Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. desember 1975. TÍMINN 3 Skemmdirnar á varðskipinu eru mjög mikiar, eins og þessi mynd ber með sér, og sýnir hún þó ekki nema hiuta skemmdanna. Fjærst á myndinni má sjá varðskipið Ægi sigla út á leið á miðin. Tímamynd: Róbert Helgi Hallvarðsson skipherra: Hef báðar byssur til reiðu, ef Bretarnir bekkjast aftur við mig Gylfi veitingamaður í Skrínunni: Vann mál fyrir Hæsta- rétti á fimmtudag og lögbannsúrskurð honum í vil á laugardag Ekki bein tengsl milli innstæðu Happ- drættis mannsins Eftirfarandi fréttatilkynning hef- ur Timanum borizt frá stjórn Happdrættis Háskóla Isiands. í umræðum fjölmiðla undan- farna daga um málefni Alþýðu- bankans h.f. hefur þvi itrekað verið haldið fram, að Happdrætti Háskóla íslands tengdist máli þessu og hefur þá stundum verið látið liggja að þvi, að Happ- drættið væri meðal skuldunauta Alþýðubankans h.f. Stjórn Happdrættis Háskóla Is- lands þykir af þessum sökum rétt að taka fram eftirfarandi. 1. Happdrætti Háskóla íslands skuldar ekki neinni lánastofnun nú frekar en endranær. 2. Fé það, sem Happdrættið hefur undir höndum á hverjum tíma, er að sjálfsögðu varðveitt i bankareikningum þar til það er greitt út i vinninga eða þvi ráð- stafað til framkvæmda Háskóla fslands. Meginhluti þessa fjár er nú geymdur i fjórum bönkum, þ.á m. Alþýðubankanum h.f., en mest fé er i Landsbanka Islands. 3. Hinn 10. þ.m. ritaði stjórn Happdrættis Háskóla íslands bréf til bankaráðs Alþýðubankans h.f. og óskaði eftir upplýsingum um það, hvort og þá hvernig Happ- drætti Háskóla Islands tengdist útlánastarfsemi bankans. 1 svari bankaráðsins 15. þ.m. kemur fram, að Happdrættið hafi um nokkurt árabil verið innstæðueig- andi i Alþýðubankanum h.f. Hafi þar verið um heilbrigð innláns- viðskipti að ræða og sé Happ- drættið ekki skuldskeytt bankan- um né innstæður þess veðbundn- ar. Þá segir enn fremur i bréfinu, að bein tengsl liggi ekki fyrir milli innstæðna Happdrættisins og skuldskeytingar forstöðumanns Happdrættisins við bankann. 4. Að beiðni stjórnar Happ- drættisins kannaði annar endur- skoðenda þess, Atli Hauksson, löggiltur endurskoðandi, banka- innstæður stofnunarinnar hinn 10. þ.m. Slikar athuganir hafa áður verið gerðar. Nú sem fyrr reynd- ust bankainnstæður samkvæmt bókhaldi Happdrættisins vera fyrir hendi i viðskiptabönkum. Stjórn Happdrættis Háskóla Is- lands hefur auðvitað engin af- skipti haft af útlánum Alþýðu- bankans h.f. beint né óbeint og þykir miður að nafn stofnunar- innar sé tengt þeim svo sem gert hefur verið. BH—Reykjavík. — Allt útlit er fyrir, að Kjarvaisstaðadeilan leysist á morgun, en þá munu bæði borgarráð og borgarstjórn fjalla um tillögur nefndar, sem undanfarið hefur unnið að lausn þessa máls. Timinn fékk þær upp- lýsingar hjá skrifstofu borgar- stjóra i gær, að störf nefndarinn- ar væru trúnaðarmál, þangað til um þau hefði verið fjallað af borgarstjórn. Lausn þessa viðkvæma máls mún þó verða á þann veg, að sér- stakt listráð fari með umráð vest- ursalarins, og listrænn ráðunaut- ur verði ráðinn að Kjarvalsstöö- Gsal-Reykjavik — Ég væri ekki i þessu starfi, ef ég væri hræddur, sagði Helgi Hallvarðsson, skip- herra á varpskipinu Þór á fundi með innlendum og erlendum blaðamönnum um borð i varð- skipinu I gær, skömmu eftir að skipið lagðist að Ægisgarði i Reykjavik — og svaraði þannig spurningu brezks fréttamanns, sem spurði hvort ótti hefði ekki gripuð um sig meðal varðskips- manna eftir ásiglinguna i fyrri viku. — Ég vildi að ég væri með frei- gátu, þvi að þá gætum við skorið á togvira fimm brezkra togara á fimm minútum, sagði Helgi og brosti. Timinn innti Helga eftir þvi, hvort hann viðurkenndi að hafa gengið i gildru, er atburðirnir áttusér stað i mynni Seyðisfjarð- ar, en eins og Timinn greindi frá i gær, voru brezkir fjölmiðlar þeirrar skoðunar i fréttum um at- burðinn. — Helgi sagðist viður- kenna það, svo fremi að dráttar- bátarnir hefðu fyrirfram verið um. Verði Listráðið skipað sjö mönnum, þrem fulltrúum Reykjavikurborgar, þrem full- trúum Félags islenzkra myndlist- armanna, og Bandalag íslenzkra listamanna skipi oddamann ráðs- ins, en hann verði háður sam- þykki borgarráðs. Listráðið kýs sér formann og varaformann. Borgarráðsfundurinn fjallar að likindum eingöngu um Kjarvals- staðamálið og verður haldinn rétt fyrir borgarstjórnarfundinn, sem hefst að venju kl. fimm, og eru allmörg mál þar til umræðu. Um kvöldið munu svo mynd- listarmenn fjalla um málið á fundi sin á milli. búnir að ákveða að gera árás á varðskipið og vart væri hægt að ætla annað en þetta hefði verið fyrirsát af þeirra hálfu. — Ég Framhald á 16. siðu. Snarpir skjálftar i Grímsey BH—Reykjavik. — Tveir all- snarpir jarðskjálftakippir fund- ust i Grimsey i fyrrinótt og i gær- morgun. Sá fyrri kom um fjögur- leytið og mældist 4.6 stig á Richt- er-kvarða en sá siðari um 10-leyt- ið i gærmorgun og reyndist hann vera 4.8 stig. Kvaðst Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðing- ur, álita kippina hafa átt upptök sin um 10 kilómetra i norður frá Grimsey. Ekki kvað Ragnar þessa kippi hafa verið eins snarpa og þá, sem gengu yfir Borgarfjörð i fyrra, en Grimseyingar hefðu fundið tals- vert fyrir þeim sökum nálægðar- innar. Jarðskjálftamælirinn I Grímsey, sem er pennariti, skemmdist við hnykkinn. Orsakir þessa eru eðlilegar á þessu svæði, sagði Ragnar, og þarna má búast við nokkrum kippum á ári. Þarna i námunda við Grimsey • er misgengissvæði. I suðaustur af eynni og norðvestur af henni urðu miklir jarðskjálftakippir ár- ið 1969, og segja sérfræðingar slika kippi koma þegar mis- gengissvæði er að losa sig við •spennu. Oó-Reykjavik. Gylfi Guðmunds- son, veitingamaður i' Skrinunni hefur staðið i störræðum undan- farið, — fyrir utan að stofna veit- ingahús. Eins ogsagt er frá á öðr- um stað i blaðinu, var lögbanns- beiðni hans um starfsemi heild- verzlunar i húsi hans i Kópavogi staðfest hjá fógeta, og jafnframt vann hann mál fyrir Hæstarétti, sem hann var áður búinn að tapa i undirrétti. Hér er um að ræða mál, sem hann höfðaði gegn Eim- skip, en á sinum tima brann bú- slóð hans öll og persónulegar eig- ur fjölskyldu hans i Borgarskála árið 1967. Gylfi var nýfluttur búferlum frá Sviþjóð, erbruninn varð. Kom búslóðhans með Eimskipafélags- skipi til landsins og var sett i vöruskálann. Sama dag og bú- slóðin kom bað Gylfi um leyfi til að taka eigur sinar við skipshlið. Þvi var hafnað. Næsta dag fékk Oó-Reykjavik. Lögbann var lagt á starfsemi heildverzlunar i hús- inu nr. 3 við Hátröð i Kópavogi s.l. laugardag. Lögbannsbeiðandi lagði fram 200 þúsund króna tryggingu. Verður hann nú að höfða staðfestingarmál innan viku frá lögbannsúrskurðinum. Kemur málið þá aftur fyrir dóm- stól og leggja báðir aðilar fram sin gögn. Eins og skýrt var frá i Timan- um s.l. fimmtudag eiga tveir aðil- ar fyrrnefnda húseign, sem er byggð og skráð sem ibúðarhús. A efri hæðinni býr Gylfi Guðmunds- son, og taldi hann sig og fjöl- skyldu sina verða fyrir verulegu Gsal—Reykjavik. — í gær töld- ust brezku togararnir við landið alls sautján, að sögn Jóns Magnússonar, talsmanns Land- helgisgæzlunnar. TF-Sýr fór í iskönnunarflug I gær fyrir Vest- fjörðum og einnig flaug hún yfir Austfjarðam iðum, þar sem bæði Islenzkir og brezkir togar- ar halda sig. Tiðindalaust var á miðunum. Eftir þvi sem næst verður komizt eru freigáturnar allar á miðunum enn, þrátt fyrir að stór hluti brezka togaraflotans hafi haldið heim. Dráttarbát- arnir Lloydsman og Star Aquarius eru þó farnir af mið- unum, en sem kunnugt er sigldu hann farmskirteini og reikning fyrir flutningskostnaði. Þegar hann ætlaði að ná i búslóð sina var honum sagt að þær hefðu brunnið i Borgarskála. Þar sem Eimskipafélagið taldi sig ekki skaðabótaskylt höfðaði Gylfi mál vegna tjónsins. Var Eimskip sýknað i héraðsdómi, en i dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp 11. des. s.l. þar sem Gylfa voru dæmdar bætur fyrir tjóniö. Málskostnaður var greiddur úr rikissjóði. Gylfi sagði blaðinu, að ekki hafi verið neitt ákvarðað um hve tjón hans var mikið, en væntanlega mun hlutlaus aðili skera úr þvi. Nokkrir aðrir aðilar, sem urðu fyrir tjóni, er Borgarskáli brann, hafa krafizt skaðabóta og lagt mál sin fyrir dómstóla, en úr- skurður einatt verið á þann veg að Eimskipafélagið hefur ekki verið talið skaðabótaskylt. ónæði vegna starfsemi heild- verzlunarinnar G. Pálsson & Co, sem starfrækt er á neðri hæðinni. Felst starfsemi heildverzlunar- innar m.a. I þvi, að pakka krydd- vöru i súiásöluumbúðir. Taldi gerðarbeiðandi, að auk þess ónæðis, sem stafaði af umsvifum heildverzlunarinnar, fengi hann og fjölskylda sin fullmikinn skammt af kryddinu upp i ibúð sina. Þrátt fyrir itrekaðar til- raunir til að fá stöðvaðan at- vinnurekstur i húsinu gerðu bæjaryfirvöld i Kópavogi ekkert raunhæft i málinu og var þvi leit- að til fógeta til að stöðva starf- semina. þessir tveir dráttarbátar á varðskipiö Þór i mynni Seyðis- fjarðar i fyrri viku. Geta má þess, að áhafnir brezku dráttar bátanna eru einkum spænskar og griskar, og aðeins yfirmenn- irnir Bretar. Landhelgisgæzlan hefur nú i samráði við stjórnvöld ákveðið að leyfa fréttamönnum að vera um borð i varðskipunum. Fyrstu fréttamennirnir héldu út meö varðskipinu Ægi i gær, og voru það fréttamenn frá Rikis- útvarpinu og brezku fréttastof- unni BBC. Að sögn Jóns Magnússonar talsmanns Gæzl- unnar, hefur Landhelgisgæzlan verið með þetta mál i undirbún- ingi siðustu fjórtán daga. KJ ARVALSST AÐA- DEILAN LEYST? ..... Wv Þannig kom snarpari kppurinn I Grimsey fram á jarðskjálftamælum í Reykjavik. Timamynd Róbert. FYRSTU FRÉTTAM ENNIRNIR ÚT MEÐ ÆGI í GÆR — Lloydsman og Star Aquarius farnir af miðunum Lögbann sett d atvinnurekstur í íbúðarhúsi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.