Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 16. desember 1975 Könnun á heilbrigðisþjón- ustu getur leitt til ódýrari og betri þjónustu Sverrir Bergmann (F) og Odd- ur ólafsson (S) hafa iagt fram til- iögu tii þingsályktunar un könnun á vissum þáttum heilbrigðisþjón- ustunnar með tilliti til hugsanlegs sparnaðar og enn betri þjónustu meö brcyttu starfs- og rekstrar- s'ipulagi. 1 greinargerð segja flutnings- menn m.a. „Heilbrigðisþjónusta er dýr. Það er staðreynd, sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Nær 35% af útgjöldum ríkissjóðs ganga til heilbrigðis- og trygg- ingamála. Þetta er vafalaust ekki mjög öeðlilegt. Góð heilbrigðis- þjónusta krefst mikils og vel menntaös mannafla, dýrra tækja og góðs rýmis og nægjanlegs. Framfarir á sviði heilbrigðis- mála eru örar og krefjast stöðugt aukinnar þekkingar starfsliðs ásamt meö aukningu og endur- nýjun tækja og aöstööu. Ekkert menningarþjóðfélag afsalar sér góðri heilbrigðisþjónustu eöa Mó-Reykjavik. Á fundi Neðri deildar Alþingis i gær mælti Matthfas A. Mathíesen fjármála- ráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi um aukatekjur rikissjóðs, en frumvarpið var afgreitt frá efri deild fyrir helgi. Einnig mælti fjármálaráðherra fyrir frum- varpi um lækkun lögbundinna frámlaga'á fjárlögum um 5%. Frumvarpið hafði einnig verið af- greitt frá efri deild fyrir helgi. Benedikt Gröndal (A) gagn- rýndi, að ekki skyldi fylgja frum- varpinu skrá yfir hvaða framlög skuli skorin niður og Karvel Pálmason (Sfv) gagnrýndi það einnig. Fjármálaráðherra sagði, aö hér væri eingöngu frumvarp um heimild til lækkunar, og þvi hefði ekki verið talin ástæða til að láta fylgja skrá um hugsanlegar lækkaniri Þá mælti fjármálaráðherra fyrir frumvarpi um tekju- og eignaskatt, sem einnig hafði verið afgreitt frá efri deild fyrir helgi. Fisk- veiði- sjóður i gær mælti MATTHIAS BJARNASON sjávarútvegs- ráðherra fyrir frumvarpi til laga um aö Fiskveiðisjóður islands fengi áfram eitt % útflutningsgjald af fob-veröi útfluttra sjávarafurða, ann- arra en þeirra sem koma frá hvalveiðum, selveiðum og hrognkelsaveiðum. Með gildandi lögum var gert ráð fyrir aðþetta gjald felli niður frá og meö næstu áramótum. i framsöguræöu sjávarút- vegsráðherra kom fram, aö fjárþörf Fiskveiðisjóös væri liölega fjórir milljarðar á næsta ári. Þætti þvl ekki fært að fella útflutningsgjaldið niöur, a.m.k. ekki fyrr en að lokinni endurskoöun á sjóða- kerfi sjávarútvcgsins. hættir á að dragast aftur úr i framþróun á þessu sviði, enda er þetta einn af hornsteinum þess að um menningar- og velferðarþjóð- félag verði talað. Hins vegar er mikilvægt að meðferð mikilla fjármuna sé vel skipulögð, þannig aö engu sé á glæ kastað, og þvl er áríöandi að kanna, hvort breytt skipulag ýmissa starfsþátta heil- brigöisþjónustunnar leiði til bættrar þjónustu án kostnaðar- auka og jafnvel með beinum sparnaöi.” Kerfið hefur i mörgu reynzt vel, en i öðru miður „Kerfi það, sem nú er við lýði, viðkomandi þeim þáttum heil- brigðisþjónustunnar, sem I tillög- unni er getið, er að nokkru byggt á laga- og reglugerðarákvæðum, en að öðru leyti til orðið vegna at- vikaþróunar. Það hefur I mörgu reynst vel, en I öðru miður. Enda þótt núsýnistum sinn næsta óhjá- kvæmilegt að nokkur töf verði á framkvæmdum á sviði heil- brigöismála liggja þó fyrir áætlanir um byggingu sjúkrahúsa eöa stækkun þeirra ásamt með byggingu sérstofnana fyrir ein- staka sjúklingahópa sem og fyrir aldraða. Þessu til viðbótar rlsa svo upp heilsugæslustöðvar. Má augljóst vera að brýna nauösyn ber til að hönnun allra þessara stofnana sé með þeim hætti að þar veröi við komið þvi skipulagi á fyrrgreindum þáttum heil- brigöisþjónustunnar, er könnun leiöi fljósaðbestsé: Ifyrstalagi með tilliti til gæða þjónustunnar og I öðru lagi með tilliti til hag- kvæmni. Æskilegast er auðvitað, aö þetta hvort tveggja geti jafnan farið saman, en ella má ekki fórna hinu fyrr talda vegna hins slðar nefnda.” Forsenda góðrar þjónustu ,,A sviði heilbrigðisþjónustu er starfsskipulag, sem tryggir bestu nýtni þekkingar, tækja og að- stööu, i senn forsenda góðrar og I raun ódýrastrar þjónustu. Nauð- syn sliks skipulags er auðsæ I ljósi þeirra miklu fjármuna, sem óhjá- kvæmilega hljóta aö renna til heilbrigðisstarfseminnar. Ekkert kerfi stendur til eillfðar, jafnvel ekki með lagfæringum, þótt góðar kunni að vera hver um sig. Tlmarnir breytast og aðstæður allar og nauðsyn á könnun ný- skipunar er reglubundið fyrir hendi. Þetta eru þau meginsjónarmið, er liggja til þess að þessi þings- ályktunartillaga er flutt og nefndrar könnunar óskað.” Breytingar i áföngum ,,Um þá einstöku þætti, sem sérstaklega er óskað athugunar verður ekki fjallað nákvæmlega I þessari greinargerö, enda nánast óviðeigandi og ekki ætlunin að gefa sér neina niöurstöðu fyrir fram. Könnunin verður aö skera úr um það, hvort nýskipan eins og upp á er stungið leiðir til meiri hagkvæmni og betri þjónustu heldur en það kerfi, sem við nú búum við. I framsögu með þess- ari tillögu verða þó þessir ein- stöku þættir nánar skýrðir sem og það hversu ætla má að þeir hafi áhrif. Nauðsynlegt er hins vegar aö vekja athygli . á þvi að leiði þessi könnun til jákvæðrar niðurstöðu og verði starfsskipu- lagi breytt I samræmi við það get- ur slikt aöeins gerst I áföngum og með fullu samþykki og I náinni samvinnu við þá aðila alla sem hér hafa hagsmuna að gæta með ýmsu móti, enda væri annað ósanngjarnt. Raunar getur þetta einnig aðeins gerst I áföngum, vegna þess að uppbygging sjúkrastofnana, sem þegar eru, er að mestu með þeim hætti að nýrri starfsskipan verður ekki við komið nema með breytingum, sem óhjákvæmilega taka nokk- urn tlma, enda þótt haga megi hönnun nýrra stofnana með slikt nýtt starfsfyrirkomulag fyrir augum.” Betri en ódýrari þjónusta „Þá er einnig rétt að vekja at- hygli á þvl, að allir þessir þættir eru nátengdir. Nýskipan sú, sem lagt er til að könnuö verði, mundi I raun þýða tilfærslu á umsvifum og hugsanlega verulega aukningu þeirra og horfir það til bættrar þjónustu, en um leið væri nokkur ástæða til þess að ætla, aö „Rík óstæða til að endurskoða aðgerðir í orkumálum' n MÓ-Reykjavik. í gær var afgreitt frá efri deild til nebri deildar frumvarp um, að áfram skuli inn- heimt 13% veröjöfnunargjald á raforku. Steingrímur Hermannsson (F) mælti fyrir áliti iðnaðarnefndar, sem lagði til að frumvarpið yrði samþykkt. Minnti framsögumað- ur á bágborna fjárhagsstöðu raf- magnsveitna rikisins og gifurleg- an kostnað við að reka margar dlsilstöðvar. Þvi hefði margoft verið lýst yfir á Alþingi, að þing- menn teldu að jafna ætti verö raf- magns og það væri ekki hægt með öðru móti, en að halda áfram að innheimta þetta gjald. Þá taldi þingmaðurinn að rik ástæða væri til að endurskoða all- an rekstur RARIK, svo og allar aðgeröir I orkumálum. Þar væru margar nefndir og stjórnir að vinna að málum, og væri mikil hætta á tvíverknaði og fjársóun. Stefán Jónsson (Ab) var sam- þykkur frumvarpinu i megin- atriðum, og tók undir orð fram- sögumanns um endurskoðun á aðgeröum I orkumálum. ■■iliilili heildarkostnaður yrði lægri, þvi þótt verulega hækkaði hjá einum greiðsluaðila kæmi á móti enn meiri lækkun hjá öðrum. I heild gæti þvl orðið um útgjaldalækkun að raeða ogskapaðist þá svigrúm til annaðhvort sparnaðar á opin- beru fé eða þá til ennfrekari upp- byggingar á sviði heilbrigðis- mála.” Fjdrlög Fjárlög munu koma til annarrar umræðu á fundi Sam- einaðs þings I dag. 1 gær voru tillögur fjárveitinganefndar lagðar fram. Sameiginlega flyt ur nefndin nokkrar breyt ingatill. en svo var lagt fram nefndarálit frá meirihluta og minnihluta nefndarinnar. í áliti meirihlutans segir m.a., að við gerð fjárlagafrumvarpsins hafi verið fylgt þeirri stefnu að draga stórlega úr áformum ráðuneyta og stofnana um rekstrarútgjöld. og minnka magn fjárvestingar á vegum hins opinbera þegar frá eru skilin orkumál. Hafi meiri- hluti nefndarinnar haldið fast við þessa stefnu, og komi þetta m.a. fram i þvi að fjárveitingar til stærstu liöa fjárfestinga I landinu er ekki hækkaðar I breytingatil- lögum nefndarinnar, en sliktmun næsta fátitt. Útsvör Kækki um 1 % og renni til sjúkrasamlaga t gær mælti Matthlas Bjarnason fyrir frumvarpi til 1 a g a u m breytingu á lög- um um al- mannatrygg- ingar. t frum- varpinu er gert ráð fyrir að greiðslur fyrir viðtal hjá sér- fræðingi hækki úr 300 kr. i 600 kr. og greiðslur fyrir röntgengrein- ingu hækki úr 250 kr. I 600 kr. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur vegna lyfja hækki úr kr. 200 I kr. 300 fyrir lyf I lyfjaverðskrá i og úr kl. 400 i kr. 600 I lyfjaverðskrá II. A það ber að minna, að á undan- förnum árum er vaxandi fjöldi sjúklinga, sem fær ókeypis lyf, og á þvi verður ekki breyting með þessari lagasetningu. Samtals er gert ráö fyrir að þessar breytingar frá gildandi lögum lækki útgjöld sjúkratrygg- inga um 480 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir að á árinu 1976 skuli sveitarfélög innheimta 1% á gjaldstofn útsvara og skulu standa sjúkrasamlögum skil á fyrirframgreiðslu eða hlutfalls- legri innheimtu þess mánaðar- lega. Þessar auknu greiöslur sveitar- félaganna eru ásamt þeim 480 millj. kr., sem fyrr var um rætt, taldar nægja til aö ná þeirri út- gjaldalækkun tryggingarkerfis- ins I heild, sem stefnt hefur verið að. Helgi F. Seljan (Ab) og Ragnar Arnaids (Ab) gagnrýndu frum- varpið, og töldu að með þvi væri aöeins verið að setja greiðslur til tryggingakerfisins I innheimtu hjá sveitarfélögunum. Axel Jónsson taldi að ákvæði frumvarpsins væru aðeins til bráðabirgða, og þótt það gengi þvert á stefnu sveitarfélaganna, væri rétt að samþykkja það. Nýr flugvöllur hjá Suöureyri við Súgandaf jörð var tekinn i notkun nú I haust og sést hér útsýnið úr flugvél Vængja hf„ sem stunda áætlunar- flug þangað. Flugvöllurinn er á hjöllunum utan og ofan við bæinn, lengst til hægri á miðri mynd. Vinnuframlag norskra sveitakvenna: 30 milljarðar króna á ári Formaður Sambands norskra sveitakvenna, Astrid Dirdal Hegrestad, hefur boriö fram þá kröfu, að framlag húsmæðra I þágu landbúnaðarins veröi virt og metið að veröleikum. Astrid Dirdal Hegrestad segir, að vinnuframlag húsmæðra i sveitum Noregs I þágu búskapar myndi kosta þrjátiu milljarða I islenzkum krónum reiknað, ef það væri keypt á gangverði og skil staðin á eðlilegu kaupi. Hún segist þó ekki vekja athygli á þessu i þvi skyni að fylkja eigin- konum bænda til þess að gera kröfu til þess konar ráðskonu- kaups, enda sé búskapurinn sam- eignarfyrirtæki hjónanna og eðli- legt, að vinnuframlag beggja renni að meira eða minna leyti til þess að styrkja þær stoðir, sem búskapur hvilir á. A hinn bóginn gerir hún þær kröfur til hins norska stéttarsam- bands bænda, að það láti ekki viö- gangast, að vinnuframlag kvenn- anna sé vanmetið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.