Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. desember 1975. TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðal&træti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi. 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. -■— ■: Blaðaprent jT.ff Framkvæmdastefna I fjárlögunum fyrir árið 1976, sem Alþingi af- greiddi fyrir jólaleyfið, er gert ráð fyrir nokkrum samdrætti framkvæmda frá þvi, sem verið hefur siðustu árin. Samdráttur þessi stafar vitanlega fyrst og fremst af þeim efnahagsörðugleikum, sem hlotizt hafa af hinum versnandi viðskiptakjörum, sem þjóðin hefur búið við siðustu misserin. Miðað við efnahagsástandið, er áreiðanlega gengið eins langt i framlögum og fyrirhuguðumlántökum til framkvæmda og framast er hægt. Þvi verður ekki með sanni sagt, að neinn ihaldssvipur sé á fjár- málastefnu rikisstjórnarinnar. Það er þvert á móti stefnt að þvi, að framkvæmdir séu eins miklar og kostur er og reynt að tryggja þannig, að Island verði áfram eina vestræna landið, þar sem heims- kreppan núverandi hefur ekki leitt til atvinnuleysis. Af hálfu Alþýðubandalagsmanna er reynt að gera áróðursefni úr þvi, að framkvæmdir verði nú eitt- hvað minni en i tið vinstri stjórnarinnar. Vinstri stjórnin var vissulega mikil framkvæmdastjórn og átti Framsóknarflokkurinn drýgstan þátt i þvi. En hér er ólikri aðstöðu saman að jafna. Vinstri stjórn- in tók við af ihaldssamri stjórn, og gat þvi sýnt mikla aukningu framkvæmda i samanburði við fyrirrennara sinn. Núverandi rikisstjórn tók við af framkvæmdasamri stjórn, sem gerði eins mikið og framast var hægt. Vinstri stjórnin fór með völd, þegar viðskiptaárferði fór sibatnandi og gat þvi leyft sér mikið. Núverandi stjórn hefur búið við si- versnandi viðskiptaárferði, og er þvi neydd til að draga saman seglin. Þegar þetta tvennt er haft i huga, stenzt núverandi rikisstjórn alveg samanburð við vinstri stjórnina. Báðar hafa stefnt að eins mikl- um framkvæmdum og uppbyggingu og aðstaðan hefur framast leyft hverju sinni. Þannig mun lika jafnan verða stjórnað, þegar Framsóknarflokkurinn á þátt i þvi að móta stjórnarstefnuna. Stefna hans hefur verið frá upp- hafi að stuðla að sem mestri framför lands og þjóð- ar. Þeirri stefnu mun flokkurinn jafnan fylgja, en aðstæður hljóta hinsvegar að ráða miklu um það, hvað mikið er unnt að gera hverju sinni. Gallaghan óminntur Ensk blöð skýra frá þvi, að siðastliðinn miðviku- dag hafi verið haldinn fundur I flokksstjórn Verka- mannaflokksins brezka, þar sem þorskastriðið á Is- landsmiðum hafi borið á góma. Á fundinum var samþykkt tillaga, þar sem lýst var fylgi við 200 milna efnahagslögsögu, og jafnframt lýst áhyggj- um vegna þorskastriðsins, sem hefði harðnað vegna ihlutunar brezka flotans. Einn ráðherranna, sem á sæti i flokksstjórninni, frú Shirley Williams, taldi tillöguna óheppilega fyrir Gallaghan utanrikisráð- herra og reyndi að breyta henni á þann hátt, að einnig væri minnt á þátt islenzku varðskipanna. Það fékk ekki nægan hljómgrunn. Það mun einkum hafa verið Eric Heffer, sem vék úr stjórninni vegna ágreinings á siðastl. sumri, er beitti sér gegn breytingatillögu frúarinnar og kom i veg fyrir að hún væri samþykkt. Þetta er eitt af mörgum dæmum þess, að Gallag- han hefur ekki brezku þjóðina að baki sér i þorska- striðinu við íslendinga. Islendingar eiga vafalitið marga góða stuðningsmenn i Bretlandi um þessar mundir og er mikilvægt, að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar ræki sambandið við þá meðan brezka stjórnin er ekki viðtalshæf sökum óbilgjarnar kröfugerðar um veiðar á Islandsmiðum. Þ.Þ. Fréttaviðtal trá APN: Jólakveðja frá patrí- arkanum í Moskvu Sagt frá starfi rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi Þótt leiðtogar kommún- ista i Sovétrikjunum lýsi sig andviga trú og kristindómi, hafa þeir ekki hindrað kirkjulega starfsemi, sem semur sig að lögum og regl- um rikisins. Margt bendir til að kirkjuieg starfsemi hafi frekar aukizt i Sovét- rikjunum að undanförnu, einkum meðal ungs fólks. Valdhafarnir munu telja sig þurfa að taka vaxandi tillit til þessa, og þvi sýnt kirkju- legri starfsemi meiri viður- kenningu en áður. Um það vitnar m.a. eftirfarandi við- tal, sem fréttamaður APN hefur átt við patriarkann i Moskvu og blaðinu hefur borizt i islenzkri þýðingu frá skrifstofu APN i Reykjavík. ,,ÉG FLYT kristnum mönn- um hjartanlegar árnaðaróskir i tilefni komandi jóla og óska þess að sérhver, er trúir á frelsara okkar, leggi af mörk- um verðugan skerf til eflingar kærleika, gagnkvæms skiln- ings og friðar með þjóðun- um,” sagði Pimen, patriarki yfirMoskvu og öllu Rússlandi, i viðtali, er fréttaritari APN átti við hann i ibúð hans i mið- borg Moskvu. Það er stór og falleg tveggja hæða bygging með bókasafni, borðsal, mót- tökusölum og kapellu. Fjöl- margar helgimyndir eru lýst- ar upp með marglitum ljós- um. Á stóru tjaldi i hásætisher- berginu eru málverk af 13 patriörkum, forverum Pimens. Er rússneski ein- valdurinn Pétur mikli afnam patriarkaembættið, var zarinn yfirmaður kirkjunnar i nálega 200 ár, unz patriarka- embættið var endurreist. Pimen patriarki, sem tók við embætti 1971, er 65 ára. Hann var áður erkibiskup af Kur- titsi og Kolomna. Hann svar- aði nokkrum spurningum fréttaritara APN. — HVERNIG er háttað starfsemi rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar i USSR? — Hún byggist á fornri hefð og er fjölþætt og margbreyti- leg. Biskupsdæmin eru 76, og lúta þau stjórn erkibiskupa og biskupa. Fjöldi biskupsdæma er óbreyttur frá þvi sem var fyrir byltinguna. — Hvernig er sóknunum stjórnað? — í hverri sókn annast presturinn ieiðsögn utan kirkju, en kirkjuráð safnaðar- ins stjórnar öllum fjármálum sóknarinnar. — Geta börn sótt kirkju? — Bæði fullorðnir og börn fá kristilega fræðslu i kirkjunni. 1 flestum kirkjum eru dagleg- ar guðsþjónustur kvölds og morgna. í kirkjunum geta menn einnig fengið viðtal við prestinn. Dyr þeirra standa öllum opnar, og sérhver trúaður maður getuð iðkað þar trúarathafnir ótrufiaður. — Eru munkar i Sovét- rikjunum? — Það eru munka- og nunnukláustur i mörgum biskupsdæmum, þar sem þeir sem vilja geta helgað sig munklifi. — Hvaða stofnanir mennta presta? — Yfir 1100 manns stunda nám i kirkjulegum háskólum, er mennta presta. — A kirkjan eigið útgáfu- fyrirtæki? — Að sjálfsögðu. Timarit okkar fjalla um starfsemi kirkjunnar og trúarleg vanda- mál. Ýmiss konar trúarlegar bókmenntir eru gefnar út reglulega. Á sl. fimm árum var biblian gefin út tvisvar og ný útgáfa af Nýja testament- inu er i undirbúningi. TELJIÐ þér sannar fregnir i vestrænum blöðum um, að i Sovétrikjunum sæti menn fangelsun fyrir trúarskoðanir sinar? — Ég veit, að vestræn blöð birta reglulega slikar fjar- stæðufréttir. Ég get ábyrgzt, að i Sovétrikjunum eru þess engin dæmi, að menn séu kallaðir fyrir rétt eða varpað i fangelsi fyrir trúarskoðanir sinar. Sovézk lög heimila ekki refsingar fyrir „trúarskoðan- ir”. Það er persónulegt mál hvers og eins i Sovétrikjunum, hvort hann er trúaður eða ekki. — Hver eru tengsl kirkjunn- ar og rikisins? — Staða kirkjunnar i landi okkar er ákvörðuð með til- skipun sovézku rikisstjórnar- innar frá 23. janúar 1918 „um aðskilnað kirkju og rikis og skóla og kirkju.” Þessi tilskip- un tryggir rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni frelsi, svo og öllum öðrum kirkjum og trúarbrögðum i Sovétrikjun- um. Trúfrelsi er tryggt i stjórnarskrá Sovétrikjanna. 011 trúfélög eru jöfn gagnvart rikinu og lúta eigin stjórn. 1 USSR er engin skráning töl- fræðilegra upplýsinga um trú ibúanna. Við ráðningu manna i vinnu, útgáfu vegabréfa o.s.frv. er ekki spurt um trúarbrögð. Stjórnarskráin kveður á um ströng viðurlög gegn skerðingu borgaralegra réttinda trúaðra, m.a. presta. Menn, sem aðhyllast hin ýmsu trúarbrögð, svo og prestar, eru fullgildir sovézkir borgar- ar og taka þátt i stjórnmálum, efnahagslifi og félagslegu starfi i landinu. — A HVERN HATT tekur rússneska rétttrúnaðarkirkj- an þátt i baráttunni fyrir friði? — Rússneska rétttrúnaðar- kirkjan litur á þátttöku i friðarbaráttunni sem kristi- lega skyldu. Að baki friðar- baráttu okkar býr vilji allrar sovézku þjóðarinnar. Hin erfiðu ár heimsstyrjaldarinn- ar siðari varð þjóð okkar að þola miklar skelfingar, þján- ingar og missi. Þess vegna mun baráttu okkar fyrir friði aldrei linna, hvorki nú né i framtiðinni. Fundur yfirmanna og full- trúa kirkna og trúfélaga i Sovétrikjunum var haldinn i klaustri heilagrar þrenningar og heilags Sergiusar 29. sept. 1975. Á fundinum kom fram tiliaga um að halda fund stuðningsmanna Heimsfriðar- ráðsins i Moskvu — fund full- trúa kirkna og trúfélaga um heim allan, þar sem fulltrú- arnir gætu rætt viðfangsefni friðarbaráttunnar. Ég held, að slikur fundur myndi stuðla að framkvæmd samþykkta Evrópuráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál og leggja verulegan skerf af mörkum til málstaðar friðar- ins. Pimen patriarki yfir Moskvu og öllu Rússlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.