Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. desember 1975. TÍMINN 3 20 ár síðan Landhelgisgæzlan eignaðist fyrstu flugvélina — Sýr 945 tíma á lofti það sem af er ári Gsal-Reykjavik. — 1 gær 29. desember, voru nákvæmlega tuttugu ár liðin frá þvi að Land- helgisægzlan flaug í fyrsta sinn á eigin flugvél i landhelgis- gæzluflug. Þennan dag árið 1955 fór TF-Rán, sem var Katalinuflugbátur, I sitt fyrsta flug fyrir Landhelgisgæzluna. Skipherra á Rán i þessu flugi var Guðmundur Kjærnested, nú skipherra á Tý, Aðalbjörn Kristbjarnarson var flugstjóri og Guðjón Jónsson var flug- maður. A blaðam annafundi sem Landhelgisgæzlan efndi til i gær, til minnis um þennan merka atburð.kom m.a. fram að fiugvélin tók i febrúarmánuði árið 1956 brezkan togara að óiögiegum veiðum og kom hon- um sjálf til hafnar. Brezki togarinn, sem hét Cape Cleve- land, var þá að ólöglegum veið- um út af Ingólfshöfða, þegar vélin kom að honum. Skipstjóra brezka togarans var skipað að halda til hafnar i Norðfirði og fylgdi vélin honum eftir þar til lögreglumenn voru komnir um borð i togarann i höfninni þar. Hvorki fyrr né slðar hefur flugvél Landhelgisgæzlunnar tekið togara og komið honuni til hafnar, án nokkurrar aðstoðar varðskipa. TF-Rán var Katalinuflugbátur, en Guðjón Jónsson, flugmaður, sagði á blaðamannafundinum i gær, að vélin hefði verið aðeins mjög litið notuð til þess að lenda á sjó. A fundinum i gær kom fram hjá Bjarna Hclgasyni, skipherra á TF-SCf að flugvél Landhelgisgæzlunnar hefur það sem af er þessu ári verið á flugi i 945 klukkustundir, þar af hefur vélin veriö á flugi 355 klukku- stundir siðan islenzka fiskveiði- lögsagan var færð út I 200 sjó- milur. Bjarni gat þess, að nefndin margumtalaða, sem fjalla átti um flugvéiakaup Landhelgis- gæzlu, hefði áætlað aö Sýr gæti flogið um 500 tima á ári hverju. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlu upplýsti, að kostnaður við flugvélina væri svipaður og kostnaöur af einu varðskipi, þó iviö minni. 18 manns starfa nú á vegum Land- helgisgæzlu við flug. Katalfnuflugbáturinn TF-Rán — fyrsta flugvél Landhelgis gæzlunnar. GÆZLAN FYRST MEÐ FRETT AF ÁSIGUNGUNNI Á TÝ Gsal-Reykjavik — A sunnudaginn sigldi brezka freigátan Andro- meda á varöskipið Tý, þar sem það var við gæzlustörf um 40 sjó- milur austur af Norðfjarðarhorni. Nokkrar skemmdir urðu á varð- skipinu, en að sögn talsmanns Landhelgisgæzlunnar munu þær ekki tefja skipið frá gæzlustörf- um. Brezka freigátan skemmdist talsvert. Fréttir um atburðinn bárust frá Landhelgisgæzlu strax til erlcndra fréttastofa, en frétt frá brezkum blaðainanni um borð i frcigátunni birtist ekki fyrr- en nokkrum stundum siðar. A sunnudagsmorguninn var hægviðri en talsverður sjór um 40 milur austur af Norðfjarðarhorni, Stálu bíl og óku út af FB—Reykjavik. Aðfaranótt sunnudagsinsstálu tveir menn bil af bifreiðaverkstæði inn við Suðurlandsbraut. Hafði bfllinn verið þar i viðgerð, og átti aðeins eftirað sprauta hann. Óku menn- irnir sem !eið liggur suður i Hafnarfjörð og siðan áfram til Keflavikur, en við Straum lentu þeir út af veginum, og hafnaði billinn 1 sjónum. Er hann talinn ónýtur. Mennirnir náðust. þarsem Týr var. Á þvi svæði voru þá þrir brezkir togarar, en þeir voru þó ekki á veiðum. Þar var dráttarbáturinn Lloydsman og freigátan Andromeda. Brezk njósnaflugvél af Nimrod-gerð flapg einnig yfir svæðið þennan morgun og þyrla frá freigátunni var einnig á flugi. 1 frétt frá Landhelgisgæzlunni um ásiglinguna á Tý segir: — Varðskipið Týr var á beinni siglingu og var ekki með klippurnar úti. Skömmu upp Ur kl. 10.00 siglir freigátan Andro- meda ámikilli ferð fram með bak- borðssiðu Týs og siglir siðan inn i bakborðssiðu varðskipsins. Til- drög þessa voru þau, að freigátan sigldi varðskipið uppi, og er hún er komin samsiða varðskipinu, beygir hún frá Tý og slær aftur- hlutanum utan iskipið. Týr notaði hliðarskrúfu sína til að forðast að freigátan lenti á skipinu, en tókst ekki. Aðalhöggið kom á Tý á stafnshlið, einn og hálfan metra frá þilfari, og beygluðust tólf bönd frameftir.' Rifa, um 10-12 sentimetra löng kom á skipið barkborðsmegin um 2 metra frá þilfari. Andromeda missti landganginn og allt rekkverk frá miðju skipi og aftureftir. Freigátan hafði þennan sama morgun margoft reynt ásiglingu á varðskipið. Að sögn Jóns Magnússonar, talsmanns Gæzlunnar, voru um þrjátiu brezkir togarar hér við land um hátiðarnar. Ný freigáta bættist i hópinn, Gurkha, og er hún 2400 tonn. önnur verndarskip brezk eru: eftirlitsskipið Hausa, dráttarbáturinn Lloydsman, birgðaskipið Owlen og frei- gáturnar, Lowestoft og Andro- meda. Ferð til Bahama í verðlaun fyrir einkunnarorð Mörg fyrirtæki hafa tekið upp ýmiss konar einkunnarorð, sem eiga að festast fólki i minni og hvetja það til viðskipta. Nú vantar Flugleiðir slikt kjörorð, oghefur vcrðlaunum vcrið heit- ir fyrir. Ferð til Bahamaeyja og vikudvöl þar fyrir tvo. Eins og kunnugt er höfðu Loftleiðir og Flugfélag Islands sin einkunnarorð: „Loftleiðis landa á milli” og „Fljúgið með Föxunum”. En samruni félag- anna og nýtt heiti kallar á nýtt vigorð, sem fer vel i munni og festist auðveldlega i minni. Rólegt um jólin hjó lögreglu um land allt FB-Reykjavik. Jólahelgin var með eindæmum róleg hjá Fjórir ungir menn handteknir vegna innbrota í Firðinum FB—Reykjavik. Rannsóknarlög- reglunni i Hafnarfirði hefur tekizt að koma upp um fjóra unga menn, sem frömdu þrjú innbrot i Hafnarfirði i desember. Fyrst var brotist inn á bæjarfógetaskrif- stofuna þar og stolið 80 þús. krón- um. Siðan var brotizt inn i Hafnarkaffi og stolið vindlingum, útvarpi og peningakassa, öllu að verðmæti um 60 þús. krónur. Einnig var brotizt inn i söluturn við Strandgötu 50 og stolið og eyðilagt fyrir um 300 þús. krónur. Einn þremenninganna hafði tekiðþátt i öllum þremur innbrot- unum, en hinir verið með honum til skiptis. Einn mannanna, sem tók þátt i innbrotinu á fógeta- skrifstofuna hafði verið kunnugur húsaskipan þar, og vissi einnig hvar peningar voru geymdir, og var leiðin að ránsfénu þvi auðröt- uð. Jarðskjólftar: Næstharðasti kippurinn til þessa mældist 4,7— 4,8 stig á Ricther mæli gébé Rvik — Það var laust fyrir klukkan ellefu i gærmorgun, að tveir snarpir jarðskjálftakippir, sent komu svo að segja sam- timis, mældust suðaustur af Kelduhverfi, að við álitum, sagði Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. Sá stærri mældist 4,7-4,8 stig á Richter- kvarða og er sá næststærsti sem komiö hefur siðan gos höfst i Leirhnjúk. Minni kippurinn var mjög nálægt fjórum stigum. Sagði Ragnar að jarðskjálfta- virknin virtist vera að færast lengra suður en verið hefur fram að þessu. Það var á kvöldi jóladags sem harðasti kippur- inn sem enn hefur mælzt á þessu svæði kom, og reyndist vera 5,3 stig á Richter, og upptök hans talin vera í sjó um 10 km vestur . af Kópaskeri. Að sögn Kristjáns Arniannssonar fréttaritara blaðsins á Kópaskeri, fundu tveir menn á Kópaskeri og einn niaður i Núpasveit, brenni- steinsfnyk um kl. hálf tiu i gær- morgun. Sagði Ragnar Stefáns- son, að þetta hefði verið kannað, en að þær athuganir hefðu ekki leitt neitt i Ijós. Jón Illugason fréttaritari blaðsins i Mývatnssveit sagði að jarðfræðingarnir Guttormur Sigurbjarnason og Þóroddur Þóroddsson hefðu gert mæling- ar á vatninu á sunnudag, en sið- an gosið hófst i Leirhnjúk hefur botn vatnsins að austanverðu allt að Kálfaströnd, lyfst um 9 sentimetra, en hefði nú byrjað að siga og væri sigið um 1-2 sentimetrar. — Jarðskjálfta- virkni er um tiu sinnum meiri héren fyrir gosið, sagði Jón, en engir verulegir kippir hafa ver- ið undanfarna daga. — Þróunin virðist vera sú nú, að jarðskjálftarnir virðast fær- ast lengra suður, sagði Ragnar Stefánsson, t.d. mældist einn kippur i fyrrakvöld, 3,2 stig, sem virtist eiga upptök sin við Gjástykki á móts við Gæsafjöll. — Annars er allt sem skeður sett i samband við gos, sagði hann, en ég tel að þessir jarð- skjálftará Kelduhverfissvæðinu séu ekki fyrirboðar um slikt, en ég treysti mér ekki til að spá neinu um slikt. Við vonumst til að jarðskjálftar-geti sagt fyrir um gos, þó það sé þó engan veg- in örugg aðferð og eins ómögu- legt að segja með hve löngum fyrirvara. Jarðskjálftar á und- an gosum eru lika mjög mis- munandi. Um skemmdir á mannvirkj- um er það vitað, að á Eyvindar stöðum i Kelduhverfi munu fjárhús hafa skemmst mikið, og eru illa sprungin. Hanga veggir uppi á steypujárnum. Reykjavikurlögreglunni, sem og annars staðar á landinu, þar sem við höfðum spurnir af. Brotizt var inn á einum fjórum stöðum i Reykjavik, en litlu sem engu stol- ið. Brotizt var inn i Karnabæ að Laugavegi 20, en ekki sást, að þar hefði nokkuð verið haft á braut. Þá var brotizt inn i Plötuportið, og einhverju smáræði stolið. Einnig var brotizt inn i Bakari Jóns Simonarsonar, og stolið það- an 200 krónum i skiptimynt. Að lokum má geta þess að brotizt var inn i ibúð að Ljósheimum 8,~og hurfu þaðan 20 þúsund krónur i peningum, sem húsráðandi hafði geymt i eldhússkáp. Þjóðverji skaut s ig í lögreglu- portinu! FB-Reykjavík. A aðfangadags- morgun kom rúmlega þritugur Þjóðverji i port lögreglunnar, tók hann þar upp byssu og stytti sér aldur. Maðurinn hefur að undan- förnu dvalizt vestur á fjörðum og unnið þar á sveitabæ. Ekki er vit- að, hvað olli þvi, að maðurinn svipti sig lifi. Hann mun ekki eiga neina ættingja hér á landi. svo

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.