Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 16. desember 1975 Eskimóalist ^ Rinlenzka þjóðminjasafnið i Bonn hélt nýlega sýningu á list Eskimóa i Kanada. Þetta er fyrsta sýningin af þessu tagi i Evrópu. Á sýningunni eru 97 litlar styttur úr steini eða dýra- beinum og 35 marglitar stein- prentanir. Kanadiska sendiráð- ið i Vestur-Þýzkaiandi lagði 18 mánaða vinnu i þessa sýningu. List Eskimóa var i rauninni ekki uppgötvuð fyrr en um 1950. ★ Sjálfkæld bíldekk Sovézkir bifreiðaverkfræðingar hafa hafið framkvæmd tilraun- ar með tæknilega hugmynd, sem margir telja að muni auka mjög endingu bildekkja. Hug- myndin er mjög einföld: Hún gerir ráð fyrir þvi, að i slöngu- laus dekk sé innbyggt eins kon- ar sjálfkælikerfi. Dekkin eru að innan klædd gljúpu lagi, sem er gegnvætt kælivökva. Þegar dekkið hitnar við aksturinnm drekkur kælivökvinn i sig hitann og gufar upp. Hinn kaldi málm- ur i hjólfelgunni þéttir gufuna aftur i vökva, og miðflóttaaflið knýr vökvann á ný út i gljúpa lagið innan i dekkinu, sem drekkur hann i sig aftur, og hringrásin hefst að nyju. Þar með er talið föt og áhöld. Kvikmyndir hjálpuðu til að út- skýra hina 4000 ára gömlu sögu heimskautsbúanna. Uppáhalds- fyrirmyndir þeirra eru enn goð- söguleg dýr og myndir úr veiði- ferðum. Veiðar sjá þeim fyrir fæðu og fatnaði. Og þaðan kem- ur titillinn á sýningunni: Við lif- um á dýrum. Hér eru myndir af tveim styttum. ★ Járnhönd frá A sextándu öld ^ Götz von Berlichingen gat spil- að á spil og bruggað áfengi með járnkrumlunni sinni. Þrátt fyrir það að þessi hönd hafi verið hönnuð árið 1505 er hún enn talin hið mesta meistaraverk. Fing- urna mátti hreyfa, hvern fyrir sig með þvi að þrýsta á hnappa. Og þessi járnhönd gat kreppt hnefann rétt eins og væri hún af holdi og blóði. Þegar hinn frægi skurðlæknir Sauerbruch, sem uppi var i Þýzkal. frá 187o til 1951, hannaði Sauerbruchhönd- ina hafði hann þessa aldagömlu hönd til fyrirmyndar. Uppruna- lega Götz-höndin er enn til þótt hún sé nokkuð skemmd. Hér sjáið þið mynd af henni til vinstri og nýrri stálhendi til hægri. Þessar myndir voru teknar um hásumar, og það sem sýnist vera snjór, er kaolin, eða Kina- leir. Við rætur hæðarinnar in Hirschau, V.-Þýzkalandi, er leirinn notaður i leirkeragerð, en skiðafólkið er ánægt með að geta leikið sér á skiðum i leirn- um jafnt sumar sem vetur. Monte Kaolino, óvenjulegt skíðahótel, sem er opið allt árið DENNI DÆMALAUSI Þessir kallar lofa öllu fögru fyrir jól, en þegar þú kemur til þeirra eftir jólin eru þeir eins og snúið roð i hund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.