Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 17
Þriöjudagur 23. desember 1975. TÍMINN 17 Júgóslavar fóru ósigraðir — þeir sigruðu „pressuliðið" 24:21 í gærkvöldi í fjörugum leik ÁGÚST FER TIL MALMBERGET — fer í æfinga- og byrjun janúar AGOST Svavarsson, vinstri- liandarskyttan snjalla úr ÍR, er á förum til Sviþjóðar, þar sem lioiium liefur verið hoðið að gerast leikinaður með 1. deildaríiðinu Malinbcrget frá Norður-Sviþjóð. — Ég l'er til Sviþjóðar i byrjun janúar og fer þá i æfingabúöir og keppnisferð með liðinu um Svíþjóð í keppnisferðalag með Malm- berget. 'Ég mun siðan taka endaniega ákvörðun eftir æfingarnar, hvort ég taki boði Malmberget — ég reikna frck- ar með þvi, að ég taki boðinu og leiki með liðinu út keppnis- timabilið, sagði Agúst i gær- kvöldi. Það verður mikil blóðtaka fyrir ÍR-liðið, að Ágúst skuli vera að fara til Sviþjóðar. Ágúst hefur verið bezti maður liðsins undanfarin ár og aðal- maðurinn á bak við sigur- göngu liðsins i 2. deiidar- keppninni i vetur. — SOS AGÚST SVAVARSSON.........sendir knöttinn i netiö hjá Júgóslövunuin. (Timamynd Róbert). Olympiumeistararnir frá Júgóslavíu fóru ósigraðir frá Islandi — í gærkvöldi unnu þeir sigur (24:21) gegn „pressuliðinu" í f jör- ugum leik i Laugardals- höllinni. „Pressuliðið" kom skemmtilega á óvart í leiknum — sýndi oft á tíðum stórgóða leikkafla, sem galopnuðu vörn júgó- slavanna. Björgvin Björg- vinsson, hinn snjalli línu- maður, kunni vel að meta þetta — hann átti stórkost- legan leik. Björgvin skoraði 3 glæsileg JÓN HJALTALÍN....sést hér brjótast i gegnum varnarvegg Júgósla vamia og skora eitt af 5 mörkum sínum i gærkvöldi. (Timamynd Róbert). mörk af linu og þar að auki fisk- aði hann mörg vitaköst eftir góðar linusendingar frá Páli Björgvinssyni og Jóni IIjaltalin, sem sýndi marga góða spretti og var greinilegt, að Júgóslavarnir voru hræddir við hann. Jón byrj- aði að hrella Júgóslavana — hann skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum „pressuliðsins”. Eftir það höfðu Júgóslavarnir góðan gætur á honum og ruku i hann, þegar hann nálgaðist varnarvegg þeirra. Við þetta opnaðist vörnin hjá þeim og Jón notfærði sér það, með þvi að gefa stórgóðar linu- sendingar á Björgvin Björgvins- son. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með — það mátti sjá tölur eins og 3:3 og 6:6, 10:10 og siðan 12:12. Þegar staðan var þannig, urðu Júgóslavarnir æstir — þeir þoldu greinilega ekki mótspyrn- una, sem leikmenn „pressuliðs- ins” sýndu þeim. Þremur leik- mönnutn Júgóslaviu var visað af leikvelli um tima og léku þá aðeins þrir inn á. Júgóslavarnir skoruðu siðasta mark fyrri hálfleiksins og höfðu þvi yfir 13:12 i hálfleik. 1 byrjun siðari hálfleiksins gekk allt á aft- urfótunum hjá leikmönnum pressuliðsins og náðu Júgóslavar þá fjögurra rnarka forskoti — 16:14. Þvi héldu þeir út leikinn og sigruðu 24:21. Jens Einarsson átti mjög góðan leik i marki „pressuliðsins” — hann varði hvað eftir annað mjög vel. Þá áttu þeir Björgvin, Jón Karlss., Páll Björgvinss. og Jón Hjaltalin góðan leik. Liðiðf náði oft stórgóðum köflum. en þess á milli var mikil deyfð yfir þvi — vantaði greinilega samæf- ingu, bæði i vörn og sókn. Mörk liðsins skoruðu þeir: Jón Hjalta- lin 5 (3 viti), Björgvin 3, Páll 2, Ágúst 2 (1 viti), Stefán 2, Jón Karlsson 2, Þórarinn 2 (bæði viti), Steindór Gunnarsson (Val) og Sigurbergur eitt hvor. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánssonog ÓliOlsenog voru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér — báru of mikla virðingu fyrir Júgóslövunum.þannig að dóm- gæsla þeirra bitnaði á Islending- unum. Að lokum má geta þess, að Ólafur H. Jónsson.fyrirliði lands- liðsins, gaf ekki kost á sér i pressuliðið — SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.