, og hvað þær nú heita allar saman. Lik dæmi og þetta höf- um við mörg úr sveitum landsins. Sveitum er skipt þannig niður, að aðeins fáir simnotendur eiga þess kost að hringja án þess að greiða margfalt gjald fyrir hvert simtal. Þessu verður að kippa i lag. Mál höfðað gegn Alþingi vegna launamisréttis BANASLYS Á REYKJANESBRAUT Hrútfirðingar óánægðir með gjaldskrá símans — sveitinni skipt í tvö gjaldsvæði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.