Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. desember 1975. TtMINN 11 EKKI FELLDUR VIÐ EINA FJÖL Jón Steffensen: Menning og meinsemdir. Ritgerðarsafn um mótunarsögu islenzkrar þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir. Sögufélagið gaf út. Isafoldarprentsmiðja hf. Sögufélagið hefur hér hlutazt til um að ritgerðir Jóns Steffen- sens prófessors birtist i bókar- formi. Kristján Eldjárn forseti skrif- ar nokkur inngangsorð um höf- undinn og verk hans. Það er eðlilegt þvi að ýmsar greinar Jóns hafa verið birtar i Arbók Fornleifafélagsins. Forsetinn bendir á það að Jón Steffensen hafi með elju og ástundun rækt bæði kennsluskyldu og skyldu visindamannsins. Sumar þessar ritgerðir fjalla um viðfangsefni sem læknir er sérfræðingur i. Svo er um bólu- sótt á tslandi, drepsóttir eins og Svartadaiiða og bláu móðuna, sem höfundur færir rök að að hafi verið lungnapest, heilbrigð- ismálá dögum fyrsta landlækn- isins og áhrif viðurværis og lifs kjara á likamsþroska. Aðrar liggja á mörkum sérfræði hans og á ég þar við ritgerðir um beinarannsóknir sem bæði lúta að heilbrigðismálum og al- mennri mannfræði. En svo eru lika ritgerðir sem eru utan við sérfræði læknisins og fjalla um uppruna íslend- inga, Eddukvæði o.s.frv. En vit- anlega kemur sérfræði og lifs- reynsla læknisins fram i þeim athugunum. A þessari miklu sérhæfingar- öld er ástæða til að nema staðar við þetta. Ekki er annað að sjá en Jón Steffensen sé fyllilega hlutgengur I umræðum á sviði þvi sem einkum myndi vera ætl- að norrænufræðingum. Og sumt i athugunum hans sýnir einmitt hve gagnlegt er að menn með fjölþætta lifsreynslu komi þar við sögu. Nú þarf ekki að eyða orðum að þvf að væru sérfræðingar einir færir um að tala um sina fræðigrein þá væru heldur ekki aðrir dómbærir á rök þeirra. Þá verða þeir að ræðast einir við. Mannfélagið skiptist þá i sér- hæfða hópa, lokaða þeim, sem ekki eru sérfræðingar. Slikt væri auðvitað gjörbreyting á is- lenzku þjóðfélagi — mikil breyt- ing og ill, sem við ættum ekki að kalla yfir okkur viljandi. Fyrstu ritgerðirnar i þessari bók eru um landnámsmenn, hvaðan þeir komu og hverjir þeir voru. Höfundur stendur frammi fyrir þvi að islenzk mannabein fom eru ólik norskum beinum og irskar sögur ræða um tvenna vikinga frá Norðurlöndum, dekkri og ljósari. Nú má segja að i þessum ritgerðum séu nokkrar endurtekningar. Skoð- anir höfundar mótast frá einni til annarrar. Þvi má segja, að eðlilegt hefði verið að vinna eina ritgerð upp úr þeim. En það er gaman að fá þær svona og geta séð hvernig höfundur finnur smám saman ný rök og fyllri skýringar. Hann finnur stuðning i Hrafnsmálum þar sem lýsing- in á herjunum i Hafursfjarðar- orrustu styður mál hans. Blóðflokkarannsóknir sýna að við séum skyldari Irum en Norðmönnum og Baskar muni Ný íþróttagrein á íslandi: Sex ísfirðingar kaupa svifflugdreka BH-Reykjavik. — Við erum hérna sex saman, sem höfum lagt drög að því að eignast almennilegan flugdreka, mjög vandaðan, tveggja manna með mikið svif- þol. Hann er framleiddur i Bret- landi og kostar 120-130 þúsund krónur. Verði okkur veitt nauð- synleg fyrirgreiðsla og gjald- eyrisleyfi, gerum við okkur vonir um að fá hann um áramótin. Þannig komst 25 ára tsfirðing- ur, Hálfdan Ingólfsson, að orði við Timann i gær, en Hálfdan er kunnur fyrir áhuga sinn á dreka- flugi, og flaug fyrr á þessu ári á heimasmiðuðum dreka. — Æ, það var ósköp litið hægt að fljúga á honum, og hann liggur fyrir sunnan núna. En þessi dreki, sem við fáum vonandi áður en lagt um liður, er auðveldur i meðförum og skemmtilegur, öruggur i flugi og kemur hingað samsettur og tilbúinn til flugs. Drekinn er um 20 kg. að þyngd, samsettur úr álrörum, sem á er strengt segl úr dacron. Til þess að komast á loft þarf hann að vera á 27 km hraða, miðað við loftið, en hraðann og áttina verður maður að hafa á tilfinningunni. Við inntum Hálfdán eftir þvi, á hvaða aldri þeir félagarnir væru. — Við erum allir á bezta aldri, sá yngsti 22 ára, sá elzti 45. Það er hann pabbi. Hann flaug á gamla drekanum minum út um allt. — Er þetta ekki glæfralegur leikur? — Nei, þetta er ekkert glæfra- legra en ólmastá mótorhjóli. Það er hægt að meiða sig á hverju sem er, ef menn fara glannalega og kunna ekki nógu vel á tækin. Drekaflug er ekki hættulegra en hvað annað, og þetta er geysilega gaman og nýtur vaxandi vinsælda um allan heim. vera af sama stofni. Hér er ekki tóm til að rekja hvernig Jón Steffensen skýrir þetta, en þessi útgáfa sýnir að Sögufélagið telur athuganir hans hafa gildi. Einna skemmtilegast finnst mér þegar Jón Steffensen fjall- ar um Eddukvæðin. Það eru sterk rök sem hann færir fyrir þvi að islenzkar bókmenntir hafi verið skráðar með rúna- letri, t.d. það að höfundur Egilssögu — sem flestir telji að sé Snorri Sturluson lætur Þor- gerði rista Sonatorrek á kefli eftir þvi sem Egill yrkir. Er trú- legt að Snorri hefði sagt þá sögu hefði hann trúáð þvi að engin gömul kvæði hefðu verið kráð með rúnum? Höfundur getur griskra læknisdóma og nefnir kristnar kreddur tilsvarandi. tJt frá þvi álytkar hann um Eddukvæðin á þann hátt að ekki er annað hægt en hugsa um þær skýringar. Harmsögur gátu haft hagnýta þýðingu i hversdagsli'finu: „Jörlum öllum/ óðal batni/ snótum öllum/ sorg að minni/ að þetta tregróf/ um talið væri”. Um þessa tilvitnun i Guðrún- arhvöt segir höfundur: „Hér er þess óskað að hugar- vil karla sem kvenna megi batna við að heyra þessa rauna- sögu — tregróf — og sá mun til- gangurinn með kvæðinu i þeim búningi, sem það er til vor kom- ið”. Mjög sannfærandi er skýring höfundar I sambandi við Sigur- drifumál, þar sem um er að ræða að „leysa kind frá konum” og orðalagið ,,og of liðu spenna” sé eins og hann segir „alveg hliðstætt við það, sem segir i lausn yfir jóðsjúkri konu: „skaltu taka þetta helga drott- ins rit og binda við hægra lær hennarfyrir ofan knéogskrifa á blað eða rista á kefli”.” Hér er ekki tóm til að endur- segja eða ræða um einstakar hugmyndir og ályktanir. En auk þess sem hér koma fram ýmsar merkilegar athuganir er ástæða til að dvelja við hvernig þetta er tilkomið. Læknir er tilkvaddur sem sérfræðingur að athuga forn og blásin bein. Og áður en varir er hann orðinn hlutgengur með fyrirmönnum sagnfræðinn- ar við að ráða þær gátur sem varða þessi gömlu bein. Og i glimunni við sagnfræðina les hann fornar bókmenntir og leggur þá m.a. dóm a hvernig Snorri Sturluson hafi skilið og misskilið gamlar visur. Það er fáum gefið að vinna visindastörf á borð við höfund þessarar bókar. En hann er sannur fulltrúi islenzkrar menningar á þann hátt að hann einskorðar sig ekki við þá vis- indagrein, sem hann er sérfræð- ingur i, heldur fer viðar. Og fjöldi manna, sem ekki kann neina sérfræði les þetta og metur hvað sé sennilegt og trú- legt i þessum kenningum. Meðan við fúskararnir höfum kjark til að gera það, eiga slikir visindamenn erindi við þjóðina og verður vel tekið. Ég trúi þvi að þeir séu margir sem hafi yndiafaðlesa þessar kenningar Jóns Steffensens og leggja sinn dóm á þær. H.Kr. Skíðafatnaður Glæsilegt úrval Atomic skíði Fischer skíði Spalding skíði Caber skór Skíðabindingar ALLT TIL SKÍÐAIÐKANA ■■MaaHaaae BBHH mURUUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.