Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.12.1975, Blaðsíða 24
Þriöjudagur 23. desember 1975. 1 METSÖLURÆKUR Á ENSKU í VASABROTI t fyrir góóan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Óvíst hver verða örlög OPEC ráðherranna Reuter/Vín. — Bruno Kreisky, kanslari Austurrikis, hefur ver- ið af inörgum harðlega gagn- rýndur fyrir þá ákvörðun er hann tók, að leyfa skæruliðun- um fimm, scm tóku alla með- limi á OPEC fundinum i Vin i gisiingu sl. sunnudag, að halda frá Vinarborg i austurriskri flugvél. Sagði Krcisky, aö þetta hefði verið sky nsa mlegas ta ákvörðunin miðaðvið aðstæöur. Þegar skæruliöunum var leyft að fara, slepptu þeir flestum 90 gislanna eftir að hafa haft þá i gislingu i 20 klukkustundir i aöalstöövum OPEC' (oliuút- flutningsrikja) i Vin. Kreisky sagði, að OPEC hefði ekki átt von á skæruliðaárás, og að ósk samtakanna um að fjórir lög- rcglumenn vöktuöu bygging- una, þar scm fundurinn fór fram, hafi verið uppfyllt. Frá Vin héit flugvélin til Alsir og voru þá innanborðs auk skæruiiðanna oliumálaráðherr- ar helztu oliuútflutningsrikj- anna. Frá Alsir hélt flugvélin til Tripoli, að þvf cc talið cr. Alitið er, að flugvélin muni fljúga til höfuðborga nokkurra Araba- rikja og láta gislana lausa’einn og einn. Samkvæmt síðustu fréttum í gærkvöldi voru lGráðherrar enn i gfslingu þegar vélin hélt frá Alsir. Þeirra á meðal er Yamani, oliumálaráðherra Saudi-Arabíu. Ekki cr vitað hverjir skæruliðarnir eru né hvert markmið þeirra er með að- gerðum þessum, en haft er eftir Kreisky kanslara, að að minnsta kosti þrir þeirra séu ekki Arabar. Dagar Perons á valdastóli brátt taldir Hið virta tímarit Time upplýsir um: Framhjáhald Kennedys Reuter/New York — Hiö virta bandariska vikutimarit, ,,The Time”, skýrði frá þvi I gær, aö John F. Kennedy hefði haft ástar- samband við Marilyn Monroe, leikkonuna frægu, sem látin er fyrir ailmörgum árum. í grein Time um mál þetta segir, að ásta- mót forsetans hafi flest átt sér stað i Hvita húsinu, þegar for- setafrdin varekki heima. Þá seg- ir „Time” að Kennedy hafi einnig staðið I ástarsamhandi við Jayne Mansfield.kvikmyndaleikkonu. Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki um það, að forsetinn fyrr- verandi hafi haldið við þekktar leikkonur, en „Time” hefur það eftir starfsfólki forsetans fyrr- verandi, að ástkonur hans hafi flestar verið lítt þekktar, t.d.starfsstúlkur i Hvíta húsinu. — Time skýrir frá þvi, að nokkrir af beztu vinum Kennedys hafi iöulega gert honum þann greiða, að útvega honum nokkrar „viljugar” ungar konur, en þrátt fyrir alla þá leynd, sem rikti i sambandi við framhjáhöld forset- ans, hafi þessar viljugu konur engu að siður orðið að gangast undir skoðun öryggisvarða áður en þær héldu til fundar við forset- ann fyrrverandi. Reuter / Buenos Aires. Uppreisnarmennirnir . i flug- her Argentinu, sem ætluðu sér að bylta stjórn Perons, hafa lagt niður vopn. t fréttum frá Argen- tiunu segir að ekki verði gripið til refsiaðgerða gegn uppreisn- armönnunum. Leiðtogi uppreisnarmanna, Orlando Jesus Capellini, var handtekinn á herflugvellinum I höfuðborginni og er hann nú i haldi I herfangelsi. Agosti, sem skipaður hefur verið yfirmaður flughersins, skýrði frá þvi, að allir þeir her- foringjar, sem tekið hefðu þátt i þessari misheppnuðu blóðlausu byltingartilraun, yrðu drengir fyrir herdómstól, en ekki var vitað i gær, hvort þeir hefðu verið handteknir eða hvaða ákærur yrðu færðar fram gegn þeim. Talið er, að uppreisnartilraun þessi hafi þær afleiðingar í för með sér, að Peron forseta verði vikið frá. Agosti, núverandi yfirmaður flughersins, mun hlynntur þvi, að Peron fari frá völdum, en telur byltingu ekki réttu leiðina. Hann hefur hvatt þingið til að finna löglega leið til að losa landið við forsetann. Páfi í ávarpi til kardinála: Hvetur Isra- elsmenn til að viður- kenna rétt- indi og óskir Palestinu- manna Reuter/Vatikaninu. Páll páfi hvatti Gyðinga til þess, að viður- kenna réttindi og óskir Palestfnu- manna. Hann hvatti rikisstjórnir landanna fyrir botni Miðjarðar- hafsins til þess, að halda áfram samningaumleitunum um frið og láta af hryðjuverkastarfsemi. Kom þetta fram i hinu árlega ávarpi páfa til kardinála ka- þólsku kirkjunnar. Engin friðarvon í Beirút — alvarlegt ástand Sænskur stuðningur við útfærsluna Þ.ö.-Reykjavik — Timanum hefur borizt ályktun frá nemend- um og kennurum norræna Lýðhá- skölans í Biskops Arnö I Sviþjóð, þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við aðgeröir tslendinga i landhelgismálinu. 1 ályktuninni er bent á nokkrar röksemdir, sem styðja málstað tslendinga og veita þeim rétt til einhliöa aðgerða vegna útfærslu landhelginnar. Þannig segir t.d. að visindalegar rannsóknir hafi sýnt það og sannað, að stofnar margra fiskitegunda viö strendur landsins séu i mikilli hættu vegna ofveiði. Þeirbenda og á, að þær aðgerð- ir, sem hingað til hafi verið fram- kvæmdar til verndar þessum fiskistofnum hafi alls ekki borið tilætlaðan árangur og þvi hafi út- færslan i 200 milur verið nauðsyn- leg. 1 ályktun nemenda og kennara Biskops-Arnö skólans. er einnig vikið að þýðingu fiskveiða og fisk- vinnslu fyrir Islenzkt efnahags- og atvinnulif, en i lok ályktunar- innar segir: „Akvörðun Alþingis tslendinga um útfærslu fiskveiði- lögsögu landsins i 200 milur ber að viðurkenna og virða.” Reuter/Beirut. Götubardagarnir i Beirut — höfuðborg Libanon, sýndu engin merki þess I gær, að þeir væru f rénun, þrátt fyrir ein- dregnar óskir leiðtoga deiluaðila um að bardögum yrði hætt. Skotbardagar brutust út i miðborginni i gær og bardagar héldu áfram i nokkrum úthverf- um borgarinnar fram eftir degin- um. Siðasta vopnahléð, sem undir- ritað var, er nú orðið viku- gamalt, og hefur það breytt ákaf- lega litlu um gang mála i borg- inni, þvi að deiluaðilar hafa eftir sem áður haídið bardögunum áfram. Leiðtogar deiluaðila sögðu hins vegar i gærkvöldi, að öllum götubardögum yrði hætt þá um kvöldið. Rashid Karmi, forsætisráð- herra Libanon, fórtil Damascus i gær til viðræðna við sýrlenzka leiðtoga til þess að reyna að finna lausn á átökum þeim, er geisað hafa i landinu i átta mánuði og kostað meira en fimm þúsund manns lifið. Sýrlendingar óttast vegna matarskorts í mörgum hverfum mjög, að tsraelsmenn kunni að gripa aftur tii vopna. Hann reyna að hagnýta sér það á ein- svaraði þó hins vegar engu, hvern hátt, ef til allsherjar átaka hvort vinstri sinnar ætluðu sér að kemur i landinu. Fréttaskýrendur telja, að engin vön sé til þess, að átökin verði til lykta leidd, meöan vopr.aðir menn deiluaðila fái óáreittir að berjast á götum borgarinnar. Talsmaður vinstri sinna sagði, að menn hans myndu áfram standa vörð á vigstöðvunum i öryggis- skyni, ef hægri menn kynnu að samþykkja vopnahlésbeiðni leið- toganna. Alvarlegt ástand er að skapast i sumum borgarhverfunum vegna matarskorts og er talið, að fjöl- margar fjölskyldur svelti. t Shiyah, einu helzta fátækrahverfi borgarinnar, fá yfir 1000 fjölskyldur ókeypis mat frá sam- tökum vinstri sinna. Flugslys í Mílano á Ítalíu: Vegna lélegra lendingar- skilyrða átti vélin að snúa til Genfar — enginn veit af hverju flugmaðurinn skipti um skoðun Reuter/Milanó — Boeing 707 flug- vél frá handariska flugfélaginu Trans World Airlines (TWA) hlekktistá i lendingu á flugvellin- um i Milanó i gær. 33 særðust, en enginn lézt. Flugmaðurinn, aðstoðarflug- maðurinn og flugfreyja voru flutt á sjúkrahús illa særð. Með vélinni voru 113 farþegar, flestir þeirra ttalir, sem voru á heimleið I jóla- fri. Talsmaður flugvallaryfirvalda i Milanó sagði, að léleg veðurskil- yrði hefðu verið i gær, og að flug- vélin hefði verið i blindflugslend- ingu, þegar slysið gerðist. Skyggni mun ekki hafa verið meira en 50 metrar. Vélin lenti ágrasbletti rétt utan við flugbrautarendann og við það rifnaði hjólabúnaðurinn undan henni, en flugvéiarbúkurinn sjálf- ur hentist áfram og kastaðist hliða á milli þar til báðir vængirn- ir rifuðu af honum og hún brotn- aði i tvennt. Farþegarnir stukku ofsahrædd- ir út úr brotunum og slösuðust margir þeirra alvarlega við það. 9 manns var haldið eftir á sjúkra- húsi til frekari rannsókna, en hin* um öllum leyft að fara heim að lokinni fýrstu rannsókn. Rann- sókn var þegar hafin á orsökum slyssins. hlugvallaryfirvöld skýrðu svo frá, að flugmaðurinn á Boeing vélin hefði gert árangurslausa aðflugstilraun og sagt, að hann ætlaði að snúa vélinni til Genfar og lenda þar, en af einhverjum ástæðum, sem ekki væru enn kunnar.hefðihann skipt um skoð- un og reynt blindflugslendingu, með framangreindum afleiðin- um. Blaðburðarbörn Tímans Timinn býður öllum blaðburðarbörnum i Iteykjavik, Kópavogi, Garðahreppi og Hainarfirði á jólatrésskemmtun Fram- sóknarfélaganna i Keykjavík að Hótel Sögu þriðjudaginn :}(). desember kl. 15.00. Blaðburðarbörn eru vinsamlega beðin að sækja miða i afgreiðslu Timans, Aðal- stræti 7, og i Kópavogi, Garðahreppi og Hafnaríirði til umboðsmanna Timans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.