Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 19. desember 1975. Gleöi og eftirvænting skin úr hverju andiiti. Félagarúr HSH á landsmóti UMFÍ á Akranesi f sumar. Liö Strandamanna kemur næst á eftir. með ungu fólki i SÍÐASTA þætti tókum viö tali tvo framkvæmdastjóra hjá hér- aössamböndunum, þá Arnald Bjarnason i Suöur-Þingeyjar- sýslu og Hermann Nielsson á Austurlandi. Nú höldum viö áfram þar sem frá var horfiö og ræöum viö einn framkvæmda- stjóra enn, en sá er Ingimundur Ingimundarson framkvæmda- stjóri hjá Héraössambandi Snæ- felisness- og Hnappadalssýslu. Einnig segjum viö örlitiö frá starfi Ungm ennasambands Austur-Húnvetninga. Strandamaður i húð og hár Ingimundur Ingimundarson hefur starfað meira og minna hjá ungmennafélögunum i rúm- lega tiu ár. Hann hefur bæði verið þjálfari og framkvæmda- stjóri og þrautþekkir málefni hreyfingarinnar. Ingimundur er Strandamaður i húð og hár, og þar hóf hann sinn starfsferil, sem þjálfari. Siðar varð hann framkvæmdastjóri og þjálfari hjá UMSS og dvaldi i Skagafirði i nokkur ár. Jafnframt stundaði hann kennslu á Sauðárkróki. Siðan var hann framkvæmda- stjóri hjá Héraðssambandi Strandamanna i eitt sumar, en tvö siðustu sumrin hefur hann starfað hjá Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu. Ingimundur sagði, að þaö færi ekki saman að vera bæði þjálf- ari og framkvæmdastjóri. Það yrði til þess að annað starfiö liöi fyrir hitt. Rétta stefnan væri sú, aö hvert félag hefði yfir leið- beinanda eða þjálfara aö ráða, en sambandið réði siðan fram- kvæmdastjóra, sem annaðist daglegan rekstur sambandsins, undirbyggi mót og skipulegði æfingar, jafnframt þvi sem hann skipulegði fjáröflunar- starfsemina. En þótt rétt væri að hvert félag hefði yfir sinum leiðbein- anda að ráða, væri þar að auki vel athugandi að sambandið hefði á að skipa einum góöum aðalþjálfara, sem gæti ferðazt á á milli og litiö eftir æfingum. Alvarlegan skort á félagsleið- togum kvaö Ingimundur standa starfsemi margra sambanda mjög fyrir þrifum. Fjölmörg félagsmálanámskeið hefðu mikið bætt úr þessari brýnu þörf, og af þeim hefði komið margt góðra félagsforustu- manna. Og það væri sin skoðun, og margra fleiri að öllum væri mikill fengur i að eiga þess kost að sækja slik námskeið. Skól- arnir hefðu þvi miður brugðizt mikið þvi hlutverki sinu aö veita unglingunum nægjanlega tilsögn i félagsstörfum. Slikt væri hverjum manni mikil nauösyn, og gætu þeir notað þá kunnáttu við fjölmörg tækifæri. Starfsemi HSH aðallega á íþróttasviðinu. Þessu næst vikum við Ingi- mundur talinu að starfsemi HSH, og sagði hann að hún væri aðallega á iþróttasviðinu. Hins vegar væri mikið starf óunnið á félagssviðinu. Snæfellingar ættu góðu frjálsiþróttafólki að skipa, og I Stykkishólmi væri gott körfuknattleikslið og knatt- spyrnulið i Ólafsvik. iþróttaaðstaðan á Snæfells- nesi væri þó léleg, að undan- skildum sæmilegum grasvelli hjá Breiðabliki I Miklaholts- hreppi. I Ólafsvík væri iþrótta- hús, sem notaö væri sem sund- laug á sumrin, og þar væri knattspyrnuvöllur en engin að- staða fyrir frjálsar iþróttir. A Hellissandi væri unnið að endurbótum á íþróttaaðstöðunni og iþróttamannvirki i byggíngu. Nú er I undirbúningi kynningarrit um HSH, og verð- ur þvi dreift á öll heimili á sam- bandssvæðinu. Þar verður greint frá starfsemi sambands- ins I máli og myndum og þess vænzt, að eftir útkomu þess verði engir ibúar á svæðinu, sem ekki viti hvað HSH er. 4 Margir eru þeir, sem sýnt hafa HSH mikinn skilning, og má nefna, að sveitarfélögin á sambandssvæðinu styrkja starfsemi sambandsins veru- lega. Flest sveitarfélögin veita styrk, sem nemur um 100 kr. á Ibúa I sveitarfélaginu, en sum leggja fram verulega hærri upphæð. T.d. greiðir eitt sveitarfélagið 200 kr. á hvern Ibúa. Slikt er verulegur stuðningur, sem vissulega hvet- ur forráðamenn sambandsins til dáða. Þá eru atvinnurekendur mjög skilningsrikir á starf sambandsins og gefa ungling- unum yfirleitt fri úr vinnu, þeg- ar þeir eru að fara á æfingar eða til keppni. Að lokum sagði Ingimundur, að það sem mesta áherzlu bæri að leggja á væri að auka unlingastarfið sem allra mest. Það hefði verið gert hjá HSH sl. tvö ár, og árangur þess væri að koma mjög greinilega i ljós. Allt kapp yröi að leggja á að æska landsins tæki þátt i hollum leik og skemmtilegri keppni, fremur en aðlát.a timann liða, hangandi á sjoppum, drekkandi kók og et- andi Prins Polo. Mikið starf hjá USAH Ungmennasamband Austur- Húnvetninga hefur innan sinna vébanda átta ungmennafélög. Þar var á siðasta sumri i fyrsta sinn ráðinn framkvæmdastjóri, og var sá Pétur Eysteinsson. Þá hefur sambandiö um margra ára skeið haft starfandi iþrótta- þjálfara nokkurn tima á hverju ári. Siðastliðið sumar voru tveir þjálfarar i starfi hjá samband- inu. Annar þeirra leiðbeindi i frjálsum iþróttum, en hinn annaðist knattspyrnuþjálfun. Auk þess leiðbeindu margir áhugamenn innan félaganna. Nú er unnið markvisst að þvi að reyna að auka iþróttaáhuga unglinganna i héraöinu. Hefur verið leitað samvinnu við skól- ana um það, og gengst sam- bandið fyrir keppni I nokkrum greinum Iþrótta milli skólanna i vetur. í nóvember fór fram knatt- spyrnukeppni. Eftir áramótin verður siðan frjálsiþróttakeppni og keppni i sundi. Sambandið útvegar farandbikara, til keppninnar. Mikill áhugi virðist vera hjá unglingunum á þessari keppni, og kennarar skólanna leggja mikið starf af mörkum við framkvæmd hennar. Hvert sumar eru haldin mót i frjálsum iþróttum, knattspyrnu og sundi innan héraðs, og kepp- endur eru sendir á mót utan héraðs. Þá hafa nokkrar landgræöslu- ferðir verið farnar og starfs- iþróttir stundaðar, þó I litlum mæli sé. Vaxandi skilningur sveitarstjórnamanna Fjárhagur sambandsins byggist að verulegu leyti á mik- illi fjáröflunarstarfsemi ung- mennafélaganna. Auk þess hafa sveitarfélögin sýnt starfsemi sambandsins vaxandi skilning á liðnum árum, og á yfirstand- andi ári munu þau styrkja sam- bandiö verulega. Þá hefur það ætið notið góðra styrkja frá sýslusjóði. Þessi mikla fyrir- greiðsla ráðamanna i héraðinu hefur oröiö sambandinu mikil hvatningtilaðreynaaðgera sem mest gagn. En þótt oft sé mikið starfaö, er þó langt i frá að nægilega mikið sé gert. Verk- efnin blasa hvarvetna við og kalla á starfsfúsar hendur. Oft er þvi haldið fram, að nú sé meiri félagsleg deyfö yfir allri félagsstarfsemi en áður var. Vel má það satt vera. A hitt ber þó að lita, að við miklu fleira er nú við að vera en áður var. En þaö sem hvað mest háir allri félagsstarfsemi er þó sú staðreynd, að skólarnir hafa ekki alið æsku landsins upp til aö taka þátt i félagsstarfi. Unga fólkinu er ekki kennt að tjá sig, og koma skoðunum sinum á framfæri. Hin frjálsu félög hafa reynt að bæta úr þessu á liönum árum. M.a. með þvi að koma á fót mörgum félagsmálanám- skeiðum. Fyrir nokkrum árum gekkst Ungmennasamband Austur- Húnvetninga fyrir nokkrum námskeiðum. Var mikill áhugi á þeim og feiknagóð þátttaka. Nú hefur verið ákveðiö að fara af stað með fleiri námskeiö og verða þau væntanlega haldin i janúar eða febrúar. Þá má ekki gleyma að minn- ast á menningarþáttinn, sem Ungmennasamband Austur- Húnvetninga hefur ætið beitt sér verulega fyrir. Arlega hefur það staöið fyrir fræöslu og menning- arvöku, Húnavökunni. Mörg félög og félagasamtök hafa að- stoðað sambandið við að gera þessa hátið vel úr garði. Og auk þess að Húnavakan er stór liður i menningarlifi héraðsins hafa þau félög og samtök, sem að henni standa árlega nokkurn fjárhagslegan ávinning af. En hitt er lika jafnmikil stað- reynd, að með Húnavöku afla þessi félög rikissjóði verulegra tekna. Já, meiri tekna, en allur styrkur rikissjóös er til 'æsku- lýðsstarfs i héraöinu. A þvi þyrfti aö verða breyting. Könnun á æskulýðsmálum Nú hefur veriö gerð örlitil grein fyrir starfi ungmenna- og iþróttafélaga á nokkrum stöð- um úti á iandsbyggðinni, og verður staðar numið að þessu sinni. En rétt er aö minna á, að æskulýðsmái hafa mjög veriöTtil umræðu að undanförnu, og vlð- tækar kannanir hafa verið gerð- ar á þeim málum. M.a. fór á sl. vori fram könnun á æskulýös- málum á Norðurlandi á vegum Fjórðungssambands Noröur- lands. Þar kom margt athyglis- vert fram, og á þingi sambands- ins á Raufarhöfn sl. haust voru niöurstööurnar ræddar. I framhaldi af þvl voru ýtar- legar tillögur samþykktar, og segir þar m.a.: — Fjórðungs- þingið bendir á þá miklu erfið- leika, sem æskulýös- og iþrótta- starf á Noröurlandi á í vegna skorts á fjármagni, hæfum leiö- beinendum, viðunandi aðstöðu og skipulagningu, og vill I þvi sambandi benda á atriöi, sem stuölað gætu að umbótum i þessu. Sfðan eru ýmis atriði talin upp i ályktuninni, m.a. að rlki og sveitarfélög styðji æskulýðs- starfsemina meira en gert er, og bent er á að eölilegt sé, að riki og sveitarfélög greiöi 30% hvort af kostnaöinum við fé- lagsstarfsemina en félögin sjálf greiöi 40%. Þá er bent á þær miklu tekjur, sem rikið hefur af margskonar skattinnheimtu á æskulýðsstarfið, og kraföist þingið þess, að fullt tillit væri tckið til þess, þegar styrkir eru veittir til félagsstarfseminnar - M.Ó. Aðaláherzian lögð á unglingastarfið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.