Tíminn - 30.12.1975, Síða 2

Tíminn - 30.12.1975, Síða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 30. desember 1975. Jón Steffensen (lengst t.h.) er sjöundi visindamaðurinn, scm verðlaun lilýtur úr Ásusjóði. Hér eru allir verðlaunahafar samankomnir, að undanteknum Sigurði heitnum Nordal, sem hlaut verðlaunin fyrstur manna. Timamyndir G.E. Jón Steffensen Sporvagninn Girnd sýndur d ný Núna um helgina hefjastaftur sýningar I Þjóðleikhúsinu á Sporvagn- inum Girnd, en þær hafa legið niöri siðan í byrjun desember vegna undirbúnings fyrir jólafrumsýninguna. Þetta alþckkta og vinsæla leik- rit Tennessee Williams er nú sýnt i fyrsta skipti á Islenzku leiksviöi, en hér hefur það fengið mjög góðar viðtökur cins og reyndar alls staðar annars staöar þar sem það hefur verið sýnt, enda almennt talið til merkari leikrita I ameriskum bókmenntum. Aðsókn hefur verið mjög góö og eru þegar orðnar 15 sýningar á leikn- um. Lætur nærri að um 8 þúsund manns hafi þegar séð hann. Næsta sýning, 16. sýningin, er svo á laugardagskvöld 3. janúar. Gagnrýnendur báru mikið lof á þessa sýningu og leik aöalleikend- anna, Þóru Friöriksdóttur, Erlings Gislasonar, Margrétar Guðmunds- dóttur og Itóberts Arnfinnssonar. Einkum þykir Þóra Friðriksdóttir i hlutverki Blance hafa unniö einn mesta leiksigur á leikferli sinum. Þaö er Gisli Alfreðsson, sem er leikstjóri Sporvagnsins, en leikmynd er eftir Birgi Engilberts. Myndin er af Margréti Guðmundsd. og Þóru Friðriksdóttur i hlut- verkum sinum. prófessor hlaut heiðurslaun úr Ásusjóði HHJ-Rvik. — Jóni Steffensen prófessor og dr. med. voru á sunnudaginn veitt heiðurs- verðlaun úr sjóði Asu Wright fyrir margþætt störf i þágu læknisfræði og fyrir rannsóknir á islenzkri mannfræði. Jóni voru afhent verðlaunin — tvö hundruð þús. kr.,silfurpening- ur og heiðursskjal — við athöfn i Norræna húsinu. Við það tækifæri komst dr. Sturla Friðriksson for- maður sjóðsstjórnar ,m.a. svo að orði um Jón og ástæðurnar fyrir þvi, að ákveðið var að veita hon- um þessi heiðursverðlaun: ,,Hann hefur unnið að mörgum trúnaðarstörfum i þágu lækna, unnið að uppbyggingu Háskóla Islands og einstökum stofnunum hans og sinnt ýmsum félags- málum og stjómarstörfum. Hann hefur verið formaður i lækna- félaginu Eir og Visindafélagi ís- lendinga. Og formaður Hins is- lenzka fornleifafélags hefur hann verið siðan 1961. Jón Steffensen hefur með mikilli samvizkusemi og kunnáttu verið giftusamur uppfræðari. Og mun hann hafa verið kennari flestra lækna sem nú starfa á landinu. En samfara kennslustörfum hefur prófessor Jón Steffensen alltaf sinnt veiga- rniklum visindastörfum á sviði mannfræða. Hann hefur skýrt frá niðurstöðum af rannsóknum sin- um og athugunum i fjölda rit- gerða, sem að miklu leyti hefur nú verið safnað saman i bók- inni Menning og meinsemdir, sem gefin var út á vegum Sögu- félagsins. Jón Steffensen hefur af kostgæfni rannsakað þær mannfræðiminjar, sem völ hefur verið á hér á landi i hans tið. Hann hefur borið saman eðlís- einkenni Islendinga og nágranna- þjóða og með þvi fært okkur aukna vitneskju um uppruna Is- lendinga, likamsþroska þeirra, sjúkdómasögu, lækninga-aðferðir og mannfjölda á landinu á ýms- um timum. Með visindastarfsemi sinni og þeim rannsóknaraðferð- um, sem hann hefur beitt.hefur honum tekizt að leggja af mörk- um drjúgan þátt til þekkingar okkar á tildrögum landnáms, sögu Islendinga og afkomu og heilsufari þjóðarinnar i landinu. Fyrir uppfræðslustörf i læknis- fræði og veigamikil mannfræðileg visindastörf eru prófessor Jóni Steffensen veitt Ásuverðlaun ársins 1975.” Frú Ása Guðmundsdóttir Wright gaf Visindafélagi ts- lendinga peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins hinn 1. desember, 1968. Skyldi stofnaður sjálfstæður verðlaunasjóður með höfuðstólsem ekki á að skerða, en vextir sjóðsins skulu standa undir fjárveitingum og viður- kenningargjöfum. Er i stofnskrá gertráð fyrir að verðlaunaveiting úr sjóðnum fari fram við opinbera athöfn, þar sem einnig skal skýra frá ástæðum fyrir verðlaunaveitingunni. Að tilmæl- um gefanda er stjórn sjóðsins skipuðþremur mönnum, þeim dr. Kristjáni Eldjárn, dr. Jóhannesi Nordal og dr. Sturlu Friðrikssyni. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um eiginmann, ættingja og venzlamenn Ásu. Flóð vestan lanas og norðan um jólin — vegir skemmdust og rafmagnsstaurar brotnuðu FB—Reykjavik. Færð var viðast hvar allsæmileg i gær, þegar blaðið hafði samband við Vega- gerðina. Hins vegar var veðurspá á þann veg, að búast mátti við skafrenningi, og þá er allt útlit fyrir að færð spillist á nýjan leik. Á annan dag jóla gekk mikið vatnsveður yfir vestanvert land- ið. Þá flæddi Hvitá yfir bakka sina og yfir veginn. Vegurinn varð þó fær aftur á hádegi á laugardaginn. Einnig rann áin yfir bakka sina við Kljáfoss og varð efri leiðin einnig ófær um tima. Nokkrar vegaskemmdir urðu i dölum Borgarfjarðar, en þær hafa verið lagfærðar til bráðabirgða. Þá flæddi Miðfjarðará yfir bakka sina og varð vegurinn ófær við Laugabakka. Þarna brotnuðu niður rafmagnsstaurar vegna is- hröngls, og óttuðust menn um tima að linan legðist niður á veg- inn. Svo fór þó ekki. Héraðsvötn i Skagafirði flæddu yfir bakka sfna við Vallhólma, og þar varð ekki fært aftur fyrr en i gær. Um færð á vegum almennt i gær sagði starfsmaður Vegagerð- arinnar, að allir vegir væru færir á Austurlandi, og allt vestur i Mýrdal. Veður var slæmt i Árnes- og Rangárvallasýslum, en færð var þar sæmileg. I gærmorgun þurfti að moka veginn yfir Hellis- heiði, og einnig þurfti að moka snjó af vegum á Suðurnesjum. Greiðfært var fyrir Hvalfjörð, en erfið færð um fjallvegi á Snæfells- nesi. Fært var i Búðardal um Heydal. Frá Patreksfirði var fært til Bfldudals og á Barðaströnd. Fært var milli Þingeyrar og Flat- eyrar. Bæði Breiðdalsheiði og Botnsheiði voru ófærar. Fært var frá ísafirði og inn i Djúp. Greiðfært var um Norðurland til Akureyrar, en ófært til Siglu- fjarðar. I gær var verið að ryðja snjóskriðum af veginum um Olafsfjarðarmúla. Stórum bilum var siðan fært allt frá Húsavik og til Vopnafjarðar um Melrakka- sléttu. Lík finnst í Viðey FB—Reykjavik. Fyrir hálfum mánuði hvarf að heiman frá sér Ragnhildur Erlingsdóttir, Hátúni 10, 59 ára gömul Ekkert hefur spurzt til hennar, þar til lik henn- ar fannst rekið i Viðey fyrir hádegi á sunnudaginn. Það voru menn úr Slysavarnafélaginu i Reykjavik og nágrenni, sem fundu likið. Fauk út af veginum! G.S.-lsafirði — Jeppi, sem var á leið til Flateyrar á annan dag jóla, fauk út af veginum á Bæjar- dalsheiði. Jeppinn fór þrjár velt- ur en lenti i mjúkum snjó og er lit- ið skemmdur. Hins vegar rif- beinsbrotnaði kona sem var far- þegi i jeppanum. Þá fór annar jeppi út af vegin- um skammt frá Krossinum i Bolungarvik, en i þvi tilviki urðu engin slys á mönnum. Sá jeppi er einnig litið skemmdur. Dr. Sturla Friðriksson afhendir Jóni Steffensen prófessor verðlaunin. STÓRHÆTTULEGUM HVELLHETTUM OG DÍNAMITI STOLIÐ FB-Reykjavik. Um jólin var stol- ið dinamiti og hvellhettum i Kópavogi, og hefur ekki verið hægtað finna þessa stórhættulegu hluti aftur. Lögreglan i Kópavogi biður alla þá, sem einhverjar upplýsingar kunna að geta gefið, að snúa sér þegar i stað til lög- reglunnar. þvi að lifshætta getur stafað af þessum hlutum. Samkvæmt upplýsingum Kópa- vogslögreglunnar var brotizt inn i geymsluskúr verktaka á Kárs- nesi i Kópavogi. Þar var stolið dinamitiog hvellhettum )g liggur ekki Ijóst týrir hversu miklu. Einnig var stolið sprengihnöllum og mæli. Vill lögreglan vekja at- hygli á þvi, að hvellhetturnar eru mjög hættulegar, og geta þær meðal annars sprungið af sjálfs- dáðum, — til dæmis ef farið er með þær undir háspennulinur. Það eru tilmæli Kópavogslög- reglunnar, að hver sá, sem getur gefið upplýsingar um innbrot þetta, eða telur sig hafa ástæðu til að ætla, að hann hafi upplýsingar, sem að gagni mættu koma, hafi strax samband við lögregluna, rannsóknadeild, enda getur þarna verið um hluti að ræða, sem eru lifshættulegir þeim, sem þá hafa undir höndum, sem og öðrum, sem nálægt þeim eru. Skótar og íþrótta- menn deila um flug eldasölu í Árbæjar- hverfi og Breiðholti BH-Reykjavik. — Flugeldastríð hefur geisað undanfarna dega i úthverfum borgarinnar, og eru það forsvarsmenn Hjálparsveita skáta, sem þar heyja mikla sam- keppni við iþróttafélögin i Ár- bæjarh verfi og Breiðholti um sölu á flugeldum fyrir gamlárskvöld. Telja iþróttafélögin skátana hafa komið inn á söluvettvang sinn, sem félögin hafi stundað um ára- bil, auk þess sem þeir stundi óheiðarlegar söluaðferðir til að bola iþróttafélögunum af markaðnum. — Maður verður að hafa allar klær úti til þess að afla fjár til félagsstarfseminnar, sagði Stein- ar Halldórsson, formaður knatt- spyrnudeildar Fylkis i Árbæjar- hverfi i viðtali við Timann i gær. — Flugeldasölu erum viö búnir aö stunda hér i hverfinu um þrjú áramót, auk annarra leiða, sem eru vægast sagt ekki margar. Þetta eru yngstu iþróttafélögin i bænum, þarna i Árbænum og Breiðholtinu, og við berjumst i bökkum með að halda félögunum uppi fjárhagslega, en skátarnir hafaekkisýnt neinn áhuga á flug- eldasölu hérna áður, utan hvað þeir seldu flugelda úr bil árið 1968. Núna setjast þeir að i hús- næði, sem borgin á, og auglýsa sérstaklega hagstætt verð á flug- eldum, bersýnilega i þeim eina tilgangi að eyðileggja söluna hjá okkur, þvi að verðið hérna er lægra en á öðrum sölustöðum. Þetta finnst okkur ekki heiðar- lega að farið, sizt af öllu þar sem skátar eiga i hlut, gegn iþrótta- félagi, sem starfar i hverfinu og veitir ekki af sinum fjáraflaleið- um. — Við skátarnir i Hjálparsveit skáta teljum okkur eiga vissan siðferðilegan rétt á flugeldasölu til eflingar starfsemi okkar, sagði Arnfinnur Jónsson, aðst. sveitar- foringi i Hjálparsveit skáta við Timann i gær. Við byrjuðum á þessari sölu fyrir átta árum, og við höfum forðazt það að troða okkur inn á fjáröflunarplön, sem aðrir hafa helgaö sér. Við höfum látið það gott heita þessi þrjú ár, sem hin ýmsu iþróttafélög hafa stundað flugeldasölu, og litið á það sem samkeppni, sem við verðum að sjálfsögðu að mæta. Varðandi þetta sérstaka mál með Árbæjarhverfi, þá áttum við þarna kost á húsnæði, tókum það og settum upp flugeldasölu. Okk- ur finnst Fylkismenn hafa tekið þessu leiðinlega. Þeir útbjuggu og dreifðu bréfi, með óhróðri um Hjálparsveitina. Það er fráleitt að tala um okkur sem óviðkom- andi aðila i einu eða öðru hverfi. Starfsemi okkar nær til allra hjálparþurfi, hverjir og hvar, sem þeir eru.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.