Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 17. desember 1975. Unga fólkið, félagslífið og skattarnir Þegar ungt fólk úti á landi er spurt að þvi, hvernig félagslif sé í þess heimabyggð, er svarið yfirleitt alltaf það sama lélegt. Það er að segja lélegt á vetr- um, en ágætt á sumrin. Og þetta er ein af ástæðun- um fyrir þvi, að allt of mikið af ungu fólki fíytur burt úr sinni heimabyggð á haustin, flýgur þangað sem meiri glaumur og gleði rikir, likt og far- fuglarnir fljúga til heitari landa. Að visu fer margt af þessu fólki til að afla sér menntunar, sem ekki er hægt að fá heima fyrir, en margt af þvi fer einnig burt til þess að vera þar, sem meira félagslif er. Er félagslif úti á landsbyggðinni þá svona miklu lélegra yfir vetrarmánuðina heldur en á sumrin? Nei, þegar allt kemur til alls, er mun meira félagslif á veturna. Þá er starfsemi ýmissa félaga og klúbba mjög blómleg, og i raun ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hins vegar er mun minna um einn þátt félagslifsins, þ.e. miklu færri dansleikir eru haldnir. Og þar komum við að stóra punktinum. Staðreyndin er sú, að það félagslif, sem fjöldi ungs fólk getur ekki verið án, eru dansleikir. Það verður að komast út til að dansa, og blanda þannig geði við vini og kunningja. Ástæðurnar fyrir þvi, að ekki er meira um dans- leiki út á landi á veturna, eru einkum þrjár: í fyrsta lagi er þá færra fólk til að sækja þá, og þvi erfitt að láta þá bera sig fjárhagslega. I öðru lagi er þá oft erfitt að fá hljómsveitir, aðal- lega vegna óöruggra samgangna. í þriðja lagi leiða erfiðar samgöngur það af sér, að á hvern dansleik, sem haldinn er kemst eingöngu fólk af mjög takmörkuðu svæði. Á þessu sést, að til að auðvelda þeim aðilum, sem vilja halda uppi fjölbreyttara félagslifi, og þar með freista þess að halda fleira ungu fólki heima yfir vetrarmánuðina, þarf einkum að gera tvennt. Annars vegar þarf að bæta samgöngukerfið og hins vegar að gera þessum aðilum fjárhagslega kleift að halda dansleiki. Um fyrra atriðið verður ekki fjallað hér, en drepið á hinn háttinn. Það er dýrt að halda ball. Það þarf að kaupa hljómsveit, leigja hús og sitthvað fleira. Og til þess að fyrirtækið beri sig, þarf að selja mjög dýrt inn i húsið. Það er orðið algengt, að aðgangur að dansleik úti á landi kosti 1000 kr, og jafnvel meira. Á sama tima er algengast að selt sé inn i danshús i Reykjavík fyrir 150 .kr. Þetta er gifurlegur munur. En hvað gerir rikissjóður til að auðvelda aðilum úti á landi að halda dansleiki? Ekkert, sem i sjálfu sér væri alveg i lagi, ef hann sleppti þvi að skattleggja þá jafn gifurlega og gert er. Það þarf að greiða söluskatt af öllum seldum aðgöngumiðum á dansleiki — 20% söluskatt. Úti á landi greiðir fólk þvi meira i söluskattinn einan, ef það fer á dansleik, heldur en sem nemur aðgangs- eyrinum að danshúsi i Reykjavik. í könnun, sem gerð var á vegum fjórðungssam- bands Norðurlands á sl. vetri, kom þetta atriði mjög vel fram. M.a. kom þar fram, að Ungmennasam- band Austur-Húnvetninga aflar rikissjóði tekna sem skipta hundruðum þúsunda ár hvert. Aðallega er það með dansleikjahaldi, og aflar sambandið rikissjóði mun meiri tekna en allur styrkur rikisins til alls iþrótta- og æskulýðs starfs i héraðinu er. Þetta er atriði, sem ráða verður bót á. Það er ekki endalaust hægt að skattleggja þá, sem úti á landi búa. Það verður að beita raunhæfum aðgerðum til þess að jafna aðstöðumuninn milli þeirra sem búa úti á landi, og hinna, sem byggja höfuðborgina. MÓ. Aðalfundur FUF í Austur-Húnavatnssýslu: Enga undanlátssemi í samningum um fiskveiðar annarra þjóða — Blönduvirkjun til hagsbóta fyrir kjördæmið AÐALFUNDUR FUF i Austur- Húnavatnssýslu var haldinn 17. nóv. að Hótel Blönduósi, Fundinn setti formaður félagsins, Magnús Ólafsson, og gerði hann grein fyrir störfum félagsins á siðasta ári. Einnig kynnti hann mjög it- arlega starfsemi SUF. Á fundin- um kom fram mikill áhugi á orkumálum, og var gerð eftirfar- andi ályktun: Aðalfundur FUF i Austur- Húnavatnssýslu lýsir ánægju sinni með, að nú hilli undir að leystur verði sá mikli orkuskort- ur, sem verið hefur á Norðurlandi vestra. Skorar fundurinn á þing- menn kjördæmisins og aðra ráða- menn að fylgja fast eftir áform- um um fyrirhugaða virkjun i Blöndu, enda verður virkjun i Blöndu til ómetanlegra hagsbóta fyrir kjördæmið. Jafnframt skor- ar fundurinn á ráðamenn að gera áætlun um uppbyggingu iðnfyrir- tækja, sem viðast um kjördæmið, til þess að nýta hina miklu orku, sem úr Blönduvirkjun fæst. Siðar urðu allmiklar umræður um landsmálin almennt. Land- helgismálið var þar mest rætt, og fyrirhugaðir samningár við er- lendar þjóðir. I lok umræðnanna var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einhljóða: Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við þá ákvörðun stjórn- valda að færa landhelgina út i 200 milur, og hvetur alla tslendinga til að standa fast saman um á- kvörðun þessa réttlætismáls. Fundurinn telur,-að hér sé um að ræða lifshagsmuni þjóðarinnar, sem beri að vernda, og telur, að með tilliti til nýútkominnar skýrslu hafrannsóknanefndar, sýni rikisstjórnin enga undanláts- semi i samningum við aðrar þjóð- ir. Fundurinn fordæmir einnig brot islenzkra fiskiskipa á reglu- gerðum um fiskveiðar. Formaður félagsins var kjörinn Björn Jónsson, Köldukinn, en aðrir i stjórn voru kjörnir: Valdi- mar Guðmannsson Bakkakoti, Jón Geir Jónatansson Blönduósi, Sigurður H. Ingþórsson Blönduósi og Kristján Jónsson Köldukinn. Nokkrir ungir framsóknarmenn á kjördæmisþingi framsóknarmanna I Norðurlandskjördæmi vestra sem haldið var i Miðgarði 22. nóv. sl. Islpi '■wMÍM: Kfl' ■■'Iá W fcjdm — 1» $ * i HB m ■ yfl ■ % ■ Aðalfundur FUF í Skagafirði: Herstöðinni á Keflavíkurflug- velli á að loka, ef NATO kemur ekki í veg fyrir brezkt ofbeldi skattbyrðinni verður að jafna réttlátar á þegnana en nú tíðkasf AÐALFUNDUR Félags ungra framsóknarmanna i Skagafirði var haldinn 20. nóv. sl. Gunnlaug- ur Steingrimsson, Hofsósi setti fundinn og stjórnaði honum, A fundinum ræddu fundarmenn bæði héraðsmál og landsmál, og þar voru samþykktar itarlegar á- lyktanir, sem verða hér birtar. Aðalfundur FUF i Skagafirði fagnar útfærslu landhelginnar i 200 milur, og vonar að rikisstjórn- in fylgi útfærslunni eftir af festu og öryggi með þvi að gæta allrar varúðar i samningum við erlend- ar þjóðir um veiðiheimildir innan landhelginnar, ef nauðsynlegir reynast, og bendir þar á ný út- komna skýrslu Haírannsókna- stofnunarinnar um minnkandi fiskigengd á Islandsmiðum og há- marksafla, er ætti að miðast við 265 þús. tn. Fundurinn telur, að allir samningar, sem kunni að vera gerðir við útlendinga, feli i sér takmörkun á veiðum Islend- inga sjálfra i eigin landhelgi. Einnig ályktanfundurinn að bregðast skuli hart við, ef Bretar gera alvöru úr hótun sinni um að senda herskip á íslandsmið og slita þá þegar stjórnmálasam- bandi við þá. Og einnig skuli loka herstöðinni á Keflavikurflugvelli ef NATO kemur ekki i veg fyrir slikt vopnað ofbeldi bandalags- þjóðar við smáþjóð. Fundurinn ályktar að brýna nauðsyn beri til að flýta fyrir virkjun á Norðurlandi vestra, og tryggja landshlutanum þannig næga orku áður en skapast al- gjört ófremdarástand i þessum málum. Fundurinn ályktar að stefna beri að þvi, að flýta fyrir upp- byggingu skólamannvirkja á Sauðárkróki, og hefja sem fyrst framkvæmdir við iðnskóla fyrir Norðurland vestra, svo fullkomin iðnfræðsla megi hefjast i kjör- dæminu sem fyrst. Fundurinn harmar, að ekki var unnt að halda áfram þeim áform- um, sem uppi voru i fyrri rikis- stjórn að láta herinn hverfa af landi burt, og krefst þess, að flýtt vprði fyrir aðskilnaði varnariiðs- ins og almennrar umferðar um Keflavikurflugvöll. Fundurinn fagnar þeim fram- kvæmdum, er átt hafa sér stað við flugvöllinn á Sauðárkróki, og skorar á þingmenn kjördæmisins að sjá til þess, að fé verði ekki skorið niður til þeirra fram- kvæmda á næsta ári, svo fullgera megi völlinn sem fyrst. Fundurinn lýsir yfir furðu sinni og vanþóknun á skrifum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra um landbúnaðarmál I Visi, og telur vitavert, að menn skulu reyna að rifa svo niður virðingu fyrir ein- um af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Fundurinn fagnar tilkomu hins nýja grunnskóla i Varmahlið i Skagafirði, og þakkar þingmönn- um kjördæmisins góðan og heilla- Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson og Pétur Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.