Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.12.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Miðvikudagur 24. desember 1975. ROSTUNGAR Á HEIMSKAUTASVÆÐUM Tennurnar ásamt yfir- skegginu, sem er úr stinnum, tilfinninganæm- um broddum, gegna hlut- verki viö snæðing. Skel- fiskur er losaður frd sjáv- arbotni með tönnunum og skeggbroddarnir sia rusl frá fæðunni. Skelfiskun- um er troðið i munninn, þar mylja sterkar tennur skelina. Oftast er aðeins kyngt mjúkum hlutum skelfisksins, en skelja- brotunum spýtt út. KANADA Þótt klimnalegir séu, hafa rostungar sína töfra til að bera. Fyrst vekja athygli hinar gríðarstóru vígtennur og stinnir skeggbroddarnir Engum dettur i hug að halda þvi fram, að rostungar séu meðal glæsilegustu spendýra i sjón. Samt sem áður hafa þeir visst aðdráttarafl. Brimlarnir eru klunnalegir með stinn yfir- skegg og rauð augu, sem minna á roskinn samkvæmismann, og urtan hefur háþróað móðureðli. Aðalheimkynni rostungsins eru á ýmsum stöðum i Norður-Kýrrahafi og Norður- Atlanshafi: Beringsundi og vesturströnd Alaska við Kyrra- haf, og Vestur-Grænland og aðliggjandi heimskautasvæði Kanada. Hér verður ságt frá þeim siðastnefndu. A 17. öld fundust stórir hópar rostunga i Kanada sunnan St. Lawrenceárinnar, einkum á Magdaleneyjum og allt suður til Nova Scotia. Talið var, að á Magdaleneyjum einum hefðu verið milli 7.000 og 8.000 dýr. En landnemar og sæfarar, sem leið áttu um,drápu þau miskunnar laust til að hirða af þeim serkar húðirnar og vigtennurnar, og i lok 18. aldar hafði þeim nær verið eytt. A fyrri hluta 20. aldar voru miklar rostunga veiðar stundaðar norðan Hudson flóa og við austurströnd Baffin eyju, en 1931 setti kanadiska fisk- veiðaráðuneytið fram reglugerð um bann á útflutningi á röstungstönnum og húðum frá þessum svæðum, og leyfi til veiða voru eingöngu veitt Eski- móum. Þessi reglugerð var umbætt 1949, og þar með var komið i veg fyrir fækkun á rostungastofninum á þessum slóðum. Ef frá eru talin litil rostungabyggð á Belchereyj- um, eru rostungabyggðir nú eingöngu á heimskautasvæðum, einkum i norð-vesturhluta Hud- sonflóa, Foxe Basin, við Mið- vestur Grænland og nyrzta hluta Vestur-Grænlands, norðan Thule. Rostungar sjást sjaldan fjarri rekis að vetrarlagi. Viða á norðurslóðum er sjórinn nokkuð grunnur, og svo framarlega sem ísinn er yfir góðum ætis- stöðvum á ekki meira en 300 feta dýpi, flykkjast þessi stóru spendýr á jakana milli máltiða. Sums staðar dreifist isinn á sumrin með sjávarstraum- um og vindi og þá hópast rostungarnir úr islausu vatninu á útvalda staöi með kletta- myndum, sem Eskimóar nefna „Uglit” (i eintölu ,,ugli) Þéttbýll ugli er vissulega merkilegur ásýndar. Svartir, jökulnúnir klettar skaga upp úr sjónum, og hver einasta spöng, krókur og sylla er þakin iðandi kös af heljarstórum, akfeitum rauðbrúnum búkum. Rostungarnir eru sifellt að hreyfa sig til, eða skriða hver yfirannan i öllum þrengslunum Það eru tvær ættir rostunga: Kyrrahafsrostungurinn (aöal- lega i Beringssundi og við Kyrrahafsströnd Vestur- Alaska) og Atlantshafsrost- ungurinn, sem aðallega heldur til við Vestur- og Norðvestur- Grænland, norðanverða Foxe Basin og norðanverðan Hud- sonsflóa. Atlantshafsættin var áður á suðlægari slóðum, svo sem Nova Scotia, og voru þá stórir hópar á Magdaleneyj- um. Nú á dögum er að visu smárostungabyggð á Belcher- eyjum, að öðru leyti heldur rostungurinn sig eingöngu á heimskautasvæðum. Þetta eru rostungar á eyju við strönd Suðvestur-Alaska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.