Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 17. desember 1975. LÖGREGLUHA TARINN 94 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal * ekki einu sinni státaö af þvi aö bók haf i verið heitin eftir mér. — Já, en.. — Veizt þú hversu margir ösla lífið á enda án þess að bók sé heitin eftir þeim? — Hversu margir? — Milljónir. Þú átt með réttu að vera hreykinn. — Finnst þér það? — Auðvitað. Einhver tók sig til og nef ndi bók sína eftir þér. Þú ert orðinn FRÆGUR. — Er það? — Auðvitað. Frá og með þessari stundu og til endaloka heimsins mun fólk geta farið á hvaða bókasaf n heimsins sem er og séð naf nið þitt á bókarkápu. Hugsaðu um það, Meyer. Á BÓKARKÁPU. BÓKARTITILLINN MEYER MEYER. Chabrier sagði þetta af mikilfenglegum á- herzluþunga. Meyer sá hann í anda breiða úr sér við Við höfum flutt skrifstofur okkar að SUÐURLANDSBRAUT 6 6. HÆÐ Símanúmer okkar er nú 81444 ÍSLENZK ENDURTRYGGING marmaraskrif borð sitt. — Kæri Meyer, þú ættir að vera nær dauða en lífi af hrifningu. — Jæja, tautaði Meyer. — Ég öfunda þig, Meyer. Hreint út sagt þá öfunda ég þig, Meyer. — Ja hérna, svaraði Meyer.— Þakka þér fyrir. Þakka þér kærlega fyrir, Rollie. Ég meina það. Þakka þér kær- lega fyrir. — Minnstu ekki á það, svaraði Chabrier auðm júkur og skellti á. Meyer gekk inn á karlasalernið og leit hátíðlega á and- litsmynd sina i speglinum. Andy Parker kom með morgunblöðin inn á lögreglu- stöðina klukkan þrjú um nóttina. — Vilt þú sjá hversu slyngir við erum, sagði hann og skellti blaðahrúgunni á skrifborð Klings. Kling gaut augunum á forsíðuf réttirnar. — Hvað annað, sagði Parker. — Við hjuggum á þennan bölvaða f lækjuhnút. Það er enginn sem slær þessari lög- regludeild við, laxi. Ekki nokkur maður. Kling kinkaði kolli, önnum kafinn. — Nú geta allir andað rólega, sagði Parker. — Blöðin segja f rá ráðabrugginu og hvernig við greiddum úr allri f lækjunni. Ekkert hinna eitt hundrað fórnardýra þarf að hafa frekari áhyggjur. Allt vegna hinna hvassgreindu starfsmanna 87. lögregluumdæmisins.... Hann þagði andartak og sagði svo: — Ég þori að veðja að Genero fær stöðuhækkun út á þetta. Hann er nafngreindur í hverri fyrirsögn. Kling kinkaði kolli en sagði ekkert. Hann var að velta fyrir sér siðustu upplýsingum í DULARFULLA LÖG- REGLUSTÖÐVARMÁLINU. Eins og lesendur muna hurfu ýmsir munir af lögreglustöðinni rétt um það bil er málararnir luku störf um sínu,. Eftir öllum upplýsingum að dæma hafði rafmagnsviftan f undizt í veðlánarabúð i miðbænum. Eplagrænt fingrafar var á viftubotninum. — Hvernig í ósköpunum heldur þú að standi á því að... byrjaði hann að segja. En Parker var búinn að leggjast endilangur á legubekk bak við skrifborðið sitt. Hann hafði breitt eitt dagblaðanna yfir andlit sér og hraut með góðri samvizku. SÖGULOK. Miðvikudagur 17. desember 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kapiaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Sökudólgurinn Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 Ballett fyrir alla. Breskur fræðslumynda- flokkur. 3. þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Meðal efnis: Rannsóknir i fiskasálfræði, Fisksjá fyrir stangveiðimenn, Timbur soðið saman, Talað við tölvur. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.20 McCloud Bandariskur sakamálamyndaflokkur. 1 sviðsljósinu. Kristmann Eiðsson. 22.20 Styrjaldarhættan I Austurlöndum nær. Ný, sænsk heimildamynd um ástandið I þessum löndum. Meðal annars er viðtal við tvo leiðtoga Palestinu- skæruliða, Yassir Arafat og Basam Abul Sherif. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. (Nordvision- Sænska sjonvarpið) 22.50 Dagskrárlok. Miðvikudagur 17. desember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Til umhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (16) 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpsáaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren. 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frétaauki. Tilkynningar. 19.35 Úr atvinnulífinu. Rekstrarhagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. Kvöldvaka. a. Einsöngur. Guðrún Tómasdóttir syngur lög eftir Sigursvein D. Kristinsson. ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Fjárgötur og hjarðmanns spor Gunnar Valdimarsson les úr minningaþáttum Benedikts Gislasonar frá Hofteigi, siðari þáttur. c. A vængjum vildi ég berjast” Lilja S. Kristjánsdóttir frá Brautarhóli les frumort ljóð. d. Konur ganga milli landsfjorðunga. Sigriður Jenny Skagan segir frá. Séra Jón Skagan flytur. e. Kórsöngur. Karlakórinn Geysir syngur undir stjórn A Ingimundarsonar. 21.30 „Feðurnir”, saga eftir Martin A. Hansen. Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Kristján Jónsson les siðari hluta. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Dúó” eftir Willy Sörensen. Dagný Kristjáns- dóttir les þýðingu sina (2) 22.40 Nútinatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.