Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.12.1975, Blaðsíða 24
Þriðjudagur 16. desember 1975 1 METSðunMEKUR Á ENSKU í VASABROTI í SIS-FOIMJll SUNDAHÖFN fyrirgóóan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Orkuráðstefnan hefst í dag — óvíst um árangur af störfum hennar Reuter/Paris. Orku- og hráefna- ráðstefnan hefst I Paris i dag með setningarræðu Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseta. Þar munu hittast fulltrúar rikra þjóða og fátækra og ræða sam- eiginleg hagsmunamál. Það var d’Estaing, Frakk- landsforseti, sem fyrstur manna kom fram meö hugmyndir um ráðstefnu sem þessa. Fulltrúar 27 rikja taka þátt i störfum ráðstefn- unnar, fulltrúar frá iðnaðarrikj- um, oliuframleiðslurikjum og þróunarlöndum. Frakklandsforseti sagði í gær, er hann kom til Parisar úr opin- berri heimsókn til Egyptalands, að setning ráðstefnunnar væri merkur þáttur i mannkynssög- unni. Hann bætti þvi þó við, að ólik sjónarmið myndu að öllum Jarðskjólftar í Borgarfirði Uppúiiihádeginu á sunnudag varð vart jarðskjálfta i Reykholtsdal i Borgarfirði. Snörpustu kippirnir mældust 2,3 stig á Richters- kvarða. likindum koma fram á fundum ráðstefnunnar. Ráðstefnan sem réttu nafni nefnist Ráðherrafundur um alþjóðlega efnahagslega sam- vinnu, mun standa i þrjá daga og hefst sem fyrr segir, méð seningarræðu Frakklandsforseta. Leiðtogar allra þátttökurikjanna 27 munu flytja ræður að setningarræðunni lokinn og skýra frá sjónarmiðum rikis- stjórna sinna varðandi þau mál, sem ráðstefnunni er ætlað að taka til meðferðar. Er leiðtogarnir hafa flutt ræður sinar verður störfum ráðstefn- unnar skipt niður I fjóra fundi, þar sem hvert umræðuefna ráðstefnunnar verður tekið fyrir, en umræðuefnin eru: orkumál, hráefni, aðstoðið þróunarlönd og skyld fjárhagsleg vandamal. Fréttaskýrendur segja, að sjónarmiðin um, hvernig leysa beri þau vandamál sem ráðstefn- unni er ætlað að taka til meðferð- ar, séu jafnmörg og þátttökurik- in. Mjög mikill vafi leikur á þvi, hvaðHenry Kissinger ætlast fyrir á ráðstefnunni og óttast franskir embættismenn, að hann kunni að reka fleyg á milli oliuframleiðslu- rikja og annarra þróunarlanda. Járnbrautar- slys í norður- Portúaal a.m.k. átta létu lífið Reuter/Lissabon. Lögreglan I Lissabon skýrði frá þvl I gær, að átta lík að minnsta kosti hefðu fundizt I braki lestanna, sem lentu i árekstri I Norður-Portú- gal I gær. Allar likur eru taldar benda til þess, að mun fleiri hafi látizt I slysinu. Areksturinn varð milli hrað- lestarinnar sem gengur á milli Parisar og Lissabon, og litillar stöðvarlestar i Fornos de Algo- dres, 250 km norðaustur af Lissabon. Mikil þoka var á járnbrautarstöðinni þegar áreksturinn varð. Fregnir af slysinu eru mjög óljósar, þar sem snjóflóð hljóp á simalinur til bæjarins og mjög erfitt er að koma fréttum þaðan. Rikisútvarpið I Lissabon skýrði svo frá i gær, að 25 manns hefðu verið flutt á sjúkrahús. Meðal látinna eru lestar- stjórar beggja lestanna og aðstoðarmenn þeirra og þrir farþegar að auki i stöðvarlest- inni, sem flutti portúgalska verkamenn, sem starfa iFrakk- landi, heim i jólaleyfið, að þvi er haft var eftir opinberum heimildum. Enginn hinna 150 farþega i hraðlestinni til Parisar lét lifið, segir I fréttum frá Portúgal. Valery Giscard d’Estaing. Rhodesia: Stjórnarskrárviðræðum frestað fram yfir áramót — Nefndir starfa þangað til Reuter/Salisbury. Ian Smith, forsætisráðherra Rhodesiu og Einingarsamtök Afríkuríkja: Ætla að ræða Angolamálið — en deila um dagsetningu Reuter/Kampala. Idi Amin, Ugandaforseti, og núverandi for- seti Einingarsamtaka Afriku- rikja (OAU) hvatti i gær aðildar- riki samtakanna til þess að láta i ljós álit um það, hvenær hentug- ast væri fyrir leiðtoga OAU að koma saman tii fundar og ræða deilumálin i Angola, sem Amin sagði vera stærsta vandamálið i Afriku I dag. Amin upplýsti i ræðu, sem hann flutti við setningu ráðstefnu Iðn- þróunarnefndar Sameinuðu þjóð- anna, sem haldin er i Kampala, höfuðborg Uganda, að deilur væru uppi á meðal leiðtoga OAU, hvenær hentugast sé að halda fund þennan. Tanzania og Somalia, sem viðurkennt hafa stjórn MPLA i Luanda, vilja að fundurinn verði haldinn 22. desember, en Sierra Leone hefur lagt til, að fundurinn verði ekki haldinn fyrr en 10. janúar. Amin sagði i ræðu sinni i gær, að vegna ágreinings um dagsetningu fundarins, gæti stjórn OAU ekki kallað saman fundinn fyrr en hún hefði heyrt álit aðildarrikja sam- takanna. Amin sagði, að OAU bæri sið- ferðileg skylda til að koma i veg fyrir frekari blóðsúthellingar i Angola og hvatti þvi sendiherra OAU landanna að bera málið sem fyrst undir rikisstjórnir landa sinna. Amin hefur verið gagnrýndur af einstökum aðildarrikjum OAU fyrir að vilja ekki viðurkenna stjórn MPLA i Luanda, en það hefur verið yfirlýst stefna OAU að viðurkenna enga stjórn I Angola, fyrr en hún gæti sýnt fram á að hún gæti stjórnað öllu landinu. Hafa Guinea og Kongo skorað á Amin að segja af sér embætti for- seta OAU af þessum sökum en Amin svaraði þvi til, að hann væri ekki sú manngerð, sem léti hræða sig með hótunum. Þá herma fregnir frá Kampala, að dr. Savimbi.leiðtogi UNITA, einnar þriggja þjóðfrelsis- hreyfinganna i Angola, væri væntanlegur til Kampala i dag til viðræðna við Amin. Joshua Nkomo, leiðtogi afriska þjóðarráðsins, ákváðu á fundi sinum i gær að koma á fót sam- eiginlegri nefnd til að ræða um möguleika á meirihlutastjórn blökkumanna og vandamál þau, sem sliku yrðu samfara. FundurSmithsog Nkomo stóð ekki yíir nema i eina klukku- stund og fór hann fram i her- skála I Salisbury. Er þetta fimmta tilraunin sem gerð er til að koma á sáttum i stjórnar- skrárdeilunni i Rhodesiu, frá þvi Rhodesia lýsti einhliða yfir sjálfstæði 1965. Takist nefnd þeirri, sem Smith og Nkomo skipuuðu, ekki að koma sér saman um umræðu grundvöll frekari viðræðna, gæti það leitt til þess, að skæru- liðarþeir, sem staðsettir eru við landamæri Rhodesiu, hæfust handa að nýju með aðgerðir gegn rikisstjórn Smiths, en áætlað er, að skæruliðarnir séu nú sex þúsund talsins. í sameiginlegri yfirlýsingu Nkomo og Smiths að fundi þeirra i gær loknum, sagði, að þeir myndu ásamt samstarfs- mönnum sinum hittast fljótlega á nýja árinu eftir að hafa fengið skýrslu frá fulltrúum sinum i undirbúningsnefndinni. Smith kvaðst að fundinum loknum vera ánægður með árangur hans, en Nkomo vildi ekkert við fréttamenn ræða. Mikil deila hefur um það staðið meðal hinna tveggja arma afriska þjóðarráðsins, hvort Nkomo hafi i raun umboð til að semja fyrir hönd blökkumanna við Smith og stjórn hans. Armur sá, sem styður Muzorewa, en hann er land- flótta frá Rhodesiu, segist ekk- ert mark munu taka á þeim samningum, sem Nkomo standi að við Smith. Spánn: Fyrsti fundur nýju stjórnarinnar í Idi Amin: „Læt ekki hræða mig' Reuter/Madrid. Fyrsti fundur hinnar nyju rikisstjórnar Jóhanns Karls, Spánarkonungs, kom saman til fundar I gær og var á fundinum að sögn fréttaskýrenda rætt um ieiðir til þess að aðhæfa spænskt stjórnarfar lýðræðis- stjórnarháttum vestrænna rikja. Tilkynning um árangur stjórnar fundarins hafði ekki borizt, þegar biaðið fór I prentun I gærkvöldi. Nokkrir umbótasinnaðir ráð- herrar sitja nú i rikisstjórninni, og eru þeirra helztir aðstoðarfor- sætisráðherrann, innanrikisráð- herrann og utanrikisráðhcrrann sem ailir hafa látið þá skoðun i Ijós opinberlega, að stefna beri að lýðræðislegri stjórnarháttum i landinu. 1 hinni nýju stjórn sitja einungis þrir ráðherrar, sem sæti áttu i fyrri stjórn Ariasar. Jóhann Kari konungur á ráðuneytisfundi. Kissinger vitjar æsku- stöðvar Guerth/Vestur-Þýzka- landi/Reuter. Kissingerfjöl- skyidan gleymdi i gær öllum slæmum minningum frá hörmungartimum nazismans i Þýzkalandi, og fór i heimsókn til fæðingarbæjar Henry’s Kissingers, utanrikisráðherra Bandarik janna, sem er Guerth I Vestur-Þýzkaiandi. Henry Kissinger fraegasti meðlimur Kissingerf jöl- skyldunnar, var heiðraður með gullorðu bæjarfélagsins fyrir framlag hans til friðar i heiminum. Þetta er I þriðja sinn, sem Kissinger heimsæk- ir æskustöðvar sinar. Til Guerth kom hann frá London.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.