Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.12.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 19. desember 1975. Óvelkominn qestur Einhver piltanna á búgarðinum getur komið með hann aftur við tækifæri. — Get ég látið töskurnar minar verða eftir hérna? — Alt í iagi. Enginn snertir þær hér. Mörgum mánuðum seinna gat Jane ennþá roðnað við tilhugsunina um hvernig henni leið, þegar hún reið framhjá hótelinu, þar sem mennirnir stóðu fyrir utan. Hún var klædd grárri dragt með stuttum jakka og blússu og pilsið var svo þröngt, að hún varð að toga það upp á lærið til að geta setið hestinn. Hún hafði rúllað sokkunum sínum niður að ökla, þar sem hana langaði ekki til að koma til Conway með lykkjuföll upp um alla leggi. Veskið hékk á öðrum handleggnum og litli, svarti hatturinn sat vel fastur á mjúku hárinu. eftir að hún hafði þrýst honum rækilega niður til að missa hann ekki. Það hlaut að hafa verið sjón að sjá hana! Abner óskaði henni alls góðs á ferðalaginu og gaf henni ótal góð ráð. Hún skyldi bara ríða beint áfram yf ir ásinn, þegar hún kæmi út úr þorpinu og síðan sæi Grá- skinni um afganginn,- Gráskinni var vinalegur og rólegur og vogaði sér ekki hraðar en á röskum ganghraða. Jane fannst bara gaman að horf a á landslagið án þess að þurf a nokkuð að ráði að hafa fyrir lifinu. Nú voru liðnir nær tveir sólarhringar síðan hún hafði lagt af stað frá Vancouver, og hún hafði áætlað að vera komin á áfangastað kvöldið áður. Hún var örþreytt og leið eftir ótal erf iðleika og vandræði á leiðinni. Hefði hún vitað, hvernig þetta ferðalag til Conway yrði, hefði hún aldrei látið sér til hugar koma að legg ja af stað i það. Taktfastar hreyfingar Gráskinna upp kjarri vaxinn ásinn gerðu hana syf jaða, og stundum varð hún að hrista höf uðið duglega og rétta úr sér til að renna ekki af baki. Það lá við að hún gæti hlegið að þeim orðum Abners gamla, að fara bara beint yf ir ásinn. Þetta virtist enda- laus breiða af ásum. Um leið og þau voru komin yfir einn, sást annar fram undan. Oft voru djúp gil á milli þeirra og sums staðar runnu tærir og hvítfyssandi lækir milli runnanna. Þegar hún var loksins komin upp á síðustu hæðarbrún- ina, tók hún í taumana og stöðvaði Gráskinna. Vinstra megin greindi hún snævi þakin Klettaf jöllin,. Þegar þau héldu áf ram niður stíg einn hinum megin á hæðinni, var eins og hesturinn yrði skyndilega órólegur. Hann var hikandi og Jane féll þetta illa. Allt í einu heyrði hún hljóð einhvers staðar f rá og stöðvaði hestinn snögglega. Gráskinni f ris- aði. Hún leit upp, en sá ekkert annað en stíginn að baki sér og þétta runna til beggja handa. Þau lögðu af stað aftur, en voru ekki komin nema nokkra metra, þegar skrjáf heyrðist í runnunum vinstra megin stígsins. Hest- urinn varð skelf dur og fór út af stígnum og þaut inn milli runnanna með talsverðum hraða. Jane hélt sér dauðahaldi og átti von á að detta af baki á hverri stundu. En einhvern veginn tókst henni að halda sér og loks námu þau staðar við stóran læk, þar sem vatnið byltist yf ir stokka og steina. Þarna var engan stíg að sjá og Jane varð órótt. Gráskinni stóð skjálfandi og óstyrkur við lækinn og greinilegt var, að hann vissi ekki, hvert hann átti að fara núna. Þau höfðu villzt, hér við rætur Klettaf jalla og ekki var líklegt að byggt ból væri á margra ferkílómetra svæði. Hvers vegna í ósköpunum hafði hún verið svo heimsk að samþykkja að koma til þessa eyðistaðar? Útlínur mannsá hesti komu skyndilega í Ijós og bar við himin á hæðinni beint fram undan. Hann nam andartak staðar, en kom svo hratt niður brattann, í átt til hennar. Jane sat eins og stjörf meðan hún fylgdist með mannin- um, sem létt og auðveldlega beindi kolsvörtum hesti sín- um milli steina og runna, þangað til þeir námu staðar á hinum bakka lækjarins. Það var sorgleg sjón, sem blasti við honum, en það verður að segjast honum til hróss, að ekki vottaði fyrir brosi á andliti hans, þegar hann virti fyrir sér Gráskinna með rauðhærðu stúlkuna á bakinu. Hefði Jane verið ör- litið nær, hefði hún ef til vill tekið eftir kimniglampa í gráu augunum, meðan hann renndi augunum yfir það sem hann sá, litla hattinn, sem var rammskakkur núna, hælaháu skóna og langa, granna, bera fótleggina, sem héngu niður með siðum hestsins. Síðan leiddi hann hestinn yfir lækinn og heilsaði með höndina við hattbarðið. — Góðan daginn. Get ég hjálpað yður með nokkuð? Rödd hans var mild og hljómmikil og hreyf ingar hans léttar og liprar, en Jane fann samt kraftinn streyma frá manninum, styrk og viljafestu. Henni leið hálf illa og K U B B U Hver ert þú? t>ið eruð Graham og Jónas, týndu visindamennirnir sem ég hef verið að leita að. • Hver mr En hver sem þú ert,. við Herum himinlifandi yfir að Við oruniV TTI hræddirum w 4^3 •'v jWPSIí að það væri * HANN.-í'r/ “ >. iiMiiiliiB FÖSTUDAGUR 19. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Svala Valdi- marsdóttir les þýðingu sina á „Malenu og hamingjunni” eftir Maritu Lindquist (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartans- son sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina (17). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir minn Ijónshjarta” eftir Astrid Lindgren Þor- leifur Haliksson byrjar lest- ur þýðingar sinnar. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.50 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.10 Lög eftir Robert Schumann og Hugo Wolf. Régine Crespin syngur. John Wustman leikur með á pianó. 20.30 „Góða skapið leggur lið” Pétur Pétursson ræðir við Frimann Jónasson skóla- stjóra. 21.00 Strengjakvartett nr. 1 i F-dúr op. 18 eftir Ludwig van Beethoven Budapest- strengjakvartettinn leikur. 21.30 Um Þórarin Björnsson skólameistara Stefán Ágúst Kristjánsson talar um hann og les nokkra kafla úr ræð- um hans. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Leiklistar- þáttur. Umsjón: Sigurður Pálsson. 22.50 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarss. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. lliiiil Föstudagur 19. desember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.45 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 21.45 Ferðalangur úr forneskju. Fræðandi mynd um greftrunarsiði Forn- Egypta og rannsóknir lækna á múmium. Þýðandi Jón Skaptason. Þulur Sverrir Kjartansson. 22.20. Jólaþyrnar 0g bergfléttur. (The Holly and The Ivy) Bresk bió- mynd frá árinu 1953. Aðal- hlutverk leika Ralph Richardson, Celia Johnson og Margaret Leighton. Myndin gerist um jól á prestssetri einu. Presturinn er ekkill og á uppkomin börn. Þau heimsækja hann ásamt fjölskyldum sinum um jólin. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Pagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.