Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 18. desember 1975. III II ll Færri og færri fæðingar Á onageraveiðum Leiöangur frá Mið-Asiudeild sovézka fyrirtækisins „Zoot- sentr”, sem stundar veiðar og sölu viltra dýra, er farinn til austur hluta Karakumeyði- merkurinnar. 1 fyrsta sinn i 40 ár hefur verið veitt leyfi til að veiða onagera, sem flytja á i dýragarða i Sovétrikjunum. Dýrategund þessi, sem er milli- stig milli hests og asna, var áður i stórum flokkum á stepp- um og eyðimörkum i Asiu, en i byrjun aldarinnar var nálega bilið að útrýma henni sökum rányrkju, þar sem skinnið var gott og kjötið, og menn trúðu að fita hennar hefði lækningamátt. Aöeins smáhópar voru eftir i Mið-Asiu. Sovétstjórnin lét koma upp stóru, friðuðu svæði i eyðimörkinni með þeim árangri að dýrastofninn hefur nú ti- faldazt. i Frakklandi Mikið ber á þvi að franskar fjöl- skyldur fari stööugt minnkandi, og fólk vill ekki eiga eins mörg börn nú og áður fyrr. NIu af hverjum tiu fjölskyldum segjast ekki vilja aö börnin verði fleiri en tvö eða þrjú. Ariö 1947 sýndi könnun, að sjö af hverjum tiu fjölskyldum óskuðu eftir tveim til þremur börnum. Meira en tvær af hverjum tiu sögðust vilja hafa börnin fjögur eða þaðan af fleiri, en slikar óskir fyrirfinnast ekki hjá einni af hverjum tiu fjölskyldum i dag að meðaltali. Fæðingartalan I Frakklandi fer stöðugt lækk- andi, en alltaf annað slagið hefur verið gerð skoðanakönnun þar i landi á þvi, hversu mörg börn fólk getur hugsað sér að eignast. Arið 1947 varð svarið 2.88. Arið 1965 var það 2.82 og 1967 var talan komin niður I 2.73. A siðasta ári þegar könnunin ★ var siðast gerð reyndist talan hafa lækkað til mikilla muna, og var orðin 2.58. Bændur óska sér fleiri barna heldur en borgarbú- ar, em munurinn er samt ekki mjög mikill þarna i milli. Meðaltalsfjöldinn, sem bændur vilja eiga er 2.72 börn. Fjölskyldur, sem eru sagðar velstæðar, svo sem kaupsýslu- menn, framkvæmdastjórar, og margir fleiri hafa lækkað óska- tölunar til muna, og mun hraðar heldur en aðrir hópar innan þjóðfélagsins. En samt vilja þeir eiga fleiri börn en flestir aðrir. A niu árum hefur óskatal- an lækkað úr 3.21 börnum I 2.65. Svo virðist sem stjórnmála- skoðanir hafi einhver áhrif á barnafjöldann, sem fólk telur æskilegan. Vinstrimenn vilja eiga 2.51 barn, en stuönings- menn frönsku stjórnarinnar 2.71. ★ Það er erfitt verk að skera flóðhesta upp! Flóðhesturinn „Tiny”, hafði veriö með meltingartruflanir i nokkra daga. Dýralæknirinn á- kvað, að bezt væri, að skera hann upp. En það var nú aldeilis ekki auðhlaupið að þvi. Fyrst þurfti að svæfa hann og siðan hifa hann með krana (hegra) upp i flutningabilinn, sem ók honum á sjúkrahúsið, og i upp- skurðarherberginu þurfti 10 menn til að koma honum i rétta stellingu. Sjálfur uppskurðurinn var ekkert vandamál, dr. Simons fjarlægði meinið og biðu menn siðan spenntir eftir þvi að Tiny vaknaði upp af svæfing- unni. 4 4 »w3, rtat <B

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.