Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. desember 1975. TÍMINN 11 Ráðstefna um ferðamál ungs fólks og námsmanna í Evrópu Blaðburðarfólk óskast í Kópavogi Kársnesbraut vestan Urðarbrautar og Hraunbrautar. Umboðsmaður i Kópavogi. NY _,EGA var haldin i Vinarborg ráðstefna um ferðamál ungs fólks og námsmanna (ECYSTE). Flest öll alþjóða- og ungmenna- samtök, svo og ferðaskrifstofur, sem sjá um ferðalög ungs fólks, stóðu að þessari ráðstefnu. Þar á meðal var CENYC (Concul of European National Youth Comm- ittee), en Æskulýðssamband Is- landseraðili að þeim samtökum. Fyrirhönd ÆSt sátu þeir Ingólfur Hjartarson og Már Magnússon ráðstefnuna. Ráðstefna þessi var haldin i áframhaldi af friðarsáttmálanum i Helsinki, og er hin fyrsta sinnar tegundar. Hún er hugsuð sem þáttur i al- mennri framvindu af aukningu á gagnkvæmum skilningi og frið- samlegu lifi. Þar sem ferðalög ungs fólks og námsmanna, og skipti landa milli, hafa i stöðugt rikara mæli orðið áhrifarikur möguleiki til að efla friðsamleg samskipti landa á milli, lagði Helsinkisáttmálinn áherzlu á að þau yrðu aukin. Ýtt skyldi undir skipti landa á milli yfir lengri eða skemmri tima — á gagnkvæmum eða marghliða grundvelli — hvort sem um nám eða starf væri að ræða. Rannsaka bæri möguleikana á uppbyggingu samstarfs ungmennasamtaka viðs vegar að. Ennfremur stuðla að námskeiðahaldi og auðvelda og auka ferðalög ungs fólks. Eftir setninguna starfaði ráð- stefnan i þremur nefndum: I menntatakmörk og -aðferðir i ferðamálum og skiptum ungs fólks. II. Bætur á skilyrðum ferðalaga ungs fólks og náms- fólks. III. Hlutverk samtaka ým- ist á vegum rikisstjórna eða ekki, i þróun ferðalaga og skipta meðal ungs fólks. Nefndarstörf fóru fram á mjög breiðum grundvelli og gáfu fyrst og fremst til kynna að vilji væri fyrir hendi, hvar sem væri að samstarf og sambönd milli sam- taka yrðu aukin til að auðvelda uppbyggingu og framkvæmd ferðamála ungs fólks i heild, hvaðan, sem það væri og hvort það ferðaðist i hópum eða eitt sér Jólabækurnar BIBLÍAN stærri og minni útgáfa, vandað, fjölbreytt band, — skinn og balacron — — f jórir litir — Sálmabókin í vönduðu, svörtu skinnbandi og ódýru balacron-bandi. Fást í bókaverslunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG <@ubbranbi5Btofu Hallgrimsklrkja Reykjavik sími 17805 opið 3-5 e.h. og takmarkið væri nám, starf eða bara ferðalög. Aðalritari alþjóða farfuglasamtakanna, Graham Heath lagði til dæmis áherzlu á persónuleg kynni manna á meðal. Nefndarályktanir og ályktanir ráðstefnunnar i heild voru að visu ekki málefnalegar i smáatriðum, en mörkuðu stefnu i átt til sam- starfs og sameiginlegra átaka á breiðum grundvelli. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna og Austurrisku rikisstjórnarinnar voru viðstaddir setningu ráð- stefnunnar. Voru þeir sem og aðr- ir, er ráðstefnuna sátu á einu máli að mörkuð hefðu verið timamót með henni og allir þeir, sem is- lenzku fulltrúarnir ræddu við, bæði frá Austur og Vestur-Evrópu töldu að mikill árangur hefði náðst og þetta væri upphaf sam- vinnu á alþjóðlegum vettvangi, enda skyldi kynna árangur ráð- stefnunnar fyrir rikisstjórnum einstakra landa. Verziunarhúsið Grimsbær við Bústaðaveg óskar viðskiptavinum sinum gleðilegra jóla Grimsbær. Fullt fargjald fyrireinn, hálft fyrir hina 1. nóvember til 31. mars er i gildi fjölskyldu- afsláttur af fargjöldum okkar til Noröurland- anna.Luxembourg og Bretlands. Þegar fjölskyldan feröast saman, þá greiöir einn fullt gjald, en allir hinir í fjölskyldunni aöeins hálft. Þannig geta þeir sem fara utan í viðskipta- erindum tekiö meö, ef ekki alla fjölskylduna, þá aö minnsta kosti maka sinn. Þetta er rétt aö hafa í huga. FLUCFÉLAG LOFTLEIBIR ISLAJVDS Félög sem greiða götu yðar erlendis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.