Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 18. desember 1975. 7 1. kaf li — Þetta er Brookville, ungfrú...! Lengra get ég þvi miður ekki ekið yður! Vörubílstjórinn ók inn á rykuga götuna og steig fast á hemlana. Þungt farartækið hristist og skókst svo brak- aði í öllum samskeytum, áður en það nam loks alveg staðar. Farþeginn lagaði hattinn á koparrauðu hárinu og andvarpaði af létti. — Kærar þakkir. Ég veit ekki hvernig ég hefði komizt hingað án hjálpar yðar. Hún opnaði svart lakkveskið, stakk höndinni djúpt niður á það og spurði: — Má ég stinga einhverju að yður fyrir fyrirhöfnina? Bílstjórinn brosti breitt og hristi Ijóst, hrokkið höf uðið. — Nei takk, svaraði hann góðlátlega. — Það er bara gaman að geta hjálpað. Hann hallaði sér fram og opnaði dyrnar. — Ef þér farið yf ir til Abners gamla hérna handan götunnar, getið þér hringt þaðan út á Conway-búgarðinn. Unga, grannvaxna stúlkan kinkaði kolli, brosti og stökk niður af bílnum. Það small í, þegar hælaháir skórnir skullu á gangstéttina. Bílstjórinn rétti tvær traustlegar leðurtöskur niður til hennar, brosti siðan og veifaði, þegar hann ók af stað á ný, Hún leit varlega i kring um sig. Almáttugur, þetta er alveg eins og leiktjöld í kúrekamynd, hugsaði hún og átti á hverju andartaki von á hesti með herru, þeysandi framhjá í rykmekki. En aðeins fáeinir bílar stóðu framan við gamaldags verzlanirnar. Sum veggspjöldin, sem prýddu framhliðarnar, hlutu að hafa verið þarna árum saman. eftir útlitinu að dæma. Þarna rétt hjá var Baileys hótel með hestasteinum og vængjahurðum frá liðnum tímum. Hópur manna stóð fyrir utan hótelið og spjallaði saman, og stúlkan flýtti sér að líta í aðra átt. Borgar- klæðnaður hennar féll ekki inn í umhverfið og henni lík- aði ekki tilhugsunin um það. Mennirnir voru allir klæddir stórköf lóttum skyrtum, þröngum vinnubuxum og með barðastóra hatta. Hún hefði svo sem ekki þurft að hafa áhyggjur af klæðnaði sínum, því að þeir voru djúpt sokknir í sam- ræður sínar og tóku ekki einu sinni ef tir henni. Þreytt tók hún töskurnar sínar og gekk yfir rykuga götuna að verzluninni hinum megin. Hún lét töskurnar standa fyrir utan og gekk inn. Það er hálfdimmt inni fyrir. Vörurnar voru fjölbreyttar og raðað upp eftir undarlegu kerfi. Á búðarborðinu voru nýlendurvörur, niðursuðudósir og eldhúsáhöld i einni hrúgu og niður úr loftsbjálkunum héngu landbúnaðarverkfæri og sveifluð- ust eins og Damóklesarsverð. Lítill, gráhærður maður með vingjarnlegt andlit kom f ram úr bakherberginu og sagði hægri, nef mæltri röddu: — Hvað get ég gert fyrir yður, ungfrú? Unga stúlkan ruddi sér varlega braut milli korn og hveitisekkja, sem lokuðu næstum leiðinni að borðinu. Henni tókst að brosa og loks hlýddu talfærin. — Ég er að velta fyrir mér, hvort ég get fengið að hringja hérna? — Auðvitað, en éf efast um að það muni hjálpa yður mikið. Hver erþað, sem þér þurf ið að ná í? — Ég þarf að hringja til Conway-búgarðsins. Kaupmaðurinn hristi grátt höfuðið og sagði hálf dapurlega: — Það er bilað sambandið þangað. — Ö...! Nei...! Hún varð allt í einu hrygg á svipin, og gat ekki leynt þreytunni og vonbrigðunum. — En er ekki hægt að ná sambandi þangað á annan hátt? — Nei. Það var mikið óveður i f yrrinótt, sem olli miklu tjóni hér um slóðir. — Ég var að vona, að þeir gætu komið og sótt mig hingað, sagði hún örvingluð. — Get ég kornizt þangað sjálf? Er hægt að fá bíl á leigu einhvers staðar? — Það er ekki hægt, ungfrú. Það liggur ekki vegur þangað hérna megin fjalla. Hann leit hugsandi á hana, en svo Ijómaði andlit hans skyndilega. — Gæti lánað yður pintoinn minn. — Pinto...? át hún upp eftir honum. — Hvað í ósköp- unum er pinto? Gamli maðurinn horfði undrandi á hana og skellihló. — Pinto...? Það er auðvitað hestur....! Axlir hans hristust af híátri. — Hvaðan í ósköpunum eruð þér ung- frú, sem aldrei hafið heyrt pinto nefndan...? Stúlkan tók að hlæja líka. — Þér hljótið að halda, að ég séóttalegur grænjaxl, sagði hún. — Ég er ensk..ég hef aldrei komið á hestbak á ævi minni.. Haldið þér, að ég gæti bjargað mér á pintoinum yðar? — Sé ekki annað. Gráskinni er gamall og ratar í blindni út á Conwaylandið. Hann hefur verið þar ótal sinnum. Þér getið gjarnan fengið hann, ef þér viljið. 11:111 llii I FIMMTUDAGUR 18. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Vald- dimarsdóttir les þýðingu sina á „Malenu og hamingjunni” eftir Maritu Lindquist (3). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atr. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Arna Þórarinsson fyrrum skipstjóra og hafn- sögumann i Vestmannaeyj- um, þriðji þáttur. A frivakt- innikl. 10.40: Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunn- ar” eftir Barbro Bachberg- er Guðrún Birna Hannes- dóttir les þýðingu sina (4). 15.00 Miðdegistónleikar. Hljómsveitin i Amsterdam leikur „Daphnis og Chloé, svitur eftir Maurice Havel. Bernard Haitink stjórnar. Hljómsveit Tónlistar- háskólans i Paris leikur Divertissement eftir Jacqu- es Ibert. Jean Martinon stjórnar. André Watts leikur á pinaó Etýður eftir Paganini/Liszt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatimi Guðmundur Magnússon stjórnar. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.45 Lesið i vikunni.Haraldur Ólafsson talar um bækur og viðburði liðandi stundar. 20.00 Gestir i útvarpssal. The Lyric Arts Trió frá Kanada syngur og leikur tónlist eftir Norman Symonds, Mieczys- law Kolinski og Harry Freedman. 20.25 Leikrit: „Jólaþyrnir og bergflétta” eftir Winyard Brown. (Áður útvarpað 1957). Þýðandi og leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephensen. Persónur og leikendur: Séra Martin Gregory: Þor- steinn O. Stephensen, Jenny: Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Margrét: Herdis Þorvaldsóttir, Nick: Steindór Hjörleifsson, Bridget: Emelia Jónasdótt- ir, Lydia/ Nina Sveinsdótt- ir, Richard Wyndham: Brynjólfur Jóhannesson, Davið Peterson: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Forkeppni ólympiuleikanna i hand- knattleik, Island—Júgó- slavia. Jón Ásgeirsson lýsir. 22.50 Kvöldsagan „Dúó” eftir Willy Sörensen. Dagný Kristjánsdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (3). 23.15 Krossgötur. Tónlist- arþáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Kjarakaup Hjarta Crepe Combi, verð kr. 176 hnotan, áður kr. 196. Nokkrir litir á aðeins kr. 100 hnotan. 10% auka afsláttur af 1 kg pökkum. Hof Þingholtsstræti 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.