Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 13
12 TÍMINN Föstudagur 19. desember 1975. Föstudagur 19. desember 1975. TÍMINN 13 ■— í stormun samtíðar sinnar Gunnar M. Magnúss: SÆTI NÚMER SEX 343 bls. Skuggsjá 1975. ÞETTA ER i raun og veru stjórnmálasaga. Meginefni bökarinnar er að segja frá stjórnmálaafskiptum Gunnars M. Magnilss ogstörfum hans að þjóðmálum i viðri merkingu þess orðs. Bókin hefst á þvi, er Friðrik Hjartar, skólastjóri á Suðureyri, hittir Gunnar M. Magnúss á förnum vegi skömmu fyrir kosningarnar 1923 og segir, að nú verði Asgeir Ásgeirsson (sem siðar varð for- seti íslands), i framboði fyrir Fr a m s ók na r fl okki nn i Vestur-ísafjarðarsýslu, og „við verðum að styðja hann sagði Friörik.” Þegar þetta gerðist, var Gunnar M. Magnúss bráöungur maöur, áhugasamur og lifandi, og hann lýsir þvi mjög skemmtilega, hvernig heima- menn fylgdust með glimu kapp- anna, Ásgeirs Ásgeirssonar og Guðjóns á Ljúfustöðum. „Þeir mættustá hösluðum velli, annar seigsterkur og forn, hinn mjúk- ur og lipur..” Sumarið leið, 27. október átti að kjósa. Þá féll dómurinn. Hin gamla kempa Guðjón Guð- laugsson hlaut aðeins 341 atkvæði, en Asgeir Ásgeirsson 620 atkvæði. Ekki er fráleitt að hugsa sér, að hinn glæsilegi sigur Asgeirs Asgeirssonar hafi kveikt eldleg- an stjórnmálaáhuga hjá þeim ungu mönnum, sem studdu hann á fyrstu göngu hans hin- um pólitiska vettvangi. Svo mikið er að minnsta kosti vist, aö réttum áratug siðar er Gunn- ar M. Magnúss sjálfur kominn „i slaginn” og kveðst hafa gert það fyrir Jón Axel Pétursson að gefa kost á sér til framboðs fyrir Alþýðuflokkinn á heimaslóðum sinum i Vestur-lsafjaröarsýslu. Einna skemmtilegastar þýkja mér þó sögurnar af framboðs- fundunum sumarið 1934. Þá voru kjördæmabreytingar og umrót i þjóðfélaginu, flokkar að gliðna. 1 þessum kapitula segir frá þvi, að eitt sinn hafi fram- boðsfundur verið haldinn undir beru lofti, þar sem „fólk sat eða lá i hvirfingu í víðum lautar- slakka þar i túnjaðrinum, en ræðumenn töluðu frá brekku- brúninni.” Þetta var á Þóru- stöðum i önundarfirði. — Ég minnist þess ekki að hafa áður heyrt sagt frá pólitiskum fundi i svo rómantísku umhverfi, og má þó vera, að slikt hafi ekki verið einsdæmi. Og þarna var það, sem Gunnar M. Magnúss segir, að Halldór vinur minn á Kirkjubóli, hafi tekið andstæð- ing sinn svo hressilega I karp- húsið, að hann „þeytti yfir hann oröunum, sem skullu á honum einsog steinkast.” Vel má vera, að rétt sé frá sagt, og skal ekki rengt hér, en vist er Halldór á Kirkjubóli liklegri til þess að velta steini úr götu náungans en aö grýta hann jafnvel þótt um pólitiskan andstæðing væri að ræða. En fleira er pólitik en að standa i fundastappi, þegar kjósa skal til Alþingis^l þessari bók er einnig mikið rætt um baráttuna gegn dvöl bandarisks herliðs á tslandi, en eins og kunnugt er var Gunnar M. Magnúss lengi einn helzti for- ystumaður i þeirri baráttu og hlaut fyrir þaö nafngiftina Gunnar „gegnherilandi”, svo sem frægt er orðið. Þótt þessi bók sé, eins og ráöa má af framansögðu, nokkurs konar pólitisk ævisaga Gunnars M. Magnúss væri ranglátt að Gróandi þjóðlíf Erlingur Daviðsson skráði: Aldnir hafa orðið. Frásagnir og fróðleikur. Bókaútgáfan Skjaldborg. 1 þessu bindi eru frásagnir sjö manna. Þar kemur fram þjókunnur rithöfundur og stjórnmálamaður úr fremstu röð, húsmóðir i sveit, bila- vi ö g er ða m a ðu r , bóndi, verkstjóri, sem meðal annars hefur gert ýmsa fiskvegi og byggingameistari, sem átti sér draummann sem leiöbeindi honum oft. Þannig er þetta sundurleitt lið, sitt úr hverri áttinni, en þó allt samstarfs- menn aö islenzkri menningu. Og allir hafa þeir frá ýmsu að segja sem gott er að heyra og vita. Stundum heyrist eitthvaö i þá átt að litið hóf sé að hvað skrifað sé af minningabókum. Þetta er þó hin forna sagnahefö ís- lendinga. Mér verður nú á seinni árum oft hugsað til þess sem ég heyröi ungur af vörum gamla fólksins, frásögur af lifs- reynslu þess sjálfs og annarra. Þær sögur urðu ekki skráðar. Nú tef ég mig hafa vit á að segja þvi miður. Sannleikurinn er sá að minningabækurstanda fyllilega fyrir sinu sem afþreyingarbæk- ur. Aul þess eru þær þjóðlifs- myndir. Stundum eru þar mannlýsingar sem hafa ótvirætt menntagildi. Hitt er sárast að stundum viröist vera um þetta efni fjallað af fólki sem ekki veldur viðfangsefninu svo að minna verður úr en efni standa til. Það væri gaman að geta hér nokkurra dæma i þessari bók þvi af nógu er aö taka. Það verður þó ekki gert en Erlingur Daviösson kann sitt verk, bæði að velja sér fólk og að koma á framfæri þvi sem það hefur að segja. Þetta er þriðja bindið sem ber nafnið: Aldnir hafa orðið. Flest- ir hygg ég að hafi gaman af að lesa þau, en hitt veit ég, að hver sá, sem lesið hefur veit töluvert um Islenzkt þjóðlif og þróun þess á þessari öld, skilur betur og þekkir islenzka menningu. ll.Kr. segja, að ekki væri slegið þar á fleiri strengi. Við fáum að kynn ast veru höfundarins I Kenn- araskóla Isl. Það sem hann segir um Magnús Helgason skólastjóra er þeim báðum til sóma, Gunnari og Magnúsi: „Skólastjóri var séra Magnús Helgason, presturinn hógværi, gáfaði og fróði. Hann var virtur og haföi ekkert fyrir þvi að stjórna skólanum með prýði.” (Bls. 29). Og margra fleiri manna er minnzt með virðingu og hlýhug. Má þar til nefna skáldin Jón úr Vör, og Ólaf Jó- hann sigurðsson, en ólafi hafði Gunnar Kynnzt, þegar hinn fyrrnefndi var aðeins tæpra fjórtán ata gamall, — ungur piltur á Torfastöðum i Grafn- ingi. Áður en sleginn verður botn i þennan greinarstúf, er'ekki úr vegi að vikja örfáum orðum að máli og stil bókarinnar. Gunnar M. Magnúss skrifar þekkilegt mál, lipran og yfirlætislausan stil. Þó verður honum á einum stað alvarlegur fótaskortur á notkun sagnarinnar að „forða” sem nú á dögum treður sér alls staðar inn, i tima og ótima, jafnvel í mál beztu rithöfunda. GunnarM.Magnússsegir neðst á bls. 178, aö nauðsynlegt sé, „að forða slysum og heilsu sjó- manna.” Þarna er sögnin að forða bersýnilega notuð i þeirri nýmóðins merkingu ,,að koma i veg fyrir”, en það er ekki rétt vel samrækilegt að koma i veg fyrir slys og koma jafnframt I veg fyrir heilsu sjómanna. — Slik slys sem þetta eiga ekki að þurfa að henda jafnágæta menn og Gunnar M. Magnúss, en þetta dæmi sýnir vel, hvilik nauðsyn það er að vera sifellt á verði gagnvart tizkufyrirbærum i notkun orða. 1 upphafi siðasta kafla bókar þeirrar, sem hér er til umræðu, kemur skýringin á nafni henn- ar. Kaflinn hefst á þvi, að Einar Olgeirsson leiðir Gunnar M. Magnúss að sæti númer sex i Neðri-deildar sal Alþingis, en Gunnar átti að taka sæti á þingi sem varamaður Sigurðar Guönasonar, 6. þingmanns Reykjavikur. Þetta gerðist 8. dag. febrúarmánaðar árið 1955, fyrir rúmum tuttugu árum. Þessi kafli bókarinnar þykir mér skemmtilegur, ekki sizt fyrir þá sök, að Gunnar M. Magnúss lætur sig ekki muna um að birta palladóma um alla, sem sátu á Alþingi samtimis honum þennan vetur, það er að segja, hann lýsir þeim, eins og þeir komu honum fyrir sjónir. Þetta verk finnst mér Gunnari M. Magnúss farast vel úr hendi. Hanngerir sér ekki mannamun, hælir andstæðingum sinum engu siður en samherjum, og hefur auga fyrir þvi sem bros- legt er, án þess þó að vera hæð- inn eða meinlegur. Hann segir, aö Páll Zóphóniasson hafi alltaf verið Páll Zóphóniasson, „en ekki Jón eða Guðmundur eftir atvikum. Hann hafði sjálfstæð- ar skoðanir og nennti að hugsa....” En um Vilhjálm Hjálmarsson núverandi menntamálaráðherra, segir Gunnar, að hann hafi vecið „einna islenzkastur allra þarna innan dyra.” Þetta er skemmtileg bök. Kannski eru stjórnmálastörf ekki heldtfr alveg eins afspyrnu- leiðinleg ogNmörgum hættir til að halda, sem utan við þann vettvang standa? — VS. Þeir hrundu vorum hag á leið Faðir minn — Bóndinn. Gisli Kristjánsson bjó til prentunar. Skuggsjá. Hér skrifa 14 bændabörn, hvert um sinn föður. Feðurnir voru margir þjóðkunnir menn. Sumir voru forustumenn i fé- lagsmálum bænda, sumir á miklu viðara sviði en stéttar- málanna. Það er vandi að skrifa um sina nánustu. Margur maðurinn hefur raunar minnzt móður sinnar eöa föður svo að myndar- lega væri gert og fengur að. Og ekkert er eðlilegra en fólk segi frá foreldri sinu. Samt er alltaf sú hætta yfirvofandi að menn hiki við af hræðslu við oflof þó að ósjálfrátt væri. Þetta sýnir sig I þessari bók i þvi að flestir kalla aöra til vitnis um föður sinn og birta kafla úr eftirmæl- um og afmælisgreinum. Flest- ir munu lika ætla að sá sem ekki er vandabundinn sé hlutlausari i dómum. Ég var ekki kunnugur nema einum þessara bænda, Kristni á Núpi, en fundum minum bar saman við fimm aðra og eru þeir mér allir minnisstæöis. Þeir koma mér nú allir kunnug- lega fyrir i þessari bók en þetta eru þeir Guðbjartur á Hjaröar- felli, Jakob á Lækjarmóti, Sverrir I Hvammi, Jón i Yzta- felli og Helgi á Seglbúðum. Allt eru þetta menn sem gaman var að sjá og vert er að muna. Svo er og efalaust um hina átta, en þar eru þjóðkunnir skörungar eins og Bjarni i Asgarði, Guð- mundur á Stóra-Hofi, Þórarinn á Hjaltabakka og Magnús á Blikastöðum, Og þó að færra hafi ef til vill veriö rætt um Friörik i Efrihólum, Gisla á Hofi, Jón i Bæ og Björn i Hnefilsdal voru þeir allir gagn- merkir menn sem lyftu sveit sinni og stétt. Margir þessara manna voru löngum önnum kafnir við fé- lagsstörf. Mérhefur orðið minn- isstæð smásaga sem Gunn- laugur Björnsson i Brimnesi, kennari á Hólum, sagði mér. Hann var ungur ásamt öðrum manni við umferðarvinnu hjá Búnaðarfélagi Torfalækjar- hrepps. Þeir komu að Hjalta- bakka að kvöldi dags en Þóra- inn bóndi var ekki heima. Þeim var þvi ekki visað til verks fyrr en daginn eftir. Þá var það áður en gengið var til vinnu, er þeir sátu yfir morgunverði meö bónda að þar kom tali þeirra að þeir fóru lofsorði um búskap á þeim bæ, er þeir komu siðast frá. Þórarinn tók undir það, en bætti við: „Það er heldur ekki haft I hjáverkum”. Gunnlaugur sagði að þetta hefði veriö þannig sagt að sér heföi skilizt að samt sem áöur þyrfti stéttin og atvinnuvegur- inn þess með aö einhverjir sinntu öðru og fleira en brýn- ustu nauðsynjastörfum heima fyrir. En i huga mér hefur jafn- an eins konar tign sveipað Þórarin á Hjaltabakka siöan-ég las ungur i Alþingistiöindum 1924—1927. Mér fannst hann flestum málefnalegri i ræöu- gerð, gagnorðurog drengilegur. En nú mun þykja nóg komið af skrafi um persónuleg kynni og viöhorf til þeirra bændahöfö- ingja sem getið er i þessari bók. En vel eru þeir verðir þess að minning þeirra sé geymd á bók þvi að öll eigum við þeim ærið að þakka. H.Kr. Á tindi listar sinnar Kristján frá Djúpalæk: Sólin og ég. Ljóð. Útg. Bókaforlag Odds Björnssonar. „Þetta land skamma stundbjómér stað. Ég er strá þess i mold. Ég er það.” Nýlega er komin út ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk, sem hann nefnir: Sólin og ég. Bókin er smekklega mynd- skreytt af séra Bolla Gústavs- syni. Skáldið helgar Unni konu sinni þessa bók. Hún er útgefin af Bókaforlagi Odds Björnsson- ar og mjög vönduð og smekkleg að öllum frágangi. Þetta er að minum dómi bezta bók skáldsins. Hér er hann á tindi listar sinnar. Bókin er samfelld heild með mörgum af- bragðs kvæðum. Þau leyna á sér þessi kvæði. Bak við þau er mikiö mannvit og reynsla, oft framsett i ýmsum táknum. Það er einkenni þessara kvæða, eins og alls góðs skáldskapar, að þau batna alltaf þvi oftar sem þau eru lesin. En fyrst og fremst eru þetta þó ljóðræn kvæöi, sem allir munu njóta, sem unna ljóð- um. 1 bókinni eru nokkrir ljóða- flokkar: Björkin, Hafiö og Hulduland. Mynda þeir vissar heildir i bókinni. Fjóröi fiokkur- inn er Siðasta bréf til Guðmund- ar Böðvarssonar. Snilldar- kvæði, siðasta kvæði til náins vinar. En hvi er ég aö ræða um þessi ljóð? Betra er að láta þau tala sjálf sinu máli. Eitt kvæði bókarinnar heitir: Þetta land. Það hefst þannig: „Þetta land geymir allt sem ég ann. Býr i árniði grunntónn mins lags. Hjá þess jurt veit ég blómálf mins brags milli bjarkanna yndi ég fann.” Kvæði þetta sýnir hið nána samband skáldsins við náttúr- una. Bréfið til Guðmundar Böðvarssonar byrjar á þessari visu: „Menn vita hvar hönd sú liggur, er ljóð þin skráði: 1 litlum grafreit i byggð þinni fram til dala. En hvar er andinn, skaparinn þú,semskópstþau? Þeir skynja það ei né sjá. Ég veit að hann lifir I ljósi, og til hanség tala.” I bókinni er ágætt kvæði, sem nefnist Eyjan græna.í þvi er hlý kveðja til þessara frænda okkar i fortið og nútið. „Óku seglum eftir vindi irskir munkar, norður hingað. Þráðu land hvar þögnin rikti, þar sem enginn hafði syndgað. Heilir menn með helga dóma, handrit, krossa, fjöðurstafi. Bæn og starfi, bók og Kristi, byggðin vfgðist, nyrzt i hafi.” t ljóðaflokknum Hulduland koma fram ýmsar dularverur, álfar, huldufólk, dvergar og tröll, eins og þær birtast i þjóð- trúnni. Hér er siðasta visan um dvergana: „Dauft er yfir dvergaþjóð, dagur hennar liður. Hroðvirk glottir hraðans öld, handverks dauðinn biður. Sumir slipa samt til kvelds safir meðan birta elds dvin i dvergasmiðju. Dvalins lýkur iöju.” Mun ekki hér einnig vera falin liking? Siðasta kvæðið I fyrri hluta bókarinnar er Sólin og ég. Kveöja til sólarinnar, marg- slungið kvæði, sem leynir á sér. Síðasta visan er þannig: „Sólin hnattför hraðar vestur, hugsar stolt um áform sin, þau að greiða grænt og gullið gróðurlin út við sjó og inn til heiða yfir sporin min.” Siðari hluta bókarinnar nefnir skáldið Glettur og gráglettur. Hér eru nokkur smákvæði i létt- ari dúr. Mörg táknræn kvæði. Snjallt er kvæðið um manninn, sem þoldi ekki að hlusta á söng sólskríkjunnar og hleypti kett- inum út. Auðskilin liking. Þessi bók, eins og fyrri bæk- urskáldsins, bera þess merki, hvernig Kristján hefur endur- nýjað islenzkt ljóðform. Hann yrkir ekki eftir sömu háttum og aldamótaskáldin, heldur hefur skapað aðra nýja, þótt hann haldi hinni fornu hefði islenzks kveðskapar um stuðla og höfuð- stafi. Atómljóð finnast ekki i hans ljóðagarði, þar sem enginn veit hvort ljóðið (?) er list eða leir. En Kristján hefur orðið sam- ferða ýmsum öðrum skáldum við endurnýjungu ljóðformsins. Koma mér þá I hug Guðmundur Böðvarsson, Hannes Pétursson, Snorri Hjartarson og Þorsteinn Valdimarsson. Bókin Sólin og ég mun veita ljóðaunnendum margar ánægjustundir. Þar heldur skáld á penna, sem ekki bregzt bogalistin. Eirikur Sigurðsson Hannes Þórðarson: Mansöngur Hér eru á ferðinni ljóð, sem Hannes hefur ort og gefið út, en prentuð eru þau i Odda h f. Frá- gangur prentsmiðjunnar er i bezta lagi. Ljóðin eru ort til kvenna eins og nafnið ber með sér. Konan flytur birtu, yl og ást inn i lif karlmannsins og það verður henni aldrei þakkað um of. Hannes skynjar konuna i öllu þvi fallega og góða, sem á leið hans verður. Þetta o.fl. er sagt um ástina: „Astinni enginn gleymir, ástin er blóm á teig. Ástin er daggar dropinn draumanna tærust veig.” Kona gengur á fund karl- manns, sem hún ann og þá er sagt: „Ljúf er stund og lokkar þinir leika mér i hönd. Við sjáum glöggt og sækjum beint sólar inn á lönd.” Nú er ár kvenna og konur munu skilja og meta fallegu ljóðin, sem Mansöngurinn flytur þeim. Þessi staka talar sinu máli: „Hönd min og höndin þin, höndin góða, kæra. Vonin þin og vonin min vekur hugsun mæra.” - Hannes fylgir islenzkri ljóð- hefð, og virðist eiga auðvelt með að segja hug sinn. Sigriður Mjólká II tekin í notkun: Stöðvarhúsið við Mjólkárvirkjun. Nýju vélarnar eru I hægri enda hússins. VATNSAFLSORKA Á VEST- FJÖRÐUM EYKST UM 250% Á sunnudaginn var tekin I notkun ný vatnsaflsvirkjun Rafmagns- veitna rikisins á Vestfjörðum. Virkjun þessi hefur verið nefnd Mjóiká II og er stöövarhús henn- ar sambyggt fyrri virkjun Mjólká I fyrir botni Arnarfjaröar. Virkjunin nýtir failorku vatna á háiendi Vestfjarða, i um 500 metra hæð yfir sjávarmál, en miðlunarmannvirki hafa verið byggö við 3 vötn þar, Langavatn, Hólmavatn og Tangavatn. Frá Langavatni liggur um 3800 metra löng þrýstivatnspípa úr stáli nið- ur að stöðvarhúsi við sjávarmál. Fallhæð þessarar nýju virkjunar er sú mesta, sem nýtt hefur verið hér á landi. Virkjunin er fullgerð til notkun- ar, en eftir stendur ýmislegur frágangur, aðallega utanhúss, sem verður að biða næsta vors Gamla stöðin er með 2400 kW vélaafli, en vatn til hennar er tek- ið úr um 200 m hæð yfir sjó. Þegar tekið er tillit til annarra vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum, Fossár við Bolungavik, Engidals og Nónhorns við ísafjörð, sem eru samtalsmeðum 1500 kW vélaafl-, þýðir hin nýja virkjun, Mjólká II, aukningu virkjaðs vatnsafls á Vestfjörðum úr 3900 KW i 9600 KW eða um nær 250%. Varastöðvar verða að vera til staðar A Vestfjörðum er erfiðara um rafvæðingu en i öðrum landshlut- um, vegna veðurfars, linubygg- inga yfir há og brött fjöll og sæs- strengslagna yfir djúpa firði. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að hafa varastöövar, disilstöðvar. á nær öllum fjörðum. Slikar disil- stöövar eru nú á 9 stööum á hinu samtengda svæði frá Flókalundi við Vatnsfjörð til Súðavikur við tsafjarðardjúp. Vélaafl þessara varastöðva er nú um 5.400 kW, þaraf um 2.200 kW sunnan Arnar- fjarðar til öryggis fyrir Bildudal, Sveinseyri, Patreksfjörð og Barðaströndina, vegna bilana, sem kynnu að verða á sæstreng yfir Arnarfjörð. Mesta álagsnotk- un á þessu suðursvæði er nú um 1900 kW og er þvi byggðin þar bet- ur búin varaafli en yfirleitt tiök- ast. Raforkunotkun á Vestfjörð- um var á árinu 1974 um 30 milljón kWst. Með tilkomu Mjólkár II verður framleiðslugeta vatns- aflsvirkjana á svæðinu um 46 milljón kWst á ári. Raforkunotkun eykst hratt Aætlað er að aukning raforku- notkunar á Vestfjörðum verði mjög ör á næstu árum. Raf- magnsveitunum er þvi ljóst að brýna nauðsyn ber til aukinnar orkuöflunar á allra næstu árum. Nú þegar er ákveðið að auka orkuvinnslugetu Mjólkár I þegar á næsta ári, með svonefndri Hofsárveitu og eykst þá vinnslu- getan um 7 milljón kWst á ári og verður i heild um 53 millj. kWst. Kostnaður Hofsárveitu er áætlað- ur um 150 millj. kr. Áætlanir sýna þó að þetta ár- lega vinnslumagn verður fullnýtt á árinu 1978. A þvi ári verður þvi önnur og aukin orkuöflun að koma til, ef ekki á að verða nauö- synlegt að gripa til vara- stöðvanna, disilstöövanna, til stöðugrar vinnslu. Fjallfossvirkjun eða tenging við Norðurlinuna Rafmagnsveiturnar hafa gert áætlanir um aukið vatnsafl inn á svæðið og koma þá tveir valkostir til greina, eða báðir þeirra i hæfi- legri timaröð. Annars vegar er það virkjun Fjallfoss i Dynjandisá, en þar er um 8300 kW virkjun að ræða og 53 millj. kWst vinnslugetu á ári. All- itarleg áætlun hefur verið gerö um þá virkjun, og þar gætt i rik- um mæli náttúruverndarsjónar- miöa. Kostnaður þeirrar virkjun- ar er áætlaður .1500 millj. kr. og vinnslukostnaöur, miðað við fulla nýtingu um kr. 3,70 á kWst. Hinn valkosturinn er tenging Vestfjarðakerfisins við Norður- linu, við Hrútafjörð, en þar með væru Vestfirðir komnir i sam- tand við hinar stóru virkjanir sunnan- og norðanlands. Orkuöfl- un væri hér ótakmörkuö, miðað við fyrirsjáanlega notkun á Vest- fjörðum, en stofnkostnaður slikr- ar tengingar áætlast 1450 milljón kr. Verð orkunnar, komin til Vestfjarða, er samsett af vinnslu- kostnaði virkjana, sem tengjast Norðurlinu, svo og flutnings- kostnaði. Flutningskostnaður er háður magni þeirrar orku sem flutt yrði til Vestfjarða, en ef miö- að er við vinnslugetu Dynjandis- virkjun þá má lauslega áætla að kostnaður veröi til flutnings kr. 3.50 og til orkukaupa um kr. 2.80 eða samtals um kr. 6.30 hver kWst. Innanhéraðsvirkjun hagkvæmust Af þessu verður ljóst, að þaö er fjárhagslega hagkvæmast að taka virkjun innan héraðs, á stærð við Dynjandisárvirkjun, i fyrsta áfanga, og fresta tengingu við Norðurlinu þar til raforku- markaður a Vestfjörðum hefur aukizt verulega. Stefnumið Rafmagnsveitna rikisins hefur verið að byggja vatnsorkuver heima i fjórðungi, af hæfilegri og hagkvæmri stærð, til að fullnægja raforkuþörf ibúa svæöanna til heimilisþarfa og at- vinnurekstrar. Langar og kostnaðarsamar tengilinur eru æskilegar þegar fjárhagslegur grundvöllur er fyr- ir þeim, að þvi er varöar flutn- ingskostnaðá orkueiningu, svo og til bættrar hagkvæmni i rekstri hinna samtengdu orkuvera. Virkjanir og disilstöövar eru stór þáttur i raforkumálum Vest- fjaröa, en fleiri fjárfrekar fram- kvæmdir þarf til. Flutningskerfi raforkunnar innan svæðisins þarf að auka að miklum mun til þess að ibúar og atvinnufyrirtæki á svæðinu geti hagnýtt þá orku, sem framleidd er. Nú stendur yfir bygging nýrrar háspennulinu frá Mjólkárvirkjun til Breiðdals við Onundarfjörð. Ætlazt er til að þeirri framkvæmd verði lokið á næsta ári, en kostnaöur er hér áætlaður um 280 millj. kr. Þá kemur fleira til, svo og styrking innanbæjarkerfa, en allt kostar þetta miklar fjárhæðir. Leiðslurnar að virkjuninni eru 3,8 km á iengd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.