Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 1B. desember 1975 TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimv 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. t Blaðaprenth.f; Stríð við brezk stjórnvöld Mikilsvert er að gera sér ljóst, að þorskastriðið, sem nú stendur yfir á íslandsmiðum, er ekki háð við brezku þjóðina, heldur við skammsýn brezk stjórnarvöld og stjórnmálamenn. Ef til slita á . stjórnmálasambandi milli þjóðanna kemur, verða það fyrst og fremst slit við þessa skammsýnu for- ustumenn brezku þjóðarinnar, en ekki þjóðina sjálfa. Full ástæða er til að ætla, að brezka þjóðin i heild standi ekki að baki þvi ofbeldi, sem forustumenn hennar reyna nú að beita islenzku þjóðina. T.d. gera brezkir fjölmiðlar nú mun betri grein fyrir is- lenzkum málstað heldur en I fyrri þorskastriðum, og jafnframt benda þeir á, að þróun hafréttarmála gangi gegn Bretum i deilu þeirra við islendinga. Bæði þetta og sitthvað fleira er visbending um, að brezkir stjórnmálamenn hafi ekki þjóðina að baki sér i þorskastriðinu nú. Af þessum ástæðum er það mikilsvert, að unnið sé að þvi að kynna islenzkan málstað sem bezt i Bretlandi. Að þessu hefur lika verið unnið. Hingað hefur komið margt brezkra blaðamanna að und- anförnu, og hafa þeir átt greiðan aðgang að is- lenzkum ráðamönnum. Forsætisráðherra og utan- rikisráðherra hafa haldið blaðamannafundi fyrir erlenda blaðamenn, og verður yfirleitt ekki annað sagt en að rétt hafi verið greint frá ummælum þeirra. í siðasta þorskastriði fóru islenzkir for- ustumenn nokkrar ferðir til Bretlands til þess að kynna þar islenzk sjónarmið, og varð vel ágengt. Slikt hið sama þarf að gera nú. Þá þarf að efla fréttaþjónustu á vegum íslendinga i London. Slikt er auðvelt að gera, þótt svo færi, að rjúfa yrði stjórnmálasamband rikjanna vegna ofbeldisverka Breta á íslandsmiðum. Þá er þýðingarmikið, að þeir íslendingar, sem eiga vini og kunningja i Bretlandi, skýri fyrir þeim málstað Islendinga. 1 þvi sambandi ber að leggja áherzlu á, að íslendingar telji sig ekki vera i striði við brezku þjóðina, heldur vilji þeir halda áfram góðum samskiptum við hana. Þorskastriðið hafi hins vegar orðið óhjákvæmilegt vegna þess, að þröngsýn brezk stjórnarvöld hafi hvorki viljað fallast á nauðsynlega friðun þorskstofnsins né viðurkenndan forgangsrétt strandrikis. Góður stuðningur Glöggt dæmi þess, að brezka þjóðin stendur ekki að baki rikisstjórninni i þorskastriðinu, er sú yfir- lýsing Skozka þjóðernisflokksins, að hann sé fylgj- andi málstað islenzku þjóðarinnar, og þvi andvig- ur ofbeldisverkum brezkra stjórnarvalda á Is- landsmiðum. Þessi yfirlýsing er mikilsverður stuðningur við ísland, og islenzk stjórnarvöld þurfa að koma þvi á framfæri, að hann sé metinn að verðleikum. Skozki þjóðernisflokkurinn er nú annar stærsti stjórnmálaflokkurinn i Skotlandi, og verður sennilega sá stærsti i næstu kosningum. Þá ber einnig að meta það, að málgagn brezka kommúnistaflokksins hefur lýst yfir samúð með málstað íslendinga. Brezki kommúnistaflokkur- inn er að visu ekki f jölmennur, en hann hefur þó veruleg áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar, og Verkamannaflokkurinn verður oft að hafa hliðsjón af málflutningi hans. Þ.Þ. ■ ERLENT YFIRLIT Fraser er ráðríkur og metnaðarfullur Nú lofar hann auðmýkt og sáttfýsi Fraser veiktist af inflúensu i kosningabaráttunni og stjórnaAi þá baráttunni frá sjúkrabeöi sinum. ÚRSLIT þingkosninganna i Astraliu komu ekki að öllu leyti á óvart. Siðustu skoðana- kannanir höfðu allar spáð sigri Frjálslynda flokksins og samstarfsflokka hans. Sigur þeirra varð hinsvegar meiri en búizt hafði verið við, eða hinn mesti, sem unninn hefur verið i þingkosningum i Astraliu. Kosningabaráttan varð lika sú harðasta.-sem háð hefur verið þar i landi. Ástæð- an var einkum sú, að þar átt- ust við tveir harðskeyttir og aðsópsmiklir leiðtogar, eða þeir Gough Whitlam, foringi Verkamannaflokksins, og Malcolm Fraser, leiðtogi Frjálslynda flokksins. Það stóð mikill styr um Whitlam meðan hann var forsætisráð- herra, en ekki þykir óliklegt, að enn meiri styr eigi eftir að standa um Fraser. Verkamannaflokkurinn komst til valda eftir kosninga- sigur, sem hann vann i desem- ber 1972, undir forustu Whit- lams. Flokkurinn fékk þá niu atkvæða meirihluta i neðri deildinni, en náði ekki meiri- hluta i efri deildinni, sem kos- ið er til sérstaklega. Stjórnar- andstæðingar beittu meiri- hluta sinum þar til að tefja fyrir ýmsum umbótamálum, sem stjórn Whitlams beitti sér fyrir, en ekki var undarlegt, þótt hún teldi sig þurfa að gera ýmsar róttækar aðgerðir, þar sem Frjálslyndi flokkurinn var búinn að fara samfleytt með stjórn i 23 ár. Andspyrnan i efri deildinni leiddi til þess, að Whitlam ákvað að freista gæfunnar i nýjum þingkosn- ingum, sem fóru fram i mai 1974. Ætlun hans var að ná þá meirihluta i báðum þingdeild- um, en það mistókst. Verka- mannaflokkurinn fékk enn naumari meirihluta i neðri deildinni en áður, og andstæð- ingar hans héldu áfram meiri- hluta i efri deildinni. Eftir þetta reyndist Whitlam stjórn- in enn örðugri, enda bættust nú við lamandi áhrif heims- kreppunnar, sem bæði leiddu til stórfelldrar verðbólgu og atvinnuleysis. Þá urðu nokkrir ráðherrar uppvisir að emb- ættisafglöpum, einkum i sam- bandi við erlendar lántökur. Whitlam vék þeim úr stjórn- inni, en það nægði ekki. í HAUST ákvað hinn nýi for- ingi Frjálslynda flokksins, Malcolm Fraser, að nota meirihlutann i efri deildinni til að fella stjórnina og knýja fram kosningar með þvi að neita að samþykkja fjárlög. Venjan hefur verið sú, að meirihluta i efri deildinni væri ekki beitt til þess að synja um fjárlög, sem neðri deildin hef- ur samþykkt, þar sem það heyrir undir verksvið hennar að ráða stjórnarmyndun og að tryggja starfhæfa stjórn. Eðli- legt svar við Whitlams við þessum bolabrögðum Frasers hefði verið að efna til nýrra kosninga, en það vildi hann ekki af þeim augljósu ástæðum, að allir spáðu Verkamannaflokknum ósigri. Þegar horfur voru á að Whit- lam ætlaði að sitja áfram, án fjárlaga, skarst rikisstjór- inn, John Kerr, i leikinn — hinn 11. nóvember sl. vék hann stjórn Whitlams frá völdum, fól Fraser að mynda bráða- birgðastjórn og fyrirskipaði þingkosningar 12. desember. Whitlam mun ekki hafa átt von á þessu frá Kerr, þvi að Bretadrottning hafði skipað hann rikisstjóra eftir ábend- ingu Whitlams. Whitlam reyndi að notfæra sér þetta á þann veg, að kosningarnar snerust um það, hvort fulltrúi drottningarinnar eða þingið ætti að ráða rikisstjórninni, en það hefur ekki gerzt áður i Ástraliu, að rikisstjórnin gripi þannig i taumana. Þetta virt- ist fá góðan hljómgrunn i fyrstu, og skoðanakannanir snerust Verkamannaflokkn- um i vil. Þetta breyttist þó fljótt aftur, og efnahagsmálin urðu aðalmál kosninganna, eins og Fraser hafði ætlað sér. Hann kenndi stjórninni um verðbólguna og atvinnuleysið, og sagði, að hvort tveggja myndi halda áfram að aukast undir forustu Whitlams, þvi að hann hefði ekki upp á önnur úrræði að bjóða en útþenslu á rikiskerfinu og hækkandi skatta. Fraser lofaði hins veg- ar að draga úr rikisútgjöldum og lækka skattana. Þannig yrði kaupmáttur almennings aukinn og nýju fjöri hleypt i atvinnulifið. Þá myndi hann draga úr verðlagseftirliti og öðrum hömlum. Fraser lofaði þannig öllum gulli og grænum skógum. Andstæðingar hans héldu þvi fram, aö hann væri einræðissinnaður lýðskrum- ari. Af áróðri flokkanna mátti helzt álykta, að annað hvort væri rauð eða brún bylting yfirvofandi i Ástraiiu, þ.e.a.s. rauð bylting, ef Whitlam sigr- aði, en brún bylting, ef Fraser yrði ofan á. ÞVl ER ekki að neita, að margt i fari Frasers minnir á væntanlegan einræðisherra. Jafnvel flokksbræöur hans viðurkenna, að hann sé metnaðarfullur og ráðrikur. Þrivegis hefur hann keppt að þvi að vera kosinn formaður Frjálslynda flokksins, og náði hann loks þvi marki á flokks- þinginu, sem haldið var i marzmánuði siðastliðnum. Hann hefur verið ófeiminn við að ráðast gegn öllum þeim, sem hann hefur talið standa i vegi sinum. Fraser, sem er 46 ára gamall. var fyrst kosinn á þing, þegar hann var 24 ára, og hefur átt þar sæti siöan. Hann náði þvi að verða varn- armálaráðherra i stjórn Gor- tons 1969. en lét af emb. i mót- mælaskyni, þegar Gorton vildi hætta þátttöku Ástraliu i Viet- namstriðinu. og leiddi það til þess. að Gorton féll sem for- sætisráðherra og missti flokksforustuna. Siðan hafa tveir menn verið formenn flokksins, og átti Fraser mest- an þátt i falli beggja. Fraser á lika til uppreisnarmanna að telja, þvi að Frasernafnið er komið frá Skota, sem var sið- asti maðurinn, er var hengdur i Towerkastalanum i London. Afkomendur hans fóru siðan til Kanada, og þaðan til Ástraliu, og urðu þar auðugir stórbændur. Sjálfur er Fraser stórbóndi og milljónamæring- ur, og yfirleitt talinn rikasti maðurinn á þingi Astraliu. Hann hefur stundað nám i fé- lagsfræði. hagfræði og stjórn- málum i Oxford og hefur mikl- ar mætur á Bretum. T.d. segir hann. að sagnfræðingurinn A.P. Taylor sé uppáhaldshöf- undur sinn. Fraser vekur at- hygli hvar sem hann fer. þvi að hann er manna hæstur vexti og samsvarar sér vel. Margir vona. að Fraser muni reynast betur sem stjórnandi heldur en and- stæðingar hans hafa spáð. Eft- ir að kunnugt varð um úrslit kosninganna, sagðist hann taka sigrinum með auðmýkt, og að hann myndi leggja sig fram um að vinna að friði og sáttum i þjóðfélaginu. Eftir er að sjá hvort honum tekst það. -þ.þ. Fraser að halda ræðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.