Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 15
Miövikudagur 24. deseraber 1975. TÍMINN 15 Ttj' 7tr Ttr Litið uiti öxl JOL FYRIR FJÖRUTlU ÁRUM Jól — hvaöan er þetta orö? Það er með þvi fyrsta, sem við minn- umst frá bersnku okkar, og fylgt hefur okkur skref fyrir skref eftir lifsbrautinni. Eitt af þvi fáa, sem ævinlega fylgir öryggi og hlýja. Ég, manneskja á seinni helm- ingi hundraðsins, minnist jólanna fermingarárið mitt: Ég var þá á Prestbakka i Hrútafirði. Faðir minn var fjármaður sr. Jóns Guðnasonar, sem þá var prestur þar og bjó sjálfur á parti af jörð- inni. Staður sem þessi lætur ekki mikið yfir sér, en er þó kapituli út affyrir sig. Mérfinnstenn sem ég sjái lognsléttan sjóinn spegla, si- kvik norðurljósin að vetrum, en eyjuna og hólmana á vorin, hvita af fugli. Eða blessaðar leirurnar milli lands og eyjar, sem við krakkarnir þveittum klárunum eftir, með hrossahópinn á undan okkur, undir þvi yfirskini, að við værum að verja túnið. Á Prestbakka er mjög sumar- fagurt og hýrlegt um að litast. Ásýnd Hrútafjarðar er ekki stór- brotin, en hefur þó mörg andlit. Þessi jól áttu marga svipaða forvera, en nú var nýtt tilefni, sem vaktiáhugann. Það var kom- ið útvarpstæki á heimili prestsins og hafði verið sett upp á Þor- láksdag. Mikið öfundaði ég börn prestsins af að fá að heyra allt þetta ókunna: leikrit, sögur og söng. En þegar allir vorukomnir í betrifötiná aðfangadag og var að verða heilagt, kom frú Guðlaug inn til okkar. Milli hennar og móður minnar hafði myndazt innilegt vináttusamband. Hún var að bjóða okkur að hlýða á aft- ansöng og vera með þeim um kvöldið. Það voru léttir fætur sem töltu fram löng göng með öllum skelli- hurðunum. A Prestbakka var gamall bær, sem hefur verið reisulegur á sinni tið. Veggirnir voru úr torfi og metra þykkir, svo að djúp skot voru inn að gluggun- um. I eldhúsglugganum gaf móð- ir min fuglunum á veturna, og urðu þeir svo gæfir, að þeir flugu varla upp, ef hún var ein i eldhús- inu. Einnig myndaðist svolitið holrúm undir skaflinn viö glugga- rúðuna, og var þar oft mús á stjái. Við sáldruðum brauðmolum niður um holu á skaflinum handa henni, og þá át hún þakksamlega. Það var oft gaman að sjá þrenn- inguna við gluggann: fuglana of- an á skaflinum, mýslu undir hon- um og kisu sitjandi innan við gluggann á eldhúsbekknum. Hún Borðeyri var lengi verzlunarstað- ur Hrútfirðinga, og fyrr á tiraum sóttu menn þangað I kaupstað úr um og langt austan úr Húna- öðrum héruðum, sunnan úr Döl- vatnssýslu. var svo sem enginn veiðiköttur, en fylgdist spennt með þvi, sem sást ,,á skjánum”. Framan við göngin löngu með eldhús og búr á báðar hendur, var reisuleg viðbygging. Þar bjuggu prestshjónin og þeirra heimilis- fólk. Þetta eftirminnilega kvöld var þar allt skreytt og ljósum prýtt. Jólatréð stóð tendrað við gluggann i stofunni og presturinn var að stilla tækið! Allt i einu fylltist stofan af hljómum. Messan var að byrja. Allir flýttu sér að setjast, en fóru þó sem hljóðlegast. Presturinn rétti okkur sálmabækur og viö sungum með. Þessi fyrstu ár út- varpsins var það sannarlegur gleðigjafi á heimilunum. Á allt var hlustað með athygli og það rætt og brotið til mergjar. Á sunnudögum varævinlega hlýtt á messu, og var þá svo hljótt i bað- stofunum sem i kirkju væri. Ég tala ekki um, þegar leikrit voru flutt. Viðtækin voru tengd við rafgeyma, „votabatteri” svo- nefnd, og voru þeir hlaðnir á tveim bæjum i sveitinni. Stundum tæmdust þeir einmitt þegar hæst hóaði, og var þá mikið handapat við að tengja næsta geymi, þvi ekki vildu menn missa af neinu. Ég heyrði gamla konu segja, er svo stóð á og öldurnar risu sem hæst i leikritinu: ,,Æ, ósköp er að vita þetta. Er ekki hægt að biðja þá að biða meðan þið skiptið um?” Þegar messunni var lokið þetta aðfangadagskvöld, var drukkið kaffi og súkkulaði með alls kyns bakkelsi og siðan farið i leiki fram eftir kvöldi. Enginn snerti spil eða tafl, það var aldrei gert á aðfangadagskvöld. Aftur á móti mátti maður spila eftir vild jóla- dagana, þá var engin hætta á aö kæmu tveir tigulkóngar i spilin. Þau voru ekki margbrotin, jólin i fásinninu, en erum við ánægðari núna meö allt skrautið, kræsing- arnar og jólagjafirnar? Kannski. Ég veit bara, að minningarnar frá bernskujólunum verða ævin- lega bjartastar, máski vegna þess að árin mörgu og misjöfnu hafa heflað af þeim vankantana og glætt þær unaði og fegurð. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið aö gleyma þvi illa, en geta velt hamingjustundunum eins og perlum i lófa minum. Það er lika það bezta, sem nokkrum manni hlotnazt. Jóna Vigfúsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.