Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miövikudagur 17. desember 1975. 0 Brýn nauðsyn timinn heföi veriö of illa notaður. Þá gagnrýndi hann þaö, hve seint önnur umræða um fjárlög færi fram, og yröi þvi allt of skammur timi milli annarrar og þriöju um- ræöu, og lítill timi til aö skoöa málin nægilega vel. Sérstaklega væri þetta bagalegt, þar sem eftir væri aö afgreiöa marga liöi og mörg frumvörp tengd fjárlaga- frumvarpinu væru aö koma fram og jafnvel ekki komin fram. Kvaöst þingmaöurinn ekki muna eftir annarri eins máls- meöferö, nema ef vera kynni i fyrra. Þá sagöi þingmaöurinn aö ýmis erindi, sem send heföu veriö viö- komandi ráðuneytum fyrir löngu hefðu ekki verið sýnd nefndar- mönnum fyrr en 12. des. og væri þaö mikil óviröing viö þá, sem þessi erindi senda. Þá gagnrýndi hann þá stefnu stjórnarflokkanna aö skera sem mest niður fjárveitingar til hvers konar framkvæmda, en leggja al- gerlega á hilluna þá viöleitni, sem áöur heföi verið við höfð, að kanna leiöir til sparnaöar i rfkis- rekstrinum. Siöan minnti þingmaöurinn á afgreiöslu fjárlaga i fyrra og sagöi, að þá heföi nánast rikt upp- lausn. Undirbúningur fjárlaga- frumvarpsins heföi verið meö þeim hætti, aö eftir aö fjárlög heföu veriö afgreidd heföi upp- götvazt skekkja, sem nam 1.200 millj. kr. og heföu fjárlög þvi ver- iö afgreidd með reikningslegum greiösluhalla, sem nam 1070 millj. kr., en hann siöan oröiö miklu meiri i reynd, þegar i ljós kom hve tekjuáætlun frumvarps- ins var óraunhæf. Ræddi þingmaöurinn siöan um óstjómina I efnahagsmálunum og taldi hana mjög mikla, einkum i fjármálum rikisins. Nefndi hann mörg dæmi, sem hann taldi sanna sitt mál. Væri þvi brýnasta hagsmuna- mál launþega i landinu aö koma þessari rikisstjórn frá hiö fyrsta. Jón Ar- mann Héöins- son (A) taldi, að Alþingi hefði ekki ennþá mótaö þá stefnu, sem fjárlög ættu að byggj- ast á, og gagnrýndi hve seint öll mál væru á ferðinni. Rakti þingmaðurinn slöan nokkra málaflokka og skýröi frá þvi, að viökomandi ráöuneyti heföi gerttillögur um miklu hærri upphæöir, en gert væri ráö fyrir I frumvarpinu. T.d heföu tillögur heilbrigöisráöuneytisins um framlög til uppbyggingar sjúkrahúsa veriö 1.013 millj. kr. en i frumvarpinu er aöeins gert ráö fyrir 717 millj. kr. Svipaöa sögu væri aö segja af hafnar- framkvæmdum og fjármagn til iþróttamála væri i algeru lág- marki. Væri sér ekki grunlaust um aö iþróttahreyfingin útvegaöi rikissjóöi meiri tekjur með starf- semisinnien rlkissjóður leggöi til iþróttastarfsins. Marga fleiri málaflokka nefndi þingmaöurinn og taldi stefnu þessa fjárlagafrumvarps ranga, Herra- og drengja NÁTTFÖT Straufrítt bómullar- efni í 3 litum Herrastærðir: S, M, L, XL. Kr. 1.690 Drengjastærðir: 4-14 Kr. 1.300 þvi samneyzlan væri skorin niö- ur. Karvel Pálma- son (Sfv) talaði mjög i sama anda og aðrir þingmenn stjórnarand- stööunnar. Taldi hann vinnubrögðin viö afgreiðslu fjárlaga til mik- illar óviröingar og slzt til þess fallna aö auka veg Alþingis út á við. Sagöist þingmaöurinn geta tekiö undir öll orö framsögu- manns minnihlutans, og þaö eina sem hann gæti fundið aö oröum hans væri að hann heföi ekki verið nógu stórorður. Bætti þingmaður- inn siöan nokkuö úr þvi. Þá töluöu eftirtaldir þingmenn: Gils Guðmundsson (Ab), Svava Jakobsd. (Ab), Steingrimur Her- mannsson (F), Ragnar Arnalds (Ab), Garöar Sigurösson (Ab) og Stefán Jónsson (Ab). Mæltu margir þeirra fyrir breytingatillögum, sem þeir flytja viö frunvarpiö. Og eins og nærri má geta gat Karvel Pálma- son ekki stillt sig um aö taka aftur til máls. þegar blaðiö var aö fara i prentun um kl. 23,00 i gær- kvöld var fjármálaráöherra aö svara framkomnum fyrirspurn- um og athugasemdum. 0 Hef báðar... mun hins vegar hafa báöar byss- ur varðskipsins til reiðu, ef þeir reyna svona nokkuö aftur, sagöi hann. Brezku fréttamennirnir spuröu Helga óspart að þvi, hvernig varöskipsmenn ætluöu sér aö koma I veg fyrir ásiglinartilraun- ir dráttar- og herskipa. Helgi svaraði þvi einatt þannig, aö þaö yröi aö sjálfsögöu ekki gefiö upp, ensagöiþó, aöhannværi aðvelta fyrir sér nýju bragöi, sem þó væri ekki fullunnin hugmynd enn sem komiö væri. — Undir vissum aöstæðum get- um viö fært togara til hafnar. Það er vitleysa aö halda þvi fram, aö viö getum þaö ekki, sagöi Helgi, er brezku fréttamennirnir báru þá „brezku skoöun” undir hann, aö varöskipunum væri ekki fært aö taka brezkan togara. Bráðabirgðaviögerð fer nú fram á Þór, en haldiö veröur aft- ur á miöin á laugardag. Þór verö- 'ur vjö gæzlustörf um jólin. Sjóréttur vegna ásiglinga brezkra dráttarbáta á varöskipiö i fyrri viku veröur haldinn á miö- vikudag eöa fimmtudag. 0 Fíkniefni mun grammiö hafa verið selt á 100 krónur, þannig aö hassiö eitt er 2.7 milljón króna viröi. Þó má búast við þvi, aö veröiö fari hækkandi nú, er svo mikiö magn hefur veriö tekiö úr umferö. Um verömæti efnisins i dökkleitu plötunni er aö sjálfáögöu ómögulegt aö geta, fyrr en ljóst er, hvaöa efni er um aöræöa,en jafnvel þótt verömæti þess sé aöeins svipaö og hassins, þá hefur hér veriö gerö tilraun til aö smygla fikniefnum aö sölu- verömæti fjórar milljónir króna — lágmark — inn I landiö. sml. 300 gráöur frá Blakk, 27 sml. NV frá Baröa, 15 sml. NV frá Kögri og 29 sml. N af Horni. Stak- ir jakar voru viða innan við Is- brúnina. Megin Isbrúnin, 7-9/10 aö þétt- leika en 295 gráöur 64 sml. frá Bjargtöngum, 47 sml. NV af Blakk, 305 gráöur 37 sml. frá Barða, 297 gráöur 28 sml. frá Straumnesi og 37 sml. N af Horni. Aö sögn Páls Bergþórssonar veðurfræöings er búizt viö aö Is- inn lóni heldur frá landinu á næst- unni, enda ekki von á vestlægri átt. 54 þúsund endurskinsmerki seld: Endurskinsmerki eru nauðsyn í skammdeginu Frá þvi 1. október hefur Umferöarráö dreift til sölu 54 þúsund endurskinsmerkjum, sem er svipaöur fjöldi og ráöiö dreiföi allt áriö i fyrra. Takmark Umferöarráös aö þessu sinni var aö selja 60 þúsund merki og nálg- ast nú óöum sá timi aö þessu markmiöi hafi veriö náö. Þaö jafngildir þvi aö tæplega fjóröi hver Islendingur hafi keypt endurskinsmerki. Þessa miklu sölu má e.t.v. þakka auknum skilningi almennings á þessu þýðingarmikla öryggismáli I um- feröinni, en þrátt fyrir þaö vantar mikið upp á að fulloröiö fólk noti endurskinsmerkin. 1 haust hafa 17 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög keypt merki fyrir viöskiptavini sina og starfsfólk. Má þar t.d. nefna Starfsmannafélag rlkisstofn- ana, sem keypti slik merki fyrir alla sina félagsmenn. Umferöarráö vill itreka þá staöreynd, aö endurskinsmerki er ekki siöur nauösynlegt fullorðnu fólki en börnum og unglingum, þvi aö fullorönir eru mun meira i umferöinni I skammdeginu. Nokkuö hefur boriö á þvi aö fólk beri endurskinsmerkin ekki rétt. Margir hengja þau aöeins aftan á bak yfirhafna sinna og er slikt ekki nægilegt. Endurskinsmerki þurfa aö vera neöarlega á fllkum og þá bæöi aftan og framan, eöa hægra megin niöur meö siöunum, Gott ráö fyrir fulloröna er aö næla merkjunum i vasana á kápum og frökkum. Þá er auövelt aö stinga þeim I vasana þegar þeirra er ekki þörf en láta þau siöan hanga niöur meö siöunum þegar veriö er á ferö i myrkri og slæmu skyggni. Endurskinsmerkin fást i mjólkurbúðum á sölusvæöi Mjólkursamsölunnar og i kaup- félögum um land allt. Framsóknarfélag Kjósarsýslu: Veigamikill ófangi Aöalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu, haldinn aö Fólk- vangi Kjalarnesi miövikudaginn 3. desember 1975, samþykkti eftirfarandi ályktun: Aöalfundurinn harmar vopnaöa innrás brezkra herskipa inn I is- lenzka landhelgi. Aöalfundurinn fagnar sam- komulagi rikisstjórnarinnar viö Sambandslýöveldiö Þýzkaland um takmarkaöar veiöiheimildir fyrir Isfisktogara á Islandsmiö- um. Enda þótt lokatakmarkiö sé aö sjálfsögöu, aö öll erlend veiöiskip veröi útilokuö frá 200 sjómilna svæöinu, telur fundurinn, aö eftir atvikum sé hér um aö ræöa veiga- mikinn áfanga á þeirri leiö. Jafnframt leggur fúndurinn áherzlu á, aö tslendingar sjálfir gæti þess vandlega aö viföa nauö- synlegar friöunaraögeröir. Fundurinn þakkar sendinefnd Islands á hafréttarráöstefnu Sameinuöu þjóöanna fyrir ötulan framgang I þessu mikla vel- feröarmáli tslendinga. Einnig sendir fundurinn starfs- mönnum Landhelgisgæzlunnar beztu þakkir fyrir frábærstörf viö gæzlu á hafi úti. , Sovézkir gestir í Þjóðleikhúsinu Að undanförnu hefur veriö hér á vegum Þjóðleikhússins einn fremsti leikmyndateiknari Sovét- rikjanna, David Borovsky. Hann hefur veriö að vinna að undirbún- ingi aö sýningu á leikriti Gorkis NATTBÓLIÐ eða t DJÚPINU, sem sýnt veröur i Þjóðleikhúsinu á útmánuðum og hann teiknar leikmyndir og búninga fyrir. David Borovsky er aðalleik- myndateiknari viö Taganka-leik- húsiö i Moskvu, en sýningar þess leikhúss hafa vakiö heimsathygli undanfarin 4-5 ár, og er þetta leikhús almennt taliö eitt hiö bezta i Sovétrikjunum. Borovsky hefur gert leikmyndir við ýmsar frægustu sýningarnar einsog t.d. Hamlet i uppfærslu Juri Ljubi- mows. Leikstjórn Náttbólsins veröur i höndum annars Rússa, Victors Strizkovs, en hann er einkum þekktur fyrir túlkanir á verkum Gorkis. Strizkov er væntanlegur hingaö um hátiöarnar og hefjast æfingar milli jóla og nýárs. Ymsir þekktustu leikarar Þjóö- leikhússins fara með hin sögu- frægu hlutverk I þessu leikriti, þeirra á meöal Valur Gislason, en hann á 50 ár leikafmæli i vor. Jólabækurnar BIBLÍAN stærriog minni útgáfa, vandað, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin I vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást I bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ISL. BIBLÍUFÉLAG (©ubbranbstistofu Hallgrlmskirkja Reykjavlk slmi 17805 opió 3-5 e.h. Jólagjöfín sem allir reikna með er vasatalva frá Texas Instruments með Minni, Konstant og Prósentu og árs ábyrgð TM250 7.130 Texas Instruments vasatölvur TI-1200 án minnis 5.775. ÞÖRS SlMI QIBOO'AnrVlÚLAII

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.