Tíminn - 20.12.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 20.12.1975, Qupperneq 1
PRIMUS HREYFILHITARAR Í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐVR 6UNNARSS0N SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Ók fram af bryggjunni og tvö drukknuðu Gsal-Reykjavik — Hörmulegt slys varö i gærkvöldi, er fólksbill steyptist fram af hafnargarðinum iSundahöfn í Reykjavik. 1 bllnum voru fjögur ungmenni og létust tvö þeirra. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar tókst pilti, sem ók bilnum, að kasta sér út úr honum, áður en hann skall i sjóinn — og ungri stúlku, sem var farþegi og sat i aftursæti, tókst með einhverjum hætti að komast út úr bilnum, er hann var kominn i sjóinn. Stúlka, sem sat i framsæti bils- ins, og piltur i aftursæti fundust hins vegar látin i sætum sinum. Þau tvö, sem björguðust, voru þegar flutt á slysavarðstofuna. Að sögn rannsóknarlögreglu er ekki vitað um orsakir slyssins, þar eð ekki var hægt að taka skýrslu af ökumanninum i gær- kvöldi. NÝSKIPAN SJÓÐ- GEIR HALLGRÍAASSON: TEKUR EKKI UNDIR HUG- AAYNDIR BRETA UAA FUND HANS OG WILSONS BH—Reykjavik. — Það er skoð- un min, að gagnger breyting verði að verða á viðhorfum Breta til þess að slikur fundur geti náð tilgangi sinum, sagði Geir Hallgrimsson, forsætisráð- herra við Timann i gærkvöldi, þegar við höfðum samband við forsætisráðherra vegna uppá- stungu formanns sjávarútvegs- nefndar brezka þingsins um viku-,,vopnahIé” á tslandsmið- um, meðan Geir Hallgrimsson og Wilson ræðist við. Frétt um þessa skoðun James Johnson, formanns sjávarútvegsnefndar brezka þingsins, birtist á bak- slðu Timans i dag. Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, sagði, að slikur fundur hefði aldrei komið til tals, hvað þá verið til umræðu, en Johnson stakk upp á þvi, að þvi er i fréttinni segir, að Wilson bjóði Geir Hallgrimssyni til London. Játar að hafa svikið út 4 milljónir króna ANNA 1. FEBR. BH—Reykjavik. — Janúarmán- uður 1976 verður sérstakt fisk- verðstimabil, og mun Verðlags- ráð sjávarútvegsins ákveða sér- stakt fiskverð fyrir janúar, og miða það við núverandi sjóðatil- högun. Hins vegar skal nýtt verð, byggt á nýskipan sjóða sjávarút- vegs með verulegri lækkun út- flutningsgjalda, taka við frá 1. febrúar 1976. Þetta mun ekki ná til verðákvörðunar á loðnu, þar- sem hin nýja skipan útflutnings- gjalda mun taka til allrar loðnu- vertiðarinnar. I fréttatilkynningu frá Sjávar- útvegsráðuneytinu er svo frá skýrt, að æskilegar breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegsins og samhengi sjóðanna við skipta- verð og þar með hlutaskipti, geti ekki tekið gildi fyrr en 1. febrúar 1976. Við gerð samninga um kaup og kjör sjómanna á bátaflotanum i marzmánuði óskuðu samninga- neftidir sjómannasambandsins og útvegsmanna eftir þvi, að rikis- stjórnin hlutaðist til um þessa endurskoðun ' með aðstoð Þjóð- hagsstofnunar, og skipaði sjávar- útvegsráðherra nefnd i þessu skyni i maí sl. Nefndin hóf þegar störf, en i október þótti sjómönn- um störf nefndarinnar ganga hægt og ýttu á eftir þeim með róðrastöðvun, svo sem kunnugt er. Það mál leysti rikisstjórnin með loforði um að beita sér fyrir þvi, að störfum nefndarinnar yrði hraðað, og að þvi stefnt, að tillög- ur kæmu fram fyrir mánaðamót- in nóvember/desember. En nú hefur málið reynzt svo viðamikið að tillögurnar hafa enn ekki séð dagsins ljós, en munu þó væntanlega gera það bráðlega. Þá er eftir að kynna málið ræki- lega meðal sjómanna og útvegs- manna. Erbúizt við, að þessu öllu -verði lokið fyrir 1. febrúar 1976. Sjávarútvegsráðuneytið kveðst hafa kynnt sér afstöðu aðila málsins til þessarar timasetning- ar. Niðurstaðan af þeim viðræð- um hefur orðið sú, að þótt vita- skuld^verði að telja það miður, að ekki hefur tekizt að ljúka málinu um áramót, þá skilji aðilar nauð- syn þess að vanda allan undir- búningmálsins,og vilja þeir fyrir sitt leyti fallast á að gefa svigrúm til þess i samræmi við fyrrgreind timamörk. Gsal—Reykjavik. — Fyrrverandi starfsstúlka Landakotsspitala sem setið hefur i gæzluvarðhaldi undanfarnar vikur, vegna gruns um að hafa svikið út hartnær fjór- ar milljónir króna af spitalanum — hefur nú játað sakargiftum. Nokkuð er umliðið siðan mál þetta kom upp og var stúlkan þá úrskurðuð I gæzluvarðhald, en það var siðan framlengt um þrjátiu daga fyrir skömmu. Að sögn Njarðar Snæhólm aðalvarð- stjóra rannsóknarlögreglunnar, kveðst stúlkan hafa gefið hluta af fjárhæðinni til góðgerðastofnana og til liknarmála. Svo sem frá var greint i Timan- um á sinum tima voru svik þessi gerð á þann hátt, að stúlkan fals- aði matvælareikninga með þvi að skrifa nafn einnar systranna undir reikningana. Upp komst um svikin þegar spitalanum barst reikningur fyrir matvæli uppáskrifaður af einni systranna, sem þá hafði verið fjarverandi um nokkurn tima. Svik þessi höfðu viðgengizt frá árinu 1973. Sjópróf vegna ósiglinganna á Þór: Bretunum stefnt fyrir íslenzka dómstóla? Tel öruggt að svo verði gert, segir Jón Magnússon, lögmaður Gæzlunnar Gsal-Reykjavik. — Ég tel engum vafa undirorpið, að Bretunum verði stefnt fyrir islenzka dómstóla vegna ásiglinganna á varðskipið Þór I mynni Seyðis- fjarðar. Þeir hljóta að verða sóttir til saka og kvaddir hingað, sagði Jón Magnússon, lögmaður Landhelgisgæzlunnar i samtali við Timann i gærkvöldi, en i gær- dag fóru fram sjópróf vegna ásiglinga tveggja brezkra Niðurstöðutölur rúmir 60 milljarðar M.Ó.—Reykjavik. — Þriðja umræða um frumvarp tii fjár- laga fyrir árið 1976 fór fram á fundi sameinaðs alþingis i gærkvöldi. í ræðu formanns fjárveitinganefndar kom fram, að ef allar breytingatil- lögur, sem fjárveitinganefnd flytur við frumvarpið, svo og tiílögur meirihluta nefndar- innar, verði samþykktatL verði niðurstöðutölur fjárlaga 60.342 milljarðar kr. Gjöld á fjárlögum verði 58.869 mill- jarðarkr. og halli á lánareikn- ingi verður 1.113 milljarðar kr. Fjárlög verða þvi afgreidd með 360 milljón kr. greiðsluaf- gangi. Drukku ólyfjan: Einn begar látinn. og margir fársjúkir Gsal-Reykjavik — Einn skip- verji á skuttogaranum Bjarna Benediktssyni lézt seint I gær- kvöldi og fimm aðrir skipverjar voru fluttir fárveikir á spitala. Talið er, að mennirnir hafi drukkið einhverja ólyfjan, en ekki er ljóst, hvað það var, sem þeir lögðu sér til munns. Að sögn rannsóknarlögreglu sá skipstjórinn á BjarnaBene- diktssyni einn skipverja i ká- etu.er hann fór um borð i togar- ann igærkvöldi þeirra erinda að undirbúa skipið undir brottför frá Reykjavik. Skipstjóranum fannst maðurinn eitthvað und- arlegur og taldi fyrst, að hann væri aðeins ölvaður. Er hann gætti betur að, tók hann eftir þvi, að skipverjinn átti erfitt með andardrátt. Lagði hann manninn á gólfið, en fór siðan upp i brú og bað hafnsögumenn að kalla á lögreglu og sjúkrabif- reið, hvað þeir og gerðu. Þegar sjúkraliðsmenn komu, var þeg- ar ekið með manninn upp á slysavarðstofu, en er þangað kom var hann látinn. Skömmu eftir að lögreglu- menn komu i skipið, fundu þeir annan skipverja um bo'rð og lá hann i hnipri á dekkinu og var með krampa i maga. Þá var strax kallað á annan lögreglubil og maðurinn fluttur i snarhasti á slysadeild. Hann sagði lög- reglumönnunum að hann hefði veriðað drekka um borð i togar- anum ásamt tveimur öðrum mönnum. Gaf hann siðan upp nöfn þeirra, en þeir fundust ekki um borð, þótt leitað væri. Lögreglunni tókst von bráðar að hafa upp á þessum tveimur skipverjum, en þeir kváöust ekki hafa verið við drykkju um borð i' togaranum og sögðust ekki kenna sér nokkurs meins. Rannsóknarlögreglan hafði upp á tveimur öðrum skipverj- um á Bjarna Benediktssyni, sem höfðu verið við drykkju um borð i togaranum, og voru þeir fluttir upp á slysadeild Borgar- spitalans, þar sem dælt var upp úr þeim. Skömmu fyrir mið- nætti var óskað eftir sjúkrabil að Hótel Borg, en þar voru tveir menn með magakrampa. Er tali liklegt, að þeir séu einnig skipverjar á Bjarna Benedikts- syni. Að sögn rannsóknarlögreglu var sú ákvörðun tekin, i sam- ráði við útgerðina að fresta brottför togarans. Maðurinn, sem lézt var 32 ára að aldri. dráttarbáta á Þór. — Bretar álita kannski að þessi sjódómur sé eitt- hvað sjónarspil og þvi vil ég taka það skýrt fram, að þetta er skylda samkvæmt islenzkum lögum og I þessum sjóprófum felst engin dómsáfeiling, heidur er aðeins um rannsókn og stað- festingu að ræða, sagði Jón. Þegar niðurstaða sjóprófa ligg- ur yfir, mun málið verða sent rikissaksóknara sem mun taka endanlega ákvörðun um það, hvort Bretarnir verða saksóttir. Þá verður dómsmálaráðuneyti að sjálfsögðu sendar niðurstöður sjóprófanna. Brezka sendiráðinu i Reykjavik var tilkynnt um sjóprófin i gær, en nokkru eftir að sjóprófin voru hafin barst skeyti frá sendiráðinu, þar sem sagði, að ekki væri talin ástæða til að mæta við sjóprófin af hálfu brezka sendiráðsins. 1 skeytinu var einnig borið við timaskorti. Sjóprófunum lauk um kl. 18 i gærdag og þá höfðu komið fyrir dóminn, Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór, svo og 1.2. og 3. stýrimaður. Einnig kom Bjarni Helgason, skipherra á Sýr fyrir dóminn. = gH§| ■551/ dagar til jóla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.