Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. desember 1975. TÍMINN 13 'ar ' Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjórí: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalsíræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Bla0aprentIT.fi Að jólum Margt er undarlegum örlögum undirorpið. Fátt er fjarlægara mangi og gróðabralli en sú frum- hugmynd, sem er að baki jólahátiðinni. Ekkert virðist sjálfsagðara en að hún sé hátið hinnar hljóðlátu lotningar i þeim sið kristnum, sem er annað og meira en nafnið tómt, dagaður uppi og slitinn úr tengslum við inntak sitt. Eigi að siður hefur svo til borið, að hin ógurlega gróttakvörn mannfélagsins, sem sifellt er reynt að láta mala hraðar og hraðar, hefur virkjað ein- mitt þessa hátið, umfram allar aðrar stundir árs- ins, til þess að knýja peningamylluna með sem mestum þunga og sogkrafti. Það er i sannleika sagt furðulegt patent og mikil þversögn, að minn- ingin um fæðingu mannkynsfræðara, sem vega- laus stúlka ól, að sögn hinna fornu helgirita i fjár- húsjötu, skuli hafa snúizt upp i slika óhófsveizlu i kaupskap og áti, er við öll þekkjum. Og i þokka- bót æpa svo andstæðurnar hærra á þessari hátið sem tileinkuð er nafni hans, sem berfættur gekk um eyðimörkina i hópi snauðra fiskimanna, og lifði og hrærðist meðal þeirra, sem minnst máttu sin, en nokkra aðra daga, um bilið, sem er á milli auðs og efnaleysis. Skartgripasali i Reykjavik hefur sjáifur skýrt frá þvi, að hann hafi fyrir þessi jól selt men eða annan dýrgrip, sem kostaði sjö hundruð þúsund krónur — langt i árslaun fjölda fólks i landinu. Þegar þessi dýrgripur verður i kvöld hengdur um háls frúar rika mannsins i einhverjum rausnar- ranni höfuðborgarinnar eða útbyggða hennar, er fólk i öðrum húsakynnum og við annars konar borð, sem ekkert hefur af neinu þess konar að segja eða neinu þviliku. Þar á meðal eru kannski gleymd gamalmenni sem enga rekur minni til að andi lengur, drykkjusjúkir menn á köldum klakanum og fjölskyldur þeirra og annarra manna, sem troðizt hafa undir með einum eða öðrum hætti i viðsjálum og áfallasömum mann- heimi. Skáld hafa samið bækur, þar sem segir af ókunnum gesti, sem kemur skyndilega flestum ólikur i borg eða byggð. Þessi imyndaði gestur, er raunar Jesús sjálfur. Oftar en hitt er honum úthýst i þessum sögum, og fer þar sannast sagna að likum. Vafalaust eru þó til á íslandi mörg heimili, þar sem hver sá fengi gistingu á jólanótt, er að dyrum berði, hversu dularfullur sem gest- urinn væri. Aftur á móti er meiri efa undirorpið, hversu mörg þau heimili eru, þar sem þeir eru leitaðir uppi, er utanveltu eru i mannlifinu og leiddir að jólaborði. Þó var einu sinni sagt: ,,Það, sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra,það munuð þér og mér gjöra”. Nú þegar kaupskaparösin er dvinuð og pen- ingakvörnin fer i jólaleyfi, er þetta kannski setn- ing, sem mörgum væri hollt að hugleiða, i stað þess að binda þankann alveg við það, hvað þeim hefur fénazt á Kristi i skammdeginu árið 1975. Og þá jafnt, hvort sem þeir telja sig vel kristna eða slaklega. í báðum þeim hópum er margt fólk sem gæti haft gott af slikum vangaveltum. En dálitil gjöf i góðsemiskasti undir skini jóla- stjörnunnar er þó varla það, sem meint var með þessum orðum. öllu heldur stöðug hjálpfýsi, vin- semd og sanngirni i garð þeirra, sem þess þarfn- ast. Og sliks viðmóts þörfnumst við kannski flest. — JH ERLENT YFIRLIT Fundur ríkra þjóða og fótækra í París Mikið veltur á piparsveinunum tveimur HINN 16. þ.m. hófst I Paris fundur utanrikisráðherra frá 27 rikjum eða rikjasamtökum til að ræða um framtiðarskip- an efnahagsmála i heiminum. Frumdrög þessa fundar voru þau, að eftir að oliuverðhækk- unin kom til sögunnar, beitti Kissinger utanrikisráðherra sér fyrir þvi, að helztu oliu- neyzlurikin mynduðu samtök, sem yrðu samningsaðili gagn- vart samtökum oliufram- leiðslurikja. Franska stjórnin beitti sér hins vegar fyrir þvi, að komið yrði á sameiginlegri ráðstefnu oliuneytenda og oliuframleiðenda til að ræða um orkumálin i heiminum. Þessi hugmynd hefur siðan verið að þróast smám saman og m.a. orðið samkomulag um, að fulltrúar frá fátækum rikjum, sem hvorki teldust til meiriháttar oliuframleiðenda eða oliuneytenda, fengu einnig aðild að ráðstefnunni. Jafn- íramt var ákveðið, að ráð- stefnan fjallaði ekki aðeins um orkumál, heldur um alþjóðleg efnahagsmál yfirleitt. Það var þessi ráðstefna, sem hófst i Paris á dögunum. Segja má að þrir aðilar eða rikjasamtök standi að ráð- stefnunni. Þaðeru i fyrsta lagi samtök oliuframleiðslurikja, i öðru lagi samtök helztu oliu- neyzlu- og iðnaðarrikja og i þriðja lagi samtök þróunar- rikja. Frá oliuneyzlurikjunum mæta fulltrúar átta rikja, eða frá Bandarikjunum, Japan, Kanada, Astraliu, Sviss, Svi- þjóð, Spáni og Efnahags- bandalagi Evrópu. Eftir mikil átök innan Efnahagsbanda- lagsins, varð það niðurstaðan, að Efnahagsbandalagsrikin ættu aðild að ráðstefnunni sem ein heild, en Bretar vildu lengi vel verða sjálfstæður aðili, þar sem þeir yrðu brátt bæði oliu- neytendur og oliuframleiðend- ur i stórum stil. Vegna ein- beittrar andstöðu Vestur- Þjóðverja létu þeir að lokum undan. Frá fulltrúum oliufram- leiðslurikja mæta fulltrúar sjö rikja eða frá Saudi-Arabiu, Ir- an, trak, Alsir, Indónesiu, Venezuela og Nigeriu. Frá þróunarlöndunum mæta íulltrúar frá 12 rikjum, eða frá Indlandi, Pakistan, Júgóslaviu, Egyptalandi, Kamerún, Zaire, Zambiu, Argentinu, Brasiliu, Mexikó, Perú og Jamaica. Ráðstefnan var sett af Gis- card d’Estaing Frakklands- forseta, en hann hefur átt manna mestan þátt i þvi að koma henni á laggirnar. I ræðu sinni gat hann þess sér- staklega, að ekkert kommún- istariki nema Júgóslavia, ætti aðild að ráðstefnunni og bæri henni að ihuga, hvort ekki væri rétt að bjóöa einhverjum þeirra aðild. Af hálfu Sovét- rikjanna hefur verið látið i ljós, að þau vildu gjarnan verða aðili að henni, en Kin- verjar hafa ekki látið neitt til sin heyra um þetta efni. AÐUR en ráðstefnan hófst, var búið að ná samkomulagi um allmörg undirbúningsat- riði, enda stóð hún ekki nema i tvodaga að þessu sinni. Meðal annars var orðið samkomulag um, að forsetar hennar yrðu tveir, eða viðskiptamálaráð- Guerrcro nerra Venezuela, Manuel Per- ez Guerrero og utanrikisráð- herra Kanada, Allan Joseph MacEachen. Þá var orðið samkomulag um, að kosnar yrðu fjórar undirnefndir, sem ættu að fjalla um tiltekna málaflokka og skyldi hver þeirra hafa tvo formenn. For- setar ráðstefnunnar og for- menn nefndanna skyldu skipa eins konar stjórn ráðstefnunn- ar. Þessari stjórn er ætlað að koma saman 26. janúar næst- komandi til að skilgreina enn nánar starfssvið nefndanna, en þær eiga að hefja störf sin 11. febrúar. Verkefnin, sem nefndirnar eiga að fjalla um, eru orku- mál, hráefnamál, þróunarmál og alþjóðleg fjármál. t orku málanefndinni verða formenn frá Bandarikjunum og Saudi- Arabiu, en aðrir nefndarmenn verða frá Argentinu, Braziliu, Eygptalandi, Indlandi, Iran, Irak, Jamaica, Venezuela, Zaire, Kanada, Japan, Sviss og Efnahagsbandalaginu. 1 hráefnanefndinni verða formenn frá Perú og Japan, en aðrir nefndarmenn verða frá Argentinu, Kamerún. Ind- landi, Júgósl^viu, Mexikó, Nigeriu, Venezuela, Zaire, Zambiu, Astraliu, Efnahags- bandalaginu, Spáni og Banda- rikjunum. i þróunarmálanefndinni verða íormenn frá Alsir og Eínahagsbandalaginu, en aðr- ir nefndarmenn verða frá Argentinu, Kamerún, Ind- landi, lran, Júgóslaviu, Ni- geriu, Mexikó, Pakistan, Perú, Japan, Kanada, Sviþjóð og Bandarikjunum. 1 fjármálanefndinni verða formenn lrá íran og Efna- hagsbandalaginu. Aðrir nelndarmenn verða frá Brasi- liu. Egyptalandi, lndónesiu, Indlaudi. Irak, Mexikó, Pak- istan. Saudi-Arabiu. Zambiu. Japan. Sviss. Sviþjóð og Bandarik junum. AÐ DÓMI margra er þessi ráðstefna stærsta tilraunin, sem hingað til hefur verið gerð i þeim tilgangi að koma á samvinnu milli iðnaðarrikj- anna i norðri og þróunarrikj- anna i suðri um réttlátari skiptingu auðæfanna i heimin- um. Þar er sannarlega um risavaxið verkefni að ræða, eins og sést á þvi, að sam- kvæmt nýjum skýrs'lum Al- þjóðabankans eru þjóðartekj- urnar hjá 24 helztu iðnaðar- rikjunum um 4550 dollarar á mann á ári, en i 25 fátækustu þróunarlöndunum ’ekki nema 116 dollarar. Þessar tölur veröa þó enn iskyggilegri, þegar þess er gætt, að bilið hefur stöðugt verið að aukast siðustu árin. Þjóðartekjurnar á mann hafa aukizt i iönaðar- rikjunum, en minnkað i um- ræddum þróunarrikjum. þvi að þær hala aukizt tiltölulega minna en mannijölguninni nemur. Þaö mun einkum hvila á hinum tveimur forsetum ráð- stefnunnar að leiða hana til larsællegra lykta. I gamni er sagt. að þeir muni hafa nægan tima. þvi að þeir eru báðir pip- arsveinar. Manuel I’erez Guerrero er þekktur sem lag- inn samningamaöur. Hann er fæddur 18. september 1911, kominn af efnuöum ættum i Caracas, doktor i lögum og haglræði og mikill málagarp- ur. Hann hefur gegnt ýmsum ráðherraembættum um dag- ana, t.d. bæði verið fjármála- ráðherra og námumálaráð- herra. Á árunum 1969—1974 var hann framkvæmdastjóri þeirrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem fjallaði um al- þjóðleg viðskipti og þróunar- mál og hélt tvær stórar ráð- stefnur um þau mál (United Nations Conference on Trade and Development). Hann vann sér góðan orðstir i þvi staríi. Allan Joseph MacEachen hefur hins vegar tiltölulega litla reynslu af al- þjóðamálum, en hefur getið sér gott orð, sem laginn samn- ingamaður i heimalandi sinu. Hann er fæddur 6. júli 1921 i Nova Scotia, þar sem faðir hans var kolanámumaður. skozkur að ættum. Hann brauzt til mennta, þrátt fyrir litil efni, lauk meistaraprófi i hagfræði og var að ljúka dokt- orsprófi við Massachusetts Institute of Technologx . þegar hann sneri sér aö stjórnmál- um og var kosinn á þing. Aður hafði hann verið háskólakenn- ari i hagfræði um skeið. MacEachen hefur átt sæti á þingi i 16 ar samflevtt og þar af verið ráðherra eða þing- flokksíormaður i 12 ár. Hann hel'ur gegnt ymsum ráðherra- störfum. t.d. veriö bæði heil- brigöismálaráðherra og vinnumálaráðherra. Utan- rikisráðherra helur hann ver- iðsiðan i agúst 1974. Það hefur verið eitt aöalverkefni hans i þvi stari'i að koma á nánari tengslum milli Kanada og Efnahagsbandalagsins. en slik tengsli eru talin Kanada nauðsynleg til þess að vega á móti miklum efnahagslegum áhrifum lrá Bandarikjunum. MacEachen leggur þó áherzlu á. að álram haldist gott efna- hagslegt samstarf við Banda- rikin. en Kanada megi ekki vera háð þvi um of. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.