Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 18. desember 1975. Fimmtudagur 18. desember 1975. TÍMINN 11 I 111 KAMMERSVEIT REYKJA- VIKUR hélt 2. tónleika sina I Menntaskólanum við Hamra- hlið sunnudaginn 14. desember. A efnisskrá voru fjögur verk, eftirMouret (1682-1738), Handel (1685-1759), og J.S. Bach (1685-1750) og Pál P. Pálsson, stjórnanda sveitarinnar. Tón- leikarnir voru vel sóttir sem fyrr. Fyrst var flutt svita i fjórum þáttum eftir Jean Joseph Mou- ret, fyrir 2 trompeta, strengja- sveit, sembal, fagott og 2 óbó. Flutningur var mjög fagmann- legur. Svita þessi er fjörleg og litrik, og valda þvi ekki sizt trompetarnir, sem þeir Lárus Sveinsson og Jón Sigurösson blésu á af miklu öryggi. Athygli vakti, að meiri hluti hljómsveit- arinnar lék standandi, og var reisn yfir, en hitt þó meiri, að strengjasveitin (7 manns) var eingöngu skipuð kvenfólki. Ger- ast ýmsir nú langeygir eftir áramótunum, enda vandséö hvernig þetta muni enda allt saman. Annars eru islenzkar konur eftirbátar t.d. brezkra kynsystra sinna á þessu sviði (og raunar fleiri, ef marka má ummæli Hattersleys þar um), þvi þar eru kven-básúnu-, trom- pet- og túbuleikarar algeng sjón, svo ekki sé talað um hin fingerðari hljóöfæri. Næst söng Guðrún Tómas- dóttir (sópran) tvær þýzkar ariur eftir Georg Friedrich Handel, ásamt fiðlu (Rut Ingólfsdóttir) og grunnbassa (Helga Ingólfsdóttir og Inga Rós Ingólfsdóttir — hér mun vera um fleiri en einn Ingólf að ræða). Guðrúnu Tómasdóttur átti eftir að takast betur upp sið- ar i prógramminu, en mér fannst tvennt skorta á fullkomið samkomulag okkar Handels (um téöa miðla): Ariurnar liggja fulllágt til þess að bezta raddsvið Guðrúnar fái að njóta sin, og raddir fiðlu og sóprans i verkinu eru ekki nægilega sam- tvinnaðar — þær mynda ekkki heild. Nú fluttu Guðrún Tómasdótt- ir, Halldór Vilhelmsson (bassi), kór Menntaskólans við Hamra- hlið (stj. Þorgerður Ingólfsdótt- ir) og hljóðfæraleikarar kantötu Bachs Selig ist der Mann. 1 full- kominni söngskrá ætti vafalaust að prenta alla texta á frummáli ásamt þýðingum, þvi að gott tónskáld tvinnar tónlistina text- anum svo úr verður órofa heild. 'i- £«« jaytioir heitnur helgri nótt; á hiwi stjörnur Í=F 3= sHína, rof, oy derta-ljórin /y/- a. húm á % ___ _________, iilutn kveiH uií} barmins rúm Ég er þvi miður hrædd um að allir hér séu afskaplega upp lýstir. En þau upphöf sálmanna, sem prentuð eru i skránni sýna, að Þjóðverjar hafa átt sinn Magnús Stephensen og Valdim- ar Briem. Hún naut sópranrödd Guðrúnar Tómasdóttur sin bet- ur en i Handel-ariunum. Halldór Vilhelmsson hefur mjög þýða bassarödd en ekki mikla. Þó var talsverður kraftur i flutningi ariunnar Ja, ja, ich kann die Feinde schlagen (já, já, ég get sigrazt á óvinunum). Kantöt- unni lýkur með kórnum Richte dich, Liebste, nach meinem Ge- fallen ( Farðu að vilja minum, kæra), sem kór Menntaskólans við Hamrahlið flutti lystilega. Þorgerði Ingólfsdóttur hefur tekizt að æfa upp afargóðan kór við Hamrahlið, og verður að viöurkenna, að þær tvær eða þrjár kynslóðir menntaskóla- nema, sem hlutu músikalska mótun sina hjá Hirti Halldórs- syni I Lærða skólanum, náöu aldrei sambærilegum söng- þroska. Næst var hlé. Engir tónleikar eru fullkomnir án hlés, því þá fá hljómleikagestir útrás fyrir sköpunarþörf sina —þeir risa úr sæti þolanda/njótanda og gerast virkir þátttakendur i listinni með spaklegum umræðum og hnyttilegum gamansögum úr bæjarlifinu (sjá mynd). Aðstæður eru að ýmsu leyti ákjósanlegar fyrir vel heppnað hlé i húsi Menntaskólans við Hamrahlið, þvi sama regla viröist gilda um góðan konsert- sal og gott leiksvið, ef marka má lærðar umræður um hið siðarnefnda i fjölmiðlum. Skv. þeim þarf að vera til hliðar við starfsrýmið (hljómleikasal eða leiksvið) jafnstórt svæði fyrir hlé eða baktjaldamakk. Þessar aðstæður eru fyrir hendi við Hamrahlið, og þvi heppnast hlé yfirleitt betur á tónleikum þar en i Háskólabiói þar sem for- dyrið er fullþröngt til að leyfa óhindraða hreyfingu milli manna. Forvitnilegasta (vegna þess að það er nýtt) verkiö á tónleik- unum var Helguleikur Páls P. Pálssonar, sem tileinkað er Kammersveitinni. Verkið er að þvi leyti byggt upp eins og 9. sinfónia Beethovens (ef ég hef skilið hugmynd þeirrar sinfóniu rétt), að óreiða i upphafi krist- allast smám saman i þolanlegt samspil, sem loks endar i kór (sem i þessu tilviki er fallegur jólasálmur, Jólaljós, eftir Þor- stein Valdimarsson). Fyrri hlutinn er atburður (happening) — hljóðfæraleikararnir tinast inn, fyrst Helga Ingólfsdóttir, sem viröistvera aðalpersónan i leiknum, og siðan hver af öðrum: celló, .óbó, klarinetta, fiöla, flauta, trompet og horn, og eiga e.k. gamansama tón- listarsamræðu, sem bæði kemur fram I leik þeirra og látbragði. Loks kemur kór Menntaskólans syngjandi inn frá hægri, Páll. P. Pálsson birtist á sviðinu, og Karlakór Reykjavikur sprettur úr sætum sinum til vinstri, og allir (þ.á.m. þeir áheyrendur, sem áttuðu s'ig á þvi hvað um var að vera) syngja sálm Þor- steins. Þetta er fyrsta erindið: Aðalatriöið við atburði er að þeir séu ögn frumlegir og ekki of leiöinlegir, auk þess sem maður má helzt aldrei endurtaka at- burð — þá hættir hann að vera atburöur. Mér þykir heldur ólik- legt aö þessi atburður hafi verið verulega frumlegur, en hann var ekkert sérlega leiðinlegur, og hljóðfæraleikararnir léku sin hlutverk með prýði. En næst þegar þetta verk verður flutt ættiPállP. Pálsson að gera eins og William O. Douglas gerði þegar hann var lagapró- fessor i Yale: Hann undirbjó hvern klukkutima fyrirlestur i sjö klst., og brenndi svo nótun- um að fyrirlestrinum loknum. Þannig héldust fyrirlestrar hans ferskirog frumlegir ár frá ári. Sigurður Steinþórsson A FUNDI hjá Félagi þroska- þjálfanema þann 14.11. ’75 var undirrituðum falið að kanna fyrir hönd félagsins, hverju hann sætti, sá mismunur sem er á greiðslu svonefndra vasapeninga til fólks, 16 ára og eldra, sem dvelst á vist- heimilum fyrir vangefna og þeirra langdvalarsjúklingum sem dveljast i öðrum stofnunum, einkum á þar við elliheimili og geðsjúkrahús. Hvað eru vasapeningar? Aður en lengra er haldið teljum við rétt að útskýra viö hvað er átt þegar talað er um vasapeninga til öryrkja. Visum við til siðustu málsgreinar 50. gr. almanna- tryggingalaga, sem hljóðar á þá leið, að sé bótaþegi algjörlega tekjulaus sé Tryggingastofnun- inni heimilt að greiða honum sjálfum allt að 25% lágmarks- bóta. Bætur þessar hafa verið nefndar „vasapeningar”, og er svo á umsóknareyöublaði um bætur þessar. Bætur þessar hafa undantekningarlaust verið greiddar að mllu til öryrkja, sem dveljast langdvölum á stofnunum — nema til vistmanna fávita- stofnana. Þá hefur tryggingaráði þótt hálf greiðsla nægjanleg. Ilök tryggingaráðs. Okkur langaði þvi til að vita á hvaða rökum hið göfuga trygg- ingaráð byggði þessa afstöðu slna. Þann 4/12 ’75 hringdum við til formanns tryggingaráðs, Gunnars Möller, sem þvi miður sá sér ekki fært að sinna okkur sökum anna. Hann lét þess þó getið, að afstaða tryggingaráðs byggðist bæði á þeirri staðreynd, að þeir vasapeningar, sem greiddir hafa verið, hefðu oft á tiðum ekki verið nýttir til fulls, og einnig væri hún byggð á hyggju- viti þeirra i tryggingaráði. Mikið er hyggjuvit tryggingaráðs- manna, en litt finnst okkur bú- mannlegt að eyða aurunum, þótt þörfin fyrir krónurnar sé fyrir hendi. Einnig benti Gunnarokkur á þau gögn, sem forstöðumenn vistheimilanna hefðu frá trygg- ingaráði. I þeim gögnum höföum við þegar rekizt á bókun trygg- ingaráðs dagsetta 12/2 1969, sem hljóðar svo: „Tryggingaráð tel- ur, að öryrk jar á fávitastofnunum eigi sama rétt til 10% bóta skv. 56. gr. almannatryggingalaga og aðrir vistmenn.” Arið 1969 voru 10% lágmarksbótar fullir vasa- peningar, og heimildarákvæði þar um i 56. gr. I stað 50. gr. nú. Við báðum Gunnar að segja okk- ur, hvað hefði breytzt siðan ’69, þannig að vistmaður á elliheimili þurfi nú 25% (hefur hækkað um 150% siðan ’69) en vistmaður á fá- vitastofnun aðeins 12,5% (hefur hækkað um 25% siðan ’69). Gunn- ar svaraði um hæl og sagði, að þótt vangefnir hafi þurft 10% lág- marksbóta árið ’69 þyrftu þeir ekki 25% þeirra árið ’75. Þetta gátum við ekki skilið öðruvisi en svo, að þarfir aldr- aðra og geðsjúkra hefðu aukizt 6 sinnum meira en þarfir vangef- inna á siðustu 7 árum, og að verð- bólgan hafi bitnað 6 sinnum meira á þvi fólki en vangefnum. Úr bréfi forstjóra Tryggingastofnunarinn- ar. Það næsta, sem gerist i þessu máli er, að á fjörur okkar rekur greinargerð undirrituð af Sigurði Ingimundarsyni forstjóra Trygg- ingastofnunar rikisins dagsett 28/1 1975, þar sem hann — fyrir hönd tryggingaráðs — upplýsir umboðsmann sinn á Akureyri um rök þau, sem tryggingaráð leggur til grundvallar mismun á titt- nefndum vasapeningum til van- gefinna annars vegar og annarra bótaþega hins vegar, og leyfum við okkur að vitna i greinargerð þessa. „Hafa þessar greiðslur valdið nokkrum erfiðleikum, þar sem aðstaða viðkomandi bótaþega til þess að nýta þessar bætur er Hillingaland Jóns Ólafssonar Hjörtur Pálsson: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Þetta er kallaö fjórða bindi þeirra rita sem kennd eru við sagnfræðirannsóknir og birtast undir nafni Sagnfræöistofnunar Háskóla Islands og ritstjórn Þórhalls Vilmundarsonar. Þessi bók er að stofni til próf- ritgerð frá 1966 en aukin og endurbætt nú i tilefni þess að ís- lendingabyggðir i Manitobaríki héldu aldarafmæli landnáms. Þar var á ferð útflytjendahópur sem Jón Ólafsson vildi beina til Alaska. Hér virðist allt vera rákið næsta ýtarlega i sambandi við Alaskaförina: Ferðin sjálf, að- dragandi og eftirmál. Hefði Bandarikjaþing viljað kosta flutning íslendinga til Alaska hefði sennilega orðið þar eitt- hvert islenzkt landnám. Sú saga varö aldrei og þvi getur hver og einn hugsað sér hvernig hún hefði oröiö ef til hefði komið. En Bandarikjaþing var þá og lengi siöan skeytingarlitið um Alaska. Svo sem eðlilegt er gerir Hjörtur hér yfirlit um vestur- ferðir íslendinga fram að 1875. Það er nauðsynlegt til að sýna hvernig viðhorfin voru og hvar menn stóðu. Viö fljótlega athug- un viröist mér að heldur minna sér þar gert úr pólitisku hliðinni en t.d. i sögu Einars i Nesi eftir Arnór Sigurjónsson og fer þó fjarri að Hirti sjáist yfir þá hliðina. Þeir sem eru það gamlir að þeir heyrðu tal manna, sem voru á þroskaaldri þegar þessi saga gerðist, vita að til var það viðhorf, sem kalla mátti Danahatur. Ætla mætti að sú andúð hafi verið sterkust þegar þrefið um stöðulögin stóð sem hæst og Jón ólafsson orti tslendingabrag. Vitað er að upphátt og opinberlega var um það talað að eina svarið sem ts- lendingar gætu gefið Dönum væri að yfirgefa land sitt. Þetta hygg ég að skýri viðhorf Jóns Ólafssonar. Hann var þjóð- rækinn maður i bezta lagi. Hann vildi frelsi og veg þjóðar sinnar. Hann undi þvi ekki að „þjóðin hin arma og hamingjuhorfna” sæti yfir hlut tslendinga. Svo fannst honum i hita bardagans að það væri snjallræði að þjóðin færði sig i annað land. Þar héldi hún áfram að vera islenzk þjóð. Og honum virtist hilla undir til- valið land þar sem Alaska var. Þá varö hann um skeið sann- færður — fyrirfram. Jón Ólafsson var ungur þegar þetta var, — ekki hálf-þritugur — og hann var ör i lund og skjót- ráður. Hann fann að straumur^ inn vestur um var hafinn og þótti mikil nauðsyn að ráða stefnu hans strax. Þvi vildi hann ekki láta heilan vetur liða og nota siðan heilt sumar til að kanna landið, sem auðvitað hefði verið eðlilegt. Þetta þurfti allt aö gerast fljótt, þvi var skroppið norður um haustið og litið á tvo staði. Og þó að tslend- ingarnir tveir sem með honum fóru hefðu vetursetu nyrðra var skýrsla þeirra samin áður en þeirfengju reynslu af vetrinum. Þegar þetta er athugað er rétt aö hafa i huga að á þeim tima og lengi siðan var litið á Vestur- heim sem vonarland hins frjálsa manns. Andúðin gegn vesturferðunum var fyrst og fremst þjóðernisleg. „t Ame- riku er orðafor, allt er látið fjúka” kvað Gröndal og Guðmundur á Sandi spurði vin sinn hvort hann ætlaði að „kasta á enskinn börnum” sinum. Alaskadraumur Jóns Ólafsson- ar var um fslenzka nýlendu þar sem þjóðernið héldist og þjóðin ætti sin börn sjálf. Jón ólafsson var aldrei bund- inn af fyrri skoðunum ef ný viðhorf komu til. Hann átti að sönnu i ritdeilu við Gröndal um vesturferðir 13 árum eftir að þetta var og nokkru seinna fór hann sjálfur vestur um haf til 7 ára dvalar. En hann orti til vesturfara að það væri ennþá fegurra hlutverk að gera tsland að Ameriku. Þá hafði hann lika kveðið að það væri uppgerðar- afsökun að „danskurinn hamli oss alls” þvi að Islendingar kúg- uðu sig mest sjálfir. Þá spurði hann: „Hvert vilt þú maöur fara og flýja'í Þú flýrö þig aldrei sjálfan þó”. Og hann þakkaði guði sinum fyrir aö hafa leitt sig heim aftur til tslands. Þvi vildi hann helga allt sem nýtilegt væri i sér. Allt var þetta i tima talað. Það féll inn i umræður dags- ins og hafði sina þýðingu og áhrif. Þá gat Jón ólafsson tekið undir við Benedikt Gröndal og sagt: Vertu okkar forna Frón faldið jökli ár og sið, æ hin sama undursjón eins og fyrst á landnámstið. Aö sjálfsögðu fylgir þessu riti bæði heimildaskrá og nafna- skrá og myndir af mönnum og stöðum og skjölum sem efnið varða svo að þetta er á allan hátt vönduð bók. H.Kr. Tveir stórmeistarar leggja saman Indriði G. Þorsteins- son: Áfram veginn Sagan um Stefán Islandi. Bókaforlag Odds Björnssonar. Þjóðkunnur rithöfundur, sem hlotiöhefurviðurkenningu langt umfram það sem almennt er, segir sögu annars listamanns, manns, sem stendur i fremstu röð sinna samlanda að þvi er varðar frægð og viðurkenningu „á alþjóðamælikvarða”. Þetta hlýtur að vera merkisrit. Ég er svo óskáldlegur að mér finnst það engu verri bókmennt- ir sem segja frá lifandi mönnum en hugsmiðar og heilaspuni. Hins vegar leyfa menn sér fleira við þær persónur, sem þeir búa sjálfir til, þó að misjafn fengur sé að þvi. Ritsnilld Indriða og frásagn- arlist nýtur sin i þessari bók. Hins vegar er frásögnin yfir- boröskennd að þvi leyti að hún er litil sálarlifslýsing, sem naumast var heldur að vænta. Frásögnin af æsku Stefáns i Skagafirði er krydduð mörgum skritlum og smásögum og greinilegt finnst mér að Indriða sé ljúft að vera Skagfirðingur. Það má segja að bæði heppni og óheppni einkenni lif Stefáns. Það er heppni að honum er komið á framfæri við menn sem voru nokkurs megnugir. Þar ræður það úrslitum að Richard Thors kostar hann árum saman við nám á ttaliu. Og hér eru sagðar ýmsar góðar sögur um rausn og höfðingsskap Richards. Hitt er svo e.t.v. ó- heppni að Stefán er kyrrsettur i Danmörku hemámsárin þegar hann hefði sennilega verið bezt við þvi búinn að leita fyrir sér annars staðar. Stefán komst langt og okkur þykir alltaf gaman að þvi þegar landar okkar vinna sér viður- kenningu úti i hinum stóra heimi. Okkur finnst þá hverjum og einum að á okkur falli nokkur bjarmi af þeirri frægð og orð- stir. Er svo nokkur ástæða til að hafa orð á minni háttar óná- kvæmni? Það er auðvitað óþarfi að segja að Helgakver sé eftir Martein Lúther þó að fræði LUthers hin minni séu fremst i þvi, en það eru skýringar, sem Lúther gerði handa börnum viö boðorðin, trúárjátninguna og Faðir vor og greinargerð hans um náðarmeðulin, skírnina og altarissakramentið. Þetta var lika stofninn i kveri Klavansens, „tossakverinu” sem Stefán lærði. En i Helgakveri eru auk fræða Lúthers hinna minni — þvi að Lúther tók saman meiri fræði fyrir kennimenn — Trúar- lærdómur Helga Hálfdánarson- ar i 12 köflum og siðalærdómur i 6 köflum — 18 kaflar alls. Það er herfilegt brot á höfundarrétti að eigna Lúther þetta allt sam- an. Þegar ég ferðaðist með Esjunni gömlu var annað far- rými aftur i skut og ekkert þriðja farrými. Hús það sem Jón í Kóinu eða Gamla kompaniifi var i við neð- anveröan Skólavörðustiginn stendur enn. Það var einu sinni kallað Breiðfirðingabúð og sið- an kom Islenzka dýrasafnið i það. Þar sem segir að þeir frænd- ur, Stefán og Eyþór Stefánsson, hafi rifjaö upp gamlar væring- ar, stanzaði ég. Ég hélt eins og orðabók Arna Böðvarssonar að væringar ætti við ágreining, deilur og missætti, en sliks er hvergi getið i skiptum þeirra frænda. Og ekki get ég nú varizt grun- semdum um það að Stefán hafi verið undir áhrifum einhvers annars en ljóðanna sem Davið las honum þegar hann braut tvo stóla á stofuborði hans og rak stólfót gegnum stofuhurð, enda er raunar sagt að rauðvinið muni 'hafa stigið þreyttum manni til höfuðs. Bókin er létt og skemmtileg aflestrar, einkum fyrri hlutinn að mér finnst, og hún segir frá ýmsu sem vel fer á að menn viti. Við höfum gott að þvi að vita skil á aðalatriðum i æviferli Stefáns Guðmundssonár Is- landi. H.Kr. mjög misjöfn, og geta margir ekki veitt þeim móttöku sjálfir um lengri eða slcemmri tima, og getur þá verið um nokkurt vanda- verk að ræða, að hagnýta fé þetta i réttum og skynsamlegum til- gangi, enda alls um miklar upp- hæðir af almannafé að ræða. Af- greiðsla þessara bóta til fávita hafa verið sérstaklega erfiðar hvað þetta snertir.” Siðar i bréf- inu segir svo: „Ráðstöfun á þessu fé virðist hafa farið eftir hug- kvæmni og ákvörðun forstöðu- manna heimilanna, og eru varla aðrir til þess færari, en af skýrsl- um má sjá, að hugmyndir þeirra ogmatermjög misjafntog til eru vistheimili, sem enn hafa ekki óskað eftir fé til slfkrar ráðstöf- unar. Tiðni umsókna hefur varla gefið tilefni til að ætla að þörfinni væri ekki fullnægt og hefur trygg- ingaráð ekki enn synjað umsókn. Heimilin gætu til dæmis látið á það reyna með nýrri umsókn og nýrri skýrslu, þegar þau telja sig vantameira fétil þessara þarfa.” Útaf þessum ummælum viljum við spyrja Sigurð Ingimundarson um nokkur atriði. 1) Sigurður segir: „Hafa þessar greiðslur valdið nokkrum erfið- leikum, þar sem aðstaða viðkom- andi bótaþega til að nýta þessar bætur er mjög misjöfn”. Er Sigurður að gefa i skyn með þessu að vangefinn einstaklingur i blóma lifsins hafi minni þörf eða lélegri aðstöðu til að nýta þessar bætur en til dæmis háaldraður . maður á elliheimili. Hvernig er skynsamleg nýting fjárins? 2) Sigurður talar um vandann við að hagnýta þessar bætur i réttum og skynsamlegum tilgangi. Við viljum þá benda honum á, að van- gefnireru einu bótaþegarnir, sem þurfa að standa Tryggingastofn- uninni skil á þvi i hvað þeir eyði vasapeningum sinum, og virðist þvi Tryggingastofnuninni standa á sama um hvort aðrir bótaþegar eyði fé þessu i réttum og skyn- samlegum tilgangi eða ekki. Auk þess viljum við benda Sigurði á hans eigin orð þar sem hann seg- ir: „Ráðstöfun á fé þessu virðist hafa farið eftir hugkvæmni og ákvörðun forstöðumanna heimil- anna, og eru varla aðrir til þess færari”. Vissulega væri fróðlegt að fá skilgreiningu Sigurðar á þvi, hvernig fólk eigi að hagnýta fé sitt á réttan og skynsamlegan hátt i þvi eyðsluþjóðfélagi, sem við lifum i. 3) Sigurður bendir á, að „hér sé alls um háa upphæð af almannafé að ræða”. Finnst Sigurði Ingi- mundarsyni i raun og veru, að 3000 kr. á mánuði sé mikið eyðslu- fé einstaklings, sem engar aðrar tekjur hefur, en 3000 kr. eru fullir vasapeningar i dag. Vasapening- ar vangefinna eru aðeins 1500 kr. á mánuði, FIMMTAN HUNDR- UÐ KRÓNUR. Við tókum það saman, hve há upphæð af almannafé renni til vangefinna i formi vasapeninga, sem vistaðir eru á stofnunum og fylgir þessi samantekt hér með. Fjöldi Stofnun: yfir krónurá 16 ára: ári Kópavogshæli 147 2,464,000 Skálatún i Mosfellssveit" 30 640,000 Sólheimar i Grimsnesi 39 702,000 Tjaldanes i Mosfellssveit 20 360,000 Sólborg á Akureyri 27 486,000 Samtals: 263 4,834,000 Tölur um fjölda yfir 16 ára ald- ur eru fengnar úr riti Heilbrigðis- og tryggingaráöuneytis útgéfnu i april 1975. Getur einn bótaþegi skert annars rétt til bóta? Upphæðin nemur alls 4,834 millj. nú i dag, en myndi vera 9,669 millj. ef greiddir væru fullir vasapeningar. Það kann að vera að einhverj- um þyki þetta há tala, en ef tekið er tillit til þess, að hér er um að ræða eina eyðslufé 263 einstakl- inga á ári, þykir okkur þessi upp- hæö i raun og veru smánarleg — og til samanburðar viljum við geta þess, að Sigurður Ingimund- arson sjálfur þiggur i þóknun fyr- ir að sitja tryggingaráðsfundi, sem haldnir eru hálfsmánaðar- lega inni á þeirri stofnun, sem hann veitir forstöðu — og i sinum vinnutima — á milli 18 og 19 þús- undir á mánuði, sem er heldur hærri upphæð en Sigurður telur að vangefnum einstaklingi eigi að nægja yfir árið. Þvi spyrjum við: Er þetta ný tegund af jafnaðar- mennsku, Sigurður? 4) Sigurður segir, að til séu vist- heimili, sem enn hafi ekki óskað eftir að fá greidda vasapeninga til vistmanna sinna. Þessi staðhæf- ing er rétt, og hörmum við, að forstöðumenn þeirra heimila hafi ekki sýnt máli þessu meiri skiln- ing en verið hefur. Hins vegar teljum við fráleitt að það eigi á nokkurn hátt að skerða rétt þeirra bótaþega, sem um þessar greiðslur hafa sótt. Langar okkur að taka sem dæmi, að Eysteinn Jónsson fyrrv. alþingismaður hefur neitaö að þiggja greiðslur fyrir sin nefndarstörf, án þess að þaö hafi skert rétt annarra að þiggja umbun fyrir það sama á nokkurn hátt. En það er kannski önnur saga. Samvinnan innan Tryggingastofnunarinn- ar. 6) Sigurður talar um það i niður- lagi bréfs sfns,að tiðni umsókna hafi varla gefið tilefni til að ætla að þörfinni væri ekki fullnægt og hafi tryggingaráð enn ekki synjað umsólöi, og gætu heimilin látið á það reyna með nýrri umsókn og nýrri skýrslu, hvort þau fengju meira fé til þessara þarfa. Við þennan lið viljum við gera eftir- farandi athugasemdir: 1) Ásta'ðan fyrir þvi, að einungis er sótt um bætur þessar einu sinni á ári er samkvæmt beiðni Trygg- ingastofnunarinnar, og ætti þvi að vera hæg heimatökin fyrir Sigurð að kanna þá ástæðu. 2) Það er rétt, að þegar Sigurður skrifar bréf sitt þann 28/1 1975 hafði ekki reynt á það hvaða af- stöðu tryggingaráð tæki til nýrrar umsóknar og nýrrar skýrslu, sem sýndi að þörf væri fyrir meira fé til þessara þarfa. Ekki var Sig- urður lengi i Paradis frekar en Adam forðum, þvi að snemma á árinu 1975 sótti Sólborg á Akur- eyri um aukið fé til þessara þarfa, þar sem sýnt var fram á, að mót- teknu fé hefði verið ráðstafað. Tryggingaráð sá ekki ástæðu til að greiða vistmönnum á Sólborg bætur til jafns við öryrkja á öðr- um stofnunum. Jafnframt kom fram kvörtun frá Lifeyristrygg- ingadeild Tryggingastofnunar- innar þess efnis, að deildin kærði sig ekki um tiðari umsóknir, þar sem slikt hefði aukna fyrirhöfn I för með sér. En forstjórinn leggur þann skilning i tiðni umsókna, að þar sé þörf fjárins mælanleg. Hvers konar stjórnun er nú þetta? Likur hér Sigurðar þætti Ingi- mundarsonar. Túlkun tryggingaráðs á 4. gr. laga um fávitastofnanir Eitt er það enn, sem Trygg- ingastofnunin hefur lagt til grundvallar mismun tittnefndra vasapeninga, og er það 4. gr. laga um fávitastofnanir. Til er bókun tryggingaráðs frá 4/2 1970 þar sem þeir fela tryggingalækni. að spyrjast fyrir um hvernig sé hátt- að framkvæmd þessara laga um að vistmönnum stofnana sé séð fyrir öllumþeirra þurftum. Eitt- hvað virðast lögin hafa skolazt til i höfði tryggingaráösmanna, þvi að umrædd grein hljóðar svo: „Fávitastofnun skal sjá vist- mönnum fyrir þurftum þeirra. þar með talin læknishjálp. að- hjúkrun, gæzlu o.s.frv.” Hér er hvergi minnzt á allar þarfir þeirra, eins og tryggingaráð virð- ist halda. Þar sem löggjafanum hefur þótt ástæða til að taka fram jafn sjálfsagan hlut og gæzlu telj- um við fráleitt að hann hafi talið vasapeninga falla undir þann lið. auk þess viljum við benda á, að flestar þær stofnanir, sem vista langdvalasjúklinga. sem ekki hafa fjárhagslegan bakhjarl. munu sjá þeim fyrir öllum þeirra þurftum. Þrátt fyrir það hefur tryggingaráð ekki talið ástæðu til að skerða vasapeninga til ann- arra langdvalasjúklinga en vist- manna fávitastofnana. Erþörfin breytileg eftir stofnun. Nú skulum við taka eitt dæmi. sem sýnirbezt, hve þeim, sem úr- skurðaðir eru vangefnir, er mis- munað. Vangefinn einstaklingur hafði verið vistaður á annarri stofnun en fávitastofnun. og naut hann þar fullra vasapeninga. Nú kom að þvi, að hann var fluttur á fávitastofnun, og bregður þá svo við, að hann þarf þá ekki nema helming vasapeninganna, en var þóséð fyrir sömu þurftum þar. að öðru leyti. Sennilega er það skýring trvgg- ingaráðs, að þarfir hans og geta til að nýta fé þetta á réttan og skynsamlegan hátt hafi minnkað við það eitt að flytjast á fávita- stofnun, eða hvað? Lokaorð. Þar sem nú fer senn i hönd há- tið mannúðar. kærleika og friðar. viljum við vinsamlegast biðja háttvirt tryggingaráð. að hug- leiða og gera upp við sig. hvort fyrri afstaða megi teljast rétt og mannúðleg. t okkar augum snýst mál þetta ekki fyrst og fremst um peninga. heldur um það hvort vangefinn einstaklingur á fávita- hæli eigi að njóta sömu réttinda til bóta og aðrir langdvalasjúkl- ingar. Eða hvort þeir eigi áfram að teljast annars flokks borgarar. sem þiggja ölmusu úr lófa trvgg- ingaráðs. Fyrir liönd Félags þroskaþjálfanema Bryndis Siinonardóttir. Friðrik Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.