Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 23. desember 1975. TÍMINN 23 Greinargerð um tæknilegan undir búning Kröfluvirkjunar 1. Ráðning ráðgjafaverkfræðinga Kröflunefnd réð ráðgjafaverk- fræðifyrirtækin Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f. (VST) og Rogers Engineering Co. Inc., San Francisco, til þess að annast tæknilegan undirbúning Kröflu- virkjunar og til umsjönar með framkvæmdum. Var samningur milli aðila um það verk undir- ritaður 21. nóv. 1974. Verksvið ráðgjafarfyrirtækj- anna er tæknilegur undirbúning- ur og umsjón með framkvæmd- um við orkuverið sjálft. Um aðra þætti undirbúnings framkvæmd- anna var ekki samið, svo sem framkvæmdir við jarðboranir og gufuveitu að stöðvarhúsi, sem eru á vegum Orkustofnunar, og há- spennulinu frá orkuveri til Akur- eyrar, sem eru á vegum Raf- magnsveitna rikisins. Vegna tilfinnanlegs raforku- skorts á Norðurlandi lagði Kröflunefnd áherzlu á það við ráðgjafarfyrirtækin, að fram- kvæmdum yrði hraðað svo sem kostur væri. 2. útboð og samningar A. Vélbúnaður Hinn 2. des. 1974, eða aðeins ellefu dögum eftir að ráðgjafar- verkfræðingarnir höfðu tekið að sér hönnun verksins, sendu þeir tiltækar upplýsingar um aðalvél- ar til átta vélaframleiðenda með fyrirspurnum um verð og af- greiðslutima. Tilboð bárust frá fimm þeirra, ásamt margvisleg- um upplýsingum um fyrirtækin. Alitlegustu tilboðin voru frá tveimur japönskum fyrirtækjum, Mitsubishi Heavy Industries (MHI) og Toshiba. Bæði þessi til- boð voru mjög itarleg. Tilboðs- gögn MHI voru 201 bls. en tilboðs- gögn Toshiba 294 bls. Fulltrúar beggja ráðgjafarfyrirtækjanna gerðu itarlegan samanburð á þessum tveimur tilboðum og ræddu við fulltrúa fyrirtækjanna. Var það samhljóða álit þeirra, að tilboð MHI væri hagstæðara bæði hvað snerti verð og gæði vél- búnaðar. Samningar um kaup á tveimur 30 MW vélasamstæðum var gerður við MHI, og var hann undirritaður 7. febrúar 1975. Útboð og samningar um önnur vélakaup hafa staðið yfir siðan og er nú að mestu lokið, þ.e.a.s. um 15% verðmætis. Hafa þeir samningar verið gerðir við fjöl- mörg fyrirtæki, bæði i Evrópu og Ameriku, auk viðbótarsamninga við MHI. B. Byggingarframkvæmdir t samningum við vélaframleið- endur tókst að semja um það stuttan afgreiðslufrest, að sá möguleiki opnaðist, að raforku- framleiðsla gæti hafizt siðla árs 1976. Kröflunefnd ákvað að stefna að þvi marki, og skyldu fram- kvæmdir við það miðaðar. For- senda fyrir þessari áætlun var, að stöðvarhúsið yrði gert fokhelt fyrir veturinn ’75-’76. Útboð á mannvirkjum hefði tekið nokkra mánuði og kom þvi ekki til greina, ef sett timamörk áttu að standast. Var þvi óhjá- kvæmilegt að ráða verktaka til verksins, og fól Kröflunefnd VST að kanna, hvaða verktakar kæmu helzt til greina. 1 aprilmánuði s.l. aflaði VST upplýsinga um hvernig verkefn- um væri háttað hjá þeim fyrir- tækjum, sem helzt komu til greina, og var rætt við fulltrúa nokkurra þeirra. Að lokum stóð valið milli Miðfells h/f i Reykja- vik og Norðurverks h/f á Akur- eyri, sem höfðu látið i ljós áhuga á verkinu. Lögðu bæði fyrirtækin fram upplýsingar um tækjakost, starfslið og fyrri verk. A grund- velli þeirra upplýsinga, og ann- arra tiltækra upplýsinga um fyrirtækin, tók VST saman greinargerð um þau og lagði fyrir Kröflunefnd. Er hún dagsett 17. mai 1975. t greinargerðinni er m.a. fjallað um reynsiu verktak- anna á sviði byggingarfram- kvæmda, fjármál og tækjabúnað. Kemur þar fram, að VST taldi bæöi fyrirtækin hafa næga verk- þekkingu og reynslu til að vinna verkið. Talsvert vantaði á að Norður- verk h/f hefði yfir að ráða nægum tækjakosti til framkvæmdanna. Vantaði fyrirtækið t.d. mulnings- og hörpunartæki til steypuefna- framleiðslu og fullnægjandi steypuhrærivélar, en ráðgerði að útvega þau tæki erlendis frá. Með tilliti til þess, að engan tima mátti missa, ef unnt átti að vera að koma stöðvarhúsinu undir þak fyrir veturinn, taldi VST óvarlegt að treysta á afgreiðsluloforð tækja erlendis frá. Miðfell h/f hafði hins vegar til- tæk öll nauðsynlegustu tæki til framkvæmdanna og gat hafizt handa án tafar. Réð það atriði úr- slitum um það, að VST lagði til við Kröflunefnd, að gengið yrði til samninga við Miðfell h/f. Sam- þykkti nefndin þá tillögu og gerði bráðabirgðasamkomulag við Miðfell h/f, sem hófst handa um virkjunarframkvæmdir siðari hluta maimánaðar s.l. Verk- samningur var siðan undirritaður 4. júli 1975. Með þeim samningi tók Miðfell h/f að sér að gera stöðvarhúsið feokhelt, steypa undirstöður kæliturna og undir- stöður háspennuvirkja og að ganga frá stöðvarhlaði. Nokkrir verkþættir við frágang stöðvarhúss hafa verið boðnir út i haust og útboð annarra er i und- irbúningi. I nóv.1975 Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf. Sig. Sigfússon Jóhannes Guðmundsson Vegna endurtekinna um- ræðna i fjölmiðlum um að- draganda og undirbúning að byggingu jarðgufuorkuvers við Kröflu, þar sem gætt hef- ur ýmiss konar misskilnings, höfum við að ósk Kröflu- nefndar samið meðfylgjandi greinargerð um þessi efni. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1975, liafi hann ekki verið grciddur i siðasta lagi 29. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 19. desember 1975 Auglýsið í Tímanum r M FAST I OLLUM BOKABUÐUM SKEMMTILEGAR OG FALLEGAR og ódýrustu bækurnar í búðunum í ór FARINN VEGUR 'MI OlMMlMflöíM' H1F«W •>« Wl0 R>H»|*n«illMI«r Farinn vegur Fyrir fullorðna karla og konur. Ævibrot úr lífi Gunnhildar Ryel og Vigdísar Kristjánsdóttur. Gunnhildur Ryel ekkja Baldvins Ryel, kaup- manns og ræðismanns á Akureyri veitti um ára- tuga bil forstöðu einu mesta myndar- og menningarheimili á Akureyri. Hún segir frá uppvaxtarárum sinum og gömlu Akureyri, við- burðum. mönnum og málefnum. sem hún hafði kynni af á langri ævi og miklu og fórn- fúsu félagsstarfi, eink- um i þágu liknar- og mannúðarmála. Vigdis Kristjánsdóttir listakonan þjóðkunna rekur hér þræði langrar sögu sinnar við listnám og listiðkun, segir frá ferðum lil lista- og menningarstöðva stór- borganna. samvistum við ýmsa samferða- menn og frá ævikjörum sinum og farsælu hjóna- bandi. Ilugrún skráði bökina. Kr. 1920. HltOI' I >ivuiiiti\r Hróp i myrkrinu Fyrir 10-16 ára. l>etta er saga um Sigga Flod og félaga. í þessari sögu vinna þeir iélagar hvert afrekið af öðru sem leynilögreglu- menn. þó oft sé teflt á tæpasta vað. Þessi saga er bráðskemmtileg og gott lestrarefni fvrir unglinga. Kr. 690. Fjallaf lugmaðurinn Fyrir 10-16 ára. Það var aðeins eitt sem Harry Nickel elskaði meira en hið frjálsa og glaða lif i fjöllunum — að fljúga. Hann átti enga peninga, en samt tókst honum að útvega sér þá upphæö til að geta keypt gamla Nor- seman-flugvél og skapa sér þar með þá atvinnu- möguleika, sem hann hafði dreymt um. Svo flaug hann af miklum dugnaði milli byggða i hálendi Lapplands, og hafði ekki aðeins góðar tekjur, heldur lenti lika i mörgum ævintýrum. Hve mikill sannleikur var i frásögninni um silfursjóðinn, sem Lapparnir földu fyrir skattheimtumönnum konungsins á 17. öld? Og hvernig fer fyrir úlfin- um Öskari, óvini Lapp- anna sem Harry bjarg- aöi og hélt á laun? Stað- an er flókin. Hver er nú rétta stefnan. Kr. 690. Guilskipið týnda Gullskipið týnda Fyrir börn til 10 ára. Skemmtileg og góð bók fyrir stráka og stelpur á öllum aldri. Þessi bók, Gullskipið týnda, er um þá félaga Namma mús, Gogga páfagauk. Lalla þvotta- björn, Fúsa frosk og Hrabba hreysikött. Þeir lenda i mörgum ævin- týrum i leit að týnda gullskipinu hans Kol- finns hólmakonungs i Skógalandi og Drunu drottningar hans. Þröstur Karlsson hefur skrifað tvær aðrar bæk- ur um þessa skemmti- Iegu félaga. Þær neita Flöskuskeytið og Náttúlfurinn. Kr. 690. dögg næturinnar Draumurinn um ástina er saga ungrar stúlku. sem dreymir um lifið og ástina. — er gáfuð, skapmikil og stjórnsöm, sem veldur erfiðleikum i lifshlaupi hennar. Höf- undurinn. H ug rún skáldkona. er afkasta- mikill rithöl'undur, sem hefur skrifað fjölda bóka. nokkrar áþekkar og [iraumurinn um ást- ina. og má þar nefna L Ifhildi, Agúst i Asi og Fanney á Furuvöllum, em þá siðast töldu las skáldkonan i útvarp fyrir skömmu og vakti sagan feikna athygli. Fyrir kvenþjóðina yngri sem eldri. Kr. 1.800. Draum- urirm astina - a Á'ÍJ. 'W Orrustan um Varsjá Fyrir 10-16 ára. Hitler réði forlögum Þýzkalands og það voru forlög sem ekki urðu umflúin. Þetta sagði W a 1 t e r v o n Brauchitsch, yfirhers- höfðingi Þjóðverja 1938—1941. Það var draumur Hitlers um þúsund ára riki. sem hratt siðari heims- styrjöldinni af stað. Hún var öllum öðrum styrjöldum ægilegri, manntjónið meira. eyðileggingin stórkost- legri, grimmdin ofboðs- legri. Þar réð ekki sizt tæknilegar framfarir hergagnaiðnaðarins og hámarki náði hin nýja tækni. þegar tveim kjarnorkusprengjum var varpað á Japan. Dögg næturinnar Fyrir alla Ijóðelskeudur. Þetta er sjöunda bók olafar Jónsdóttur og flytur þrettán Ijóð. balletttextann Áifasög- ur og trölla og sex ljóð- ævintýri. Skáldskapur Ólafar einkennist af mikilli vandvirkni. Ljóðævintýri hennar eru f jölbreyt ilegar myndir. sem virðast ýmist á sviði imyndun- ar eða raunveruleika. en þar kemur i ljós djúpur næmleiki og rik samúð. Ljóð olafar eru og stilhrein og minnis- -stæð. Boðskapur þeirra vitnar um fágaða lifs- skoðun og leit að göfgi og fegurð. Sigfús llalldórsson list- málari og tónskáld hefir leiknað mjög fallegar mvndir i bókina. sem falla vel að efni ljóð- anna. og mun vand- lundin jafn glæsileg myndskreyting i is- lenzkri ljóðabók Feg- ursta bókin. Kr 1440. Frásagnir af heims- sty rjöldinni spegla hörmungar og grimmd hildarleiksins og þær eru lesefni. sem er til á- minningar. Santayana sgði á sinum tima ,,Sa sem minnist ekki liðins tima. neyðist til að lifa hann sjálfur " Kr. 840. Borist á banaspjótum Fyrir 14 ára og eldri. Þetta er spennandi saga um fjölskyldudeilur og vigaferli. er binda endi á vináttu og fóstbræðra- lag Halla og lrænda hans. Hrafns og rjúfa lestar Halla og heitkonu hans og æskuvinstúlku Disu. Og aö lokum býst hann til siplingar að leita okunnra landa. Kr. 1200. Gerið áætlun um bókakaupin áður en þér leggið af stað Bjóðum gott úrval af bókum fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar Bókamiðstöðin - Útgáfan - Laugavegi 29 - Simi 2-60-50 - Rvik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.