Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 23. desember 1975. f Óvelkominn gestur Hann hikaði. — Jú, auðvitaðgeri ég það! Hann kom til hennar, lagði handlegginn yfir axlir hennar og kyssti hana innilega. Svo leiddi hann hana að dyrunum, sem hann hafði komið út um og sagði: — Ég hélt auðvitáð að verkfallið hefði hindrað þig í að koma. Hún brosti dauflega. — Það munaði minnstu, en mér tókst að fá sæti í flugvél, sem fór til Calgary. Ég hafði ekki tíma til að láta þig vita um breytta áætlun. Hún varð skyndilega of urþreytt. — Ef ég hefði haft minnstu hugmynd um, hvað þið eruð einangruð hérna, hefði ég hugsað mig vandlega um, áður en ég lagði af stað. Eng- inn á f lugvellinum hafði hugmynd um hvar Dunster eða Brookville var, þótt einn náungi hefði heyrt minnzt á Conway-búgarðinn. En hann vissi ekki einu sinni í hvaða átt hann var. — Nú, já. Það var svei mér skrýtið. En við skulum ekki hugsa meira um það núna. Þú hlýtur að vera yfir þig þreytt og svöng. Komdu inn og heilsaðu upp á mömmu. Hann fylgdi henni inn í annað herbergi, þar sem dúkað borð stóð og máltíð var haf in. Sterkt Ijósíð blindaði hana andartak, svo hún sá ekki miðaldra konuna, sem sat við enda borðsins. — Þú sagðir mér ekki, að þú ættir von á heimsókn, Dick. Hörð nefmælt röddin fór illa í Jane. Ekki var hægt að segja, að móðir hans byði hana hjartanlega vel- komna. — Mér datt ekki augnablik í hug, að henni tækist að komast hingað, svaraði Dick svolítið skammarlegur. — Mamma, þetta er Jane Marlowe. Við kynntumst í Van- couver, þegar ég var þar síðast. — Einmitt það já. Hún kinkaði kolli til Jane, rétt eins og stolt drottning. — Mér f innst satt að segja, að þú hefð- ir getað sagt mér frá því fyrr. Það lá við að Jane gnísti tönnum. — Mér þykir leitt að koma svona á þennan hátt, sagði hún í afsökunartón. — Mér datt ekki i hug, að Dick hefði ekki sagt yður f rá mér. Hún hikaði og dró djúpt að sér andann. — Ef það hentar illa, að ég komi, gæti Dick kannski séð mér fyrir ferð til næsta þorps, svo ég geti fengið herbergi þar. Dick hló. — Jane þó. Vertu ekki svona stíf og hátíðleg og skelfilega ensk. Auðvitað þykir okkur gaman að þú ert komin. Nú skalt þú setjast og fá þér eitthvað að borða. Jane settist varlega niður. Nú fann hún greinilega að hún var helaum eftir ferðalagið á Gráskinna. Það liðu á- reiðanlega margir dagar, þar til hún gæti setzt niður, án þess að finna til. Dick gekk að stórum skáp og tók fram bolla og skál, disk og hnífapör. Hann setti það fyrir framan hana og rétti henni fat með niðurskorinni, kaldri skinku, steikt- um kartöf lum og salati. Síðan hellti hann kaff i í bollann. Jane leið illa og fannst hún utanveltu og fann stöðugt til þess að móður Dick geðjaðist ekki að komu hennar. — Er allt i lagi núna? spurði Dick ástúðlega og þá fór henni strax að líða betur. Hún mundi hvað hann gat verið góður í sér og umhyggjusamur, og sagði viðsjálfa sig, að það væri ekki undarlegt þótt móður hans hefði orðið hverf t við. Dick haf ði ekki minnzt á hana, svo þetta hlaut að koma henni gjörsamlega á óvart. Verið gat, að móðir- in væri ein af þeim ráðríku, sem tortryggði alla vini Dicks, einkum þá af hinu kyninu. Hún brosti þakklát fil hans og byrjaði að borða með góðri lyst. — Ef þú getur verið án min í nokkrar mínútur, ætla ég f ram til Wilmu og biðja hana aðganga f rá herbegi handa þér. Sem betur fer höfum við nóg af þeim! Hafðu það bara náðugt og láttu eins og þú sért heima hjá þér. Hann gekk fram, en inni í stof unni varðþögult eins og í gröf. Jane borðaði, þangað til hún var södd, en þá tók hún skyndilega eftir þessari þrúgandi þögn, sem enn hafði ekki verið rof in og leit yf ir til f rú Conway. Hún sat og blaðaði i tímaritum. Einfaldur, svartur kjóll hennar var dýr og nýtizkulegur, gráa hárið hafði verið skolað með bláum lit og var vandlega lagt og langar, fallegar neglurnar voru nýíakkaðar bleikar og vel snyrtar. Eftir útlitinu að dæma, vann móðir Dicks ekki neina erfiðis- vinnu, ef hún gerði þá yf irleitt nokkuð, hugsaði Jane. Eins og hún fyndi, að starað væri á hana, leit f rú Con- way skyndilega upp og horfði á gestinn, eins og hún væri að vega hann og meta. Ljós augu hennar voru köld og hörð og litlir, bláir safírar. Það voru ekki bara augun, sem voru þannig, hugsaði Jane og það fór hrollur um hana innvortis. Andlitsdrættirnir voru líka harðir og munnurinn eins og rautt strik f andlitinu. Jane létti mjög, þegar Dick loksins kom aftur. — Wilma bjargar herbergi handa þér, Jane, sagði hann Þriðjudagur 23. desember Þorláksmessa Morgunútvarp. Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna 8.45. Svala Valdimarsdóttir les þýðingu sína á „Malenu og hamingjunni” eftir Maritiu Lindquist (7) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Valborg Bents- déttir sér um þáttinn. Morguntónleikarkl. 11.00: Siegfried Behrend leikurá gitar ásamt I Musici hljóðfæraflokknum konserta eftir itölsk tónskáld. Eddukórinn syngur jólalög. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 „Skrumskæling konunnar” eftir Barbro Bachberger. Guðrún Birna Hannesdóttir lýkur lestri þýðingar sinnar (5) 15.00 Jólakveðjur. Almennar kveðjur, óstað.settar kveðjur og kveðjur til fólks, sem ekki býr i sama umdæmi. Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir) Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finnborg Scheving fóstra sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Frétaauki. Tilkynningar. 19.40 „Helg eru jól” Jólalög i Utsetningu Arna Björns- sonar. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur. Páll P. Páls- son stjórnar. 19.55 Jólakveðjur. Kveðjur til fólks i sýslum og kaupstöðum (þó byrjað á al- mennum kveðjum ef ólokið verður) 22.00 Fréttir. Veðurfregnir. Jólakveðjur — framhald. — Tónleikar (23.55 Fréttir i stuttu máli) Jólagjö sem allir reikna með er vasatal'va frá Texas Instruments með Minni, Konstant og Prósentu og árs ábyrgð TI-1250 7.130 Texas Instruments vasatölvur TI-1200 án minnis 5.775. 0 PDRf SÍMI ai500-ÁRMÚLAn Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.