Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.12.1975, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 17. desember 1975. METSÖUJBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI t SIS-FOIHJll SUNDAHÖFN fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Orkuráðstefnan: Olfulækkun aðalmálið Reuter/Paris. Orku- og hráefna- ráöstefnan hófst i gær f Parfs meö setningarræöu Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseta. Henry Kissinger, utanrikis- ráöherra Bandaríkjanna var meöai fyrstu ræðumanna á fundinum i gær, og hvatti hann eindregiö til þess i ræöu sinni aö oiiuverö yröi lækkað. Kvaö hann oliuverðslækkun myndu flýta fyrir efnahagslegum bata I heiminum, og ættu oliufram- leiðsluriki ekki siöur aö hagnast á þvi. Óttazt var að ræða Kissingers kynni að valda deilum á ráðstefn- unni, en svo reyndist ekki, a.m.k. ekki i fyrstu. Hann bauð oliuriku þjóðunum til nánara samstarfs um að bæta efnahag rikja heims, þar sem það væri ekki á valdi iðnaðarrikjanna einna að tryggja slikan bata. Mariano Rumor, utanrikis- ráðherra Italiu, tilkynnti fyrir hönd EBE rikjanna niu, sem hafa sameiginlega sendinefnd á ráð- stefnunni, að EBE rikin ætluðu sér ekki að skorast undan að veita hjálp við að byggja upp traustara efnahagskerfi i heiminum, m. a. mhð þvi að veita fjárhagsgróða þeim, sem rikin hlytu af efna- hagsbata til aðstoðar við þróunarlönd. Kína: Kang Sheng látinn Reuter Tokyo. Skýrt var frá þvi af opinberri hálfu i Peking I gær, að Kang Sheng, varafor- maöur kinverska kommúnista- flokksins heföi látizt i Peking þá um daginn. Kang, sem fæddist 1903, var einn af valdamestu mönnum kinverska alþýðulýð veldisins um langt skeið. Starfaöi hann einkum að öryggismálum rikis- ins. Innflutningshöft í Bretlandi — valda óánægju í EBE Reuter/Brííssel. Brezka stjórnin tilkynnti markaðsnefnd Efna- hagsbandalags Evrópu i gær, að hún hyggðist koma á takmörkun- um á innflutningi iðnaðarvarn- ings til Bretlands til þess að verja brezkan iðnað, sem mjög hefur átt i vök að verjast að undan- förnu. Er frétt þessi höfð eftir talsmönnum EBE i Briissel. Brezka stjórnin mun leggja fram á brezka þinginu i dag álits- gerð um það, hvernig innflutn- ingshöftunum verður beitt og til hverra vörutegunda þau eigi að taka. Ekki hefur verið tilkynnt um það af opinberri hálfu, hvaða iðn- varningur það verður, sem kemst á bannlista brezku stjórnarinnar, en fréttaskýrendur telja, að hér komi einkum til greina innflutn- ingurskófatnaðar, vefnaðarvörur og myndlampar i sjónvarpstæki, og er þetta haft eftir áreiðanleg- um heimildum. Hins vegar er tal- ið, að innflutningshöftin verði alls ekki eins viðtæk, og búizt var við I fyrstu. Brezka stjórnin verður að leita samþykkis Efnahagsbandalags- ins til allra aögerða af þessu tagi, og eru um það ákvæöi i sáttmála þeim, sem aðildarrlki bandalags- ins gangast undir, er þau gerast meðlimir í bandalaginu. Form- lega heimild veitir hins vegar ráðherranefnd bandaiagsins. Akvörðun þessi hefur mætt mikilli andspyrnu annarra aðildarrikja i bandalaginu, þar sem óttazt er, að önnur riki, jafnt innan bandalagsins sem utan kunni að 'gripa til svipaðra að- gerða. Suður-Vietnam: Stjórnvöld viður- kenna trúfrelsi Rólegtí Beirut í gær — öryggissveitir tóku við stjórn hótelbyggingana Reuter/Beirut. Lögreglan í Beirut tilkynnti I gær, aö skæru- liöar deiluaöiia heföu nií yfir- gefiö hótelbyggingar þær, sem bardagarnir aö undanförnu hafa snúizt um. t nýgeröu vopnahiéssamkomuiagi, hinu 16. á þremur mánuöum, voru ákvæöi, sem skylduöu deilu- aöila til aö iáta yfirvöldum hótelbyggingarnar i té. Hægrisinnaðir falangistar yfirgáfu Holiday Inn hótelið kl. 2 i gærdag og tóku öryggissveitir hersins við húsráðum. Litill Reuter/Saigon. Byltingarstjórnin nýja i Saigon viðurkennir trú- frelsi i Suður-Vietnam svo lengi sem það verður ekki notað I póli- tiskum tilgangi, að þvi er haft var eftir háttsettum embættismanni i Saigon i gær. Það var Ngjyen Ho, varafor- maður þjóðfrelsishreyfingarinn- ar (NLF), sem fullvissaði 23 kaþólska biskupa um þessa ákvörðun stjórnarinnar, en biskuparnir voru saman komnir I borginni til þess aö ræða vanda- mál kaþólskra i Suður-Vietnam. Ngjyen Ho sagði ennfremur, að sjálfstæði og sameining landsins hefði skapað hin ákjósanlegustu skilyrði til þess að trúarbrögðin i landinu gætu gegnt mikilvægu hlutverki i framtiðaruppbygg- ingu landsins. hópur falangista hafði dvalið i hótelinu yfir nóttina i öryggis- skyni, ef vopnahléð færi út um þúfur. Liðsmenn vinstrisinna höfðu stuttu áður yfirgefið tvær hótel- byggingar, sem þeir höfðu á valdi sinu, St. Georgs og Phoenicia. Þá yfirgáfu þeir og Murr-turninn, en það er risa- stórt fjölbýlishús, sem var i smiðum, þegar átökin brutust út, og þvi reyndist ekki unnt að ljúka byggingu þess. Úr fjöl- býlishúsinu stjórnuðu vinstri- sinnar fallbyssu- og eldflauga- árásum sinum á hægrisinna. öryggissveitirnar skýrðu svo frá i gær, að til nokkurra skot- bardaga hefði komið i hverfi kristinna manna i gær, en að öðru leyti hefði allt verið með kyrrum kjörum i borginni i gær. íbúar borgarinnar gátu óhrædd- ir gengiö um göturnar i sjávar- hverfinu, þar sem bardagarnir hafa geysað af hvað mestri hörku að undanförnu. Götuvigi i Beirút. Guillaume dæmdur í 13 óra fangelsi Reuter/Dusseldrof. Guenter Guillaume, fyrrum aöalsam- starfsmaöur Willy Brandts, var i gær fundinn sekur um iandráö og uppijóstran rikisleyndarmála fyrir rétti i Dússeldorf. GuiIIaume var njósnari Austur- Þjóöverja, en jafnframt ein helzta hjálparhönd Willy Brandts, fyrrverandi kanslara Vestur-Þýzkalands og haföi hann þvi greiöan aðgang aö öllum rikisleyndarmálum. Hann var dæmdur i 13 ára fangelsisvist. Willy Brandt neyddist til að segja af sér embætti kanslara, þcgar uppvist varö um njósna- starfsemi Guiliaume. Kona Guillaume, Christel, var einnig sek fundin , en fékk væg- ari dóm. Guillaume Nato leggur fram tilboð um afvopnun: HVER VERDA VIÐBRÖGÐ VARSJÁRBANDALAGSINS? Reuter/Vin. Natorikin lögöu formlega fram tilboö þess cfnis I gær, aö minnkað veröi i kjarn- orkuvopnabúnaði Bandarikja- manna I Vestur-Þýzkalandi meö þvi skilyröi, aö fækkaö veröi verulega I herafia Sovétmanna i Austur-Evrópu. Vestrænir embættismenn sögðu, að tilboðið, sem formlega var lagt fram á fundi 19 fulltrúa austurs og vesturs er haldinn er i Vinarborg, væri áhrifarikasta ráðiö, sem borið hefði verið fram til þess að binda endi á stöðnun þá, sem rikt hefur i af- vopnunarviðræðum austurs- og vesturveldanna i nærfellt 26 mánuði. Einstök atriði tilboðs vestur- veldanna hafa ekki verið birt, en háttsettir starfsmenn hjá Nato hafa ekki borið til baka fregnir þær, sem herma, að Bandarikja- stjórn fækki um 1000 kjarn- orkuvopn i kjarnorkuvopna- búnaði sinum i Vestur-Þýzka- landi, en samtals eiga Banda- rikjamenn þar 7,200 kjarnorku- vopn. Oleg Khlestov, leiðtogi sovézku sendinefndarinnar á Vinar- fundunum, mun á fimmtudaginn svara tilboði þessu af hálfu Var- sjárbandalagsríkjanna, en þá verður haldinn siðasti fundurinn áður en jólahlé tekur viö. Eins og kunnugt er af fréttum, hafa utanrikisráðherrar Varsjár- bandalagsrikjanna setið á fund- um i Moskvu að undanförnu, og telja fréttaskýrendur fullvist, að þeir hafi þar rætt framangreint tilboð Nato-rikjanna. Það var Stanley Resor, for- maður bandarisku nefndarinnar, sem lagði tilboðið fram á 35 minútna löngum fundi nefndar- manna, sem var hinn 89. siðan I október 1973. ATOK í VESTUR-SAHARA — Spánverjar undirbúa brottflutning sinn Reuter/Madrid. Fregnir hcrma, aö hersveitir frá Mauritaniu hafi gert umsátur um bæ einn i Vest- ur-Sahara, en að undanförnu hafa hörö átök átt sér staö milli her- sveita Pollsariu Front, sem nýtur stuðnings frá Alsir-stjórn og hersveita stjórnar Mauritaniu. Spænska fréttastofan Cifra skýrði svo frá i gær, að stórskota- liðfrá Mauritaniu hafi i fyrradag gert árás á bæinn La Guera, sem er suður af eyöimörkinni. Frétta- stofan bætti þvi við, að Mauritaniumenn hefðu gefið her- sveitum Polisario, sem halda til i borginni, 48 klukkustunda frest til þess að koma konum og börn- um á brott úr bænum, og rennur fresturinn út snemma i dag. Atta hundruð manna hersveit Polisario tók bæinn á sitt vald i siöasta mánuði, eftir að spænskar hersveitir yfirgáfu hann vegna ákvæða i samkomulagi stjórna Mauritaniu, Spánar og Marokko. Herma fregnir, að Polisarioliðið hafi lokað sig inni i fiskimjöls- verksmiðju i miöri borginni. Talið er, að Mauritaniu-menn hafi beðið meira mannfall i átökunum að undanförnu heldur en Polisario. Polisario, sem eins og fyrr segir nýtur stuðnings frá Alsir, hefur að undanförnu aukið mjög skæruhernað gegn nýju stjórninni i Vestur-Sahara, en i þeirri stjórn sitja fulltrúar frá Mauritaniu og Marokko. I siðustu viku skýrði Polisario svo frá, að hún hefði náð á sitt vald 3/4 Smara eftir hörð átök við hersveitir frá Marokko. Hin opinbera fréttastofa i Marokko hefur borið fréttina til baka. Þá segir Cifra fréttastofan einnig, að liðsmenn Polisario séu nú flestir farnir úr borginni E1 Aaiun til þess að heyja baráttu við nýju stjórnina i eyðimörkinni. Á meðan átök geika milli deiluaðila, heldur spænski herinn áfram brottflutningi sinum, en hinn 6. febrúar eiga vel flestar spænskar hersveitir að vera farnar frá landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.