Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. desember 1975. TÍMINN 3 Bóksala með mesta móti — íslenzkir höfundar vinsælastir gébé Rvik — Jólaösin er hafin að fullu i bókaverzlunum og viröist salan ætla að verða jafnvel betri en i fyrra. Tíminn hafði samband við nokkrar bókaverzlanir, bæði í Reykjavik og úti á landi, og kom i ijós að bókaval fólks er nokkuð misjafnt. Maria Erla Kjartansdóttir varð fyrir svörum i bóka- og ritfanga- verzluninni Veda i Kópavogi, og sagði hún að bók Jóns Helgason- ar, Steinar i brauðinu, væri einna mest seld hjá þeim. — Haustskip BjörnsTh. Björnssonar selst lika vel og bókin um Stefán Islandi rennur út, sagði Maria Erla. Bók Gunnars M. Magnúss, Leyndar- mál 30 kvenna selst vel, og af barnabókum virðist bók Guðrún- ar Helgadóttur Jón Oddur og Jón Bjarni seljast einna bezt, svo og Tinnabækurnar, sem alltaf eru vinsælar. — Eftir sölunni að dæma hingað til, virðist hún ætla að verða jafnvel meiri en I fyrra, sagði Maria Erla. Lárus Blöndal kvað bókasöluna vera mjög svipaða og I fyrra mið- að við titlasölu. Sagði hann að Haustskip og bók Laxness í tún- inu heima seldust vel, og sala á bók Péturs Eggerz væri að fara i gang og seldist vel. Þá kvaðst Lárus, án þess þó að vilja fullyrða nokkuð, að bókin um Stefán ts- landi komi til með að ná mikilli sölu. Erfitt er að segja um bóka- söluna, þvi það eru þrir dagar eft- ir, sem hafa mikið að segja, sagði Lárus. Marteinn Árnason i Keflavik, sagði að salan hjá sér væri mjög svipuð og i fyrra. — Metsölubókin hjá okkur i ár, er tvimælalaust Matreiðslubókin þin, sagði hann. Siðan koma bækur Laxness, 1 túninu heima, Leyndarmál 30 kvenna, og Hvað varstu að gera öll þessi ár? eftir Pétur Eggerz. —- Mikil sala hefur verið i bók Jökuls Jakobssonar, Feilnóta i fimmtu sinfóniunni og bók Snjó- laugar Bragadóttur, Holdið er torvelt að temja, sagði Marteinn, einnig er góð sala i öldinni okkar og Haustskipi BjörnsTh. Þýddu reyfararnir seljast alltaf vel og mikið magn barnabóka hefur Lézt af brunasárum gébé Rvik — Maðurinn, sem brenndist i eldsvoðanum i Borgartúni 27 á fimmtudag, lézt af völdum brunasára á Lands- spitalanum i fyrrinótt. Hann hét Birgir Molander Þorvaldsson og leigði herbergi i risi hússins. Tal- ið er að kviknað hafi i hægindastól út frá vindlingi, en Birgir heitinn lá á gólfinu þegar að var komið. Mjög litlar skemmdir urðu vegna eldsins.______________ Friðrik og Björn tefla í Samvinnu- bankanum í dag t dag tefla þeir Friðrik ólafsson stórmeistari og Björn Þorsteins- son tslandsmeistari i skák i sýn- ingarglugga Samvinnubankans við Bankastræti. Þeir tefla á ein- vigisborði frá heimsmeistaraein- vigi þeirra Spasskys og Fischers. Þetta borð verður siðan aðalvinn- ingur ihappdrætti Skáksambands tslands. Þaðer metið á 2,5 millj. kr. t Samvinnubankanum verða sýningartöfl, þannig að menn geti greiðlega fylgzt með skákum þeirra Friðriks og Björns. Þá verða við þetta tækifæri seldir minnispeningar Skáksambands- . ins, en á fyrsta peningnum, sem nú er kominn út er myrid af Frið- riki. Happdrættism iðar sam- bandsins verða einnig til sölu. Þá geta menn skoðað skjal frá Alþjóðaskáksambandinu, sem staðfestir stórmeistaratign Guð- mundar Sigurjónssonar. Upphaf- lega var ætlunin, að Guðmundur tefldi við Friðrik og átti að tefla s.l. laugardag, en af þvi gat ekki orðið. Guðmundur er um þessar mundir að undirbúa sig undir skákmótið i Hastings og getur þvi ekki komið til leiks i Samvinnu- bankanum, en i stað hans kemur Björn sem fyrr segir. Þeir Friðrik og Björn hefja tafl- ið kl. tvö og munu tefla til fimm. selzt. Annars sagði Marteinn að siðustu dagarnir fyrir jól væru langbeztu söludagarnir. — Það er mikil bókasala hér á Neskaupstað, sagði Höskuldur Stefánsson, en hann rekur bóka- verzlun þar. Haustskip seljast mjög vel, svo og öldin okkar, þá kemur Jökull Jakobsson næst og svo bókin um Captein Scott i bókaflokknum um landafundina. Þá seljast þýddir reyfarar einnig mjög vel. Höskuldur er einnig með hljómplötusölu og hefur ver- ið mjög góð sala i nýju islenzku plötunum. Huld Jóhannesdóttir i bóka- verzluninni Huld á Akureyri sagði, að langmesta salan væri i bók Guðmundar Danielssonar, eða eins og hún sagði: „Þetta er eins og sagt er I bardaga, hann er að drepa alla aðra!” Bók Snjó- laugar Bragadóttur er lika að sækja sig og á eftir að seljast mikið siðustu dagana, sagði Huld, Segið nú amen séra Pétur eftir Guðmund Hagalin selst mjög vel, en hún er nú uppseld hjá útgáf- unni. Horfnir starfshættir Guð- mundar Þorsteinssonar frá Lundi Þing., og bækur Björns Th. Björnssonar og Þorgeirs Þor- geirssonar ásamt öldinni okkar, seljast lika allar mjög vel. Sömu sögu er að segja um bók Vésteins Lúðvikssonar, Eftirþankar Jó- hönnu og svo siðast en ekki sizt Matreiðslubókin þin, sem hefur selzt mjög vel, sagði Huld. Þá kvaðst Huld álita, að sala is- lenzkra bóka hefði aukizt i ár, miðað við sölu undanfarinna ára — En þetta getur enn breytzt, þvi aðalsalan er eftir,_það getur ein- hver ein bók átt eftir að slá allar þessar út i sölu siðasta söludag fyrir jól, sagði Huld og er ekki að efa að aðrir bókaverzlunareig- endur taki undir þessi orð hennar. Jólasveinar á Austurvelli Eins og ollum má Ijóst vera eru jólasveinar á ferð og flugi um byggð ból þessa dagana, og i Reykjavik hefur verið þó talsvert um þá. Þeir koma fram á Austurvelli kl. 4 á sunnudaginn, eöa nánar tii tekið á þökunum á ísafoldarhúsunum ikrikanum hjá Landsimáhúsinu. Þaö eru þeir Aska- sleikir og félagar hans, en þeir voru þarna lfka um síðustu helgi, og þá var þessi mynd tekin. Timamynd: GE. Færeysku sjómennirnir heilir á húfi: „Vorum allan tímann um borð í skipinu alelda" ™ var A fimmtiiriaesmoreun f»»rpv«:kn ckini/S segir Tomasen skipstjóri gébé Rvik — Eldurinn kom upp I káetu fyrsta stýrimanns, sem er aftast á skipinu, sagði skipstjór- inn á Tummas TG 505, Walter Tomasen I viðtali við Timann I gær.en þá var skipstjórinn stadd- ur um borð i þýzka eftirlitsskip- inu Frithjof, sem var með Tummas i togi, á leið til Reykja- vikur. — Fimmtán af áhöfninni eru á leið til Færeyja með Reyns- atindi, sagði Tomasen skipstjóri, en ég og tveir aðrir erum hér um borð i Frithjof. — Tummas er mjög mikið brunnið, öll yfirbygg- ingin brunnin og brúin, og var það ástæðan til að áhöfnin komst ekki íloftskeytatækin til að láta vita af sér, en mjög var óttazt um afdrif sjómannanna átján á timabili. Þeim tókst sjálfum að slökkva eldinn á fimmtudagskvöldið. — Við vorum um borð allan timann, sagði Tomasen skip- stjóri, og fórum ekki i björgunar- bátana fyrr en Reynsatindur var kominn til okkar um klukkan tiu á fimmtudagskvöldið. — Eldurinn magnaðist mjög fljótt og fengu skipverjar ekki við neitt ráðið. Það var á fimmtudagsmorgun þegar eldurinn kom upp i káetu fyrsta stýrimanns aftast á skip- inu, en þá var Tummas um 300 sjómilur suðvestpr af Reykja- nesi. Eftir að skipverjar höfðu sent út neyðarboð, um kl. tiu um morguninn, rofnaði samband við þá og heyrðist ekkert frá þeim i tólf klukkustundir. Veður var sæmilegt þegar eldurinn kom upp, en gekk á með byljum þegar leið á daginn. Um miðjan dag á fimmtudag voru suðvestan sjö vindstig og slæmt skyggni. Leitarflugvél frá varnarliðinu fann Tummas á fimmtudags- kvöldið og skömmu siðar kom Útifundur ó Lækjartorgi í dag: SUF styður kröfur um slit á stjórnmólasambandi og endurskoðun d NATO-aðild MÖ-Reykjavik. — Gegn rányrkju á Islandsmiðum, tafarlaus stjórnmálaslit við Stóra-Bretland og endurskoðun á aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu eru aðal- kröfur nokkurra stjórnmálasam- taka ungra manna i Reykjavik og hafa þessar kröfur verið afhentar forsætisráðherra. í dag halda þessi stjórnmálasamtök útifund á Lækjartorgi i Reykjavik og hefst hann kl. 15.00. Margir aðilar hafa tekið undir þessar kröfur. M.a. samþykkti framkvæmdarnefnd stjórnar SUF svohljóðandi ályktun i gær. Framkvæmdanefnd SUF lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur ungpólitisku félaganna i Reykja- vik varðandi landhelgismálið. Gæzlufangi strauk af slysadeildinni Hvetur SUF aðildarfélög sin að taka eindregið undir þessar kröfur. Þáhvetur SUFsem flesta til að taka þátt i útifundinum á Lækjartorgi og styðja með þvi. framangreindar kröfur. Fundurinn á Lækjartorgi hefst kl. 15.00.Þar verða fluttar fimm ræður og eru þessir ræðumenn: Armann Ægir Magnússon, Guð- mundur Bjarnason, Sveinn Grét- ar Jónsson, Soffia Sigurðardóttir, Sigurður Tómasson og Arni Trausti Guðmundsson. A útifundinum verður lögð áherzla á sömu kröfur og afhent- ar voru forsætisráðherra. Einnig stendur yfir söfnun stuðningsyfir- lýsinga við þessar kröfur. Gsal-Reykjavik. í fyrrakvöld kveikti gæziufangi i rúmstæði sínu i Ilegningarhúsinu við Skóla- vörðustig. Maðurinn var strax fluttur á slysadeild Borgarspital ans, en reyndist litið sem ekkerl brenndur. Starfsmenn sjúkra- hússins ætluðu siðan að flytja manninn yfir á aðra deild — en þá var hann horfinn. Rannsóknar- lögreglan þurfti þó ekki að leita hans, þvi hann gaf sig fram I gær- morgun. f fyrradag var maðurinn hand- tekinn grunaður um aðild að tékkasvikamáli. Þegar hann var handtekinn var hann svo ölvaður að ekki var hægt að taka af hon- um skýrslu og þvi var ekið með hann i hegningarhúsið. Skömmu eftir að hann kom þangað, kveikti hann i rúmstæði sinu. — Maður- inn gaf sig fram i gærmorgun, eins og áður segir. Enn eitt fíkniefna- mál á Keflavíkurvelli — þrír hermenn í va Gsal-Reykjavik — Talsvert um- fangsmikið fikniefnamál er nú I rannsókn hjá lögreglustjóraemb- ættinu á Keflavikurflugvelli. Þrir hermenn hafa verið hnepptir i varðhald, grunaðir um að eiga hlutdeild I hasssmygli og sölu til tslendinga. Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar, lögreglustjóra á Keflavikurflugvelli hefur einn mannanna verið úrskurðaður i 45 daga gæzluvarðhald, en hinir tveir i 15 daga. Þorgeir Þorsteinsson sagði i samtali við Timann i gær, að þetta mál væri á frumstigi, og þvi 4itlar upplýsingar um það að fá rðhaldi nú. Hann sagði, að málið hefði komið upp vegna viðskipta sem einn hermannanna hefði átt við Keflvikinga, og það málhefði leitt til þess að bönd hefðu borizt að öðrum hermönnum. Þorgeir kvaðst ekki geta sagt um það á þessu stigi, hvaðan fikniefnin væru komin, og heldur ekki um það, hve mikið magn væri hér um að ræða. Hann sagði þó, að upphaflega hefði verið upp- lýst um nokkur hundruð grömm af hassi og eitthvað af pillum. Ekki er talið óliklegt að fleiri hermenn eigi eftir að blandast inn i málið. færeyska skipið Reynsatindur á vettvang og siðan þýzka eftirlits- skipið. Walter Tomasen skipstjóri sagði, að enginn af áhöfninni hefði slasazt, og væru þeir allir við beztu heilsu. Kvaðst hann bú- ast viö að skipin kæmu til Reykja- vikur seinni hluta dags I dag. Tummas TG 505 er rúmlega tvö hundruð lesta linuskip frá Trangisvogi i Færeyjum og var á heimleið, fullhlaðið fiski af Græn- landsmiðum, þegar óhappið kom fyrir. Nýr skírnarfontur í Háteigskirkju Við messu séra Jóns Þorvarðs- sonar i Háteigskirkju á morgun kl. 2, 4. sunnudag i aðventu, á 10 áraafmæli kirkjunnar, verður tekinn i' notkun og vigður vegleg- ur skirnarfontur, sem er gjöf til kirkjunnar frá Kvenfélagi Háteigssóknar. Hefur þessi frá- bæra gjöf þegar verið afhent sóknarnefndinni. Nýi skirnarfonturinn er teiknaður af arkitekt kirkjunnar Halldóri H. Jónssyni og gerður úr slipuðum islenzkum grásteini i Steiniðju Sigurðar Helgasonar hf. i Reykjavik. Skirnarskálin er úr silfri, gerð af Leifi Kaldal, gullsmið. Eru 8 islenzkir jaspissteinar greiptir i barma skálarinnar. Við messuna á morgun leikur Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari á fiðlu.____ Jólcsveinarnir koma til Akraness í dag Gsal-Reykjavik — i gær fékk Timinn upphringingu frá Akra- nesi.og þá var okkur sagt frá þvi, að sézt hefði til jólasveina i Akra- fjalli þá uni morguninn. Ein- hverjir höfðu tal af jólasveinum og sögðu þeir, að þeir væru á leið til Akraness, og myndu verða á torginu i bænum, Akratorgi. I dag. Timinn fékk þær upplýsingar. að kveikt yrði á jólatré á Akra- torgikl. 4 i dag, en jólatréð er gjöf frá vinabæ Akraness, Tenner i Danmörku. Þorvaldur Þorvalds- son, kennari mun afhenda tréð fyrir hönd gefenda, en Magnús Oddsson, bæjarstjóri mun veita þvi viðtöku fyrir hönd Akranes- bæjar. Kirkjukór Akraness syng- ur. Fulltrúar Æskulýðsráðs og Skagaleikflokksins höfðu tal af jólasvginunum, sem sáust i Akra- fjalli og tókst þeim að fá nánari upplýsingar um það, hvenær jóla- sveinarnir kæmu á Akratorg. Þeir munu koma á torgið strax eftir að kveikt hefur verið á jóla- tréinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.