Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. desember 1975. TÍMINN 11 V.i--—----——--— Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: í’órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalsjræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsingasimi. 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. -— . Blaðaprenth.L' Fjárlögin Eins og að venju hefur vinna i sambandi við fjárlagafrumvarpið sett meginsvip á störf Alþingis siðustu vikurnar. Undirbúningur og af- greiðsla fjárlaga verður meira starf með ári hverju. Ástæðan er sú, að starfssvið rikisins hefur stöðugt verið að færast út á siðari áratugum. Hinar sameiginlegu þjónustugreinar, sem rikið hefur annazt svo að segja frá upphafi, eins og heil- brigðismál og skólamál, verða lika stöðugt fjöl- breyttari og umfangsmeiri. Af þessu leiðir, að * fjárlagavinnan eykst með ári hverju. Þetta er nauðsynlegt að menn hafi i huga, þegar verið er að tala um, að seint gangi vinnan við fjárlögin, og það fært á reikning fjármálaráðherra, fjárveitinga- nefndar eða Alþingis. Þar eru fyrst og fremst að verki hinar miklu þjóðfélagslegu breytingar, sem hafa verið og eru að gerast. Þær hafa m.a. i för með sér, að svokölluð þjónustustarfsemi sem að verulegu leyti fellur undir hið opinbera, er alltaf að færast i vöxt. Mjög hefur verið rætt um það að undanförnu, að nauðsynlegt sé að hamla meira gegn hinum öra vexti rikisbáknsins svokallaða og draga úr út- gjöldum rikisins. Svo vel fellur slikur áróður mörgum i geð, að risið hafa upp stórir flokkar, eins og Glistrup-flokkurinn i Danmörku, sem þykjast hafa þetta að höfuðmarkmiði. Það er vitanlega sjálfsagt að sýna fyllstu aðgætni i þessum efnum og spyrna við fótum eftir þvi sem hægt er. Hitt verða menn svo jafnframt að gera sér ljóst, að hér er verið að glima við sjálfa þróunina, sem fylgir i kjölfar vaxandi tækni, viðtækari uppgötvana og nýrra viðhorfa i menningar- og félagsmálum. Spitalar krefjast meiri tækja og fullkomnari en áður, skólastarfið krefst nýs og betri aðbúnaðar, svo að aðeins tvennt sé nefnt. Atvinnuvegirnir þarfnast meiri visindastarfsemi og upplýsinga, ef þeir eiga ekki að dragast aftur úr. Kröfurnar um sameiginlega þjónustu vaxa alltaf og koma oft ekki siður frá þeim sem halda fram einkarekstri en rikisrekstri. Þannig liggja nú fyrir Alþingi óskir frá iðnrekendum um stóraukna rannsóknastarf- semi og ráðunautastarfsemi, likt og átt hefur sér stað hjá landbúnaðinum um áratugi. Þetta gæti vafalaust orðið þessari mikilvægu atvinnugrein að miklu gagni, en það kostar peninga og yrði dýrt i framkvæmd, ef það ætti að koma að fullu gagni. Flest bendir þó til þess, að þeir skattar, sem hið opinbera innheimti vegna slikrar starfsemi, myndu skila sér margfalt aftur, beint og óbeint, i þjóðarbúið. I umræðum um skattamál gætir þess alltof oft, að gefið sé i skyn, að rikið sé eins konar ófreskja, sem leggi háar álögur á borgarana en láti litið i staðinn. Þeir sem þannig tala og skrifa, sleppa oft- ast að geta þess, að i mörgum tilfellum eru skatt- arnir ekki annað en tilfærsla. Það er verið að færa fé frá þeim, sem betur mega, til hinna sem hallari fæti standa. Þetta gildir t.d. um útsvarsálagið, sem nú er lagt á vegna trygginganna. Það er byggt á þvi, að réttlátara sé að leggja á skatt með þess- um hætti, heldur, en að láta t.d. þá, sem liggja sjúkir og óvinnufærir á spitölum, greiða þar sér- stakt legugjald. í raun réttri má segja, að allir skattar, sem eru lagðir á vegna trygginga og heil- brigðismála, séu ekki annað en tilfærsla, en hér er um að ræða hvorki meira né minna en 35% af rikisútgjöldunum. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Hvernig verður friður tryggður í Evrópu? Verður haldinn Evrópufundur um náttúruvernd og orkumál? Ford og Bresjnef Viða gætir nú nokkurra von- brigða, vegna þess að álykt- anir Helsinkifundarins bera ekki eins fljótt sýnilegan árangur og hinir bjartsýn- ustu virðast hafa gert sér vonir um. Þeir virðast m.a. hafa gert sér vonir um skyndibreytingu i löndum Austur-Evrópu, en slíks var vitanlega aldrei að vænta. Hins vegar geta aukin frið- samleg samskipti leitt til breytingar þar smátt og smátt. íhaldsflokkar vestan- tjalds, ásamt Kinverjum, reyna að nota sér þetta. A nýloknum fundi leiðtoga kommúnistaflokka i Austur-Evrópu, sem haldinn var i Varsjá, var m.a. rætt um, hvernig ætti að mæta þessum áróðri af hálfu þeirra, og keniur það fram i eftirfarandi grein: HVAÐ nytsamlegt er hægt að gera i náinni framtið til að styrkja friðarþróunina i Evrópu? Margar grundvall- arhugmyndir varðandi þetta mál er að finna i yfirlýsingu leiðtoga sósialisku rikjanna, er birt var í Varsjá i tilefni af sjöunda þingi Sameinaða pólska verkamannaflokksins. — Efling gagnkvæms trausts og jákvæðrar sam- vinnu: — Evrópuþing eða millirikjafundur til að ræða samvinnu á ýmsum sviðum mannlegra samskipta (náttúruvernd, samgöngu- mál, orkumál) — Framþróun á sviði hernaðarlegrar spennuslökunar, einkum i sambandi við Vinarviðræð- urnar. Þetta eru nokkur atriði brýnna viðfangsefna, sem Leonid Bresjnef, aðalritari miðstjórnar KFS, setti fram i ræðu, er hann hélt i Varsjá, en hann var formaður sovézku sendinefndarinnar á þinginu. Edward Gierek, fyrsti ritari Sameinaða pólska verka- mannaflokksins, sem flutti áætlunarskýrslu á þinginu, lagði einnig mikla áherzlu á mikilvægi niðurstaða Evrópu- ráðstefnunnar, sem hann kallaði „ótviræðustu og mikil- vægustu merki um aðhvarf til friðarþróunarinnar.” Hann lagði áherzlu á, að framtið Evrópu væri komin undir friðaröflunum. Þjóðir megin- lands okkar vilja ekki hverfa aftur til tima haturs, átaka og styrjalda. AÐGÆTINN Jréttaskýr- andi, sem kynnir sér þessar yfirlýsingar mun tvimæla- laust benda á það traust, sem er rikjandi i hinni sósialisku Austur-Evrópu, traust á raun- verulega möguleika þess að sækja fram eftir þeirri braut, sem mörkuð var af löndunum 35 á Evrópuráðstefnunni um öryggis- og samstarfsmál. T yfirlýsingunum er einnig lögð áherzla á þá trú, að allir aðilar að ráðstefnunni, sem undirrit- uðu lokaály ktunina, muni gera ráðstafanir til þess að framkvæma hana. Eins og Edward Gierek benti á, meta sósialisku rikin réttilega dýt- mætt framlag raunsærra stjórnmálaafla i auðvaldsrikj- unum til spennuslökunar, svo og þeirra leiðtoga vestrlnna sem hafa stuðlað mjög að já- kvæðum umbreytingum á vettvangi alþjóðamála. Þvi miður stigu viss áhrifa- mikil öfl á Vesturlöndum skref i gagnstæða átt, strax eftir Helsinkifundinn. Herferð vill- andi upplýsinga og óhróðurs um sósialistarikin, og hvers konar áreitni i þvi skyni að vekja gremju og spilla and- rúmsloftinu — allt er þetta siður en svo i samræmi.við anda þeirra ákvarðana, sem teknar voru á Evrópuráð- stefnunni. Birting texta loka- ályktunarinnar, i þvi skyni áð fræða allan almenning um hina sönnu merkingu þess samkomulags, sem náðist i Helsinki, var þvi miður ekki framkvæmd á Vesturlöndum jafn rækilega og i sósialisku rikjunum, né eins og ráð var fyrir gert i sameiginlegri samþykkt þátttakenda i Evrópuráðstefnunni. MÖRG DÆMI mætti nefna til að sýna fram á réttmæti þeirrar gagnrýni, sem beint er gegn vestrænum aðilum að spennuslökuninni, einkum þeim, sem „móta skoðanir” almennings (stjórnendur auð- valdsblaðanna), svo og stjórn- málamönnum og hers- höfðingjum, sem hafa það að uppáhaldsiðju að breiða út kenningarnar um „hættulegt eðli” friðarþróunarinnar. Slikur er grunntónninn i mörgum ræðum Josephs Luns, aðalframkvæmdastjóra Nató, og fleiri leiðtoga At- lantshafsbandalagsins, t.d. Hill-Norton, svo og i ræðum, er fluttar voru á þingum Ihaldsflokksins i Bretlandi, Kristilega demókrataflokks- ins i Vestur-Þýzkalandi o.s.frv. Hinn sundurleiti hópur andstæöinga friðarþróunar- innar, sem sameinar i einu bandalagi þá, sem syrgja fall fasismans i Portúgal og þá. sem eiga samvinnu við Maó- kista i tilraunum þeirra til að brjóta á bak aftur þjóðfrelsis- hreyfinguna i Angóla með hjálp málaliða, lýsir sér bezt sjálfur. Þetta bandalag er myndað af þjóðum og öflum. sem hafa veðjað öllu sinu póli- tiska fé á kalda striöiö. LEONID Bresjnef ræddi um nauðsyn þess að hrinda Hel- sinkisamkomulaginu smátt og smátt i framkvæmd i samskiptum þjóða innan Evrópu og beindi athyglinni sérstaklega að þeirri hug- mynd að halda Evrópuþing eða millirikjaráðstefnu um ákveðin atriði raunhæfrar samvinnu, svo sem umhverf- isverndarmál, þróun sam- göngumála, orkumála o.fl. mál, sem bent er á i lokaálykt- uninni að séu vettvangur gagnkvæmt hagstæðrar sam- vinnu. Slik samvinna. eining hugar og góðs vilja, ryöur brautina fyrir aðgerðum til að treysta nndirstöðu friðarins og gera spennuslökunina að veruleika. Leonid Bresjnef ræddi um hernaðarlega spennuslökun og benti einnig á nauðsyn þess að stuðla að þvi að verulega miði áfram i viðræðunum um fækk- un i herjum og minnkun vig- búnaðar i Mið-Evrópu. Athugull fréttaskýrandi mun áreiðanlega veita athvgli orð- unum um einlægan vilja Sovétrikjanna til þess að slik- ur árangur náist.Vonandi er. að þessi staðfesting á einlæg- um fyrirætlunum Sovétrikj- anna og annarra sósialista- rikja verði viðræðunum i Vin nýr hvati. Aðalatriðið er að sækja stöðugt og ákveðið fram á þeirri braut. sem þegar hefur verið mörkuð.'og að efla gagn- kvæmt traust. Á þessum grundvelli byggja sósialisku rikin afstöðu sina. en viðleitni þeirra beinist að þvi að fyrsti nýgræðingur friðarþróun- arinnar fari að skjóta upp kollinum. vonir og raunhæfir möguleikar á að tryggja varanlegan frið til handa nú- lifandi og komandi kynslóð- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.