Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miövikudagur 24. desember 1975. Markabstorg i höfuðborg Noröur Jemen. mjög varhugavert aö farin sé sú leiö aö selja öðrum þjóöum óveiddan fisk i sjónum, eins og gert hefur verið og munu yfir- völdin hafa þá afstööu sina nú i endurskoöun. — Enn sem komið er fiska heimamenn eingöngu á smábát- um, en möguleiki er fyrir stóran flota að ná þarna miklum afla, og ekkert vit er i því aö láta aðrar þjóðir eyðileggja miðin. Sjómenn vantar til vanþróaðra landa Baldvin kveöst iðulega verða var við að mikil eftirspurn er eftir sjómönnum viða um heim meöal þeirra þjóða, sem eru aö þoka sér áleiðis á framfarabrautinni. Er eftirspurnin alls ekki einskorö- uö viö löndin við Rauðahaf og Indlandshaf, heldur gætir hennar i nær öllum vanþróuðum rikjum, sem liggja aö sjó. Nær eingöngu er spurt eftir mönnum, sem hafa réttindi til skipstjórnar og vél- stjórum, sem alls staðar virðist hörgull á. Eðlilega er þess kraf- izt, að viðkomandi hafi góöa þekkingu á veiðarfærum og veiði- tækni. Ég var fyrir nokkrum vik- um I aðalstöðvum FAO i Róm, og réði þá islenzkan vélstjóra, sem nú er kominn til starfa i Panama. Allar mannaráðningar fara fram gegnum FAO. Var Baldvin beðinn að svipast um eftir liklegum mönnum hér á landi meðan á jólaleyfinu stendur. Nú starfa 15 Islendingar á vegum stofnunar- innar, og eru þeir dreifðir viöa um heimshöfin. — Auk sérþekkingar er tilskilið af FAO, að umsækjendur um störf séu reglumenn. Þetta þýöir ekki, að menn þurfi að vera stakir bindindismenn, en það verður að vera hægt aö treysta þeim, og óregla i sambandi við áfengi eða annað er ekki liðin, enda er ætlazt til að menn þessir séu til fyrir- myndar þeim, sem af sér- fræðingunum nema, og þróunar- löndin þurfa á flestu öðru að halda en aðfengnum fordæmum i óreglu og trassaskap. — Þetta starf hefur gifurlega erfiðleika/för með sér, erfiðleika sem við hér heima þekkjum alls ekki. Þegar viö komum til dæmis fyrst til höfuðborgar Norð- ur-Jemen lá við að okkur féllust hendur. Þetta er svo gjörólikt þvi, sem viðeigum að venjast. Maður Þannig lita fbúöarhús hinna innfæddu út. Fiskaklettur N r. 9 ki Kaupfelag Prisma 3 o -Q O o t Flugeldar Blys Sólir Gos Stjörnuljós -> Reykjav ikur vegur < Sölustaðir.* HjaUahraun 9 Lœkjargata 32 -Q O O BJÖRGUNARSVEIT FISKAKLETTS HAFNARFI RÐI Gata í höfuöborginni A1 Hudaydah. Þarna eru börn Baldvins, Helena og Gisli, meöal jafnaldra sinna. verður að aðlaga sig lifnaðarhátt- um og aðbúnaði, sem hann hefur varla dreymt um að væru til, en erfiðleikarnir eru til að sigra þá og maður verður að venja sig að þeim háttum sem tiðkast i hverju þvi landi, sem maður starfar i. — Lftill hluti þessa starfs flokk- ast undir ævintýramennsku. Það er alltaf gaman að ferðast og sjá heiminn, en það eru engin skemmtiferðalög, sem starfs- menn FAO fara i. Þetta er fyrst og fremst vinna, og þótt viða sé sól og bliðviðri þar sem við störf- um getur verið stormasamt i öðr- um skilningi. Duglegir sjómenn, en fákunnandi — Hvernig taka fiskimennirnir, sem þið kennið, tilsögn ykkar. Eru þeir opnir fyrir nýjungum, eða eru þeir ihaldssamir og vilja halda áfram með gömlu að- ferðunum, eða jafnvel hjátrúar- fullir? — Þessu get ég ekki svarað al- mennt, en áhöfnin á stóra bátn- um, sem ég gat um áðan, er mjög góð. Mennirnir eru mjög dugleg- ir, og mér er óhætt að fullyrða, að þeir eru búnir að læra mikið, enda hafa þeir áhuga á þvi, og taka leiðbeiningum með opnum huga — og vilja læra meira. En þvi er ekki að neita, að við höfum mætt hinu lika, — að mönnum þykir við vera með óþarfa afskiptasemi og að við sé- um að sletta okkur fram i hluti, sem okkur kemur ekki við. En þaðeru undantekningar. 1 höfuð- borginni A1 Hudaydah er leiðtogi fiskimannanna mjög mótsnúinn okkur og hefur gert ýmislegt til að torvelda okkur starfið. Þetta er gamall skröggur, sem að öllum likindum finnst hann vera að missa tökin á fiskimönnunum, og er þaö sennilega ástæðan til þess hve andvigur hann er öllum breytingum. — 1 flestum fiskimannaþorpun- um, sem við höfum komið til, hef- ur okkur verið tekið sem höfðingjum. Æðstu menn þorp- anna taka okkur sem sérstökum gestum, og haldnar eru hátiðar okkur til heiðurs. Ég man aðeins eftir einu fiskimannaþorpi, sem við heimsóttum, að ekki var tekið vel á móti okkur, og okkar fyrir- spurnum og leiðbeiningum. En min reynsla er sú, að yfirleitt búi þarna mjög gott fólk, að visu af- skaplega vanþróað á okkar mæli- kvarða, en góðar manneskjur. Segja má að fiskimennirnir kunni sitt fag, en hitt er annað mál hvort við getum kallað það sjómennsku. Þeir róa á smábát- um, og er vélakosturinn oftast ekki annað en kraftlitlir utan- borðsmótorar, áttavitar þekkjast ekki né önnur siglingatæki, og veiðitækni er allri mjög áixita- vant. — Ég hef ekki ákveðið enn, hve lengi ég verð við þessi störf, sagði Baldvin, að siðustu, en ég reikna með að verða að minnsta kosti 18 mánuði, og siðan að fá tilfærslu til annars lands áður en annað skólaár byrjar. Ekki dugir að vanrækja börnin, og skólinn sem þau sækja er varla nógu góður fyrir þann aldur, sem þau eru að ná. Ég vonast til að fara til Ceylon, Mosambicq, eða eitthvað annað þar sem möguleikar eru meiri. Börn Baldvins eru 9 ára dreng- ur, Gisli Rúnar og 10 ára telpa, Helena Lindal. Kona Baldvins heitir Helena Sigtryggsdóttir. Af Baldvin er það að segja, að hann er Akureyringur og stundaði sjó þaðan á sinum tima. Siðar flutti hann með fjölskyldu sina til Vest- mannaeyja, og var þar skipstjóri og stýrimaður á bátum fram að gosi og flutti þá til Hafnarfjarðar, og starfar nú i Suður-Jemen og hver veit hvar næsta heimilisfang fjölskyldunnar verður? OÓ RAFSTILLING rafvélaverkstæöi DUGGUVOGI 19 Sími 8-49-91 Gerum við allt í ratkerfi bíla og stillum ganginn OLDHAAA RAFGEYMAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.