Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miövikudagur 24. desember 1975. Karl Dönizt — Áður frægur — en nú... 30. april 1945 l'ékk hann sim- skeyti frá rikisskrifstofunni i Berlin, þar sem honum var kunngert að hann hefði verið út- nefndur eftirmaður Hitlers. Næstadag barst honum svo til- kynning um dauða foringjans. Erfðaskráin gekk þegar i gildi, og i 23 daga var. hann leiðtogi rikislausrar stjórnar. Þessi maður var Karl Dönitz. Hitler hafði skilið landið eftir gjald- þrota og var staða þess i styrj- öldinni mjög veik. 7. mai 1945 i Reims og 8. mai i Berlin lét eft- irmaður hans undirrita skilyrð- islausa uppgjöf þýzka hersins. Striðiö var á enda. Ferill Dönitz i þýzka hernum var langur og frækilegur. Hann hafði verið i keisaralega flotanum i 19 ár. 1 byrjun fyrri heimsstyrjaldar varð hann liðsforingi og undir lok hennar skipherra á kafbáti. t her þriðja rikisins varð liann yfirmaður á tundurspilli, þá fékk hann það hlutverk að smiða nýtt vopn fyrir kafbáta i herHitlers. ! seinni heimsstyrj- öldinni beið yfirmaður neðan- sjávarflotans mikinn ósigur gegn yfirburöaherjum banda- manna, en Þjóðverjar höfðu átt mjög góða byrjun. Aðmiráll Dönitz, sem i byrjun ársins 1943 varð yfirmaður alls sjóhersins, var fyrirtaks tæki i höndum nasista. Það var ekki fyrr en eftir lok styrjaldarinnar. að hann viðurkenndi að hafa vitað um Gyðingaofsóknirnar, en samt sem áður hafði hann i út- varpsræðu fluttri 12. april 1944 sagt að vegna lifsskoðunar sinn- ar yrði þýzka þjóðin að berjast gegn ..eituráhrifum Júðanna'’ án nokkurrar linkindar. Eftir dauða Hitlers, tókst Dönitz að fá smá frest með þvi að láta herinn á vestur vigstöðvynum hörfa. Vib það náðu milljónir her- manna og almennra borgara að flýja undan Rauða hernum. f Striðsréttarhöldunum i Nurn- berg, var Dönitz dæmdur i tiu ára fangelsi vegna þátttöku i striðsglæpum og fyrir að hafa haft á höndum forystu i sóknar- hernaði. Þegar honum var sleppt úr Spandauer-fangelsinu árið 1956 hóf aðmirállinn að rita ævisögu sina, og reyndi þar að réttlæta sig með þvi að hann hefði bara verið hlýðinn, ópóli tiskur hermaður — ,,og þar af leiðandi ekki ábyrgur”. — ,,Ég hef bara gert það sem mannlegt er”, sagði hann. t dag býr þessi heyrnardaufa 84 ára gamla ,,hetja sjóhersins” alein i leigu- húsnæði i Aumuhle i nágrenni Hamborgar. Hann skrifastá við sagnfræðinga og kollega sina út um allan heim. Hann vill ekki, að þvi er hann segir, svikja sina gömlu félaga. Hann hlakkar til hátiðarinnar, sem haldin verður vegna þess að 50 ár eru liðin frá stofnun kafbátafélags i Ham- borg. Hann lætur ekki i ljós álit sitt á gangi stjórnmála i dag. en leggur aftur á móti áherzlu á að hann áliti, að her þýzka Sam- bandslýðveldisins sé framúr- skarandi. Þegar hann er spurð- ur að þvi hvaða stjórnmála- manni hann kysi að likjast, svarar þessi eftirmaður Hitlers eftir langt hik, Adenauer. Við hlið nokkurra oliumálverka i svefnherbergi hans, hangir mynd af Friðriki mikla. Hvort hann hafi lesið dagbækur með- fanga sins Speers frá Spandau- er? — Litið á, segir hann um leið og hann gengur að bókaskápn- um sinum, og bendir á fagbók- menntir um herflota á allmörg- um tungumálum. Ég á ennþá eftir að lesa nokkraraf þessum. Mæður á „gamalsaldri" Það eru þær Romy Schneider, sem er 37 ára og Juliette Greco 48ára, sem um er rætt i þessari fyrirsögn. Þær eru nú ef til vill ekki svo mjög gamlar, að minnsta kosti ekki Romy, en þó þykirþað i frásögur færandi er- lendis, að þessar frægu konur skuli vera i þann veginn að fjölga mannkyninu. Romy gengur nú i viðum kápum, þeg- ar hún er utan dyra, til þess að reyna að dylja það, að hún er farin að þykkna nokkuð undir belti. Juliette Greco er ekki sögð gera eins m ikið til þess að reyna að slá ryki i augu fólks hvað þetta varðar. Hér sjáið þið svo myndir af þessum verðandi mæðrum. Við urðuni sammála uin að fara hvort i sinu lagi i fri, og siðan hef ég ekki séð hann. DENNI DÆMALAUSI Ef jólin fara ekki að koma fljót- iega spring ég af þvi að þurfa að vera svona voðalega þægur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.