Tíminn - 30.12.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 30.12.1975, Qupperneq 1
f Leiguflug—Neyðarflug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐDR ÖUHNARSSOH SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 Fjórir menn í gæzluvarð- haldi vegna gruns um morð FJ—Reykjavik. Fjórir nienn sitja nú i gæzluvaróhaldi i Reykjavik, grunaöir um að hafa verið valdir að hvarfi Guð- mundar Einarssonar i Hafnar- firði aðfaranótt 27. janúar 1974, og fyrirkomið honum. Mennirnir, sem sitja nú i gæzluvarðhaldi, eru allir Reyk- vikingar, þrir tvitugir, og einn 24ra ára. beir hafa allir orðið uppvisir að ýmiss konar afbrot- um áður. Einn þeirra var úrskurðaður i 30 daga gæzlu- varðhald 12. desember sl. vegna fjársvikamáls, þar sem 1 950 þúsund krónur voru sviknar út úr Pósti og sima, fyrir um ári siðan. Játning hans i þvi máli liggur fyrir. Hinir þrir voru úr- skurðaðir i gæzluvarðhald á Þorláksmessudag, tveir i 90 daga og einn i 45 daga. Þeir þrir koma ekkert við sögu i fjársvikamálinu, en rannsóknarlögreglan hefur rökstuddan grun um að þessir fjórir hafi verið valdir að hvarfi Guðmundar. Guðmundur Einarsson hvarf aðfaranótt 27. janúar 1974 i Hafnarfirði. Hann er um tvi- tugt, til heimilis að Hraunprýði, Blesugróf, Reykjavik. Þetta kvöld ætlaði hann á dansleik i Alþýðuhúsinu i Hafnarfiröi og er talið að hann hafi siðast sézt á götu þar i bæ laust eftir miðnættið. Itarleg leit för fram en án árangurs, og er Guð- mundur ófundinn enn. Rannsóknarlögreglan i Reykjavik hóf rannsókn á hvarfi Guðmundar fyrir um mánuði. Mennirnir fjórir hafa verið i nær stöðugum yfir- heyrslum siðan þeir voru úrskurðaðir i gæzluvarðhald. Endanleg játning liggur ekki fyrir. Einn þeirra manna, sem i gæzluvarðhaldi eru, er einn eiganda að fikniefni þvi, sem smyglað var til landsins i bil fyrir skömmu. Að sögn rannsóknarlögreglunnar er hvarf Guðmundar ekki talið standa i neinu sambandi við smygl á fikniefnum eða öðru. FVekari upplýsingar var ekki að fá um málið hjá rannsóknar- lögreglunni i gær. SVIPTINGAR í POPPINU: BJÖRGVIN OG ÁS- GEIR í PARADÍS Gsal—Reykjavik. Hljómsveitin Paradis, hefur fengið tii liðs viö sig tvo nýja hljóðfæraleikara, sem þó eru langt frá þvl að kallast nýgræðingar i poppinu. Það eru tveir af meölimum hljómsveit- arinnar Pelican, sem hafa gengiö til samstarfs við Paradis, þeir Björgvin Gfslason, gitarleikari og Asgeir óskarsson, troinmu- leikari. Úr Paradis vikja Ragnar Sigurðsson, gitarleikari og Ólafur Kolheins trommuleikari. Hljómsveitin Pelican hættir formlega nú um áramótin, og hefur Jón ólafsson, hassaleikari. þegar ákveðið að leika mcö hljómsveitinni t’abaret. Ómar óskarssou er þvf sá eini af liös- inönnum Pelican sem ckki hefur fariö yfir i aðra hljómsveil. AAJÓLKURFRAMLEIÐ- ENDUAA FÆKKAR - EN AAAGNHD EYKST gébé—Rvik. — Mjólkurframieið- endum hefur fækkað um 296 á s.l. tveim árum, en þeir voru 3.122 talsins árið 1974. Mjólkurinnlegg jókst þó um 5.035 kg. á bónda á þessum tima. Ekki er vitað hve margir bændur hafa hætt mjólkurframieiðslu á þessu ári, en sýnt þykir að verulegur sam- dráttur vcrði i framleiðslunni. Ekki var búizt við að heildar- magn innveginnar mjólkur hjá mjólkursamlögum fari yfir 112 millj. kg. I ár, en á árinu 1974 var hcildarmagnið 116 miilj. kg. Hjá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, fékk blaðið þær upplýsingar, að á árinu 1972 voru það 3.418 bændur sem lögðu inn mjólk hjá mjólkursamlögunum og að meðaltali var innlegg þeirra 32.109 kg. Arið 1974 var fjöldi framleiðenda 3.122 talsins, og lögðu þeir inn samtals 116 millj. kg. af mjólk eða 37.144 kg. að meðaltali. Aukning á þessum tveim árum var 5.035 á bónda. Að jafnaði var mesta mjólk á hvern framleiðanda hjá mjólkur- samlaginu á Akureyri, eða 60.757 kg, en næstir i röðinni voru bænd- ur i Norðfirði með 52.416 kg og bændur á Suðurlandi með 46.680 kg- Krakkarnir á Ægissiðunni eru við þvi búin að mæta ára mótun- um. Þau hafa hlaðið þcnnan . myndarlega köst, og voru önn- um kafin við að bæta i hann, þegar Timaljósmyndarann Ró- bert bar þar að i gær. Sjálfsagt verður kösturinn orðinn himin- hár annaö kvöld, þegar kveikt verður i honum og gamla árið brennt út þarna á Ægissíðunni eins og svo viða arinars staðar i borginni, þar sem krakkarnir hafa ekki slegið slöku við að hlaða mvndarlegustu bálkesti fyrir áramótabrennurnar. Síðustu birgðir af blaut- verkuðum saltfiski seldar gébé—Rvik. — Við litum svo á, að með þessum samningum sem gcrðir voru við Portúgala um jól- in, séum við endanlega búnir að selja allar birgðir okkar frá árinu 1975 af blautverkuðum saltfiski, sagði Tómas Þorvaldsson, for- stjóri i Þorbirni hf., Grinda vik. — 32% minni smjörsala gébé—Rvik. — Fyrstu tiu mánuöi ársins minnkaði framleiðsla á smjöri um 12,5%, cn verulegur sam- dráttur hcfur orðið á neyzlu smjörs. Meðalsala á mánuði var 126 smálestir, en það er 32% minni sala en á siðastliðnu ári. Meöalneyzla á ibúa á smjöri i ár, verður rétt um sjö kiló. Samkvæmt upplýsinguni frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, tóku mjólkursamlögin á móti 98.073.307 kg af injólk fyrstu tiu mánuði þessa árs, en það er 3,1% minna magn en á sama timabili árið 1974. Aukning varð veruleg i sölu mjólkur eða tæp- lega 3 millj. Itr.,sem cr 7,5% meira en i fyrra. Skyrsala liefur dregizt nokkuö saman, eða um 2,7% en meðalneyzla á hvern ibúa var 0.65 kg. á ntánuöi fyrstu tiu niánuöi ársins 1975. Birgðir af smjöri þann 1. nóvember s.l. voru 482 smálestir, cn af ostum 691 smálest. Birgðir af smjöri 1. desember s.l. voru 405 smálestir. Gert er ráö fyrir að birgöir af smjöri verði i algjöru lág- marki þegar keniur fram á veturinn, þvi að smjör- framleiðsla er óveruleg um þessar mundir. Þessu siðasta magni, tveim til þrcni þúsund tonnum verður af- skipaö fljótlega upp úr áramót- uni. Þá var einnig gengið frá öðr- um samningi við Portúgal nú, sem er sala á finim hundruð tonn- uni af þurrfiski. — Samningar um þessa sölu hafa staðið lengi yfir eða tvo mánuði, sagði Tómas, en þeir voru undirskrifaðir nú um jólin. Þetta magn er t vö til þrjú þúsund tonn. við getum ekki sagt með 'vissu nákvæmari tölu. eða ekki fyrr en fiskurinn hefur verið vigtaður hjá þeim tvö hundruð og fimmtiu framleiðendum. sem eru * dreifðir um land allt. — Það hafa verið erfiðleikar á sölu fisks til Portugal undanfarið. en við von- umst til að með þessuni samningi verði útlitið bjartara. Ríkisstjórn- arfundur í dag Gsal—Reykjavlk. ' i dag verður lialdinn fundur i ríkisstjórninni eins og venja ertilá þriðjudögum. |ð sögn Geirs Hallgrímssonar. for- sætisráðherra. mun ásigling brezkrar freigálu á varð- skipið Tý. eflaust bera þar á góma. Geir tók þó frani. að fundurinn væri ekki beinlinis haldinn af tilefni ásiglingar- innar. — Við höfum mótmælt ásiglingunni sérstaklega. sagði forsætisráðherra. Þegar Timinn innti hann eftir þvi. hvort þess væri að vænta aðeinhverjar sérstak- ar ákvarðanir yrðu teknar vegna þessara atburða. kvaðst hann ekkert geta um það sagt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.