Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 18. desember 1975. Vörugjaldið lækkað í áföngum á næsta ári: Vöruverði haldið niðri með auknum niðurgreiðslum A fundi neöri deildar i gær mælti Matthias A. Mathiescn fjármálaráíherra fyrir breytingartillögu um sérstakt timabundið vörugjald. Felur til- lagan þaö i sér, að i staö þess að 12% vörugjaldiö, sem giít hefur undanfariö, falli alveg niöur um áramótin, eins og fyrirhugaö var, lækki þaö I áföngum á árinu. Þannig veröur gjaldiö 10% fyrstu 8 mánuði ársins, en iækkar siöan niöur i 6% og gildir til áramóta 1976-’77. áætlað, að verja 700 millj. kr. til aukinnar niðurgreiðslu vöruverðs, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra I ræðu sinni sagöi fjármála- ráðherra, að á- ætlaöar tekjur af vörugjaldinu á næsta ári yrðu 2,2 milljarðir kr. Þá sagði hann, að dregið yrði úr lækkun niðurgreiðslna, eins og ráðgert hafði verið i fjárlagafrumvarp- inu. Sagði hann, að fjárveiting til niðurgreiðslu vöruverðs yrði 700 milljón kr. hærri en gert var ráð fyrir i upphaflegri gerð fjárlaga- frumvarpsins. „Þessi ákvörðun er nauðsynleg til þess að halda þeirri meginstefnu fjárlagafrum- varpsins, að það feli ekki i sér að- Fjdrlagafrumvarpið afgreitt til 3. umræðu Miklar annir eru nú á Alþingi eins og jafnan siðustu dagana fyrir jólaleyfi þingmanna. Fer að sjálfsögðu mestur timi i umræður um f j árla g a f r um v a rpið . Fjárlagafrumvarpið var i gær af- greitt til 3. umræðu. Breytingatil- lögur meirihluta fjárveitinga- neíndar voru allar samþykktar, en breytingatillögur minni- hlutans og einstakra þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna felld- ar. Siðdegis i gær voru fjögur frumvörp afgreidd sem lög frá r Alþingi. Frá efri deild var frum- varpum fjáröflun til Viðlagasjóðs vegna snjóflóðanna á Norðfirði afgreitt, en i neðri deild voru frumvörp um lækkun lögbund- inna framlaga á fjárlögum, frum- varp um tekjuskatt og eignaskatt og frumvarp um launaskatt af- greidd. VERÐUR SETT A FOT TEIKNISTOFA RÍKISINS? Tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins, þeir Páll Pétursson og Gunnlaugur Finnsson, vilja láta kanna hagkvæmni þess Tveir af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, þeir PáU Pétursson og Gunnlaugur Finns- son, hafa lagt fram þings- ályktunartillögu þess efnis, að könnuð verði hagkvæmni þess að koma á fót teiknistofu rikisins, sem m.a. yrði falin hönnun bygginga á vegum rikisins, svo sem sjúkrahúsa, skólamann- virkja, iþróttamannvirkja og annarra mannvirkja, er rikið kostar að miklum hluta. Heimild til erlendrar lóntöku verði hækkuð um 1100 millj. kr. 1 nefndaráliti meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar er lagt til, að heimild til erlendrar lántöku vegna opinberra fram- kvæmda á næsta ári, verði hækkuð úr 3.580 millj. i 4.610 millj. kr. Lá nsf j áráætlu n rikis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir heildarlántökum að fjárhæð 9.770 millj. kr. Þegar hefur verið leitað eftir heimildum i lögum fyrir allt að 5.160 millj. kr. Samkvæmt frumvarpinu og breytingartillögu við það er leitaö heimildar fyrir rikissjóö til erlendrar lántöku að fjár- hæð 4.610 millj. kr. Þessi fjárhæð sundurliðast þannig, að 990 millj. kr. eru ætlaðar til vörukaupalána, en 3.620 millj. kr. fyrst og fremst til raforku- framkvæmda, þ.á.m. að hluta til Kröfluvirkjunar og norður- linu. Siðar verður endanlega ákveðiö, hvernig erlenda láns- féð skiptist milli einstakra framkvæmda. t greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn: „Þegar fjárlög eru sett hverju sinni eru ákvarðaðar upphæðir til einstakra þátta i framkvæmdum á vegum rikisins. Þörfin er alltaf brýnfyrir mikið fjármagn,en það takmarkast af getu hverju sinni. Það er eðlilegt að ihuga hvernig fjármagnið nýtist sem best við hvert verkefni. Einn af fjárfrek- um þáttum eru opinberar bygg- ingar, svosem skólamannvirki og sjúkrahús. Það vekur athygli þegar kostnaðaráætlanir þessara framkvæmda eru athugaðar, hve hönnunarkostnaður ergeysilegur þáttur i heildarkostnaði.Ekki bætir það úr skák að hönnunar- kostnaður er reiknaður sem ákveðinn hundraðshluti mann- virkis. Sú aðferð virðist illa til þess fallin að itrustu hagsýni sé gætt við hönnunina, þannig að byggingarnar séu gerðar sem ódýrastar. Flestar þessar opinberu byggingar eru nú hannaðar af einkaaðilum. Við Islendingar eig- um marga listfenga arkitekta, hugvitssama verkfræðinga og hæfa tæknifræðinga, en sú þjónusta, sem rikið kaupir af þeim, er greidd með miklu fé. Þess vegna er eðlilegt að leitað sé leiða til þess að lækka hönnunar- kostnaðinn. Teiknistofnun landbúnaðarins (áður Teiknistofa land- húnaðarins) hefur verið rekin um langan aldur. Stofnunin hefur hannað langflestar byggingar i sveitum landsins og er óhætt að fullyrða, að hún hafi i megindráttum gegnt hlutverki sfnu mjög vel og sparað bændum marga milljónatugi með þvi að gerðir,sem valdi verðhækkunum, heldur hið gagnstæða”, sagði f járm álaráðherra. Fjármálaráðherra sagði enn- fremur, að þessi ráðstöfun styrkti stöðu rikissjóðs um 1500 milljónir kr. Þá rakti hann meginforsend- urnar fyrir þessari ákvörðun. Sagði hann, að þær væru tvær. í fyrsta lagi væri sýnt, að f járhags- staða rikissjóðs á þessu ári yrði mun erfiðari en áætlað hefði ver- ið á miðju árinu, þegar vöru- gjaldið var lagt á. Innheimtar tekjur rikissjóðs yrðu um 50 milljarðar kr., en útgjöldin f heild liklega 54-55 milljarðar, sem þýddi, að greiðsluhalli rikissjóðs yrði um 3,5 milljarðar kr. Rakti fjármálaráðherra helztu ástæður fyrir greiðsluhallanum, þ.á.m. kostnaðarhækkanir ýmiss konar og skuldbindingar vegna sjávar- útvegsins. Þá sagði Matthias A. Mathiesen fjármálaráðherra, að önnur meginástæða fyrir þvi, að ákveð- ið hefði verið að halda vörugjald- inu áfram að hluta, væri neikvæð þróun utanríkisviðskipta á árinu 1975. Viðskiptahallinn yrði meira en ætlað varð og gjaldeyrisstaðan þvi afar tæp. Olafur Jóhannesson viðskiptaráðherra: til Orkusjóðs hafa auk- ið möguleika hans — til að hraða jarðhitarannsóknum láta þeim i té góðar teikningar gegn vægu gjaldi. Vegna þess, hve sú stofnun er öflug, er mjög fátitt að bændur leiti til annarra aðila um hönnun mannvirkja. Húsnæðismálastofnun hefur lengi rekið teiknistofu, hún heitir nú tæknideild. Um þá starfsemi gildir hið sama og um Teiknistofnun landbúnaðarins, að hún hefur gegnt hlutverki sinu með prýði og fjöldi húsbyggjenda hefur fengið þar ódýrar og góðar teikningar sér til mikilla hags- bóta. Fyrr á árum var stofnsett embætti húameistara rikisins. Húsameistari rikisins mun um langt skeið hafa hannað mestan hluta opinberra bygginga, mjög margar þeirra með hinni mestu prýði, og mun þáttur þeirrar stofnunar hafa haft miögverulega þýðingu við það að nýta tak- markað fjármagn vel. Á siðari árum, og með fjölgandi verkefn- um á vegum rikisins hefur embætti húsameistara, en það starfar nú samkv. reglugerð nr. 259/1973, haftmeðhöndum minni hluta af hönnun opinberra bygginga en áður var, og hefur þó stofnunin talsverðu starfsliði á að skipa. Jafnframt hefur hluti hönnunar i heildarkostnaði opinberra bygginga aukist mjög. Þess vegna telja flm. nauðsyn- legt að athugað verði, hvort myndun nýrrar teiknistofu hugsanlega i einhverjum tengsl- um við embætti húsameistara rikisins væri ekki timabær — öflugrar stofnunar er gæti annað . hliðstæðu hlutverki og Teikni- stofnun landbúnaðarins og tæknideild Húsnæðismálastofn- unar.” Á fundi efri deildar i gær mælti Ólafur Jóhannesson við- skiptaráðherra fyrir frum- varpi úm ráðstafanir til að draga úr áhrifum oliuverðs- hækkana á hitunarkostnað ibúða og fl. Hér er um að ræða framlengingu um eins árs skeið á lögum um sama efni sem falla eiga úr gildi 29. febrúar n.k. Viðskiptaráð- herra sagði, að samkvæmt lög- unum, sem nú væru i gildi, væri gert ráð fyrir 1120 millj. kr. tekjum (hér er átt við tima- bilið 1. marz 1975 til 29. febr. 1976) og skipt- ust þær þannig, að 750 millj. kr. rynnu til einstaklinga, 55 millj. kr. til rafveitna og 315 millj. kr. til Orkusjóös. Þá sagði Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra m.a.: „Gera má ráð fyrir, að greiðslur til einstaklinga lækki nokkuðá næsta timabili vegna hitaveituframkvæmda I Kópa- vogi, Garðahreppi og Hafnar- firði. Ætla má að tekjur af þvi söluskattsstigi, sem lagt er á i þessu skyni, hækki nokkuð á næsta timabili, þannig að þær verði um kr. 1250 millj. Gera má ráð fyrir, að rúmlega helmingur þeirrar fjárhæðar renni til emstaklinga, en tæp- ur helmingur til rafveitna og þó aðallega til Orkusjóðs. A timabilinu marz til nóvember 1975 hefur oliu- styrkur til einstaklinga numið kr. 6.000.- eða kr. 2.000.- á hverju þriggja mánaða tima- bili og styrkur þá til þeirra, sem 11/2 styrks njóta kr. 9.000 og kr. 3000.1 desember 1975 til febrúar 1976 verður hann kr. 2.200 á mann og kr. 3.300 til "þeirra, sem 1 1/2 styrk hljóta. Greiðsla til rafveitna hefur frá upphafi numið kr. 5.33 á litra, af þeirri oliu, sem talið er að hafa verið notuð til fram- leiöslu rafmagns til upphitun- ar ibúöarhúsnæðis. Ekki er vafi á þvi, að greiðslurnar til Orkusjóðs hafa mjög aukið getu hans til þess að hraða jarðhitarannsóknum. Hefur Or-fcusjóður m.a. lánað sveitarfélögum og einstaklingum 60% af kostnaði þeirra vegna jarðhitaleitar með borunum og öðrum hætti. Tel ég rétt stefnt með þvi að efla starfsemi þessa, og hækk- un á oliustyrk til einstaklinga þýðir lægri greiðslur til jarð- hitarannsókna, sem hefur i för með sér tafir á þvi að losna viö oliuna sem orkugjafa.” Þungaskattur dísilbifreiða: AAikil lækkun frá fyrirhug- uðu gjaldi Eins og frá var skýrt i fréttum nýlega var lagt fram stjórnar- frumvarp um hækkun á þunga- skatti disilbifreiða fyrir innan 4 Lögum um almenningsbókasöfn breytt Menntamálaráðherra hefur lagtfram á Alþingi breytingartil- lögur um almenningsbókasöfn, þar sem kveðið er á um lág- marksfjárframlög sveitarfélaga til rekstrar almenningsbóka- safna. Tillögurnar eru svohljóð- andi: „Til bæjarbókasafns greiðir bæjarsjóður 1300 kr. á hvern ibúa kaupstaðarins. Til bæjar- og héraðsbókasafns greiðir bæjar- sjóður 1300 kr. á hvern ibúa kaup- staðarins. önnur sveitarfélög i umdæminu greiða 130 kr. á hvern ibúa og stendur sýslusjóður skil á þessari greiðslu. Til héraðsbókasafns greiðir sveitarsjóður þar sem safnið er 1300 kr, á hvern ibúa hrepps- félagsins. önnur sveitarfélög i umdæminu greiða til safnsins 130 kr. á hvern ibúa og stendur sýslu- sjóður skil á þessari greiðslu. Til hreppsbókasafnsins greiöir við- komandi hreppssjóður (hrepps- sjóðir) 1000 kr. á hvern ibúa hreppsins (hreppanna). Þessi lágmarksfjárframlög sveitarfélaganna skulu endur- skoðuð árlega og færð til samræmis við verðlag i landinu skv. útreikningum Hagstofu Is- lands.” Þá er gert ráð fyrir, að sveitar- félögin reisi bókhlöður og búi þær tækjum og húsbúnaði. Þá segir, að Menntamálaráðuneytið hafi yfirumsjón með almennings- bókasöfnum. lestir að eigin þyngd. Þar var gert ráð fyrir að þungaskatturinn yrði 126 þúsund krónur. Nú er komin fram breytingar- tillaga frá meirihluta fjárhags- og viðskiptadeildar um að gjaldið sé kr. 70 þúsund fyrir disilbifreiðar 2 lestir eða minni. Fyrir bifreiðar frá tveimur að fjórum lestum skai gjaldið hækka um 4 þúsund fyrir hver 200 kg. Hér er þvi um mikla lækkun að ræða frá fyrir- huguðu gjaldi. Sé ekið gegn gjaldi skal árgjaldið vera 30% hærra. Þá er i breytingartillögu minnihlutans ákvæði um, að ráðherra sé heim- ilt að hækka gjöld þessi i réttu hlutfalli við þá hækkun, sem verða kann á visitölu byggingar- kostnaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.