Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.12.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 18. desember 1975. TÍMINN 15 ..Það verður ekkert gefið eftir... — við erum ákveðnir að selja okkur dýrt, segir Viðar Símonarson, þjálfari landsliðsins, sem mætir Olympíumeisturunum frá Júgóslavíu í kvöld í Laugardalshöllinni — Við erum ákveðnir að selja okkur dýrt, sagði Viðar Simonarson, landsliðsþjálfari. — Það verður ekkert gefið eftir, andinn er mjög góður hjá strákunum, sem eru ákveðnir að berjast, beita allri sinni kunnáttu og nota allt sitt þrek i baráttunni gegn Júgóslövum. — Við vitum að þetta er þýðingarmesti landsleikur, sem við höfum leikið og það eru engir viðvaningar sem við mætum. Ég geri mig ánægðan með 1-2ja marka sigur, sagði Viðar. Laugardalshöllina i kvöld kl. 20.30 til að styðja við bakið á leik- mönnum okkar. Fjölmennum i Laugardalshöllina og látum — áfram Island! — hljóma k'röftug lega. AFRAM ISLAND! ÓLAFUR H. JÓNSSON... og félagar hans verða i sviðsljósinu þcgar þeir mæta hinu geysi- sterka landsiiði Júgóslava. Mikill darraðordans — þegar Ármann sigraði (85:81) KR í fjörugum leik, þar sem hnefarnir voru látnir tala Það er ekki að efa að leikmenn islenzka liðsins gefa ekkert eftir gegn Júgóslövum, sem eiga frá- bæru landsliði á að skipa. Þeir hafa sýnt það i gegnum árin, að þeir eru beztir þegar mikið liggur við. Þeir leikmenn sem verða i Punktar • ÚRSLITA- LEIKURINN Á HAAAPDEN PARK GLASGOW. — Úrslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða i knattspyrnu fer fram á Hampden Park i Glasgow 12. mai 1976. Þetta var ákveðið i gær, og þá var einnig ákveðið að úrslitaleikur Evrópukeppni bikarmeistara fari fram á Parc Astrid-leikvellinum i Brússei 5. mai. Puskas DI STEFANO Þegar úrslitaleikurinn fer fram á Hampden Park, verða 15 ár lið- in siðan siðast var leikinn þar úr- slitaleikur i Evrópukeppni meistaraliða — en Real Madrid og Eintrach Frankfurt mættust þar 1960. 135 þús. áhorfendur sáu leikinn sem er talinn bezti úrslitaleikur- inn, sem hefur verið leikinn i meistarakeppninni. Real Madrid, með allar sinar frægu stjörnur, vann þá góðan sigur (7:3) yfir v- þýzka liðinu. Knattspyrnustjörn- urnar Di Stefano (3) og Puskas (4) — skoruðu mörk spænska liðs- ins, sem var ósigrandi á þessum árum. I dag er Real Madrid-liðið með i keppninni, og er það talið liklegasta liðið, til að bera sigur úr býtum. sviðsljósinu i kvöld i Laugardals- höllinni, eru: Ólafur Benediktsson, Val Guðjón Erlendsson, Fram Ólafur H. Ólafsson, Dankersen Stefán Gunnarsson, Val Jón Karlsson, Val Axel Axelsson, Dankersen Arni Indriðason, Gróttu Björgvin Björgvinsson, Viking Gunnar Einarsson, Göppingen Páll Björgvinsson, Viking ólafur Einarsson, Donzdorf Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Það er ekki hægt að segja annað en að liðið liti vel út — bæði i sókn og vörn. Áfram island! Handknattleiksunnendur geta veitt landsliðinu ómetanlegan styrk með þvi að fjölmenna i Mikill darraðardans var stiginn í Laugardalshöll- inni, þegar Ármenningar og KR-ingar leiddu þar saman hesta sína í 1. deildarkeppninni á þriðju- dagskvöldið. Leikurinn var allan tímann mjög fjörug- ur og skemmtilegur, sér- staklega lokaminúturnar, þegar Ármenningum tókst að vinna upp 8 stiga for- skot KR-inga — og komast yfir 83:81 með góðri körfu frá Jóni Sigurðssyni. Þegar hér var komið sögu, lentu blökkumönnunum Curtis Carter, „Trukkurinn” hjá KR,og Jimmy Rogers saman og voru hnefarnir látnir tala — blóðug slagsmál brutust út. Þegar búið var að stilla til friðar, tók Björn Christinssen tvö vitaköst fyrir Ármanns-liðið — skoraði úr þeim báðum og tryggði Armenningum sætan sigur 85:81. Jimmy Rogers lék aðalhlút- verkið hjá Ármenningum i leikn- um — hann var stórkostlegur og skoraði 35 stig. „Trukkurinn" og Kolbeinn Pálsson voru beztu menn KR-liðsins. „Trukkurinn” skoraði 26 stig, en Kolbeinn var potturinn og pannan i leik KR- liðsins. Kolbeinn fór útaf undir lok leiksins — 5 villur — og datt þá botninn úr KR-liðinu og Armenn- ingar tryggðu sér sigur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.