Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMJNN Þriöjudagur 16. desember 1975 Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða fjósameistara nú þegar. Æskilegt er að umsækjendur hafi búfræðimenntun og reynslu i hirðingu nautgripa. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri og bústjóri i sima 7000 á Hvanneyri. Bændaskólinn á Hvanneyri. Auglýsið í Tímanum Jólabækurnar stærri og minni útgáfa, vandað, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin í vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást I bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ iSL. BIBLÍUFÉLAG <@ubbranbjS9tofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opiö 3-5 e.h. Augiýsið í Tímanum Jólagjöfín sem allir reikna með er vasatalva frá Texas Instruments með Minni, Konstant og Prósentu og árs ábyrgð TI-1250 7.130 Texos Instruments vasatölvur TI-1200 án minnis 5.775. o ÞORf BlMI B15DO-AHMÚLA11 Jólabækur SKEMMTILEGU smábarnabækurnar eru safn úrvalsbóka fyrir lítil börn: Bláa kannan, Græni hatturinn, Benni og Bára, Stubbur, Tralli, Láki, Bangsi litli, Svarta kisa, Kata, Skoppa. Aðrar bækur fyrir lítil börn: Kata litla og brúðu- vagninn, Selurinn Snorri, Snati og Snotra. Bókaútgáfan Björk Kross 2105 Lárétt. 1) Land. 5) Straumkast. 7) Rödd. 9) Verkfæri. 11) Kom- ast. 12) Tónn. 13) Gljúfur. 15) Tjara. 16) Púka. 18) Harða. Lóðrétt: 1) Verzla. 2) Egg. 3) Nhm. 4) Fæðu. 6) Dökka. 8) Alasi. 10) Strákur. 14) Lukka. 15) Fæddi. 17) Guð. Ráðning á gátu nor. 2104. Lárétt: 1) Akafur. 5) Gal. 7) Ann. 9) Lof. 11) Ká. 13) TT. 15) Kar. 16) óbó. 18) Stýrir. Lóðrétt: 1) Asakar. 2) Agn. 3) Fa. 4) Ull. 6) Aftrar. 8) Nál. 10) Ota. 14) Sót. 15) Kór. 17) Bý. Spilabók barnanna — 53 spil fyrir eldri og yngri börn Bókaútgáfan Letur hefur gefið út skemmtilega bók fyrir börn, og nefnist hún Spilabók barnanna. 1 bókinni eru fimmtiu og tvö spil og einu betur fyrir börn og unglinga. Sigurjón Þorbergsson tók saman og þýddi. Bókin skiptist i tiu kafla, sem nefnast: Fyrir þá allra yngstu, Einvigis-spilin, Samstæð- um safnað, Stanz-spilin, Kaplar eða einmenningsspil Kasinu-spil in, Rommi-spilin, Tromp spil, Vist og Nóló-spil. Reynslan sýnir að sérhvert barn getur haft gagn af að spila á spil auk þess sem skemmtilegt er að spila og það er meginástæðan til að kenna þau börnum. Ungt barn getur lært að þekkja tölurnar og einföldustu reglur i potkun þeirra með þvi að spila létt spil. Börn á öllum aldri geta þjálfað huga sinn með rökréttri hugsun, sem beita þarf i þeim spilum, sem erfiðari eru. Heildarútgófa á lögum Einars Markan komin út 43 sönglögnefnistlagasafn eftir Einar Markan, sem nýkomið er út. Otgefandi er Vilhelmina Markan, Carl Billich, bjó til prentunar og myndskreytingu annaðist Arni Elfar. Bókin er prentuð i Félagsprentsmiðjunni h.f. Einar Markan var fæddur i Ólafsvik 1902 en lézt i Reykjavik 1973. Hann var þekktur sem einsöngvari frá unga aldri, hleypti snemma heimdraganum og hóf söngnám ungur að árum bæði i Osló og Berlln. Hann hélt fjölda tónleika og sönginnáhljómplötur.Einar var fjölhæfur og þróttmikill listamaður, gæddur djúpum tilfinningum, sem greinilega kom fram I ágætum barytonsöng. Einnig hafði hann sköpunarhæfi- leika f fleiri listgreinum. Ot hafa komið eftir hann þrjár ljóða- bækur og auk þess lagði hann stund á málaralist og eftir hann liggja margar myndir, sumar i einkaeign. Lögin, sem hér eru gefin út i fyrsta sinn í heildarútgáfu, lýsa vel, eins og annað sem eftir hann liggur, listasmekk og fjölbreytt- um gáfum, sem geymast mun i minningu þjóðarinnar. Eldrauða blómið og annarlegar manneskjur Eldrauða blómið og annarlegar manneskjur nefnist ný bók eftir Einar Kristjánsson, sem gefin er út hjá Skjaldborg sf. á Akureyri. Þeir aðdáendur Einars rit- höfundar frá Hermundarfelli, sem metið hafa fyrri bækur hans að verðleikum, nunu taka með eftirvæntingu þessum nýju sög- um hans, og ekki verða fyrir von- brigðum. Einar er vissulega i hópi allra snjöllustu smásagna- höfunda er fram hafa komið í is- lenzkum bökmenntum. Einar segir sögu flestum betur, honum lætur furðulega vel að skapa stdra og þó jafnframt stutta sögu úr næsta litlu efni. Hann fjallar oft um mannlega náttúru á launkiminn hátt, sem engum öðrum höfundi hentar að líkja eftir. — í bókinni eru ellefu sögur, en hún er 133 bls. að stærö. Eiginkona min Pálina Salóme Jónsdóttir andaðist i Héraðshælinu Blönduósi aðfaranótt 14. desem- ber. Fyrir mina hönd, barna og tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna. Eyþór Guðmundsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og jarðarför Önnu Guðmundsdóttur Tjaldanesi 3, Garðahreppi. Heiga Benediktsdóttir, Kristján Óli Hjaltason, Teitný Guömundsdóttir, Sveinn Kristófersson, Elinborg Guðmundsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.