Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 12
1? TÍMINN Þriöjudagur 23. desember 1975. „ÚR FORNÖLDINNI FLJÚGA NEISTAR" Grimur Thomsen; ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR OG HEIMSSKOÐUN. Andrés Björnsson þýddi og gaf út. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs. Reykjavik 1975. 192 bls. Það er ekkert skrum sem seg- ir i forlagskynningu með þess- ari bók að útkoma hennar sé „viðburður á islenzkum bóka- markaði”. Grimur Thomsen skipar þann sess i islenzkri bók- menntasögu að allt það sem fyllt gæti skýrt mynd hans hlýt- ur að vekja athygli áhugasamra lesenda Grims. Auk þess fjallar hér um efnið sá maður sem mesta stund hefur lagt á skáld- skap Grimsog feril. Það liggur i augum uppi að um bók ,sem þessa verður enginn „ritdóm- ur” saminn með skjótum hætti. En ekki má minna vera en reynt sé að kynna hana fáum orðum. I formála Andrésar Björns- sonar errakinn aðdragandi þess að Grimur samdi ritgerðirnar. Hann var fjölmenntaður i fom- um ognýjum skáldskap og hafði ritað margtum þau efni: merk- astar eru ritsmiðar hans um nýja skáldskapinn franska, og svo meistaraprófsritgerðin um Byron lávarð sem Grimur hlaut siðar doktorsnafnbót fyrir. Að háskólaprófi loknu 1854, dvald- istGrimurumtveggja ára skeið i Frakklandi og Englandi og jók menntun sina ogyfirsýn: „Arið 1846 sjást glögg merki þess”, segir Andrés Björnsson, ,,að Grimur hafi undanfarið sökkt sér niður i fslenzkar bókmenntir ogleitaztvið að skoða þær i ljósi samtimans með hliðsjón af rikj- andi heimspekistefnum og við- tækum samanburði við klassiskar bókmenntir sem svo eru kallaðar”. Um þessar mundir var uppi hreyfing. meðal ungra mennta- manna sem nefnd var skandi- navismi. Hún miðaði að þvi að treysta menningarleg bönd Norðurlandaþjóða með þvi að beina athygli þeirra að sam- eiginlegum arfi. Þar hljóta is- lenzkar fornbókmenntir að gegna miklu hlutverki. Og rit- gerðir Grims eiga að þjóna þessari hreyfingu. Þær eru i rauninni menningarpólitiskar áróðursgreinar, fremur en fræðilegar athuganir i ströngum skilningi. Með þvi að draga fram hið frumlega og sérstæða i fomum islenzkum skáldskap, „hinn norræna anda” sem svo er nefndur, vildi Grimur vísa norrænum menntamönnum og rithöfundum veginn, vekja þá „til vitundar um sameiginlega arfleifð og hvetja þá til að reisa skáldverk sin á þessum undir- stöðum,” segir i formála Andrésar: „Ritgerðirnar voru þvi mikilvægt framlag til skiln- ings á verðleikum þjóðar hans við hlið annarra Norðurlanda- þjóða, enda mun engum dyljast að sá er undirtónninn, rikur metnaður fyrir hönd þjóðar hans og krafa um virðingu fyrir andlegum afrekum hennar”. Þessar ritsmiðar Grims eru vitaskuld I náiium tengslum við rómantiska þjóðernishyggju sem fór eldi um álfuna á þessum tima. Ræktarsemi við menn- ingararfleifð fortiðarinnar tengist beinlinis frelsishreyfing- um aldarinnar. Þurfa Islend- ingar ekki annað en glugga i Fjölni til að sjá það. Ibúum þessa úthjara átti að vaxa reisn og metnaður við að minnast andlegra afreka sem unnin voru á gullöldinni, og ekki siður hins að þeir einir höfðu varðveitt hina fornu norrænu tungu. NU eru ritgerðir Grims Thom- sen ekki samdar fyrir Islend- inga. Þær eru málfærsla fyrir menntuðum erlendum mönn- um. Nýtiðarlesendum mun lik- lega þykja viðhorf Grim litað af helzti mikilli rómantik og forn- aldardýrkun. Slikt var eðlilegt þá og raunar nauðsynlegt. Hitt er merkilegra hve lifseig sú kenning hefur orðið að hingað hafi flutzt blómi norrænna manna, — Islendingar séu ein- hvers konar „úrval náttúrunn- ar” meðal Norðurlandabúa: „Hér var ekki aðeins um að SÖNGUR í MINNINGUNNI Þorgeir Þorgeirsson: ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM ENGINN VEIT. Iðunn. Reykjavik 1975. 150 bls. 24 myndasiður. Þorgeir Þorgeirsson er ekki við eina fjöl felldur. NU hefur hann ritað bernskuminningar Lineyjar Jóhannesdóttur frá Laxamýri eftir sögn hennar sjálfrar. Bækur sem þannig hafa til orðið eru margvislegar: Stundum fróðleiksnámur um at- vinnulff og þjóðhætti, stundum minnilegar frásagnir og mann- lýsingar. Og i höndum kunn- áttusamra höfunda geta úr slik- um efnivið orðið bókmennta- verk, á engan hátt ómerkari ýmsu þvi sem hefur á sér yfir- skin skáldskapar. Þessi bók er þannig. Þetta er prýðisvel sam- ið verk og þokkafullt. Stundum er haft á orði að erf- itt sé að greina á milli þess hver er hlutur sögumanns og skrá- setjara i þess háttar verkum. Raunar má segja að það skipti litlu ef útkoman verður góð. Liney Jóhannesdóttir hefur á- reiðanlega góða frásagnar- og minnisgáfu. Hún hefur reyndar sjálf fengizt við ritstörf, en bæk- ur hennar hef ég ekki lesið. Má þvi kallast einkennilegt að hún skyldi ekki færa minningar sin- ar sjálf i letur. En þá hefði bókin vitaskuld orðið allt önnur. Hér má þekkja handbragð Þorgeirs Þorgeirssonar svo að ekki verð- ur um villzt. Einkenni á bókinni, eins og öðrum ritum Þorgeirs, er skýr- ar myndir, dregnar fáum drátt- um, auga höfundar fyrir litum og linum er einkar næmt. Kvik- myndatækni kemur upp i hug- ann, enda i sjálfu sér nærtækt. En hér má benda á upphaf bók- arinnar: ,,Við stöndum á hlaðinu á Laxamýri, móðir min og ég, og horfum niður á túnin. Trúlega er morgunn. Það er sólskin á hlaðinu en þokuslæðingur niðrá túninu. Otúr þokunni koma fjórir menn”. f þessu dæmi má sjá einkenni minninganna. Tökum eftir setn- ingunni: „Trúlega er morg- unn”. Hér birtist sú spenna sem rikir milli þess sem var og hins er er: spenna í timanum. Mynd- ir úr djúpi minninganna eru seiddar fram, en þær eru þó aldrei nema „hugarburður”. Það er aldrei unnt að segja frá „þvi sem gerðist i raun og veru”. Ihuganum endurskapast það að sinum hætti og skipast i annað samhengi. Engir tveir menn segja eins frá sama at- viki. Ritháttur þessarar bókar er sérkennilegur. Þorgeir Þor- geirsson hefur búið sér til stil sem er eining tveggja tjáning- arhátta: Annars vegar meitluð myndræn framsetning, stangur still, hlutlægar lýsingar. Hins vegar er hinn huglægi þáttur sem litast af persónuleika þess sem segir frá. Hann gæðir frá- sögnina svip munnlegrar frá- sagnar. Niðurstaðan verður fastmótaður persónulegur still sem féllur þétt að efni. Myndin og minningin renna saman. Og þetta gerist með þeim hætti að lesandinn sefjast, honum finnst að svona hljóti þetta að vera. Hitt sést betur þegar að er gáð hve agaður og þrautunninn þessi frásagnarháttur er. Efni bókarinnar er bundið við Laxamýri, þetta þingeyska höfuðból sem i vitund þeirra sem skáldskap unna er einkum æskuheimili Jóhanns Sigurjóns- sonar. Af honum segir þó fátt beinlinis i bókinni, enda Liney of ung til að geta frá honum sagt af eigin kynnum. En aðalpersóna verksins er Jóhannes, bróðir hans, faðir Lineyjar og mynd hans verður skýr. Að þvi leyti er bókin kærkomin viðbót við bréf Jóhanns til Jóhannesar sem prentuð voru fyrir fáum árum : Bréf til bróður, útgáfa Kristins Jóhannessonar, 1968. Þessar frásagnir eru i sjálfu sér kærkomnar og bók- menntaáöguleg heimild að þvi leyti að þær veita ómetanlega vitneskju um það umhverfi sem Jóhann er sprottinn úr. Við fá- um að vita sitthvað um ættina, jörðina, heimilisfólkið á Laxa- mýri. Og einnig héraðið sjálft. Til aðmynda er hér skemmtileg mynd af Guðnýju konu Bene- dikts á Auðnum, hins merka leiðtoga Þingeyinga. En mest segir hér af daglegu lifi á sveitaheimili, sérkennilegu og minnisverðu fólki. Og með mörgum smámunum sem dregnir eru fram úr djúpi hug- ans fær lesandinn heillega mynd af andblæ tima og staðar. Að þvi stuðla einnig ljósmyndirnar i bókinnisem eru birtar með rétt- um litblæ. Allir vita hve þvi geta fylgt einkennileg hughrif að skoða gamlar myndir. Áhorf- andinn er seiddur inn i veröld sem er liðin undir lok. Slikur blær fylgír bókinni allri. 1 samhengi bókarinnar verða hin persónulegu skilriki Liney jar einkennilega mælsk: Bréfið sem Sigurjón á Laxamýri skrif- aði Jóhannesi syni sinum sem þá dvaldist vestan hafs, birt stafrétt, bregður ljósi yfir skap- gerðþessa manns. Og lesandinn skilur að hann gat ekki orðið hrifinn af þeirri ráðabreytni yngsta sonarins að lifa á þvi að setja saman skáldverk. En um- hyggjan fyrir fjölskyldunni fel- st hér i hverju orði. — Og svo er hér bréf frá Lineyju Jóhannesdóttur til nöfnu sinnar og frænku. Af þvi er einnig birt ljósmynd. f öllum einfaldleika sinum er það ógleymanlegt skjal. Þannig má alls staðar sjá i þessari bók smámuni sem bregða ljósi yfir stórt svið mannlegra örlaga. Og listræn tök höfundar bregðast ekki. Sem dæmi vel ég niðurlag kafl- ans Móðir min. Litlu systurnar eru á ferð með móður sinni til Húsavikur um vetur og sitja á sleða. Og móðirin syngur: ,,Hún kunni urmul af þjóðvis- um sem ég hef aldrei siðan heyrt. Og það er þessi mynd sem ég stefni á móti eilifri fjar- veru hennar og söknuðinum. Endalaus glitrandi lausa- mjöll. Sótrauður hestur og dökkbúinn maður kafa snjóinn. Þeir taka hátt upp fæturna og smeygja þeim aftur oni fönnina til að forðast allan hávaða. Það er eins og þeir læðist með sleð- ann yfir hvitt og þögult landið. Og svo þessi söngur. Fullur af tilfinningu sem er eins og fjar- stæða, eins og ótrúleg náð i kaldri draumaveröld landsins. Hann lifir i minningunni. Ef hann þagnaði þá yrði allt svo dauðahvitt og kalt.” Þessi bók er að visu ekki öll jafnvelskrifuðogþessikafli. En i orðfárri meitlaðri frásögn hennar, með hinni djúpu tilfinn- ingu fyrir þvi sem ekki verðui vitað né með orðum tjáð, ei fólginn mikill þokki. Þó er bókir engin rómantisk glansmynd Hún er sprottin úr átthögunum þvi landi þar sem Halldór Lax ness segir að sálin hafi fæðst 01 eigi heima. Gunnar Stefánsson. ræða kjarna hinna gömlu Skandinava, hrausta Norð- menn, heldur og hina djörfustu þeirra, sjálfan blómann af frjálshuguðustu, rikustu og óháðustu mönnum Rogalands og Þrændalaga, sem leituðu i fjarlægð undan harðstjórnHar- alds hárfagra.” Hversu oft höf- um við ekki siðan heyrt og séð þeissa söguskýringu? Flestar eru þessar ritgerðir næstaalmennsefnis eins og sést á nöfnum þeirra: Sérkenni is- lenzkra bókmennta, fornnor- ræns skáldskapar o.s.frv. Fyrsta ritgerðin, „Um stöðu ts- lands i Skandinaviu, einkum með tilliti til bókmennta,” fyrir- lestur sem haldinn var i Skandi navistafélaginu, er almennust og ber mestan málflutnings- svip. Hin siðasta er á hinn bóg- inn formáli að útgáfu Grims á úrvali úr islenzkum fornsögum. Hann gaf út tvö slik söfn og er aftast birt efnisyfirlit um þau bæði. Er fróðlegt að sjá hvernig Grimur héfur valið. A milli þessara tveggja rit- gerða standa svo þrjár alllang- ar greinar. Hér er einkum fjall- að um kveðskap, eddukvæði og dróttkvæði, en einnig bók- menntir i lausu máli. Eftirtekt- LEITIN ÁTTAV Ólöf Jónsdóttir: Dögg næturinnar. Myndateikningar Sigfús Halldórsson. Útgefandi Bókamkð- stöðin. Þetta er viðhafnarútgáfa. Pappirinn vandaður. Teikningar Sigfúsar eru 13 heilsiðumyndir og yfir þeim ljúfur þokki. Bókin er þvi fögur á að lita. Teikningar Sigfúsar auka og magna ljóðrænan stilblæ hins ritaða máls og greiða þvi veg að hugarheimum lesenda. Sagt hefur verið, að heimspeki væri leitin að eðli og háttum alls sem er. Það má skipta mönnum i þrjá hópa i sambandi við þá leit. 1 einum hópnum eru þeir sem láta sér nægja leik og æti og hirða ekki um dýpri rök li'fsgátunnar. Þeir eru þó undir þvi lögmáli, að þegar maðurinn er mettaður hverfur honum löngunin og þar með sú gleði sem svölun hennar fylgir. Annar hópurinn er sá sem ekki hefur trú á að neins sé að leita. Oft er hann nærri örvæntingu og stutt erleiðin og stigin fljótt úr fyrsta hópnum i þennan. Þriðji hópurinn er leitendurnir og skiptast þó i tvennt. Aðrir telja sig hafa fundið það sem þeim dugi til halds og trausts en hinum er leitin sjálf fullnæging. Þó að þeir óski ekki fremur en Faust að tíminn standi kyrr eru þeir ánægðir með liðandi stund þvi að sérhver stund er þeim verðmætur þáttur i leitinni. Flestir leitendur eiga sér þó ein- hverja áttavita, sem þeir setja traust sitt á. Ólöf Jónsdóttir er leitandi i þessari bók. Svo mikill leitandi, er að hún óttast meira blekkinguna en óvissuna: Ef til vill er bezt að hafa enga skoðun, reyna bara að finna. Þó að ýmis konar hugsanir séu raktar i þessum skáldskáp er þó meira treyst á það sem finnst. Hvað er ljóð? Sú var tiðin að vitnað var til bragfræði og kveðandi þegar reynt var að svara þvi. Nú er allri bragfræöi sleppt og margt talið til ljóða sem aldrei verður kveðið. Stundum virðist þeim, sem við skáldskap fást vera nokkuð óljóst hvað skilur ljóð frá lausu máli. En hvað sem það er, rúmar bundið mál auðvitað bæði snilld og speki svo sem jafnan hefur verið. Ólöf skiptir bók sinni i þrennt:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.