Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 23. desember 1975. TÍMINN 13 arverðust er hin mikla yfirsýn höfundar um efnið og hversu hann setur hinum erlendu les- endum fyrir sjónir meginatriði þess með stöðugum samanburði við fomgriskar bókmenntir. Er hér margt viturlega mælt. Raunar kannast lesandinn hér við ýmislegt sem Sigurður Nor- dal hefur siðartúlkaðaf miklum áhrifamætti i ritum sinum, svo sem tslenzkri menningu. Þá vaknar sú spurning hversu mikla útbreiðslu ritgerðir Grims hafa hlotið. Andrés Björnssonvikuraðþvii formála sinum að talið sé að finna megi áhrif frá ritgerðunum i verkum Ibsens og Björnssons og eru þar nefndir til Hermennirnir á Há- logalandi eftir Ibsen. Vissulega væri skemmtilegt ef Grimur hefði orkað á norsku stórskáldin með þessum rit- smiðum. Hitt er engu siður at- hugandi hvert gildi þær höfðu fyrir landa hans. 1 þvi sambandi má benda á að tslendingar eign- uðust ekki aftur verulega fjöl- menntaðan bókmenntafræðing fyrr en með Sigurði Nordal. Ekki er að efa að fordæmi Grims hefur haft verulega þýð- ingu fyrir hann. Og sögulegt hlutverk þeirra er áþekkt að ýmsu leyti. I sjálfstæðisbarátt- OG Ljóð, þar sem hún notar bæði stuðla og r’im, balletttexta og ljóðævintýri. Balletttextinn er raunar ævintýri lika þó að það hafi sérstöðu þvi að hin draum- spaka dul sem er áberandi i hin- um er ekki einkenni þess. Fyrstu ljóð bókarinnar, tileinkun, endar svo: Við kertalogans ljósið fritt við látum myrkrið vikja 1 trausti á lifsins takmark nýtt skal trú um eilifð rikja. Siðasta ljóðið heitir Silfur- strengur og er svo: Titrar i sál minni silfurstrengur. Vonin vakir I veikum tónum hvislandi ljúflega: Lát eigi bugast. Dagurinn ris. Draumarnir rætast. I ljóðinuVið gluggann er talað um það sem skáldið finnur að er bak við allt: Það er nafnlaust, ótakmarkaðóskiljanlegt, engott eraðvita afþvi, það gefur lifinu gildi og huggar i sorginni, Slikur er áttaviti leitandans. Gildi ljóða fyrir lesanda fer eftir þvi sem hann finnur f þeim. Þau snerta okkur misjafnlega. Þjóðkunnur kennimaður hefur sagt að gildi predikunar sé náðarverkun i hjarta áheyrandans. Eitthvað svipað má segja um skáldskapinn. „Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað i mér”, sagði Stefán frá Hvitadal. Það eru stór orð og raunar sögð um bein kynni við konur en ekki ljóð. Samt vænti ég þess að ýmsir' lesendur finni eitthvað hlýtt við hjarta þegar þeir njóta þessar- ar næturdaggár. Starf höfundanna beggja fellur i einn farveg. H. Kr. unni á nitjándu öld, um sama leyti og Jón Sigurðsson er að hasla sér völl, bendir Grfmur umheiminum i krafti þekkingar sinnar og heimsmenntunar á fomar bókmenntir Islendinga, menningararf sem skipti Norðurálfu miklu. Við fullveldisheimtina verður Sigurður Nordal með tilstyrk sinnar yfirsýnartil þess að leiða Islendingum sjálfum fyrir sjón- ir hve framlag þeirra til menn- ingarinnar sé þungt á metunum. Og þegar lesin eru orð Grims, rituð fyrir hundrað og þrjátiu árum, rifjast upp ummæli Nor- dals i Islenzkri menningu um fornar bókmenntir þjóðarinnar: „Hitt er annað mál hver gaum- ur þeim kann að þykja gefandi, ef eigi er aðeins hugsað um þær sem sögulegar heimildir eða listaverk, heldur yngilind nú- tiðarmenningar á borð við hinar ritningarnar tvær.” Margt væri gaman að nefna i sambandi við ritgerðir Grims Thomsen. I þeim má meðal annars sjá hvernig hann þýðir á dönsku brot úr eddukvæðum og jafnvel dróttkvæðum. Sem sýnishorn má taka þessa visu úr Völsungakviðu hinni fornu og geta menn borið saman við frumtextann ef þeir vilja : „Saa glad ved vort/ Gjensyn jeg er/ Som hungrige/ Odins Höge,/ Der paa Valplads vente/ Varme retter Eller dugvaade/ Daggry hilse.” Vitaskuld eru þessar ritgerðir merkilegastar sem heimild um viðhorf Grims Thomsen og undirstöðu listar hans. Grimur orti sem kunnugt er margt söguljóða og blés þar nýju og römmu lifi i gamlan efnivið. Sumir munu segja að kvæði Grims standi fyrir sinu án frek- ari vitneskju um höfund sinn og hvað hann kann að hafa samið þess utan. Það er auövitað rétt. En margir fagna þvi að kynnast sem gerst baksviði og menn- ingarlegu umhverfi mikilla skálda. Við þá menn eiga rit- gerðir Grims erindi. Vonandi heldur Andrés Björnsson áfram að birta athuganir sinar á verk- um þessa islenzka höfuðskálds og heimsborgara. Gunnar Stefánsson. Frá: Sásl og Bubba, Möggu og Pésa, Dóra, Gunna og Magnúsi, Kötu og frænku gömlu, Halla, Kalla j og Bimbó. ★★★★★★★★ Á að skjóta saman? Hér er hugmynd að gjöf, sem hentar vel, ef tveir, þrir eða fleiri slá saman. CLARION hljómtæki í bílinn. Það verður vel þegið, örugglega notað og notið vel. Hljómtæki í bíl eru alls ekki dýr miðað við þetta allt. Allir, sem eiga bíl, þiggja með þökkum hljómtæki í hann, og gleyma seint gefendunum. ★★★★★★★★ Hvaðætliðþið að gefa ykkur sjálfum? Margir hafa þann sið að kaupa sér eitthvað nýtt til heimilisins um þetta leyti árs. Eitthvað, sem eykur ánægjuna og léttir dagleg störf. Hvemig væri að láta bílinn njóta þess í ár? Hann er þó eins og annað heimili, ekki satt? CLARION, músík í bílinn! ★★★★★★★★ ★★★★★★★★ Clarion hljómtæki eru ekki dýr. Nú byrjum við aö reikna: PE-652A útvarps- og kassettu- tæki kostar kr. 31.300 PE-822A kassettuhljómtæki, sjálfvirkt endurspil, stillanlegt, kr. 33.200 PE-811A kassettuhljómtæki, sjálfvirkt endurspil, kr. 28.400 PE-810A kassettuhljómtæki, einfaldari gerð, kr. 19.000 RE-317A útvarpstæki, kr. 11.300. Með þessu þarf að kaupa hátalara. Við höfum nú fjórar gerðir, sem kosta frá kr. 1.900 og allt að kr. 3.100 stykkið. Þetta er aöeins hluti af miklu úrvali CLARION hljómtækja í bíla. Við eigum nú 10 gerðir út- varps- og hljómtækja. Flestar gerðimar eru tengdar í verzlun okkar, og er öllum vel- komið að hlusta og bera saman. Bimbó og félagar keyptu sjálfvirka kassettutækið PE-811A með beztu hátölurim- um, það gerði tæpar 2.900 krónur á haus. ★★★★★★★★ Hvaðáað kaupa fyrír bónusinn i ár? Færö þú greidda þrettán mánuði? Eöa aukagreiðslu af einhverju tæi við lok ársins? Peninga, sem ekki þurfa að fara í mjólk og brauð, en em notaðirtil að gleðja sig og sína? Jæja.hvað um varanlega ánægju fyrir þig og alla fjöl- skylduna, vini og kunningja? Skemmtitæki, fræöslutæki, öryggistæki, menn- ingartæki í bílinn. CLARION hljómtæki og útvarp. (Eöa aöeins hljómtæki, ef útvarp er fyrir í bílnum). ★★★★★★★★ CLARION leysir j KASSETTUSPILARI PE - 810A KR. 19.000 KASSETTUSPILARI PE -811A KR. 28.400 ÚTVARP RE -317A KR 11.300 HÁTALARAR SKA-032 KR. 2.800 stk. randann CLARION hljómtæki í bílinn og þér verðurvelþakkað. HÁTALARAR SKA-043 KR. 3.100 stk. Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150. Þröstur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.