Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 23. desember 1975. Hjúkrunarfræðingar brautskráðir frd Hjúkrunar- skóla íslands 1. HÖÐ FRÁ VINSTRI: Erla Ragna Agústsdóttir, Arndís Jónsdóttir, Rannveig Gunnarsdóttir, Sesselja Karílas Karlsdóttir, Matthildur Róbertsdóttir, Magna FríÖur Birnir, Sigurður H. Jónsson, Birna Kr. Svavarsdóltir. Birna Sleingrímsdóttir, Sigríður Búadóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Sigríður K. Jóhannsdóttir, Marta Sigurgei rsdóttir, Drop/aug Stefúnsdóttir. 2. RÖÐ FRÁ VJNSTRI: Freyja Stefánsdóllir Thoroddsen, Gaðrún Jónsdóttir. Elín Margrét Ha/lgrímsdóllir, Srana Fúlsdótlir. G uð/aug Fú/sdóttir. (ihtfia Sigurðardóttir, Amulíu Ragna Dorgrímsdóttir, Sigriður (/'uðmnndsdóttir, Björlc Guðmundsdóltir. shó/astjóri Jr. Dorbjörg Jónsdóttir, Ingibjiirg Ilalldóra Eliasdóltir. Anna Olafsdótlir, Björg Ostrup Hauhsdótlir, Jóhanna Sigtryggsdóttir, A n ðu r R agnarsdó t tir, Er/a Dugmar Lúrusdóltir, Svana HaUdársdóttir. 3. RÖÐ KRÁ VINSTRI: Sigrú n Olafsdó ttir. Hulda Guðlaug Sigurðardóltir, Maria Aldís Kristinsdóttir, A rn friðu r G ísladó ttir, Sigurveig Aljreðsdóttir. Lilja Jónsdóttir, Guðný María Hauhsdóttir, Steinunn Guðbjörg Kríslinsdóttir, Ingibjörg horsteinsdóttir, Kristín Axelsdóttir, ()/öj Oddgeirsdóttir, Margrét Jónasdóttir, Fjóla Grimsdóltir, Só/veig Valtýsdóttir. Krislin Búra Jiirundsdóttir, G ii ð björg Ofeigsdótlir. ískort Landhelgis gæzlunnar GHÍNLANÐ ' Landhelgisgæzlan fdr i iskönnunarflug I gær og niá sjá á mcðfylgjandi korti hvernig ísinn liggur f kring- um landið. tsjaðarinn er i 305 gr. 21. sml. frá Kóp, og liggur þaðan i V. Siöan liggur isbrúnin 20 sml. NV af Baröa, 20 sml. NV af Deild, 14 sml. NV af Straumnesi 10 sml. N. af Kögri og sveigir þaðan í átt að llorni og er næst landi 5 sml. N. af Horni. Siðan sveigir Isröndin til N og er 24 sml. N. af Geirólfsgnúp, 27 sml. 340 gr. frá Skaga og 330 gr. 35 sml. frá Strákum . Frá þeim staðsveigir isröndin til N. og NNV. Auglýsið í Tímanum Sigurður Lárusson: Aumingja Alþýðu- blaðið Þegar ég las forustugrein Al- þýðublaðsins i dag vöknuðu ýmsar spurningar i huga min- um. 1 greininni er meðal annars rætt um niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum og þá miklu fjármuni sem til þeirra er varið. Nú undanfarið viröist ritstjóri Alþýðublaðsins loksins vera bú- inn að skilja að niðurgreiðslurn- ar eru notaðar sem hag- stjórnartæki og koma neytend- um til góða mikið fremur en framleiðendum, enda vill hann nú að þær séu greiddar sem nokkurs konar fjölskyldubætur til „neytenda”. En er ekki öll þjóðin neytendur þessara vara, lika bændafólkið? Ritstjórinn vill að „neytendum” sé greitt hlutfallslega eftir höfðatölu svo þeir geti haft frjálst val hvaða vörur þeir kaupa, en kaupin þurfi ekki endilega að miðast við landbúnaðarvörur, til þess að þeim notist niðurgreiðslurn- ar að fullu. Ég vil benda á að bændur eru ekki siður neytend- ur landbúnaðarvara en aðrir þegnar þjóðfélagsins, og það er ekki vegna þrýstings frá þeim, að þær eru greiddar mikið nið- ur. Alþýðuflokknum finnst allt i lagi þó þeir þurfi að greiða þær hærra verði en aðrir þegnar þjóðfélagsins. Er það i fullu samræmi við þá jafnaðarstefnu sem flokkurinn kennir sig við? Eru ekki likur til að niður- greiðsluféð yrði að verulegu leyti notað til að kaupa erlendar matvörur i stað innlendra, og hvar á að taka gjaldeyri til þeirra vörukaupa? f forustugreininni segir meðal ar.nars: „Þannig eru niður- greiðslur á kindakjöti hvetj- andi, en letjandi fyrir fram- leiðslu á svinakjöti — hvetjandi fyrir framleiðslu á nautakjöti, en letjandi fyrir alifuglarækt”. Við skulum athuga þetta svo- litið nánar. Sauðfé og nautgripir lifa að langmestu leyti á inn- lendu fóðri, en svin og alifuglar að mestu leyti á innfluttu kjarn- fóðri. Þess vegna þarf miklu meira af innfluttu fóðri til að framleiða svina- og hænsnakjöt heldur en kinda- og nautgripa- afurðir. Ef neyzluvenjur þjóðarinnar breyttust þannig að framleiösla á svina- og alifuglakjöti færi stórvaxandi, þá þýðir það stór- aukinn innflutning á kjarnfóðri. Hvar á að taka gjaldeyri til þess? Þvi geta hagspekingar Alþýðuflokksins eflaust svarað! Annað mál, sem vert væri að ihuga ofurlitið, en það er skatta- málastefna Alþýðuflokksins. Alþýðublaðið hefur hamrað á þvi i allt haust og það sem af er vetri, aö leggja algerlega niður tekjuskattinn vegna þess að all- stórum hópi manna tekst aö sleppa við skatta. Blaðið vill breyta þessum skatti i neyzlu- skatta, liklega hafa söluskattinn svo háan aö rikissjóður hafi svipaðar tekjur. Þarna kemur fram svo ekki verður um villzt umhyggja Alþýðuflokksins fyrir hag alþýðúheimilanna, sem Al- þýðuflokknum verður svo tiö- rætt um við ýmis tækifæri. Ekki virðist óeðlilegt að hækka per- sónufrádrátt svo mikiö að allir þeir sem hafa minna en meðal- tekjur greiði ekki tekjuskatt. Mér finnst hrein fjarstæða að afnema tekjuskatt á hátekju- mönnum. Það er engin afsökun þó eitthvað þurfi að breyta gild- andi skattareglum. Þessari skattamála-stefnu Al- þýðuflokksins hafa ýmsir sjálf- stæðismenn tekið feginshendi og þarf engan að undra. Þetta sýnir bezt að bilið á milli Alþýðuflokksforustunnar og Sjálfstæðisflokksins er harla litið i ýmsum málum. Heyrzt hefur lika að Alþýðuflokksfor- ustan sé að hugsa um að ganga á mála hjá ihaldinu og leggja niður Alþýðublaðið og fá inni hjá Dagblaðinu eða Visi. Þetta finnst mér heillaráð þvi stefnu- munurinn er ekki svo mikill, nema þegar Alþýðublaðið vakn- ar upp af vondum draumi og þykist vera mun róttækara en Þjóðviljinn. Mér dettur ekki i hug að halda að ekki séu margir alþýðu- flokksmenn, sem eru trúir fylgismenn jafnaðarstefnunnar, en það nægir ekki þar sem Al- þýðuflokksforustan er eins og stjórnlaust rekald. Nú er litið skrifað i Alþýðu- blaðið um þá sem verst eru sett- ir i þjóðfélaginu fjárhagslega, enda ekki vitað að kosningar séu á næstu grösum, meira skrifað um nauðsyn þess að lækka skatta á hátekjumönnun- um. Bótaþegar almannatrygg- inganna eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sinu. Ég skal taka dæmi sem ég gjörþekki máli minu til skýringar. Það er af hjónum um fimmtugt. Maður- inn er búinn að vera meira en 75% öryrki i mörg ár. Konan hefur aflað tekna eftir getu og gengið mjög nærri heilsu sinni og getur nú ekki talizt vinnufær, en nýtur þó engra bóta. Nú i ár eru tekjur þeirra, örorkubætur mannsins nálægt 160 þúsund krónur, og vinnutekjur konunn- ar sennilega um 300 þúsund krónur. Þessi hjón eiga nýja ibúð, þó ekki fullgerða. Af- borganir af lánum vegna ibúðarinnar eru um 100 þúsund krónur á ári. Þá eru eftir 360 þúsund krónur af árstekjum hjónanna, eða 30 þúsund á mán- uði. Af þessum 30 þúsund þarf að borga oliu til upphitunar, raf- magn, fasteignagjöld, sima og margt fleira. Hvað haldið þið að þau eigi eftir til fæðis og klæða? Ég held að Alþýðuflokksforust- an ætti að hugsa sig vel um áður en hún heimtar afnám tekju- skatts á hátekjumönnum, ef hana langar til að flokkurinn hjari fram yfir næstu kosningar. Að lokum langar mig til að minnast örlitið á atvinnumálin. Mér blöskrar vantrú Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins á islenzkt atvinnulif og undirlægjuháttur þeirra við er- lent vald. Þeir tala um og skrifa i blöð sin að leggja þurfi verulegum hluta fiskiskipaflotans, til þess að koma i veg fyrir ofveiði, og að við eigum of mörg fiskiskip. Þrátt fyrir það skilst mér að þeir vilji umfram allt semja við Breta um verulega veiði innan nýju fiskveiðimarkanna. Ég tel að nú sé mjög aðkallandi að bæta fjórum til sex skipum við i landhelgisgæzluna, svo Bretum sé gert ókleift að stunda fisk- veiðar innan nýju landhelginn- ar. Eftir þann yfirgang sem Bretar hafa sýnt tslendingum nú, álit ég engan grundvöll til frekari viðræðu við þá. Við eigum að hafa manndóm til að segja Bretum það i eitt skipti fyrir öll að með fram- komu sinni nú komi engar frek- ari samningaviðræður til greina og lokið sé fiskveiðum þeirra á tslandsmiðum. 10/12.1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.